Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 Þuríður Guðmunds dóttir - Minning Fædd 16. nóvember 1907 Dáin 23. ágúst 1988 Ef þú sérð gamla konu, þá minnstu móður þinnar sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. (Davíð Stefánsson) Bak við heiðríkju hugans blundar sorgin þegar blómin deyja og engin fegurð er meiri en sú sem býr í göfugu hjarta, því lífshamingjan er undir því komin að trúin á hið góða sé túlkuð á kærleiksríkan hátt og með þroskandi dómgreind sinni geti maðurinn fundið döprum hugs- unum þann farveg að hvert líf og hver sál deyi aldrei, aðeins sé um vistaskipti að ræða líkt og dagurinn sem hverfur inn í nóttina og nú vilja endurminningar vefjast liljum morgunsins þegar ég hugsa til móður minnar sem fræddi okkur um lífið og elskaði allt og alla. Hún fæddist í Tjamarkoti á Stokkseyri 16. nóvemberf 1907, ein af átta bömum þeirra hjóna Jó- hönnu Guðmundsdóttur og Guð- mundar Vigfússonar sem þar bjuggu og hlaut hún nafnið Þuríð- ur, eftir ömmu sinni sem heitir í höfuð Þuríðar formanns. Á þeim tíma var Stokkseyri ekki stór bær og lífsbaráttan erfið og léku all naprir vindar um bæinn þegar vetrarmyrkrið grúfði yfir. Oft kom það fyrir að bömin vom full- klædd látin vera í rúmum sínum vegna kulda og út um hélaðar rúð- umar sást ekki fyrr en móðir þeirra hafði sett glóð úr eldavél í glugga- kistuna. En bjartir vetrardagar gátu líka verið skemmtilegir, þá gullu við hlátrasköll bama, skautað var á Löngudælu, eða rennt sér á hrossa- leggjum milli Stokkseyrar og Eyr- arbakka, en í hillingum sáust bratt- ir tindar Vestmannaeyja rísa úr sæ. Geislar bemskunnar gleymdust ekki þegar hún sagði okkur frá uppvaxtarárum sínum, og bros færðist þá yfir andlit hennar sem átti svo auðvelt með að hlæja. í skóla hafði kennari hennar kallað hana brosmild vegna hennar ljúf- mildu og gleðiríku framkomu; and- leg verðmæti sem fylgdu hennar ævibraut. Hversu hugljúf hún var. Hún eignaðist góða vinkonu, Sigríði Júníusdóttur frá Seli á Stokkseyri, og slitu þær aldrei þeim vináttu- böndum meðan báðar lifðu, Sigríður lést á sl. ári og varð það móður minni mikill söknuður. En fljótt líða bemskuárin og fimmtán ára að aldri kveður hún æskustöðvar sínar með fagurt veganesti hlýrra hugsana og vinnur fyrir sér um tíma í Þorláks- höfn, en flyst síðan til Reykjavíkur og ræður sig í vist til þáverandi forsætisráðherra, Jóns Magnússon- ar, og konu hans, frú Þóru. Þar undi hún hag sínum vel og dvaldi hún lengi hjá þeim og sýndu þau þessari glaðlyndu stúlku mikla ástúð og umhyggju sem dóttir væri, en þau hjón vom bamlaus. Seinna sagði móðir mín mér að þau hefðu viljað fá hana sem kjördóttur. Á heimili frú Þóm og Jóns var oft gestkvæmt, sem vonlegt var, bæði íslenskir og erlendir áttu þangað erindi. Var því oft annasamt hjá starfsfólki sem varð að vera á þön- um og fyrir kom að ef þjónustufólk- ið var ekki til staðar þegar finu frúmar mættu á staðinn í kjóli og hvítu létu þær yfirhafnir sínar detta á gólfið. Á þessum tíma kynntist móðir mín sigldri konu, að nafni Ása Wright, sem seinna settist að á Trinidat og bauð Ása henni með sér til útlanda, en ævintýraeyjan í