Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 Morgunblaðið/KGA Stjóm norræna sjávarlíffræðingaráðsins. Talið frá vinstri: Lars Afzelius, Kurt Ockelmann, Jörundur Svavarsson, Torgeir Bakke, ritari stjómarinnar, Erkki Leppákoski og Torleiv Brattegard. Fundur norræna sjávarlíffræðiráðsins: Rannsóknir vegna eitraðra þör- unga og seladauða efstar á baugi Á MARGAN hátt hefur þetta ár verið viðburðaríkt í sögu rannsókna í sjávarlíffræði á Norðurlöndum. Á vormánuð- um olli veirusjúkdómur mikl- um seladauða við strendur Svíþjóðar og Danmerkur. Um 70 til 80% allra landsela á þessum slóðum drápust. Á sama tima eyddu eitraðir þör- ungar lífi í sjónum við vestur- strönd Svíþjóðar og suður- strönd Noregs. Sjávarlíffræð- ingar á Norðurlöndunum hafa í sumar grafist fyrir um or- sakir seladauðans og þörun- gaplágunnar, en rannsóknir þessar voru aðalefni fundar Norræna sjávarlíffræðiráðs- ins hér á landi nýverið. Norræna sjávarlíffræðiráðið var stofriað árið 1956. Það starfar á vegum Norðurlandaráðs. Tilgangur ráðsins er að auka samskipti og tengsl á milli sjávarlíffræðinga á Norðurlöndunum, þá einkum sjáv- ariíffræðinga sem eru í framhaldss- námi. Stjómin fundar einu sinni á ári og var síðasti fundur hennar hald- inn hér á landi. í stjóm sjávarlíf- fræðiráðsins situr einn fulltrói frá hveiju Norðurlandanna. Stjómina skipa dr. Jörundur Svavarsson, dós- ent við líffræðiskor Háskóla ís- iands, dr. Torieiv Brattegard, for- stöðumaður 'sjávarrannsóknar- Jörundur Svavarsson: „Nám- skeið á vegum norræna sjávarlif- fræðingaráðsins hafa stuðlað mjög að bættri menntun sjáv- ariíffræðinga á Norðurlöndum.“ stöðvarinnar í Bergen, dr. Erkki Leppákoski, prófessor við Ákbá háskólann í Finnlandi, dr. Kurt Ockelmann, lektor við sjávarrann- sóknarstöð Kaupmannahafnarhá- skóla og dr. Lars Afzelius, forstöðu- maður Tjámö sjávarrannsóknar- stöðvarinnar í Svíþjóð. Ritari stjóm- arinnar er dr. Torgeir Bakke, rann- sóknarstjóri NIVA í Noregi. Að sögn Jörundar Svavarssonar er starfsemi ráðins helst fólgin í skipulagningu námskeiða og veit- Lars Afzelius hefur stjórnað rannsóknum á seladauða við strendur Sviþjóðar og Danmerk- ur i sumar. ingu dvalar- og ferðastyrkja til að auðvelda sjávarlíffræðingum að kynnast starfsemi og sækja mennt- un á hinum Norðulöndunum. „Norr- æna sjávarlíffræðiráðið hefur staðið fyrir 130 námskeiðum víðs vegar um Norðurlönd sem um 1600 sjáv- ariíffræðingar hafa sótt,“ sagði Jör- undur Svavarsson þegar hann var inntur éftir umfangi starfseminnar. „Reynt er að halda eitt námskeið í hveiju Norðurlandanna árlega en slík námskeið eru haldin annað Torleiv Brattegard stjórnaði rannsóknum á eitruðum þörtmg- um sem herjuðu á strendur Nor- egs og Svíþjóðar fyrr á þessu ári. hvert ár hér á landi. Sem dæmi um slík námskeið má nefiia námskeið um líffræði sjófugla sem haldið var hér á íslandi á síðasta ári. Háskóli íslands hélt námskeiðið sem fór að stærstum hluta fram á Látra- bjaigi." Jörundur segir námskeiðin nauðsynleg til þess að breiða út þá þekkingu sem til staðar er í háskól- um á Norðurlöndunum. Þau eru einkum ætluð nemendum í fram- haldsnámi sem vilja sérhæfa sig á einhverju sviði sjávariíffræði. Samvinna nauðsynleg „Á fundi okkar núna var meðal annars gengið frá hugmyndum um námskeið á vegum ráðsins sem halda á næsta ár,“ segir Jörundur. „Meðal þeirra má nefna námskeið í Bergen um eitraða þörunga, en þeir hafí sem kunnugt er valdið miklum skaða að undanfömu. Á námskeiðinu er ætlunin að þjálfa fólk í að þekkja þessa þörunga í sundur og hvemig megi greina þá. Annað dæmi er námskeið sem verð- ur á Álandseyjum um lífræna mengun vegna fískeldis. Þar er ætlunin að að kanna afdrif umfram fóðurs og úrgangsefna frá fiskum og áhrif þeirra á umhverfí kvíanna. Áhrif fískeldis á umhverfíð hafa verið talsvert rannsökuð á hinum Norðurlöndunum og eflaust er áhugavert fyrir íslendinga að taka þátt í þessu námskeiði. íslenskir sjávarlíffræðingar hafa fullan hug á að rannsaka áhrif fískeldis hér á landi betur.