Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 Minning: Garðar Júlíusson frá Vestmannaeyjum Fæddur 10. nóvember 1932 Dáinn 26. ágúst 1988 Þegar hringt var til okkar og tii- kynnt lát Garðars setti okkur hljóð, reyndar kom lát hans okkur ekki mjög á óvart, okkur sem til þekkt- um, þar sem hann hafði barist hetjulegri baráttu við þann sjúkdóm er varð banamein hans. Garðar fæddist í Vestmannaeyj- um hinn 10. nóvember 1932, sonur hjónanna Sigurveigar Bjömsdóttur og Júlíusar Jónssonar múrarameist- ara er kenndur var við Stafholt. Garðar var yngstur sex bama þeirra hjóna, en þau eru: Bjöm, Helga, Sigríður, Jóna og Hafsteinn. Þá átti Garðar eina hálfsystur, Sigurveigu Júlíusdóttur. Bam að aldri missir hann móður sína og er þá komið í fóstur til heiðurshjónanna Kristínar Bjöms- dóttur og Sigurðar Sigurðssonar múrarameistara. Hjá þeim hjónum ólst hann upp fram á unglingsár við gott atlæti ásamt þrem fóstursystkinum. Þessara ára minntist Garðar ávallt með hlýhug. Þegar Garðar var 16 ára missir fóstra hans heils- una, eftir það átti hann athvarf hjá elstu systur sinni, Helgu, og eigin- manni hennar, Gústaf Finnboga- syni, sem reyndust honum ávallt vel. Hinn 27. júlí 1954 steig Garðar sitt mesta gæfuspor í lífinu, er hann giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Bjömsdóttur ættaðri frá Siglufirði. Þau eignuðust tvo drengi, þeir eru Bjöm, giftur Fjólu Ingólfsdóttur, eiga þau tvo syni, Ingólf og Garðar. Kristinn, heit- bundinn Sigrúnu Barkardóttur. Garðar var mikill og góður heim- ilisfaðir, var sívakandi yfir velferð fiölskyldunnar og ekkert var honum kærara en bömin og bamabömin sem hann hugsaði mikið um. Garðar gekk ekki heill til skóg- ar, því aðeins 17 ára veiktist hann af sykursýki, sem að vonum mark- aði djúp spor í líf hans, en hann átti góða konu, sem stóð sem klett- ur við hlið hans og annaðist hann af mikilli kostgæfni. Garðar og Sigga voru einstak- lega samhent hjón, þau áttu ávallt fallegt og smekklegt heimili, fyrst á Bakkastíg 7 í Vestmannaeyjum þar sem þau hófu búskap og síðar byggðu þau sér fallegt hús við sömu götu. Þar kom vel fram þeirra mikli dugnaður og myndarskapur jafnt utan dyra sem innan. Garðar lærði rafvirkjun hjá Har- aldi Eiríkssyni hf. í Vestmannaeyj- um og stundaði þá iðn meðan heils- an leifði. Eftir það vann hann á skrifstofum Bæjarsjóðs Vest- mannaeyja, eða þar til jarðeldamir brutust út hinn 23. janúar 1973, en þá urðu þau að flytja til Reykjavíkur eins og aðrir Eyjabúar. Þau áttu ekki afturkvæmt til bú- setu þar þar sem hús þeirra fór undir hraun. Þetta urðu miklir erfiðleikatímar, þar sem hugurinn leitaði ávallt til átthaganna. Þau hjón yfirstigu þessa erfiðleika sem aðra og keyptu Kristfán Rögnvalds son - Minning Fæddur 21. desember 1897 Dáinn 27. ágúst 1988 Gamall maður er til moldar geng- inn eftir dáðríkt og fjölbreytilegt starf í þágu samborgara sinna á Akureyri og í Eyjafirði, rúmlega níræður að aldri. Fer útför hans fram í dag, föstudag, frá Akur- eyrarkirkju. Kristján var fæddur í Gijótár- gerði í Fnjóskadal, sonur hjónanna Lovísu Sigurbjargar Guðmunds- dóttur frá Breiðabóli á Svalbarðs- strönd og Rögnvaldar Sigurðssonar Péturssonar frá Gijótnesi á Sléttu. Þegar Kristján var bam að aldri fluttu