Karabíska hafinu heillaði hana ekki, heldur eyjamar sem hún sá heiman frá sínum æskustöðvum. Það er engin ættjarðarást til ef maður er ekki stoltur af landi sínu vom henn- ar orð, og mætti margur maðurinn hafa þau að leiðarljósi. Vor eitt ræður hún sig í vinnu til Vest- mannaeyja. Hér var atvinna mikil og hirigað flykktist fólk víðsvegar af landinu í atvinnulfyt. Hér vann hún við heimilisstörf á ýmsum stöð- um á daginn og þegar hún átti frí frá húshjálpinni vann hún við fisk- vinnslu á kvöldin og um nætur. Engin var tæknin heldur var það handaflið sem gilti og hörð hafa þau kjör verið, þegar einn húsráð- enda hennar lét hana gjalda sér helming launa sinna fyrir að vinna á öðmm stöðum, en þegar starfs- gleði er annars vegar var minna hirt um réttlæti. Hér í eyjum kynntist hún tilvon- andi eiginmanni sínum, Páli Jó- hannesi Guðmundssyni, sjómanni frá Fáskrúðsfirði. í vertíðarlok fara þau saman austur á firði með gömlu strandferðaskipi og löng hefur sú sjóferð verið því vegna þoku var skipið viku á leiðinni. Þau setjast svo að á fæðingarbæ Páls og stofna til búskapar í húsi foreldra hans, Sandgerði, og giftast um haustið 1926. A Fáskrúðsfirði bjuggu þau á níunda ár og eignuð- ust þar sín fyrstu böm, þau Pétur Ólaf, Valdísi Viktoríu, Má Guðlaug en fjórða bam sitt misstu þau 6 mánaða gamalt., Páll stundaði sjómennsku en hún vann með uppeldi bamanna sem þar stigu sín fyrstu spor. Oft hlýtur að hafa verið þröngt í húsi þegar bömunum fjölgaði, en foreldrar Páls, þau Snjólaug Jónsdóttir og Guðmundur Mikkelsen, mátu tengdadóttur sína mikils og voru henni hjartfólgin og ætíð síðan sló bjarma á þær stundir þegar hún minntist þeirra, og þá sagðist henni, að hún hefði átt þá bestu tengdafor- eldra er til væru og hún kunni að meta góðvild sem henni var sýnd. Þegar þau voru orðin fullorðin og áttu erfitt um vik heimsótti hún þau á hverjum degi í kjallarann á Búðar- felli. En svo kemur að því að foreldr- ar mínir flytjast til Vestmannaeyja vorið 1935 og setjast að á Þingeyri við Skóiaveg. Þar bjuggu þau fyrstu árín og fæddust þeim þar tvö börn, þau Biynja Jónína og sá sem þetta ritar. Nú vom þau afi og amma flutt til eyja og bjuggu hjá dóttur sinni, Petm Guðnýju, og manni hennar, Runólfi Runólfssyni á Búð- arfelli. En lífsgangan var ekki auð- veld og fyrir stómm bamahópi var að sjá og ekki hægt að fóstra börn- in í dagheimilum meðan stritað var fyrir vexti þeirra, hún vildi hafa okkur hjá sér, vemda og veija sem hug hennar var kært og heilagt. Bömin vom sólargeislar og sálar- meðvitund hennar, með sínum and- legu auðæfum auðgaði hún lífið og veitti okkur fagran arf í veganesti. Saltfísk og heimavinna var þá stunduð hér, við þann starfa var svo um hríð. Snemma á morgnana fór hún með bömin með sér út á stakkstæðin, bjó um þau yngstu við einhvem stakkinn, en þau sem eldri vom hjálpuðu til við að breiða fisk eða snúa beinum. Svona hélt lífið áfram um stund, vorið 1941 flyst fjölskyldan að Héðinshöfða hér í bæ og þar eignuðust þau fjögur ■böm, þau Einar Sævar, Guðmund, Snjólaugu og Jóhönnu og vom því börnin orðin 10 talsins. Um svipað leyti flyst þar önnur fjölskylda með stóran