Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 Ríkisendurskoðun: Stefnir í allt að 2 milljarða króna halla á ríkissjóði Fjármagnskostnaður, laun og fjárveitingar umfram áætlun RÍKISENDURSKOÐUN telur að nú stefni í l,5-2 milljarða króna rekstr- arhalla hjá A-hluta ríkissjóðs á þessu ári. í áætlunum rikisstjórnarinn- ar var gert ráð fyrir 53 milljóna króna tekjuafgangi. Rekstrarhalli rikissjóðs nam 3,9 milljörðum króna í júnilok. Það er milljarði króna meira en gert var ráð fyrir í greiðsluáætlun ársins. Ríkisendurskoðun telur að hallarekstur á sjúkrastofnunum kalli á reglur um aukna fjár- hagsábyrgð stjórnenda þeirra. I skýrslu ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á fyrri helmingi ársins eru helstu ástæður hallans á ríkissjóðl taldar að: ► Verðbólga er 8% meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir og er hækkun verð- lags áætluð 28% á árinu. Gengi er- lendra gjaldmiðla átti að haldast. stöðugt en nú stefnir í 15% hækkun á árinu. ► Ýmis ráðuneyti hafa veitt 300 milljónir króna umfram heimildir fjárlaga og launakostnaður hefur vaxið vegna fjölgunar starfsmanna umfram heimildir. ► Innheimta vörugjalds hefur verið ofmetin, að sögn ríkissendurskoðun- ar. Hún er nú aðeins 2/3 hlutar þess sem stefnt var að. Tekjumar hafa lækkað um rúmlega helming frá fyrra ári. Vantar 307 milljónir króna til að áætlun fái staðist. ► Skuld ríkissjóðs við Seðlabank- ann er einum milljarði króna hærri en gert var ráð fyrir. Ríkissjóður hefur flármagnað greiðsluhallann með því að auka skuld sína við ban- kann um 4,2 milljarða króna og nem- ur hún alls 8,2 milljörðum króna í júnílok. Launakostnaður reyndist um 200 milljónir króna umfram flárlög. Að mati ríkisendurskoðunar hefur stöðuígildum fjölgað um 725 miðað við sama tímabil í fyrra. Þriðjungur þeirra var heimilaður í fjárlögum, en alls var gert ráð fyrir að fjölgaði um 330 stöðugildi hjá ríkinu. Aukning á yfirvinnu er einnig umtalsverð, sem svarar til 181 stöðuígildis. Aðeins fjórar sjúkrastofnanir af 55 voru reknar með tekjuafgangi á síðasta ári. Alls nemur halli á rekstri sjúkrastofnana 700 milljónum króna. Sú fjárhæð jafngildir 7% af heildar- tekjum þeirra. Ríkisendurskoðun áætlar að sjúkrastofnanir skuldi að meðaltali kostnað þriggja til fjögurra mánaða, annan en launakostnað. Skammtímaskuldimar eru nú 950 milljónir króna. Ríkisendurskoðun leggur til að fjármálaráðuneytið efli mjög eftirlit með mannaráðningum og yfirvinnu í ráðuneytum og stofnunum. Skírskotað er til afkomu sjúkrahús- anna á síðasta ári um brýna nauðsyn á skýrum reglum um fjárhagsábyrgð þeirra sem annast þjónustu fyrir ríkissjóð. VEÐUR Morgunblaðið/Emilía Unnið við lagfæringar eftir sprenginguna í Bátalóni. Efst á mynd- inni sést hvar gat kom í þakið við sprenginguna. Bátalón, Hafnarfirði: Tveir slasast í Heiðskirt TAKN: Ó Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað ^ Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / • / / / / / Rigning / / / * / # / * / * Slydda / * / * # * # Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld •CO Mistur —Skafrenningur [~<^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 igœr að ísl. tíma Akureyri Reykjavík htti 11 11 veður léttskýjað skýjað Bergen 18 skýjað Helsinki 13 rigning Kaupmannah. 20 léttskýjað Narssarssuaq 7 léttskýjað Nuuk 7 skýjað Ósló 16 skýjað Stokkhólmur 19 skýjað Þórshöfn 11 alskýjað Algarve Amsterdam Barcetona Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg Las Palmas London Los Angeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal New York París Róm San Dlego Winnipeg heiðskírt 18 rignlng 28 skýjað 17 skýjað 25 léttskýjað 25 skýjað 15 rigning 21 skýjað 24 léttskýjað 17 rigning 17 þoka 22 skýjað 25 hálfskýjað 32 heiðskirt 28 skýjað 14 léttskýjað 19 léttskýjað 17 rignlng 29 helðskfrt vantar 9 úrkoma / DAG kl. 12.00: / / / / / " Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR íDAG, 2. SEPTEMBER 1988 YFIRLIT í GÆR: Skammt suður af Reykjanesi er 993 mb iægð, sem þokast suður og grynnist. Yfir N-írlandi