Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 19 80 manns á Indlandskynningu Um 80 manns sóttu Indlandskynningn í nýjum samkomusal Útsýn- ar í Álfabakka 16 síðastliðið þriðjudagskvöld. Þar var kynnt næsta heimsreisa Útsýnar til Indlands, Nepal og Sri Lanka, sem farin verður í nóvember næstkomandi. Heimsóttar verða sögugr- ægar borgir Indlandss, svo sem Delhi, Jaipur Agra, Khajuraho og Varanasi. Síðan verður haldið til höfuðborgar Nepals, Kath- mandu við rætur Himalayafjalla og farnar kynnisferðir þaðan. Loks verður farið til Sri Lanka, eyjarinnar, sem áður hét Ceylon og dvalist þar i viku. Þetta er níunda heimsreisa Útsýnar og tek- ur hún 26 daga. Á myndinni er Ingólfur Guðbrandsson, stjórnar- formaður Útsýnar að kynna væntanlega lieimsreisu' Afsláttur á skattskuld- um þarf stoð í lögum Borgaryfirvöld hafa verulegar efasemdir um fyrirhugaðan af- slátt fjármálaráðuneytisins á skattskuldum, að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Segir hann að borgarsjóður hljóti þó að fylgja í kjölfar ríkissjóðs og hafi bréf þess efnis verið sent í ráðuneytið. Ljóst sé að reglur um afsláttinn þurfi lagastoð, gildandi ákvæði í lögum um tekjustofna sveitarfélaga veiti ekki nægilegt svigrúm. Snorri Olsen, deildarstjóri í fjármála- ráðuneytinu, segir að afsláttur- inn verði varla veittur án laga- heimildar. Hugsanlega mætti setja reglurnar með fyrirvara um samþykki Alþingis, en það myndi skapa töluverða óvissu hjá skuldurum. Líklegra væri að béð- ið yrði afgreiðslu þingsins sem kemur saman í október á stjórn- arfrumvarpi um skattaafslátt- inn. um lækkun á skattskuldum vegna þess þorra launþega sem staðið hefur í skilum. En telja verði erfítt fyrir borgarsjóð að fylgja ekki í kjölfarið. Með því megi m.a. ein- falda aukna vinnu Gjaldheimtunnar vegna samninga um skattskuldim- ar.En um þetta þurfí að setja lög. I bréfí borgarráðs segir að van- skil einstaklinga vegna gjalda í borgarsjóð hafí numið rúmum millj- arði króna í ársbyijun. Einnig að innheimta Gjaldheimtunnar á eftir- stöðvum með dráttarvöxtum hafí verið 9% lakari í júlímánuði síðast- liðnum en á sama tíma í fyrra. Þá kemur fram í bréfínu að þótt tekist hafí frá áramótum að innheimta tæpan milljarð af fjögurra milljarða eftirstöðvum gjaldheimtunnar, hafí heildareftirstöðvamar aðeins lækk- að um 460 milljónir. Skýringin sé hækkun dráttarvaxta um 635 millj- ónir. I bréfínu segir að huga þurfí að nokkmm atriðum sérstaklega. Að- spurður um þau segir Snorri Olsen: „Um meðhöndlun sóknargjalda og kirkjugarðsgjalda er ljóst að við höfum ekki heimild til að færa þau niður. Þessi gjöld renna ekki í ríkis- sjóð og em ekki með í dæminu. Annars er þama oftast um lágar upphæðir að ræða. Hvað varðar innheimtukerfí vegna þeirra sem greiða skuldimar á þremur éða níu mánuðum má koma fram að unnið er að gerð tillagna um það í ráðu- neytinu. Stjóm Gjaldheimtunnar í Reykjavík hlýtur að ákveða hvort fjölga þurfi starfsfólki um tíma og auka við húsnæðið vegna átaksins. Ráðuneytið mun fela skattstjómm að vinna að þeim málum þar sem skattur hefur verið áætlaður vegna skorts á framtölum. Að sjálfsögðu koma innheimtar skattskuldir strax til skipta borgar og ríkis eins og verið hefur.“ Atlantshaf sbandalagið: Mannvirkjanefndin í heimsókn á Islandi Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NEFND sú er fer með málefni Mannvirkjasjóðs Atlantshafs- bandalagsins kemur i heimsókn til íslands í dag. Nefndin ferð- ast um landið og skoðar þær framkvæmdir sem unnið er að og ræðir við embættismenn í utanríkisráðuneytinu og yfir- menn varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Nefndin heldur aft- ur utan á mánudag. Heimsóknir af þessu tagi em fastur liður í starfsemi nefndarinn- ar. Árlega heimsækja nefndar- menn tvö til þrjú af aðildarríkjum bandalagsins til að kynnast að- stæðum