bamahóp, þau Ásdís Guð- mundsdóttir og Gísli Gíslason. Margmenni var því í ekki stærra húsi og ærsli mikil, varð því oft að þræða hinn gullna meðalveg, en húsfreyjurnar kunnu að leysa þá vefi er þar spunnust. Milli þeirra tveggja bar aldrei skugga þau 24 ár sem þær bjuggu í sama húsi. Oft á dag heimsóttu þær hvor aðra og spjölluðu saman yfir kaffibolla. Á hveijum sunnudegi settu þær upp hvíta svuntu og bökuðu pönnukökur og við kunnum að meta slíkt góð- gæti og fögnuðum hveijum sunnu- degi með djúpri tilhlökkun. Við krakkamir lékum okkur frá morgni til kvölds og plægðum akra æskuár- anna og ætluðum alltaf að vera til. Oft og iðulegu komum við rifin og skítug heim að kvöldi, en næsta morgun lágu hrein og strokin fötin við rúmin. Okkur fannst það eðli- legt en hugsuðum ekki úti það hve mikla vinnu hún þurfti að leggja á sig til að klæða stóran barnahóp. Oft huldi hún sína þreytu í húmi nætur. Lengst af var faðir okkar sjómaður og mæddi því mikið á móðurinni, hún var bjargið í straumi lífsins, hjá henni brotnuðu allar mótbárur, hún breytti sorgum í gleði og lífið fékk nýjan lit. Vorið 1955 lést faðir okkar frá fjórum börnum innan við fermingu. Nóttina þá löngu hjúfraði mamma yngstu börnin að sér og sefaði sorg þeirra, hún var þá aðeins 47 ára að aldri, með fómfysi sinni og elju- semi axlaði hún ábyrgð sjómanns- konunnar sem mikið mæðir á þegar mest á reynir. Árin liðu og eldri börnin fóru að heiman eitt og eitt. Árið 1964 flytur svo íjölskyldan í Pétursey hér í bæ og hefur átt þar heima síðan. Frá morgni til kvölds sat móðir okkar með pijónana sína og pijónaði peysur og sokka sem hún seldi til sjómanna. í gegnum árin var Pétursey miðstöð ættarinn- ar þar hittust systkini, bamabörn og tengdaböm, allir vom velkomn- ir. Seinustu árin var heilsu hennar tekið að hraka. Þetta lagast sagði hún gjarnan, þegar við spurðu um líðan hennar, lífsgleðin var máttur hennar. Ég man fyrst eftir móður minni þegar hún sat við rúmin okk- ar systkinanna á kvöldin, þá kenndi hún okkur bænir, las fyrir okkur sögur og ljóð. Jákvætt hugar far greiddi götu okkar á lífsleiðinni, svo lagði hún hendi á enni okkar og við sögðum vertu Guð faðir faðir minn í frelsar- ans Jesú nafni. Oft vitum við ekki hvað við höf- um átt fyrr en við höfum glatað því, þá leiðir maður hugann að því hvers virði það var að hafa öðlast að gjöf slíka móður sem fómaði sér fyrir velferð bama sinna. Móðir mín var ástrík kona og unni manni sínum heitt og var mynd hans greipt í huga hennar djúpum rótum. Oft hefur angist hríslast um hennar heitu taugar þegar hún vissi af manni sínum á litlum bát í veðra- hami. Iðulega vomm við send til hans á bryggjuna með heitt kaffi á flösku, sem ullarsokk hafði verið smeygt yfir til að halda því heitu, slík var ástúð hennar. Þegar fölnuð laufin fóm að falla af hennar lífsins tré minntist hún oft á mann sinn hlýjum orðum. Þegar bamabömin sátu í fangi hennar þá fundu þau þá hvöt sem bjó innra með henni; að hlúa vel að rótum þeirra er lífsgöngu vom að heíja: Afkomend- ur mömmu og pabba em orðnir 63. Síðastliðið haust fór hún svo á Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra, og