er 975 mb iægð sem hreyf- ist hægt norður. Hiti breytist fremur lítið. SPÁ: Víða á landinu verður Norö-austanátt, stinningskaldi. Á Norð- ur-, Austur- og Suð-austurlandi verður rigning eða súld en víðast þurrt á Suð-vestur- og Vesturlandi. Hiti verður á bilinu 8-12-stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG: Norð-austanátt. Rigning eða súld á Norður- og Austurlandi, en víðast þurrt á Suður- og Vesturlandi. Fremur svalt í veöri norð-vestanlands, en annars sæmilega hlýtt. HORFUR Á SUNNUDAG: Víðast fremur hæg austanátt. Þokuloft við norður- og austurströndina og skúrir sunnanlands. Þurrt verður á Vesturlandi og í innsveitum á Norður- og Norðausturlandi. Svipað- ur hiti verður áfram. gassprengingu MIKIL gassprenging varð í lest báts sem stóð í yfirbyggðri drátt- arbraut í skipasmíðastöðinni Bátalóni í Hafnarfirði um klukk- an hálfníu að morgni fimmtu- dags. Tveir menn brunnu nokkuð í andliti. Báturinn skemmdist Iitið en húsið mikið. Fuku meðal annars plötur af þaki þess. Verið var að vinna við endurbæt- ur á 45 tonna báti, Amari KE 260, og vom mennimir tveir að logsjóða við lestarlúgu. Fljótlega eftir að þeir kveiktu á logsuðutækinu í upp- hafi vinnudagsins varð sprenging. Talið er að slanga úr gaskúti í stút hafi skemmst og lestin því fyllst af gasi sem hafi spmngið þegar eldur var kveiktur. Yfirbygging dráttarbrautarinnar ér 12 metra breið, 15 metra há og 40 metra löng. Þakplötur úr plasti lyftust af þakinu og skemmdir urðu á klæðn- ingu þess. 12X15 metra hurð skemmdist mikið og gluggakarmar skekktust í veggjum. Mennimir tveir vom fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra vom talin ótrúlega lítil miðað við aðstæð- ur. Nokkrir aðrir vom við vinnu um borð í bátnum og alls vom 20-30 manns í húsinu. Upplýsingafulltrái fjármálaráðuneytisiiis: Nákvæmari tölur um halla ríkis- sjóðs væntanlegar Vaxtalækkun mun væntanlega minnka hallann BJARNI Sigtryggsson, upplýs- ingafulltrúi fjármálaráðuneytis- ins, segir skýringar á misræmi á tölum Ríkisendurskoðunar og fjármálaráðuneytisins um áætl- aðan fjárlagahalla þessa árs að hluta til þær að þær séu reiknað- ar á mismunandi tímum og for- sendur því ekki að öllu leyti þær sömu. Skýrsla rikisendurskoð- unar staðfesti hins vegar það sem ráðuneytið hafi verið að reka á eftir, að það sé skortur á aðhaldi viða í ríkisrekstrinum. Nákvæmari tölur um halla ríkis- sjóðs ættu að liggja fyrir hjá fjármálaráðuneytinu nú í mán- uðinum, þar sem væntanlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar væru teknar inn f. Sú athugun ætti að verða mark- tækari en skýrsla ríkisendurskoð- unar, til dæmis myndu vaxtagjöld ríkissjóðs væntanlega lækka í kjöl- far vaxtalækkunar, en ríkisendur- skoðun gerði ráð fyrir óbreyttri vaxtaprósentu í útreikningum sínum. Fjármálaráðuneytið greindi frá því í júní að fjárlagahalli þessa árs yrði 700 milljónir króna, en sam- kvæmt nýbirtri skýrslu ríkisendur- skoðunar stefnir hann í 1,5 - 2 milljarða króna. „Þessi skýrsla ríkisendurskoðunar er lögbundið eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Hún er mjög gagnleg sem slík og fjármálaráðuneytið mun ekki láta fara fram neina úttekt á niðurstöð- um hennar," sagði Bjami Sig- tryggsson. Hann sagði að í tölum ráðuneytisins fyrr í sumar hefðu ekki verið komin inn í atriði eins og greiðslur til Landakotsspítala og vegna Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar. Þá hefði ráðuneytið sett þann fyrirvara að yrði ekki gripið til sérstakra ráðstafana myndi 180 milljóna króna vaxtakostnaður vegna landbúnaðarmála bætast við 700 milljónimar. Bjami var spurður um þær tölur ríkisendurskoðunar að starfsgild- um hafi fjölgað um 725 hjá ríkinu. Hann sagði þetta vera fjölgun um 200 fleiri stöðugildi en íjármála- ráðuneytið hefði áætlað, en ekki væri gott að segja í hveiju það misræmi lægi. Aukin yfirvinna kæmi inn sem fjölgun á starfs- gildum og því gætu atriði eins og aukinn snjómokstur vegna mikilla snjóalaga í vor komið þama inn í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.