foreldrar hans að Fífilgerði í Kaupangssveit og þar ólst hann upp í hópi sex systkina, er upp komust. Ungur að árum hóf Kristján múraranám hjá Sveinbimi Jóns- syni, þeim mikla athafnamanni, og vann hjá honum m.a. við byggingu verslunarhúss KEA við Kaupangs- stræti í kringum 1930. Ekki varð þó múraraiðn hans ævistarf, heldur hneigðist hugur hans með aldrinum að garð- og blómarækt og þegar bróðir hans, Jón Rögnvaldsson, hóf brautryðjendastarf sitt í skógrækt og öðrum ræktunarmálum gerðist Kristján samverkamaður hans í öll- um þeim málum, sem Jón tók sér fyrir hendur, fyrst á bújörð hans í Fífilgerði, en síðar við blómabúðina Flóm á Akureyri er þeir bræður áttu sameiginlega, en þar var Kristján verslunarstjóri í mörg ár uns hún var lögð niður. Mest varð þó samstarf þeirra við Lystigarðinn á Akureyri, þegar Jón tók við hon- um 1954 og starfaði Kristján með bróður sínum þar óslitið til 1970. Hið merkasta í starfí þeirra bræðra, fyrir utan tijárækt, mun hafa verið söfnun íslenskra jurta og blómategunda, en Jón byijaði að efna til slíks grasgarðs íslensku flórunnar snemma á sínum búskap- arárum og kom upp góðu safni þar, sem hann svo flutti með sér í Lystigarðinn á Akureyri er hann tók við honum og sem nú er varðveitt þar, að því er ég best veit, sem fyrsti grasgarður hér á landi yfir íslenskar jurtir. Við allt það starf var Kristján honum ómetanleg stoð og stytta, svo mikill blómaræktar- maður sem hann var, og um árabil fór hann um fjöll og fimindi á sumr- in og safnaði jurtum, en á vetuma vann hann að merkingu þeirra og greiningu. Hann fór einnig til Grænlands til að safna þar heim- skautaplöntum. Mun þær plöntur, er hann safnaði þar, vera enn að finna í lystigarðinum. Ekki em nema fá ár síðan hann fór í síðustu ferð sína í leit að íslenskum jurtum. Fór hann þá suður í Öræfi og hélt vestur eftir Suðurlandi og stansaði ekki fyrr en undir Eyjafjöllum. Fékk hann þá dágóða viðbót við safn þeirra bræðra. Þannig hefur Krist- ján, þó óskólagenginn sé, lagt sitt af mörkum til eflingar íslenskum náttúmfræðum. Þetta starf hans leiddi til þess, að hann fór að starfa fyrir náttúmgripasafnið á Akur- eyri. Var hann safnvörður þess í mörg sumur og vann margt fleira fyrir sagnið og er mér kunnugt um að forráðamenn þess höfðu miklar mætur á Kristjáni fyrir trúmennsku hans og samviskusemi í öllum störf- um fyrir safnið En það vom fleiri söfn en Nátt- úmgripasafnið, sem nutu góðs af verkum Kristjáns. Hann var um fjölda ára safnvörður Matthíasar- safns á Sigurhæðum, leit bæði eftir húsi og lóð af stakri alúð og um- hyggju. Og þegar Davíðshús var gert að safni tók Kristján það einn- ig að sér og gerðist safnvörður þess, en þeir Davíð vom miklir vinir og margar ánægjustundir átti ég með þeim heima hjá Kristjáni, því til hans kom Davíð oft. Davíðshúsi fylgdi stór garður og það var sjálf- gert að Kristján sæi einnig um hann og af ekki minni kostgæfni en safn- inu innanhúss. Og kannske var það hans ánægjuiegasta verk að sjá vel um Davíðshús og garð á meðan hann gat. Nú er nokkuð umliðið frá því Kristján hætti allri safnvörslu. En það var fleira, sem Kristjáni var til lista lagt, en getið er hér sér hús að Reynigmnd 13 í Kópa- vogi og hafa búið þar síðan. Eftir að þau em flutt