Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 15
__________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988_15 Könnun meðal nema í Hólabrekkuskóla: Börnin eyða 30 klukkustundum fyr- ir framan sjónvarpið í hverri viku Þriðjungur nemenda vinnur með skólanum Að sögn Lars Afzelius er þetta versti sjúkdómur sem komið hefur upp í selum á þessum slóðum en ekki hafí neitt komið í ljós sem bendi til þess að orsakatengsl séu á milli mengunar og þessa sjúk- dóms. Eitraðir þörungar Sem kunnugt er heijaði mikil þörungaplága á vesturströnd Svíþjóðar og Noregs í maf á þessu ári. Norrænir sjávarlíffræðingar hafa á undanfömum mánuðum grennslast fyrir um orsakir og af- leiðingar plágunnar sem sums stað- ar olli algjörum laxadauða í fískeld- isstöðvum. Sjávarlíffræðingar við háskólann í Bergen settu á fót eftir- litskerfí með útbreiðslu þörung- anna. Dr. Torleiv Brattegard, for- stöðumaður sjávarrannsóknar- stöðvarinnar í Bergen, tíafði umsjón með þessum rannsóknum. „Hita- myndir teknar úr gervitunglum gerðu okkur kleift að fylgjast með útbreiðslu þörunganna og ferð þeirra ' meðfram vesturströnd Svíþjóðar og suðurströnd Noregs," segir Torleiv Brattegard. „Helsta vandamál okkar til að byija með var að greina hvaða tegund þör- unga væri þama á ferðinni. Um miðjan maí kom síðan í ljós að á ferðinni var lítt þekkt þömngateg- und sem kallast „Chrysochromulina polylepis." Eftirlitskerfíð gerði sjáv- arlíffræðingum kleift að senda út aðvaranir um ferðir þömngabreið- unnar. Vitað var að þömngar þess- ir þyldu illa hálfsaltan sjó og því vom fískeldiskvíar fluttar djúpt inn í fírði þar sem sjór er ekki jafn saltur og utar. Með þessu eftirliti er talið að norskum sjávarlíffræð- ingum hafi tekist að bjarga jafn- virði 100 milljóna dollara (4,5 millj- arða íslenskra króna) af fískeld- isframleiðslu þessa árs. í máli sjávarlíffræðinganna kom fram að um þessar mundir væri unnið að því að safna saman upplýs- ingum um þömngapláguna og yfír- völd myndu innan skamms fá skýrslu um málið. Norrænar rannsóknir nauðsynlegar „Starfsemi Norræna sjávarlíf- fræðiráðsins hefur stuðlað mjög að bættri menntun sjávarlíffræðinga á Norðurlöndum," segir Jömndur að- spurður um ávinning samstarfs sem þessa. „Það hefur komið til tals innan Norðurlandaráðs að leggja starfsemi sjávarlíffræðiráðsins nið- ur en slíkar hugmyndir hafa mætt mikilli andspymu ungra sjávarlíf- fræðinga sem telja menntun í sjáv- arlíffræði mundu versna ef ráðið yrði lagt niður. Sameiginlegar rann- sóknir norrænna sjávarlíffræðinga em nauðsynlegar sem sést best þegar við mikinn vanda er að etja svo sem eins og þömngapláguna sem hér hefur verið sagt frá. Ein af forsendum þess að vel takist til í slíku samstaifí er að náin tengsl séu á milli þessara aðila." KÖNNUN var gerð meðal nem- enda í 4.-9. bekk Hólabrekku- skóla 1. mars sl. og tóku 586 nemendur þátt í henni. Könnunin var framkvæmd af nemendum og kennurum á námskeiði í fjöl- miðlafræði við Háskóla íslands í samráði við Foreldra- og kenn- arafélags skólans og nemenda- ráð. Niðurstöður könnunarinnar leiddu m.a. i ljós að börnin eyða 30 klukkustundum að meðaltali fyrir framan sjónvarpið í viku hverri og tæpur þriðjungur þeirra stundar vinnu utan heimil- is með skólanum. Hafa ber i huga að þar sem könnunin var aðeins gerð i einum skóla er ekki hægt að alhæfa út frá henni um öll börn i Reykjavík. í bréfi frá Elí- asi Héðinssyni og Þorbirni Broddasyni, Félagsvísindadeild Háskóla íslands, er fylgdi niður- stöðum könnunarinnar ásamt greinargerð, segir þó að þær gefi sterka vísbendingu um það sem koma mundi fram í al- mennri könnun innan þessara aldursflokka í borginni. Fjölmiðlanotkun, vinna með skóla, bókalestur og fleira var með- al þess er spurt var um í könnun- inni. í niðurstöðum kemur fram að 31% allra þeirra sem spurðir voru vinna utan heimilis með skólanum. Það eru 38% stúlkna og 24% pilta. í greinargerð með þessum niður- stöðum segir að ástæðan fyrir þess- um kynjamismun geti verið sú að vinnumarkaðurinn sé móttækilegri fyrir stúlkur en pilta á unglings- aldri. Eða jafnvel að metnaður for- eldra sé ólíkur gagnvart kynjunum þannig að stúlkur séu síður lattar (eða fremur hvattar) til að diýgja tekjur sínar en piltamir. Svo gætu stúlkumar einfaldlega haft meiri þörf fyrir aukapening