þar dvaldi hún seinustu mánuði umvafin aðdáunarverðri aðhlynn- ingu starfsfólksins. Á hveiju kvöldi sátu böm og bamaböm hennar hjá henni og styttu henni stundir, en hún var ekki sátt við það að starfsorkan væri í rénum. Hún lést svo í Sjúkra- húsi Vestmannaeyja 23. ágúst sl. Við sátum hjá henni síðustu stund- imar uns allt var yfirstaðið, þá brá ský fyrir sólu. Lífsgöngu ógleyman- legrar móður var lokið og minnin- gamar mnnu saman í eitt, hún var sólin í lífi okkar sem geislandi breiddi ástúð sína yfír brautir æfiár- anna og kvaddi í kvöldroðaglóð. Bjarmi hennar mun lifa að eilfíðu. Far vel til fegri heima. Kristinn Viðar Pálsson t Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR SIGURSTEINSSON bifreiðastjóri frá Akureyri, til heimilis á Vallarbraut 5, Seltjarnarnesi, lést 31. ágúst. Anna G. Árnadóttir og synir. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GARÐAR JÚLÍUSSON rafvirki, frá Vestmannaeyjum, til heimilis að Reynigrund 13, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 2. sept- ember, kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfólagið eða Samtök sykursjúkra. Sigrföur Björnsdóttir, BJörn Garðarsson, Fjóla Ingólfsdóttir, Kristinn Garðarsson, Sigrún Barkardóttir og sonarsynir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN GÍSLASON skipstjóri, Suðurgötu 31, Sandgerði, sem lést í Landspítalanum 24. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 3. sept. kl. 14.00. Mikkalfna Finnbjörnsdóttir, Ólaffa Kristfn Guðjónsdóttir, Jón Norðfjörð, Finnbjörn Helgi Guðjónsson, Sigurlaug Markusdóttir, Einar Sigurður Guðjónsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Oddný Bergþóra Guðjónsdóttir, Richard H. Eckard, Helga Herborg Guðjónsdóttir, Bolli Thor Valdimarsson, Gfsli Guöjón Guðjónsson, Helga Leona Friðjónsdóttir, Benóný Guðjónsson, Ína Dóra Hjálmarsdóttir, Kristján Jóhann Guðjónsson, Ingibjörg Hjördfs Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t ÞORSTEINN BJÖRGVINSSON, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 3. ember kl. 14.00. F.h. vandamanna, sept- Rut Meldal Valtýsdóttir. t Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður og afa, BALDURS TRAUSTA EIRÍKSSONAR, Mánabraut 24, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Aldfs Dúa Þórarinsdóttir, Birgir Baldursson, Kristín Baldursdóttir, Danfel Baldursson, Elsa Baldursdóttir, Anna Þóra Baldursdóttir, Eiríkur Baldursson, Unnur Sigtryggsdóttir, og barnabörn. Jóhannes Friðriksson, Þórleif Alexandersdóttir, Ólafur Matthfasson, Magnús Ólafsson, Gróta Guðlaugsdóttir, Ásgrfmur Ingólfsson t Faðir okkar, afi og langafi, MATTHÍAS KARLSSON, Berghólum, Keflavík, lést 28. ágúst. Jaröarförin fer fram í Keflavíkurkirkju laugardaginn 3. september kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag íslands. Sigurður Hafsteinn Matthíasson, Óskar Júlfus Bjarnason, Hulda Sigrún Matthfasdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Benedikt Sveinsson, Laufey Hallgrímsdóttir, Guðmunda Júlfusdóttir, Katarínus G. Ingvason og börn, Dagbjört Hallgrfmsdóttir, Svanfríður Hallgrfmsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.