Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 Jltofgi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Stríð á friðartímum Sænska bókin Krig i fredstid, Stríð á friðartímum, eftir Charlie Nordblom sem skýrt var frá hér í blaðinu í gær og fjallar um leynilega starfsemi Sovét- manna á Norðurlöndum er í raun aðeins enn ein staðfestingin á hinni umfangsmiklu neðanjarð- ar- og njósnastarfsemi sem Sov- étmenn reka í þessum löndum og annars staðar. Þó er nýmæli við þessa bók að skipulega er gengið til verks við að meta leynilega starfsemi Sovétmanna á Norðurlöndum og leitað sér- staklega upplýsinga um opin- bera sovéska starfsmenn í þess- um löndum til að kanna, hvort unnt sé að sýna fram á tengsl þeirra við einhveija af leyniþjón- ustum Sovétríkjanna. í bókinni er stjómendum þessara útsend- ara skipt í þrennt: KGB hina almennu sovésku leyni- og njósnastofnun, GRU leyniþjön- ustu hersins og LA. alþjóðadeild miðstjómar sovéska kommúni- staflokksins. Allar vinna þessar stofnanir hver með sínum hætti að því að búa í haginn fyrir Sovétríkin og oftar en einu sinni hefur verið upplýst, að útsendurum þeirra hefur tekist að fá borgara ann- arra landa til að starfa fyrir sig gegn hagsmunum eigin lands. Frægasta dæmið úr seinni tíð er frá Noregi, þegar háttsettur maður í norska utanríkisráðu- neytinu sem hafði látið að sér kveða í stjómmálum innan Verkamannaflokksins, Ame Treholt, var afhjúpaður sem sov- éskur njósnari. Þá var töluvert rætt um svokallaða útsendara í áhrifastöðum, það er einstakl- inga sem geta haft áhrif á stefnumótun og ákvarðanir í stjómsýslu eða annars staðar og lúta forsjá eða fara að fyrir- mælum frá stjómum ríkja, sem leynt eða Ijóst sækjast eftir ítök- um í viðkomandi landi. Að af- hjúpa slíka menn er síður en svo auðvelt og Ame Treholt náðist ekki nema vegna þess að lög- reglan elti hann í langan tíma og gat handsamað Hann með sakargögn á sér. Af bókinni Stríð á friðartím- um má ráða, að hér á landi hafi að minnsta kosti 20 starfs- menn í sovéska sendiráðinu síðan 1965 verið í þjónustu KGB, GRU eða IA. Ástæða er til að staldra sérstaklega við þá staðreynd, að af fjórum sovésk- um sendiherrum sem hér hafa verið síðan 1975 em þrír til- greindir á lista bókarinnar yfir leyniþjónustumenn: Georgíj Farafbnov 1975 til 1979 (KGB), Míkhaíl Streltsov 1979 til 1984 (GRU) og ígor N. Krasavín sem hér hefur verið frá því að for- veri hans hvarf með flýti úr landi eftir leiðtogafundinn 1986, en Krasavín er sagður starfa á veg- um IA. Á sínum tíma var vakin athygli á því, að Farafonov væri ekki aðeins á vegum KGB held- ur væri hann í hópi sérstakra útsendara er störfiiðu í þágu alþjóðadeildar miðstjóraar kommúnistaflokksins og hefðu það hlutverk að rækta samband við skoðanabræður Sovétstjóm- arinnar utan landamæra henn- ar. Fjöldi sovéskra sendiráðs- manna hér á landi hefur oft verið til umræðu. í stuttu máli sagt hafa íslensk stjómvöld bmgðist illa við hugmyndum um að fækka fólki í sovéska sendi- ráðinu í Reykjavík, þótt engin haldbær rök séu fyrir því með vísan til eðlilegra samskipta þjóðanna að þar þurfí að vera jafii margir og raun ber vitni. Að vísu er stundum látið að því liggja, að kaupi Sovétmenn ekki af okkur vömr leiði það til þess að þeir verði að fækka sendi- ráðsstarfsmönnum sfnum. Virð- ast ýmsir líta á þessa starfs- menn sem einskonar skiptimynt