Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 11 Málverk og mótlistaverk Myndlist Bragi Ásgeirsson I hinum nýja sal í Hlaðvarpanum, „Undir pilsfaldinum", sýna um þessar mundir tvö ungmenni, er numið hafa í San Francisco Art Institute, þau Kristín María Ingi- marsdóttir og Jóhannes Eyfjörð. Að viðtölum við fólk, sem numið hefur við stofnunina og sýnt hefur afraksturinn hér heima, mun þetta vera æði fijálslegur skóli eða kannski frekar eins konar lista- stofnun, þar sem nemendur ganga út og inn að vild. Margir íslendingar, sem maður hafði ekki hugmynd um að væru á listabraut, koma þaðan og halda sýningar hér heima, og það skal viðurkennt, að djúp og átakamikil vinnubrögð einkenna ekki verk þeirra. Listnám er enginn leikur, heldur Jóhannes Eyfjörð RÝMISVERK Myndlist Bragi Ásgeirsson Leikmyndateiknarinn og mynd- Iistarmaðurinn Messíana Tómas- dóttir hefur víða komið við á ferli sínum, þótt þekktust sé hún fyrir mjmdrænar leikmyndir sínar. Og þrátt fyrir að flestir munu kannast við nafn hennar, þá er það víst staðreynd, að hún heldur sína fyrstu myndlistarsýningu í FIM- salnum þessa dagana og fram til 7 september. Sýnir þar nokkur rýmis- verk (installation), verk hnitmiðaðr- ar uppsetningar í tilfallandi rými auk nokkurra tvívíðra akrýlmynda. Sýningin ber öll vott um það, að Messíana er fyrst og fremst leik- húsmanneskja, sem er mjög upptek- in af túlkunarhlið hvers verks fyrir sig. Á bak við hvert og eitt rýmis- verk er heilmikil hugmjmdafræði auk þess sem þau eru tengd ljóðum og tónlist, sem listamaðurinn sem- ur. Megininntak sýningarinnar er fegurðin handan þess Ijóta og til að árétta það notar Messíana ýmsan hráan efnivið í rýmisverk sín, t.d. hrjúfa múrsteina eða mjóa tijá- stofna, sem hún hefur skejrtt saman og mynda ólögulegan stiga. Til að auka dýptina notar hún og einnig spegla, sem líkt og framlengja sum verkin. Ekki get ég fallist á, að FÍM- salurinn sé heppilegasta umgjörðin utan um slík verk, og þau njóta sín engan veginn, ef eitthvað er af fólki í kringum þau. En hins vegar er sýningin áhugaverð að mörgu leyti og einnig fyrir það, að Messíana gerir sér far um að ná til skoðan- dans með útskýringum og Ijóðum, jafnframt því sem að hvert eitt verk ber heiti í samræmi við boðskapinn. Messíana Tómasdóttir Gerir þetta sýninguna mun áhuga- verðari og því tel ég ástæðu til að hvetja fólk til skoðunar sýningar- innar, vilji það setja sig inn í hugar- heim myndlistarmanna, er vinna á þennan hátt og mörgum er óskiljan- legur. Akrýlmyndimar eru margar áhugaverðar, en eiga í raun réttri naumast heima innan um rýmis- verkin. Megi listrýmrinn vera hér svo gamaldags að vísa til mynd- rænna tilþrifa, þá féllu honum best í geð myndirnar „Tuminn á heims- enda“ (8), ,,FljótgIeymskunnar“(9), „Veggur" (17) og „Fjall og floteyj- ar“ (18). Miklu erfiðara er að gera upp á milli rýmisverkanna, en þó situr verkið „Móðirin" (I) einna fastast í mér fyrir sinn efniskennda einfald- Ieika___ Kristín María Ingimarsdóttir fúlasta alvara og ekki nema hluti þess fer fram innan veggja lista- skóla — listnám er sjálfsprottin þörf eftir fróðleik og menntun og þessir þættir em allt um kring og verða ekki höndlaðir án aga, metn- aðar og sjálfsrýni. Það kemur og fram í verkum hins unga fólks, sem hér á í hlut, að allmikið skortir á hnitmiðað, list- rænt uppeldi. Málverk Kristínar Maríu virka þannig meir sem ýmsar hugleiðingar á mjmdfleti en alvar- leg átök við línur, form og fleti, og það er alllangt frá því að hún hafí náð tökum á olíulitnum. Olíupastel- mjmdir hennar eru allt annar hand- leggur og til muna áhugaverðari fyrir ýmsar lífrænar kenndir, er þar birtast og meðhöndlun hennar á efniviðnum. í þeim er miklu meira að gerast í öllu tilliti og það, sem mest er um vert, er að þar notar hún skynrænar kenndir. Skúlptúrar Jóhannesar Ejfyörð koma manni kunnuglega fyrir sjón- ir auk þess að vega í ýmsum tilvik- um salt milli skúlptúrs og listiðnað- ar, hér skortir formrænan kraft og upprunalega mótunartilfinningu, líkt og maður varð svo ríkulega var við á sýningu Claes Hake á Kjar- valsstöðum fyrir skömmu. Þau verk, sem vöktu helst at- hygli manns, eins og „Kyrrð" (1), „Tvöfalt svigrúm" (2) og „Mynd- verkur" (6) virka sem tilraunir á sviði, sem aðrir eru lengi búnir að pæla í — en sem skólaverk væru þau verð allrar athygli. Ljóst má vera, að unga fólkið er á þroskabraut og á enn heilmikið eftir af því, sem engir áfangar né skólatitlar megna að bæta upp ... HINN EINI OG SANNI STÓRÚTSÖLUMARKAÐUR HÓFST í GÆR Á DRAGHÁLS114-16 Gífurlegt vöruúrval □ Tískufatnaður □ Efni □ Herra- og dömufatnaður □ Barnafatnaður □ Herra-, dömu-og barnaskór □ Sportvörura Blóm □ Skartgripira Hljömplötur □ Kassetturn Hljómtæki □ Sænqurfatnaður □ Rúmfatnaður o.m.fl. FJÖLDI FYRIRTÆKJA: □ KARNABÆRn STEINARd hummel □ GEFJUN □ RADÍÓBÆR □ BÓNAPARTE □ MÍLANÓo SKÓGLUGGINNa THEÓDÓRA □ MÆRAd NAFNLAUSABÚÐINd KÁRI □ BLÓMALIST □ ÁNARO.FL. ■ýSS®^°rð°9 tríttKatt'- Vídeóhorn ^rirbörnin. G*s\a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.