í Kópavoginn vinn- ur Garðar fyrst á skipaafgreiðslu Heijólfs í Reykjavík og nú síðast hjá Héðni hf. Garðar tók virkan þátt í félagsstarfi meðan hann bjó í Vestmannaeyjum. Ungur að ámm skipaði hann sér í raðir Knatt- spymufélagsins Týs og lék knatt- spymu með félaginu í mörg ár og var ávallt mikill áhugamaður um knattspymu. I skátafélaginu Faxa starfaði hann mikið. Garðar var mikill unnandi tónlistar enda músík honum í blóð borin. Hann lék með Lúðrasveit Vestmannaeyja um ára bil og einnig söng hann í kómm. Garðar var góður drengur og sannur vinur, hann var dulur að eðlisfari og bar ekki tilfínningar sínar á torg. Hann var hreinskilinn og setti fram skoðanir sínar um- búðalaust. Garðar var víðlesinn og fylgdist vel með þjóðmálum, hann var góður málsvari þeirra er minna máttu sín. Þá fylgdist hann vel með öllu sem var að gerast heima í Vestmannaeyjum, því þangað leit- að framan. Hann var mjög músík- alskur maður og þráði mjög á yngri ámm að fara í söngnám, því hann hafði ágæta söngrödd, en aðstæður fyrir slíkt nám voru ekki fyrir hendi hér í þá daga. Aftur á móti eignað- ist hann snemma orgel og varð ágætis orgelleikari, mest af sjálf- dáðum, það svo, að hann var í ára- tugi organisti í kirkjum hér í Eyja- firði, m.a. í sóknarkirkju sinni, Kaupangskirkju. Og lengi fór hann með presti okkar þá, sr. Pétri Sigur- geirssyni, núverandi biskupi, út í Grímsey til að spila þar og stjóma söng við guðsþjónustur. Kristján var mikill umhverfis- vemdarmaður. Hann bar mikla umhyggju fyrir öllu lífi í náttúr- unni, bæði stóm og smáu. Bar garð- urinn við hús þeirra bræðra á Barðstúni 3, sem hann sá um, þess vott að þar var vel hugsað um blóm og tijálundi. Hann giftist aldrei né átti afkomendur, en hann átti alltaf góða íbúð og vel búna listrænum munum hér á Akureyri. Þar var alltaf gott að koma því þar vom listir í hávegum hafðar, bæði tónlist og málaralist, því Kristján átti það til að bregða fyrir sig litum og pensli og alltaf var hann reiðubúinn að grípa í hljóðfærið. Áttu við félag- ar hans þar margar glaðar og góð- ar stundir. Kveð ég svo Kristján vin minn og þakka honum hin gömlu og góðu kynni. Þar var allt- af heilsteyptur og heiðarlegur mað- ur á ferð. Jónas Thordarson aði hugurinn ávallt. Þegar góður vinur fellur frá langt um aldur fram léitar margt á hug- ann, hvers vegna þurfti þetta að koma fyrir, því var það hann, hvaða tilgang hefur jarðvist okkar? Okkur verður svarafátt, þess í stað btjót- ast fram ótal minningar gamlar og nýjar um horfínn vin. Kynni okkar hófust er við vomm böm að aldri og eins og nærri má geta er margs að minnast. Glað- værð æskuáranna er litið var björt- um augum til framtíðarinnar, gönguferðanna um eyjuna okkar er honum var ávallt svo kær. Sam- vemstundimar er fjölskyldumar áttu saman á heimilunum og ferða- lögin upp á land. Oft var minnst á ferðimar er við þeyttumst á „Mosanum" um holótta vegi lands- ins, þá var oft þröng á þingi en glaðværðin í fyrirrúmi. Sjaldan var farið svo til Reykjavíkur að ekki væri komið við á Re}migmndinni, var þá löngum setið og rifjaðar upp gamlar endurminningar. Að lokum þökkum við Garðari samfylgdina og fyrir að hafa átt hann að vini. Elsku Sigga, við hjónin og bömin okkar vottum þér og bömum