á þessum aldri. Þegar svörin við spumingunni eru skoðuð nánar kemur í ljós mis- munur starfsheita eftir kynjum og aldri. Það vekur upp þá spumingu hvort áframhaldandi aðskilnaður kynjanna verði á vinnumarkaðnum. Fleiri stúlkur vinna afgreiðslu- og verslunarstörf eða 29% á móti 22% pilta. Munurinn er þó meiri þegar kemur að verkamannastörfum þar sem hlutfall pilta er miklu hærra, 21% á móti aðeins 2% stúlkna. Þá skiptist hlutfall þeirra er annast blaðburð og bamagæslu á milli kynjanna. A meðan hlutfall stráka sem bera út blöð er 31% er hlutfall stelpnanna 6% og bilið er enn meira þegar kemur að bamagæslunni. Þar er hlutfall stúlknanna 33% á móti 3% drengja sem vinna fyrir sér með bamagæslu. Aldurinn skiptir þama einnig máli. Þannig em flestir þeir sem stunda afgreiðslu- og verslun- arstörf í aldurshópnum 14-15 ára eða 41% á móti 22% í 12-13 ára hópnum. Böm á aldrinum 10-11 ára verða sér aftur á móti frekar út um aukapening með því að bera út blöð eða gæta bama. Onnur störf sem nefnd em í niðurstöðunum em þjónustu- og skrifstofustörf, eld- hússtörf og þrif. Eitt dagsverk á viku Tíminn sem bömin eyða í vinn- unni á viku hverri fer bæði eftir aldri og kynjum. Athygli vekur að enginn hópur hópur vinnur undir eitt dagsverk á viku að meðaltali. Stúlkumar vinna meira, nema í ald- urshópnum 12-13 ára, þar hafa strákamir forskot. Sá aldurshópur vinnur jafnframt minnst að meðal- tali á viku. Böm á aldrinum 10-11 ára vinna 8V2 klst. á viku að meðal- tali og 14-15 ára unglingar í rúmar 13 klst. Stúlkumar að meðaltali klukkutíma lengur en piltamir. Astæðumar fyrir því að böm og unglingar vinna launaða vinnu með skólanum em eflaust margvíslegar. í greinargerðinni er giskað á nokkr- ar þeirra og meðal annars nefnt að þau geti verið að §ármagna tóm- stundagaman eða séu haldin náms- leiða og sæki því í störf sem ekki tengjast náminu. Um samband milli Qölskyldugerðar og vinnuhlutfalls virðist ekki vera að ræða, segir I greinargerðinni, en hins vegar kom í ljós samband milli flölmiðlanotk- unar og vinnu. Sjónvarpsgláp Svarendur á aldrinum 10-13 ára sem segjast vinna með skólanum em meiri sjónvarps- og myndbanda- notendur en þeir sem ekki segjast vinna. í elsta aldurshópnum, 14-15 ára, snýst þetta hins vegar við. Þannig eyðir yngri aldurshópurinn sem stundar vinnu rúmlega 31 klukkustund á viku að jafnaði yið sjónvarps- og myndbandagláp, eða þremur tímum meira en þeir sem enga vinnu stunda. Öll bömin sem tóku þátt í könnuninni og em á aldrinum 10-13 ára eyða því að meðaltali hátt í 30 klukkustundum á viku í að horfa á sjónvarp. Horfun 14-15 ára unglinga er öllu minni eða rúmar 22 klukkustundir á viku. Þá sýnir könnunin að þar sem myndlykill er á heimilinu horfa bömin 50% lengur á sjónvarp en þau böm sem engan lykil hafa. Á aðeins 11% heimila var hvorki myndband né myndlykill. Fimmt- ungur hefur myndbandstæki en ekki myndlykil og annar fímmtung- ur myndlykil en ekki myndbands- tæki. Á helmingi heimilanna hafa bömin aðgang að hvom tveggja. Þau böm sem höfðu horft á myndbönd í vikunni fyrir könnunina vom beðin að skrifa niður nöfn þeirra mynda sem þau höfðu horft á þá viku. Nálægt 150 titlar vom nefndir. Um þijátíu nefndu mynd- ina Alien eða Geimvemnar sem á sama tíma var sýnd á Stöð 2 og þá stranglega bönnuð bömum. Ein- hveijir af þessum þijátíu gætu því hafa horft á hana í sjónvarpinu, en eitt af því sem fram kemur í könn- uninni er hversu langt fram eftir kvöldi böm fá að horfa á sjón- varpið. Það virðist því hafa litla þýðingu að setja efni bannað böm- um á dagskrá seint á kvöldin. Næst á eftir Alien kom Garbage Pail Kids, Lögregluskólinn og Stella í orlofí. En á listanum var líka að finna nöfn .mynda eins og Omen, Elmstreet Murders, Lethal Weapon, Platoon og Ninja. STÓRKOSTLEG NÝJUNG fyrir eigendur örbylgjuofna í töfrapottinum geturðu steikt læri, svínakjöt og kjúkling og fengið fallega brúningaráferð á kjötið. Tvær stærðir. Passa í flesta ofna. Kynningarverð kr. 1.530,- og 1.960,-. íslenskar leiðbeiningar fylgja. Sendum í póstkröfu. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTIÍN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆO BÍLASTÆÐI Mánudaga - fímmtudaga Föstudaga____________ Laugardaga á kl.9- kl.9- >MIKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.