Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 nauwnn <5> 1984 Univereal Press Syndicate „ E-4 kem iil ab bi&ja. þio, urr\ höncf döttur þinnar, til oub flytj/x húsgögniin Ást er... ... að missa ekki stjóm á sér. TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserved ° 1988 Los Angeles Times Syndicate Ég- veit hvað ég á að gera þegar ég verð jafnstór þér. — Fara í megrun ... Snjöll hugmynd í klæðnaði leynilöggu, ef sleppt er nokkrum smáatriðum ...! HÖOTSTI HREKKVISI Reykvíkingar fagna sölu Granda Til Velvakanda. Allir réttsýnir Reykvíkingar hljóta að fagna því, að Reykjavíkur- borg hefur loksins selt hlut sinn í útgerðarfyrirtækinu Granda. Þátt- taka hins opinbera í starfsemi at- vinnufyrirtækja er alltof mikil hér á landi, og því ber að fagna þessu stóra skrefí í átt til einkavæðingar. Það er engan veginn rökrétt, að opinberir aðilar eigi fyrirtæki á borð við Granda. Reynslan sýnir að einkaaðilar eru miklu færari um að stýra slíkum rekstri. Hins vegar er ekki skrítið þótt þau öfl séu andvíg sölunni, sem helst vilja sjá alla at- vinnustarfsemi færða í fjötra þjóð- nýtingarinnar. Þau hafa líka sýnt það nú, að þau eru tilbúin að fórna hagsmunum Reykvíkinga á altari úreltra hugmynda þeirra Marx og Leníns. Það ber að þakka forystu Sjálf- stæðisflokksins í borginni fyrir ein- arða afstöðu í þessu máli. Kjömir fulltrúar flokksins víkja alltof oft frá þeim grundvallarhugmyndum, sem stefna flokksins er byggð á. Borgarstjómarmeirihlutinn, undir forystu Davíðs Oddssonar, hefur þó verið þeim hugmyndum trúr I meginatriðum og mættu ýmsir hagsmunapotarar í þingflokknum taka starf hans sér til fyrirmyndar. Alþýðuflokkurinn hefur tekið málefnalega afstöðu til þessa máls og fulltrúi hans sýnir hugrekki með því að fylgja sannfæringu sinni, þótt tillagan um söluna komi frá öðmm flokki. Um niðurfellingu sölu- skatts af heyrnartælgum Til Velvakanda. Nýlega hafa Velvakanda borist tvær fyrirspumir frá lesendum Morgunblaðsins til fjármálaráðu- neytinsins, vegna söluskatts á heyrnartækjum. Þessu máli hefur áður verið svarað af hálfu ráðuneyt- isins í blaði yðar, en rétt er að ítreka meginatriði málsins. Til síðustu áramóta hafði fjár- málaráðherra heimild til að fella niður tolla af ýmsum hjálpartækjum fyrir sjón- og heymarskert fólk, sem Sjónstöð Islands eða Heymar- og talmeinastöðin fluttu til lands- ins. I framkvæmd hafði heimild þessi og verið látin taka til sölu- skatts. Við breytingar á tollalögum, sem gengu í gildi 1. janúar síðastlið- inn var felldur niður tollur af flest- um þeim tækjum, sem hér um ræð- ir. Innflutningur þessi varð hins vegar söluskattsskyldur á ný, enda ekki stætt á öðm þar sem formlega lagaheimild til niðurfellingar vant- aði eftir að heimild þar að lútandi hvarf úr tollalögum. Til þess að vega upp á móti þess- um kostnaðarauka við öflun hjálp- artækja var Tryggingastofnun ríkisins, sem tekur þátt í þessum kostnaði fatlaðra, veitt 3 milljón króna aukafjárveiting í apríl sl. Jafnframt hefur Ijármálaráð- herra ákveðið að leggja fram í haust fmmvarp til breytinga á söluskatts- lögum, sem felur í sér heimild til þess að fella niður söluskatt af hjálpartækjum fyrir fatlaða með sama hætti og áður tíðkaðist. Bjarni Sigtryggsson upplýsingafulltrúi fjármálaráðu- neytisins. Afstaða Alþýðubandalagsins þarf ekki að koma neinum á óvart. Það er augljóst að þjóðnýtingar- draumar blunda enn meðal fulltrúa þess. Þeir vilja að „Stóri bróðir" hafi sem mest afskipti af atvinnu- vegunum, þótt í því felist bæði frels- isskerðing og óhagræði. Skammt er liðið síðan kommúnistamir bás- únuðu að Grandi væri á hausnum, en nú telja þeir stöðu fyrirtækisins