þínum, tengdabömum, bamabömum og öðmm ástvinum einlæga samúð, megi Guð vera með ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Asa og Einar Okkur langar með örfáum orðum að minnast frænda okkar Garðars Júlíussonar sem kvaddi þennan heim fyrir aldur fram. Samgangur milli ijölskyldna okk- ar hefur alltaf verið mjög mikill, enda var Garðar bróðir pabba giftur Sjggu systur mömmu. Þegar við settumst niður til að skrifa þessar línur komu upp í hugann margar minningar en hæst bám jólin. Þeg- ar við minnumst jólanna sem böm, dettur okkur alltaf Garðar í hug. Hann var sá sem hélt uppi „stemmningunni" í jólaboðunum og sá til þess að við krakkamir og hinir fullorðnu skemmtum okkur saman við allskonar leiki, þrautir og glens. Eftir að við eltumst og eignuðumst okkar eigin böm höfum við reynt að endurvekja þessa hefð. Skemmst er að minnast velheppn- aðs jólaboðs sem við áttum með Siggu og Garðari um síðustu jól. Garðar var fróður og víðlesinn maður, hafði góða kímnigáfu, glöggt minni og mikla frásagnar- hæfileika. Við minnumst þess oft að hafa hlustað á hann segja sögur úr Eyjum af mönnum og atburðum. Frásagnimar voru gjaman mjög skoplegar og þá sérstaklega mann- lýsingar. Á einn eða annan hátt hafði hann lag á að gera atburði ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þeirra sem á hlýddu. Kemur þá strax upp í hugann þegar við ásamt lítilli frænku heimsóttum Garðar á sjúkrahúsið í sumar, talið barst að Eyjum og lundapysjum, kom þá Garðar með sögu sem að sjálfsögðu hreif bamshugann og ekki höfðum við síður gaman af. Garðar átti við vanheilsu að stríða frá unglingsaldri. Hann þjáð- ist af sykursýki sem setti mark sitt á líf hans og fjölskyldu. Ekki er hægt að minnast Garð- ars án þess að minnast á konu hans, „Siggu systur" eins og hún er alltaf kölluð meðal okkar. Sigga með sína léttu lund og hjartahlýju hefur einstakt lag á að laða fram bros og vekja kátínu allra sem hana umgangast. Óhætt er að segja að enginn hefði getað reynst frænda okkar betur í veikindum hans gegn- um árin og fram á síðasta dag. Fyrir um það bil þremur mánuð- um uppgötvaðist að Garðar var haldinn ólæknandi sjúkdómi og lá hann í sjúkrahúsi nær óslitið síðan. Kom þá best í ljós hversu góða og samhenta fjölskyldu hann átti. Síðustu vikur hafa Sigga, synir, tengdadætur og Helga systir hans verið til skiptis hjá honum, jafnt að degi sem nóttu allt fram til hinstu stundar. Elsku Sigga, Bjössi, Kiddi og fjöl- skyldur, sárastur er söknuður ykk- ar. „Sælir þeir, er sýta og gráta sorgin beisk þó leggist á, Guð mun hugga, Guð mun láta, gróa sár og þoma brár.“ (V. Briem) Ifyrir hönd systkinanna í Kast- alagerði, Sigurveig, Eyja og Gyðný í dag, föstudaginn 2. september kl. 15.00, verður gerð frá Fossvogs- kirkju útför Garðars Júliussonar, sem lést á Borgarspítalanum 26. ágúst sl. eftir stranga sjúkdómslegu. Þessi sjúkdómur, sem dró hann til dauða, gerði fyrst vart við sig hjá Garðari í janúar sl. Það var erfíður tími hjá Garðari síðustu vikurnar, en kona hans, Sigríður Bjömsdóttir, og synir þeirra og tengdadætur vöktu yfir honum og styrktu hann af einstakri alúð. Garðar fæddist í Vestmannaeyjum 10. nóvember 1932. Foreldrar hans voru Júlíus Jónsson múrarameistari í Vestmannaeyjum, oft