í verslunarviðskiptum þjóðanna. Að meta starfsemi sovéskra sendiráða á þeim forsendum er rangt. Á hana á auðvitað að líta í samhengi við alhliða stefnu og markmið sovéskra stjómvalda. Þau em hér eins og annars stað- ar að reyna að búa í haginn fyrir sig pólitískt og beita að sjálfsögðu sömu ráðum og í öll- um öðmm löndum. Em til nýleg dæmi um það, hvemig KGB- menn hafa komið ranghug- myndum á framfæri í því skyni að hafa áhrif á innlendum stjómmálavettvangi og nægir þar að nefna umræður fyrir tæpu ári um að hér yrði að nýju efiit til leiðtogafundar risaveld- anna. Fyrir nokkmm missemm vom töluverðar umræður um innra öryggi og ráðstafanir til að treysta það. Svo virðist sem far- ið sé með niðurstöður þeirra umræðna hjá opinbemm aðilum sem trúnaðarmál. Hitt er víst að hér sem annars staðar þurfa menn að vera á varðbergi og átta sig á því, að stríð kann einn- ig að vera háð á friðartímum. Viljum byggja up] þjóðfélag fyrir all eftirMaríuE. Ingvadóttur Hér fer á eftir ræða, sem María E. Ingvadóttir, formaður sjálfstæðiskvenfélagsins Hvatar flutti á fundi um efnahagsmál hjá Sambandi ungra sjálfstæðis- manna fyrir skömmu. Óhætt er að segja, að ólga efna- hagslífsins setur mark sitt á dag- legt líf okkar, þessa dagana. Verðbréfasjóðir leysa út bréf til umbjóðenda sinna í stórum stfl, kaupmenn senda út nýja verðlista í kappi við aðgerðir ríkisstjómarinn- ar, talað er um vaxtalækkun á al- mennum markaði og vaxtahækkun á húsnæðislánum. Verður niður- færsla? Verður gengisfelling? Er nokkur furða þó að hinn almenni borgari verði ruglaður í ríminu og viti ekki hvemig við skuli bregðast? Aðgerðir ríkisstjómarinnar nú, eins og alltaf áður, miðast við að bjarga málum þegar í óefni er kom- ið, fyrr næst ekki samstaða um aðgerðir. Til þess er ætlast að þess- ar aðgerðir renni styrkari stoðum undir atvinnulífíð, en hefur sá árangur orðið sem skyldi, og hvar liggur rót efnahagsvandans? Frelsi og ábyrgð Við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á fielsi einstaklings- ins til orða og athafna. Þannig nýt- ur einstaklingurinn sín best, þegar hann með hugviti sínu, reynslu og þekkingu nýtir sér tækifærin. ís- lendingar eru dugmikið fólk og sjá má þess glögg merki, til dæmis með fjölda fyrirtækja í landinu, að þeir kunna vel að nýta sér einstakl- ingsfrelsið. Frelsi fylgir mikil ábyrgð. Frelsi til að stofna og reka fyrir- tæki verður að fylgja sú ábyrgð, að ekki sé stefnt á stórt áhættu- spil, heldur arðvænlegan rekstur sem skilar eigendum sínum arði og er þar með þjóðhagslega hag- kvæmur. Á þetta skortir nokkuð. Ekki er auðvelt að koma auga á, hvar sá hugsunarháttur læddi sér inn í atvinnulífssöguna, að sá sem stofnaði framleiðslufyrirtæki væri þar með búinn að tryggja sér ríkis- forsjá, ef illa færi. Eg efast ekki um að óstöðugt efnahagslíf á sinn þátt í því, en einnig bruðl og óráðsía og ef til vill er það einmitt bruðl sem tröllríður þjóðinni í dag. Þegar dugmiklir athafnamenn ofreisa sig með ótímabærum fjár- festingum, eru þeir ekki aðeins að valda sjálfum sér og sínum lánar- drottnum tjóni, heldur þjóðinni allri. Stjómendur fyrirtækja verða að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem á þeim hvflir. Þeirri ábyrgð, að þeir standi undir þeim ákvörðun- um sem þeir taka. Smiður lærir smíðar, læknir læknisfræði o.s.frv., en hver sem er getur stofnað