á hvetjum stað af eigin raun. Nefndin heimsótti ísland síðast árið 1977 og hefur síðan farið um öll hin aðildarríkin þannig að röðin var komin að íslandi aft- ur. Formlega em það stjómvöld í aðildarríkjunum sem bjóða nefnd- inni í heimsókn. í íslandsferðinni verða 25 nefnd- armenn ásamt fylgdarliði, eða alls 39 manns. Það er bandaríski flug- herinn sem flytur gestina til og frá iandinu. Gert er ráð fyrir því að nefndarmenn ræði við embættis- menn frá vamarmálaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins og sömuleiðis yfírmenn vamarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Samkvæmt venju snú- ast viðræðumar um mannvirki og mannvirkjagerð sem snerta öryggi og vamir landsins, bæði þá aðstöðu sem fyrir er og eins þarfir í fram- tíðinni. Nefndarmenn munu að öll- um líkindum fljúga yfir vinnusvæði þeirra ratsjárstöðva sem nú er ver- ið að reisa og heimsækja a.m.k. eitt þeirra. Að mannvirkjanefnd- inni standa allar aðildarþjóðir NATO nema íslendingar og Spán- veijar. Gert hefur verið ráð fyrir í fjár- málaráðuneytinu að lokið verði að semja við einstaklinga um uppgjör gamalla skattskulda fyrir 1. desem- ber næstkomandi. Snorri Olsen seg- ir að yrði beðið afgreiðslu lagafrum- varps veittist knappur tími til að sækja um samninga og afgreiða umsóknimar. Því myndu allar dag- setningar að líkindum færast aftur. Reiknað sé með um það bil einum og hálfum mánuði frá því að regl- umar tækju gildi þar til greiðslur hæfust. Þar af færu 25 dagar í umsóknir, innheimtumenn fengju 15 daga til að svara þeim og fyrstu greiðslur ættu að berast 5 dögum eftir það. í bréfi borgarráðs til fjármála- ráðuneytisins kemur fram að inn- heimta skulda á opinberum gjöldum sé vissulega erfiðari eftir að stað- greiðsla skatta var tekin upp. Deila megi um hugmyndir ráðuneytisins Veljið örug’gar göngn- leiðir fyrir börnin SKÓLASTARF er í þann veg að hefjast og um 14 þúsund börn á baraaskólastigi hefja skólagöngu á næstu dögum. í tilefni þess bein- ir lögreglan þvi til foreldra að þeir aðstoði börn sin i yngstu bekkjum við að velja öruggustu gönguleiðir að skóla og fylgi þeim áleiðis fyrstu dagana. Ómar Smári Armannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn sagðist vilja beina því til foreldra að þeir hugi að því hvar böm þeirra eigi örugg- asta leið frá heimili sínu að skóla. Hann kvaðst vilja hvetja til þess að undirgöng sem víða hafa verið lögð undir fjölfamar umferðargötur í íbúðarhverfum verði notuð meira en þegar er. Hann kvaðst vilja ráð- leggja foreldrum að fylgja ungum bömum, óvönum í umferð, í skóla fyrst um sinn, sjá hvemig þau hagi sér í umferðinni og leiðbeina þeim um það sem betur má fara. Ómar kvaðst einnig vilja benda ökumönnum á þá auknu slysahættu sem jafnan skapaðist í íbúðarhverf- um og nágrenni skóla á þessum árstíma og beindi því til ökumanna að þeir hafí í huga að á næstu dögum mun fjöldi bama stíga sín fyrstu sjálfstæðu skref í umferðinni. Aðalfundur Stéttarsambandsins: Ógreitt afurðainnlegg njóti forgangs við gj aldþrotaskipti Stj’órn Stéttarsambandsins hefur óskað eftir lagasetningn er tryggi að svo verði Akureyri. Frá Halli Þorsteinssyni, blaða- manni Morgunblaðsins. HAUKUR Halldórsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, fjallaði meðal annars um mál- efni sláturhúsanna í ræðu sinni við setningu aðalfundar Stéttar- sambandsins. Sagði hann að veik staða margra sláturleyfis- hafa væri mikið áhyggjuefni, Aðalfundur Stéttarsambands bænda: „Matarskatturinn“ hefur reynst mikið óheillaspor - segir Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambandsins Akureyri. Frá Halli Þorsteinssyni, blaða- manni Morgunblaðsins. SÖLUSKATTUR á matvöru liefur valdið gífurleguni samdrætti í sölu hrossakjöts, og auk þess hafa framleiðendur grænmetis og kartaflna ekki getað veitt honum út í verðlag þessara afurða. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda sagði Haukur Halldórsson, form- aður Stéttarsambandsins, að ítrekað hafi verið reynt að skapa skiln- ing fjármálayfirvalda á þeim erfiðleikum, sem álagning söluskatts á þessi matvæli veldur, en án árangurs. Haukur sagði að álagning sölu- skatts á matvæli hafí verið mikið óheillaspor, og við endanlegan frá- gang virðisaukaskattsmálsins væri æskilegast að stjómvöld sæju að sér og afnæmu matarskattinn. Verði hins vegar haldið fast við slíka skattheimtu hafí Stéttarsambandið lagt áherslu á að lögfest verði lægra skattþrep á matvælum, líkt og gert er í flestum löndum Vestur-Evrópu, utan Norðurlandanna. Ljóst væri þó að meðal embættismanna ríkis- ins væri mikil andstaða við þessa hugmynd, og því haldið fram að slík skattheimta væri mjög erfíð í framkvæmd, og opni auk þess fyrir leka í kerfínu. Sagði Haukur að í öðrum Evrópulöndum.væri ekki lit- ið á tvö skattþrep sem vandamál við innheimtu virðisaukaskatts, og þætti sér undarlegt ef íslenskir skattheimtumenn væru starfi sínu verr vaxnir en starfsbræður þeirra í Mið-Evrópu. Auk þess væri slíkt kerfí með lægra skattþrepi í raun og veru nú þegar í framkvæmd við innheimtu söluskatts af físki, og ekki hefðu heyrst kvartanir um að sú skattheimta gengi illa. „Ég tel að Stéttarsambandið eigi á næstunni að beita öllu afli til að fá því framgengt, að við innheimtu væntanlegs virðisaukaskatts verði lægra skattþrep haft á matvörum, og leita jafnframt eftir stuðningi annarra hagsmunahópa við þá kröfu," sagði Haukur Halldórsson. og í haust væru fyrirsjáanlegir erfiðleikar af þessum sökum varðandi slátrun á nokkrum stöðum. Yfirvofandi hætta á gjaldþroti nokkurra sláturleyf- ishafa vekti jafnframt upp spurningar um réttarstöðu bænda varðandi ógreidd af- urðainnlegg. Stjóm Stéttarsambandsins leit- aði í vor álits þeirra Þorgeirs Ör- lygssonar lagaprófessors og Tryggva Gunnarssonar borgar- dómara á réttarstöðu bænda í til- vikum sem þessum. Er það álit þeirra að réttarstaða bænda sé mjög veik. Ógreitt afurðainnlegg nýtur samkvæmt áliti þeirra einsk- is forgangs, og er skipað í hóp almennra viðskiptakrafna við upp- gjör þrotabús, en það þýðir að verðábyrgð sú sem ríkisvaldið veit- bændum samkvæmt búvöru- samningnum er haldlítil í slíkum tilfellum. Stjóm Stéttarsambandsins hef- ur óskað eftir því við ríkisstjórn- ina, að tryggt verði með lagasetn- ingu að ógreitt afurðainnlegg njóti sama forgangs og tryggingar og ógreidd laun njóta við gjaldþrota- skipti. Haukur sagði að ef slíkt ákvæði fengist ekki lögfest, þá virtust tvær leiðir vera færar til að tryggja hagsmuni bænda. Annars vegar ír að afurðaverð væri greitt beint til bænda án milligöngu afurðastöðv- anna, og hins vegar að einstakir bændur eða hópar bænda geri samning við afurðastöð um slátr- un, sölu og uppgjör afurðaverðs, og þeim viðskiptum verði haldið skýrt aðgreindum frá annarri starfsemi viðkomandi fyrirtækis, þannig að ljóst sé að um umsýslu- sölu sé að ræða. Varðandi áform um úreldingu sláturhúsa sagði Haukur, að þau vektu vonir um að lækka mætti hlutfall sláturkostnaðar í verði kindakjöts. Stéttarsambandið væri því meðmælt að lagt verði tíma- bundið gjald á heildsöluverð kinda- kjöts til þess að greiða fyrir slíkri hagræðingu, í þeirri von að hún myndi fljótlega skila árangri í lækkuðum sláturkostnaði og traustari stöðu sláturleyfishafa almennt. „Það er auðvitað öllum ljós sá vandi sem það skapar í atvinnu- málum einstakra byggðarlaga ef leggja þarf niður sláturhús. Stjórn Stéttarsambandsins hefur því lagt á það áherslu í umræðum um þessi mál, að reynt verði að fínna ný verkefni fyrir þær byggingar, sem hætt verður að nota sem slátur- hús, og verði Byggðastofnun feng- in til liðs í þeim málum," sagði Haukur Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.