Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 7 Mmnisvarði um séra Yaldimar Briemað Stóra-Núpi Syðra-Geldingaholti, Gnúpverjahreppi. MINNISVARÐI um sálmaskáldið sr. Valdimar Briem vígslubiskup verður afhjúpaður á Stóra-Núpi nk. sunnudag', 4. september. Helgi Gislason myndhöggvari réði gerð minnisvarðans, sem er úr stuðlabergsdrangi úr Hóla- hnúkum hjá Hrepphólum. Athöfnin hefst með messu í Stóra-Núpskirkju, sem sr. Flóki Kristinsson sóknarprestur og kirkjukór Stóra-Núpskirkju annast. Auk þess syngur Kristinn Sig- mundsson við athöfnina. Síðan verður kaffisamsæti í félagsheimil- inu Amesi. Sr. Valdimar Briem var sem kunnugt er eitt mikilvirkasta sálma- skáld Islendinga. Sálmar hans eru margir orðnir inngrónir í trúarlíf þjóðarinnar. Hann var prestur í Stóra-Núps- og Hrepphólasóknum alla sína embættistíð, sat í Hrepp- hólum frá 1873—1880 en fluttist þá að Stóra-Núpi og átti þar he>ma til dauðadags, 1930. Hann var pró- fastur Ámesinga og víglubiskup Hólabiskupsdæmis og gegndi auk þess ýmsum félagsstörfum. Allir velunnarar kirkjunnar og sr. Valdimars em velkomnir til þessarar athafnar. — Jón Yfirsljórn félagsþjónustu sveitarfélaga verði á vegum félagsmála- ráðuneytisins NEFND um endurskoðun fram- færslulaga leggur til að öll yfir- stjóm félagsþjónustu sveitarfé- Iaga verði á vegum félagsmála- ráðuneytisins. Stjóm félagsþjón- ustu heima í hérði verði í höndum félagsmálanefnda eða -ráða í hverju sveitarfélagi. Að sögn Þorgerðar Benediktsdóttur, deildarstjóra hjá félagsmála- ráðuneytinu og formanns nefnd- arinnar, hefur nefndin skilað áfangaskýrslu til Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra og hefur skýrslan einnig verið send landshlutasamtökum sveit- arfélaga og Sambandi íslenskra sveitarfélaga til umsagnar. Höfuð í túni Morgunblaðið/Theódór Heyannir era víðast á enda og töðugjöld framundan eða af- staðin. Þessi mynd var tekin nýlega sunnan Skarðsheiðar. Óneitanlega líkist garðað túnið listaverki, jafnvel í stíl Picasso. Svona listaverk sjást aðeins úr lofti og áður en varir-er búið að hirða þau inn í hlöðu. --------oqp------------ V/S4 STYRKTARAÐILI ÓLYMPÍULIÐS ÍSLANDS EINA KORTIÐ sem veitir aögang að hraöbönkum erlendis auk helmingi fleiri banka en nokkurt annaö Nefnd um endurskoðun fram- færslulaga hefur starfað í tvö ár. Hún vinnur ekki aðeins að endur- skoðun framfærslulaga heldur einn- ig að samningu rammalöggjafar um félagsþjónustu sveitarfélaga. í áfangaskýrslu nefndarinnar til fé- lagsmálaráðherra er meðal annars lagt til að yfirstjóm félagsþjónustu sveitarfélaga verði hjá félagsmála- ráðuneytinu. Stjóm þessa mála- flokks verði síðan á vegum félags- málanefndar eða -ráðs í hverju sveitarfélagi. Með þessu telja nefndarmenn að ná megi heildarsýn yfir skipulag félagsþjónustu í hveiju sveitarfélagi í stað þess að einstök verkefni séu unnin af sérstökum nefndum. Nefndin leggur einnig til að í væntanlegu frumvarpi til fram- færslulaga felist hvatning til sveit- arfélaga til að vinna saman að framkvæmd félagsþjónustu, til dæmis í héraðsnefndum, svo að unnt verði að veita lögboðna félags- þjónustu. Með VISA upp á vasann og PIN- númerið* bak við eyrað geturðu nælt þér í skotsilfur í skyndi - vasapeninga í réttri mynt - bara með því að ýta á hnapp - jafnt á kvöldin sem um helgar árið um kring. VISA opnar þér fleiri dyr en nokkurt annað greiðslukort. Á SJÖUNDU milljón viðtökustaða um veröld alla auk 220.000 banka og 26.000 hraðbanka á helstu ferðamannastöðum. *) Hafðu samband við VISA ÍSLAND ef þú þárft að fá PIN-númerið (persónulega innsláttarnúmerið þitt) endurútgefið. Dæmi: Hraöbankar Bankar Bretland 1.920 5.121 Bandaríkin 12.293 65.111 Danmörk 150 560 Finnland 241 366 V/SA wassm Dæmi: Hraðbankar Bankar Frakkland 2.399 13.034 Porlúgal 278 350 Spánn 3.295 30.106 Sviþjóð 122 2.160 Allt sem þarf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.