fyrir- tæki. í sjálfu sér væri ekkert við það að athuga, ef fyrirtækið væri einungis fjármagnað með eigin fé og áhætta lægi þar með einungis hjá eigendum. Eigið fé fyrirtækja er of lítið og þess vegna er fjármagnskostnaður- inn of mikill hjá þeim og einmitt þetta of litla eigið fé á sinn þátt í mikilli eftirspum fjármagns og þar með háum vöxtum. Það verður að gera þær kröfur, að eigið fé fyrirtækja verði viðun- andi. Einn möguleikinn er hlutafjár- útboð, en það gæti reynst erfitt að fá fólk til að fiárfesta í fyrirtækjum, nema að fyrirtækið hefði á sér það orð að fólk treysti því. Fólk fiárfest- ir ekki í hlutabréfum, nema að hafa af því einhvem arð. Ég tel að með almennum hlutafiárútboðum muni hagur fslenskra fyrirtækja batna til muna. Ekki aðeins vegna aukins eigin fiár og þar með betri rekstrar- skilyrða, heldur einnig vegna þess aðhalds og þeirra krafna, sem gerð- ar yrðu til stjómenda fyrirtækj- anna. Rætt hefur verið um að opna íslenska fiármagnsmarkaðinn fyrir erlendum aðilum og gefa frelsi til erlendrar lántöku. Eg tel það óþarfa að hafa áhyggjur af því að erlendir aðilar yfírtaki íslensk fyrirtæki. í fyrsta lagi getum við haldið eigna- raðild þeirra takmarkaðri. í öðru lagi verúa erlendir aðilar að sjá sér hag í því að fjárfesta hér á landi, sem jafnframt yrði þá okkar hagur. Varðandi erlendar lántökur, þá er sjálfsagt að íslensk fyrirtæki taki hagkvæm lán erlendis, en jafn sjálf- sagt að þau beri ábyrgðina sjálf og María E. Ingvadóttir „Með frjálsri verðlagn- ingu átti samkeppnin að blómstra, en raunin varð sú, að nú vannst frelsi til að halda uppi verði á vörum. I stað þess að koma á hag- kvæmari rekstri til að verða samkeppnisfær- ari, er verðlagi haldið uppi og þar með smæð markaðarins nýtt, ekki í hagnaðarskyni, sem hefði verið skiljanlegt, heldur til að halda uppi bruðlinu.“ noti fjármagnið í arðvænlega fjár- festingu en ekki til að greiða niður taprekstur. Meiri sparnaður — minnabruðl Spamaður verður að aukast, bæði í atvinnurekstri og hjá ein- staklingum. Því þarf enn frekar en nú er að hafa hvata í skattareglum til verðbréfa- eða hlutabréfakaupa. Alusuisse: Alsvið nýtur góðs af hrá Zflrích, frá önnu Bjarnadóttur, fréttarítara Morgunblaðsina. REKSTUR Alusuisse hefur gengið vonum framar það sem af er þessu ári. Öll dótturfyrir- tæki þess voru rekin með hagn- aði fyrsta fjórðung ársins. For- ráðamenn svissneska álfyrir- tækisins greindu fréttamönnum frá þessu í gær i bátsferð um Ziirich-vatn. Hans Jucker for- stjóri sagði að gott efnahags- ástand og hátt álverð hefðu komið fyrirtækinu vel. Það hef- ur sigrast á erfiðleikunum sem það var í fyrir nokkrum árum og mun greiða hluthöfum arð að nýju á næsta ári. Hráefnaviðskipti álsviðs gengu einkar vel. Hátt markaðsverð á áli og hagstæð skráning dollara stuðluðu að því. Hráálsframleiðsla fyrirtækisins (370.000 tonn á ári, þar af tæp 90.000 í ÍSAL) svarar nú 75% af þörfum þess. Alusuisse vinnur úr 500.000 tonnum á ári Álbirgðir og markaðsverð Mii'jónir f Bandaríkjunum cen,/pund 1977 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 Heimiid: IPAI / Metals Week Álbirgðir eru nú mun minni en nokkru sinni á undanförnum 10 árum og kaupir 25% hráálsins á frjálsum eru vöruskipti, fyrirtækið selur markaði. Stór hluti viðskiptanna hráálsframleiðendum til dæmis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.