Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988
HANDKNATTLEIKUR
Nýr þjáKari til KA
Fyrri þjálfarinn á fölskum forsendum. AnnarJúgóslavi á leiðinni
FYRSTU deildar lið KA er
þjálfaralaust sem stendur. I
sumar gerði liðið samning við
júgóslavneskan þjálfara, Mlad-
enko Miskovic. Klýlega kom í
Ijós að Miskovic þessi hafði
ráðið sig til Akureyrarliðsins á
fölskum forsendum og var því
samningum rift að hálfu KA í
gœr.
Forsaga málsins er sú að Jón
Hjaltalín Magnússon, formaður
HSÍ og Ingvar Viktorsson, stjórnar-
maður, hittu Miskovic að máli í
sumar. Ingvar talaði síðan við Aðal-
stein Jónsson, formann handknatt-
leiksdeildar KA og lét hann vita af
þessum júgóslavneska þjálfara sem
hafði áhuga á að koma til Islands.
Forráðamenn KA höfðu samband
við Miskovic sem kom til landsins,
og skrifaði undir samning eftir að
hafa skoðað aðstæður hjá félaginu.
Nýlega barst orðrómur til for-
ráðamanna KA, þess efnis að
Miskovic hefði ráðið sig á fölskum
forsendum og yfirlýsingar hans um
þjálfaraferil væru rangar. Það var
Slavko Bambir, kvennalandsliðs-
þjálfari í handknattleik, sem benti
Jóni Hjaltalín á að Miskovic væri
að nota sér frækinn feril nafna síns.
Mladenko Mlskovlc heitir þessi
maður en er ekki þjálfarinn frægi.
Þegar Slavko Bambir á þessa mynd
sagði hann að þetta væri ekki rétti
maðurinn.
Því þrátt fýrir að hann hafí ekki
sagt rétt til um feril sinn var nafn-
ið þó rétt, en hann ber sama nafn
og þjálfarinn sem KA-menn héldu
að þeir væru að ráða! Að sögn
Aðalsteins, eru menn þar mjög óán-
ægðir með framgöngu HSI for-
mannsins, enda sá hann ekki
ástæðu til þess að láta norðanmenn
vita af þessum svikum, heldur
fréttu þeir þetta löngu síðar.
Snoj til bjargar!
Síðdegis í gær hafði stjórn KA
samband við Ivan Snoj, formann
júgóslavneska handknattleikssam-
bandsins til þess að fá staðfestingu
á svikum Miskovic. „Snoj sagði
okkur að þessi maður hefði ekki
þjálfað þau lið sem hann gaf okkur
skriflega yfirlýsingu um, og að
hann væri öllum ókunnur þar. Snoj
bauðst ennfremur til þess að útvega
okkur fýrsta flokks þjálfara til þess
að bæta fyrir þessi svik og hefur
ákveðið nafn verið nefnt í því sam-
bandi,“ sagði Aðalsteinn Jónsson,
formaður handknattleiksdeildar KA
í samtali við Morgunblaðið.
isrnm itm
Fylkisvöllur
íkvöldkl18.00
Daihatsu
HAGKAUP
BÓKABÚÐ
JÓNASAR
Hraunbæ 102
SPORTBÆR
Hraunbæ 102
Veitingahúsið
BLÁSTEINN
Hraunbæ 102
Hjá
STELLU
Hraunbæ 102, s: 673530
Blómabúðin
ÁRÓRA
Hraunbæ 102
BARNABÆR
Hraunbæ 102
VERSLANAKIARNINN
Hraunbæ 102
KNATTSPYRNA
Valsstúkan
upp á Skaga
HELDRIMANNASTÚKAN
svokallaða að Hlíðarenda
verður flutt upp á Akranes
fyrir Evrópuleik ÍA við Ujpest
Dosza frá Ungverjalandi, sem
fram fer á fimmtudaginn.
Skylda er að hafa „heldri-
mannastúkur" á öllum völl-
um þar sem Evrópuleikir fara
fram, og þar sem Skagamenn
hafa ekki umráð yfir neinni slíkri
stúku, var brugðið á það ráð að
fá hana lánaða hjá Valsmönnum.
Félögin, sem nú leika í Evrópu-
keppninni taka þátt I henni fjórða
árið í röð, og stefnir allt í að þau
verði einnig þátttakendur þar á
næsta ári.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ
Alfreð meiddur
ALFREÐ Gíslason mun ekki
æfa með íslenska landsliðinu í
handknattleik næstu daga.
Hann tognaði á æfingu í gær
og missir því af næstu æfing-
um liðsins.
Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri
íslenska landsliðsins, sagði að
meiðsli Alfreð væru ekki alvarleg
og sagðist vona að hann gæti farið
að æfa að nýju eftir helgi.
Brynjar Kvaran og Geir Sveins-
son hafa einnig átt við meiðsli að
stríða en hafa náð sér að mestu og
æfa nú af kappi ásamt félögum
sínum í landsliðinu.
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN
Morgunblaðið/Sverrir
Fyrirllðar og formenn Vals og Fram. Valsmennimir Eggert Magnússon
og Þorgrímur Þráinsson og Framaramir Pétur Ormslev og Halldór B. Jónsson.
Barcelona og
Mónakó mæta
ínæstu viku
REYKJAVÍKURFÉLÖGIN Fram
og Valur mæta í næstu viku
stórliðunum Barcelona frá
Spáni og Mónakó frá Frakkl-
andi. LeikurValsgegn Mónakó
verður á þriðjudaginn en leikur
Fram gegn Barcelona á mið-
vikudaginn. Báðir leikirnir fara
fram á Laugardalsvelli, sem
sagður er í betra ástandi en
nokkru sinni fyrr, og hefjast
leikirnir klukkan 18.15
Athygli hefur vakið að þessir
erkifjendur á íþróttavellmum,
Fram og Valur, hafa tekið höndum
saman og unnið sameiginlega að
undirbúningi fyrir leikina. Sameig-
inleg leikskrá verður gefin út og
einnig munu félögin í samvinnu við
Samvinnuferðir/Landsýn bjóða upp
á sérstakar pakkaferðir utan af
landi í tengslum við leikina. Þá
verður þeim boðinn sérstakur af-
slattur af stúkumiðum, sem kaupa
miða á báða leikina meðan á for-
sölu stendur. margt annað mætti
nefna um sameiginlega undirbún-
ing félaganna fyrir leikina, en þetta
verður að duga.
Miðar á leikina verða seldir í
Austurstræti og I Kringlunni um
helgina og á mánudag.
Nánar verður fjallað um Evrópu-
þátttöku íslensku liðanna í blaðinu
á þriðjudaginn.
HAPPDRÆTTI
5 Ford Bronco - 40 Fiat Uno
Dregiö 12. september,
Heildarverómœti vinninga 21,5 milljón.
/j/tt/r/mark