“ Annar gildur þáttur í starfsemi Norræna sjávarlíffræðiráðsins em styrkveitingar margs konar. Veittir em ferðastyrkir svo að ungir norr- ænir sjávarlíffræðingar megi kom- ast á alþjóðlegar ráðstefnur til að kynna niðurstöður rannsókna sinna og til að kynnast starfi vísinda- manna annars staðar á Norðuriönd- um. Auk þess em á hveiju ári veitt- ir styrkir til náms og rannsókna fyrir einn ungan sjávarlíffræðing í hveiju NorðUrlandanna. Allt er þetta hugsað til þess að stuðla að aukinni samvinnu norrænna sjáv- arlíffræðinga. Veirusjúkdómur veldur seladauða Dr. Lars Afzelius, forstöðumaður Ijámö sjávarrannsóknarstöðvar- innar hefur stjómað rannsóknum á seladauða við strendur Svíþjóðar og Danmerkur í sumar. Hann var beðinn um að greina frá þeim, en um árabil hafa umfangsmiklar rannsóknir farið fram við sjávar- rannsóknarstöðina í Tjámö á líffræði sela. Dýrin hafa meðal ann- ars verið merkt þannig að hægt er að fylgjast með ferðum þeirra,svo miklar upplýsingar lágu fyrir þegar selafárið byijaði. „Þetta hefiir svo sannarlega ver- ið einstakt sumar,“ segir Lars. „í aprfl síðast liðnum urðum við þess varir að mikið var um fósturlát hjá urtum við strendur Svíþjóðar. í maí reið holskeflan yfír og landselur drapst unnvörpum við Kattegat. Lars segir ástæðu hins mikla sela- dauða vera veimssjúkdóm sem lagst hefði á dýrin. „Veira þessi er af hópi „picoma" veira sem leggst gjaman á spendýr," heldur Lars áfram. „Atferii dýranna réð því hversu hratt sjúkdómurinn breiddist út, því að selimir töluvert á ferð- inni nema á þeim tíma sem þeir kæpa. Lætur nærri að um 6 þúsund selir séu dauðir af um 8 þúsund dýmm á þessum slóðum. Það svar- ar til 70 til 80% allra landsela við strendur Svíþjóðar og Danmerkur." Guðrún Einarsdóttir sýnir í Hafn- argalleríi GUÐRÚN Einarsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Hafnargalleríi. Þetta er fyrsta einkasýning Guð- rúnar í Reykjavík og sýnir hún ijór- ar olíumyndir, unnar á striga á undanfömum mánuðum. Hafnargallerí er opið á verslun- artíma og stendur sýningin til 7. september. (Fréttatilkynning) Guðrún Einarsdóttir sýnir verk sín í Hafnargalleríi. Morgunblaðið/KGA Berja- o g skemmti- ferð ms. Fagraness ÁRLEG beija- og skemmtiferð fjölskyldunnar á vegum ms. Fagraness verður farin laugardaginn 3. september. Lagt verður af stað kl. 10:00 frá Isafirði og farið á Sandeyri á Snæfjallaströnd þar sem er gott beijaland. Bátsferðin tekur um það bil eina og hálfa klukkustund og verður nægur tími til beijatínslu. Þeir sem ætla með eru beðnir að hafa samband við skrifstofu H.F. Djúpbátsins, eða við Upplýsinga- miðstöð ferðamála, Ingólfsstræti 5 í Reylgavík, fyrir föstudags- kvöld. Sumaráætlun skipsins í Jökul- firði og á Homstrandir er nú lok- ið en regluleg áætlun um Isa- fjarðardjúp er allt árið um kring. Ferðirnar eru á þriðjudögum og föstudögum og er farið frá ísafirði kl. 8:00. ívið fleiri farþegar fóm með skipinu í sumar en í fyrra og allt- af er nokkuð um leiguferðir fyrir einstaka hópa. Sömuleiðis hefur nokkur aukning orðið á bifreiða- flutningi milli Isafjarðar og Bæja á Snæfjallaströnd. Þar sem skipið getur aðeins flutt fimm bifreiðar í ferð hefur komið fyrir ekki hafi allir komist með sem vildu. Þess vegna er nauðsynlegt að panta tímanlega. (Úr frcttatilkynninjfu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.