svo sterka, að hálfur milljarður sé of lágt verð fyrir hlut borgarinnar. Það er aldeilis trúverðugur mál- flutningur. Og hafa þeir gleymt þeim hundmðum milljóna, sem Reykvíkingar urðu að dæla I rekst- ur Bæjarútgerðarinnar fyrir örfáum ámm? Og svo talar Siguijón Péturs- son um óhagkvæma sölu! í afstöðu Kvennalistans kristall- ast sú staðreynd — sem reyndar hefur verið augljós lengi — að full- trúar hans mega aldrei fá tækifæri til að stjóma fjármálum samborg- ara sinna. Ýmsar hugmyndir Kvennalistans kunna að vera ágæt- ar, en stefna þeirra í fjármálum og efnahagsmálum leiðir til allsheijar gjaldþrots. Framsóknarmenn byggja stefnu sína einkum á andúð á borgarstjór- anum. Afstaða þeirra til málsins er því jafn órökrétt og vera þeirra í borgarstjóm. Þetta mál sýnir, að hagsmunum Reykvíkinga er best borgið með áframhaldandi meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Það em að vísu ekki ný sannindi, því reynsla undanfarinna áratuga bendir til hins sama. Kjósendur í borginni hafa líka reynsluna af fjögurra ára stjóm vinstri manna og þeirri óstjórn sem henni fylgdi. Því hljóta allir þeir sem bera hagsmuni borg- arinnar fyrir bijósti að fylkja sér um borgarstjórnarflokk Sjálfstæð- isflokksins. Reykvíkingur. Víkverji skrifar Iblaðinu Dagskrá sem gefíð er út á Selfossi var í síðustu viku frétt undir fyrirsögninni „Að grípa gæsina“. Þar var sagt frá fræknum veiðimanni, sem hengt hafði þijár gæsir á snúrustaurinn við heimili sitt. í blaðinu segir: „Hann hafði lagt hart að sér, skjálfandi af kulda, úti í skurði, að bíða eftir gæsum í skot- færi. Að lokum hafði hann náð þremur myndargæsum og hugði nú gott til glóðarinnar hvað varðaði matföng næstu helgar, ekki veitir af í matarskattinum og annarri óáran. En gæsimar höfðu aðeins hangið í einn sólarhring þegar ein- hver hungraður þjófur hafði stolið þeirn." í niðurlagi frétfarinnar kemur gæsaskyttan því á framfæri við þann sem greip gæsimar að rétt hjá snúrustaurunum sé kartöflu- garður og eins nokkrir rabarbarar til sultugerðar. Hrásalati og öðru meðlæti verði maðurinn hins vegar að stela annars staðar. Að lokum er ábending frá skyttunni þess efn- is, að betra sé að láta gæsir hanga í nokkra daga fyrir neyslu! xxx Auppfyllingunni í Elliðavogi þrífst ýmiss konar tómstunda- starf. Áhugamenn um flug „módel- véla“ eiga sér athvarf þar og em iðnir við að fljúga vélum sínum yfir nesið og voginn. Hundaeigendur í borginni nota svæði þetta sömuleið- is til að viðra dýrin og er oft ljöldi manha og hunda þarna saman kom- in. Ekki veit Víkveiji hvort svæði þetta var upphaflega hugsað sem útivistarsvæði fyrir borgarbúa, en víst er, að það kemur mörgum að gagni, sem áður höfðu ekki í ákveð- in hús að venda. Tvenns konar tóm- stundaiðja hefur verið nefnd hér, en með litlum tilkostnaði mætti enn auka möguleika til útivistar þarna. Má í því sambandi nefna skokk- brautir út með tanganum. Ennfremur sér Víkveiji fyrir sér, að þarna mætti koma upp húsnæði fyrir hundaeiegendur og flugáhuga- menn og því ekki veitingaaðstöðu þar sem menn gætu rætt áhugamál sín fyrir kaffibolla? Ekki skemmdi ef þarna yrði snyrtiaðstaða og gufu- bað fyrir trimmarana. Tanginn gæti orðið miðstöð fyrir fleiri hópa. Nefna má að örstutt er yfir í smá- bátahöfn Snarfara og Elliðaárnar eru fyrir augunum ef veiðiáhuga- menn fengju þarna samastað. XXX Ríkissjónvarpið ræddi síðastlið- inn miðvikudag við nokkra ein- staklinga um geðræn vandamál. Skrifari dagsins dáist að því fólki sem þarna kom fram fyrir alþjóð og ræddi sín mál opinskátt. Þáttur sem þessi hlýtur að vekja til um- hugsunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.