kenndur við Stafholt, og kona hans Sigurveig Bjömsdóttir. Garðar var yngstur sex systkina og þegar hann var á öðm ári veiktist móðir hans og gat ekki séð um heimilið. Drengnum var þá komið í fóstur hjá hjónunum Sigurði Sigurðssyni múrara í Vestmannaeyj- um og konu hans, Kristfnu Bene- diktsdóttur, og ólst hann þar upp. Garðari var alla tíð mjög hlýtt til fósturforeldra sinna og fóstursystk- ina og hafði náið samband við það fólk alla tíð. Garðar lærði rafvirkjun hjá raf- virkjafyrirtæki Haraldar Eiríkssonar í Vestmannaeyjum og eftir að námi lauk hélt hann áfram að vinna hjá fyrirtækinu í 12 ár. Á þeim ámm sá hann m.a. um nýlagnir og viðhald á rafmagnskerfi í fiskvinnslufyrir- tækjum Einars Sigurðssonar. Síðar gerðist Garðar rafvirki hjá Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum. Frá unga aldri þjáðist Garðar af sykursýki, sem síðar varð til þess að hann varð að hætta að vinna við rafvirkjunina. Hann gerðist þá starfsmaður Vestmannaeyjabæjar, vann á skrifstofu bæjarins og sá m.a. um innheimtu á hafnargjöldum og hafði starfsheitið hafnargjaldkeri. Garðar og Sigga bjuggu fyrstu hjúskaparárin í Vestmannaeyjum, lengst á Bakkastíg 18 í húsi sem þau byggðu. f Heimaeyjargosinu 1973 rann hraun yfir húsið þeirra og eyði- lagðist það, eins og svo mörg önnur hús í Vestmannaeyjum á þessum tíma. Þá fluttist Ijölskyldan hingað upp á fastalandið, fyrst til Reykjavík- ur, en keypti siðar Viðlagasjóðshús á Reynigmnd 13 í Kópavogi. Meðan á Heimaeyjargosinu stóð og eftir að því Iauk, hafði Garðar þann starfa fyrir Vestmannaeyjabæ að aðstoða ellilífeyrisþega frá Vestmannaeyjum sem hér vom uppi á fastalandinu vegna gossins. Eftir að nýr Heijólfur var keyptur til að annast flutninga milli Vestmannaeyja og Þorláks- hafnar var sett á fót vömafgreiðsla hér í Reykjavík. Garðar vann í af- greiðslu Heijólfs hér í Reykjavík frá byijun og var síðar ráðinn til að sjá um afgreiðsluna hér og gegndi því starfí þar til fyrir um flórum ámm að gerðar vom skipulagsbreytingar á flutningamálum Heijólfs og Eim- skipafélag íslands tók að sér af- greiðsluna. Skömmu síðar hóf Garð- ar störf hjá vélsmiðjunni Héðni, og starfaði þar til dauðadags. Garðar og Sigga giftu sig árið 1954. Þau eignuðust tvo syni, Bjöm skáld og fjölmiðlakennara, sem gift- ur er Fjólu Ingólfsdóttur uppeldis- fræðingi, frá Patreksfirði. Þau Bjöm og Fjóla eiga tvo syni, Ingólf 13 ára og Garðar 4 ára. Bjöm og Fjóla em búsett í Stokkhólmi og vinna bæði við kennslustörf. Yngri sonur Garð- ars og Siggu er Kristinn landfræð- ingur frá HÍ. Hans sambýliskona er Sigrún Barkardóttir frá Hofsósi. Hún er nemandi í hjúkmnarfræði við HÍ. Garðar tók töluverðan þátt í fé- lagslífí f Vestmannaeyjum. Hann söng um tíma í Samkór Vestmanna- eyja og spilaði um árabil í Lúðra- sveit Vestmannaeyja. Hann var mik- ill áhugamaður um knattspymu, var Týrsari af lífi og sál og spilaði með Tý á yngri ámm. Einnig vann hann mikið fyrir þá, var m.a. fenginn sem fararstjóri í keppnisferðum hjá yngri flokkunum til Norðurlandanna. Við Garðar vomm töluvert skyld- ir, vomm Qórmenningar. Leiðir okk- ar hafa eflaust legið saman sem bama, þar sem ég átti heima í Vest- mannaeyjum fyrstu átta ár ævi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.