Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 20
20 1!MOftGlÍííBLAÐÍÐ, FÖST0DÁ!GUÍR 2. áEPlí?StBlEé *Í£Í88 EB-markaðurinn: Ótti við viðskipta- hömlur ástæðulaus - segir Willy De Clercq í fram- kvæmdanefnd Evrópubandalagsins Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaösins. BROTLENDING FLUGS DELTA u. 1141 WILLY De Clercq, sem fer með utanríkisverslun innan fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins, EB, vísaði í vikunni á Grænland: Fyrirtækja- samsteypa í erfiðleikum Nuuk. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Fyrirtækjasamsteypa, sem rek- in er af grænlensku heima- stjórninni og á togara, frystihús og fisksölufyrirtækið Royal Greenland, gerir ráð fyrir rekstrarhalla sem nemur 380 milljónum danskra króna (um 2,500 milljónum ísl. kr.) á þessu ári. Heimastjórnin hefur ákveð- ið að spara í rekstri samsteyp- unnar, sem er arftaki Konung- legu Grænlandsverslunarinnar, og fresta ýmsum framkvæmd- um hennar á Grænlandi. Fyrir aðeins tveim mánuðum taldi stjóm samsteypunnar að hall- inn yrði 255 milijónir d.kr. Framleiðslufyrirtæki samsteyp- unnar hafa um 3000 manns í vinnu og ársveltan er um 1,2 milljarðar ■d.kr. (tæpir 13 milljarðar ísl. kr.). í fjárlögum þeim, sem lögð verða fyrir grænlenska þingið í haust, er gert ráð fyrir halla hjá samsteypunni sem nemur 189 milljónum d.kr. (1300 milljónum ísl kr.). Hallann verður landssjóð- urinn að fjármagna. Heimastjóm- in reynir nú að afla fjár ^ alþjóð- legum lánamörkuðum til rekstrar- ins. Lánsfjárþörfin er um 100 milljónir Bandaríkjadala (4,6 millj- arðar ísl.kr.) og sendinefnd heima- stjómarinnar er nú í Japan til að semja um lán hjá þarlendum banka. í sendinefndinni eru einnig fulltrúar sem eiga að reyna að vekja áhuga Japana á námu- vinnslu á Grænlandi,- bug gagnrýni sem komið hefur fram innan bandalagsins og ut- an á hugsanleg áhrif fyrir- hugaðs innri mprkaðar EB árið 1992 á heimsverslun. Embættis- og stjórnmálamenn I Banda- rikjunum og innan Fríverslun- arbandalags Evrópu (EFTA) hafa lýst áhyggjum sínum vegna hugsanlegra viðskipta- hafta EB til að vernda viðkvæ- man atvinnurekstur innan bandalagsins eftir árið 1992. De Clercq sagði að ótti við að EB-markaðnum væri ætlað að mynda eins konar víggirðingar um iðnað og verslun í aðildarlöndun- um væri ástæðulaus. Sömuleiðis sagði hann fullyrðingar innan EB um að markaðurinn kæmi fyrst og fremst ríkjum og fyrirtækjum utan bandalagsins til góða úr lausu lofti gripnar. Efling atvinnulífs innán EB mundi skila sér í þrótt- meiri útflutningsverslun á sama hátt- og aukið viðskiptafrelsi innan Evrópu leiddi til fijálsari heims- verslunar. Velgengi fyrirtækja á sameinuðum markaði Evrópu- bandalagsríkjanna kæmi til með að byggjast á einhveiju öðru en þjóðemi eigendanna, allir kæmu til með að hafa jafna möguleika. ,Þeir sem efast um þetta eru að Íýsa vantrú á eigin getu og ég er ekki einn af þeim,“ sagði De Clercq. Hann sagði jafnframt að breyt- ingar á samskiptum við ríki EB væru að vísu óumflýjanlegar en afstaða bandalagsins yrði óbreytt. Bandalagið yrði reiðubúið að opna landamæri sín í samræmi við GATT-samkomulagið og á grund- velli gagnkvæmra aðgerða. Ljóst væri að nokkrar atvinnugreinar innan EB væru mjög viðkvæmar og ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að vemdaraðgerðir ein- stakra aðildarríkja eða hliðstæður þeirra yrðu látnar gilda fyrir allt bandalagið eftir 1992. Slíkt yrði að sjálfsögðu gert í nánu samráði við helstu viðskiptaaðila banda- lagsins. KRGN/Morgunblaftið/AM SIÐUSTU MINUTURNAR _ 98 farþegar koma um borð í flug 1141 D eftir að vélin kom frá Jackson í Missis- sippi. Frá Dallas átti að fara til Salt Lake City en sjö manna áhöfit var um borð. BVélinni er ekið frá Delta-flugstöðinni, 4E. Þaðan er henni ekið norður mcð flugstöðvunum og að flugbraut 18L. Bllla gengur aö ná stélinu upp í flugtaki og ncfið lyftist aldrei meira en 25 m frá jörðu. QBoeing 727-200- vélin hrapar niður og plægir grasflöt um 100 m suður af flugbrautinni. BVélin brotnar í tvennt— rétt aftan við framdymar og við stélið, en þar er einn þriggja hreyfla vélarinnar. Eldur brýst út I vélinni, cn flcstir far- þeganna og áhöfnin slcppa út áður cn cldurinn læsist f eldsneytisgcymana. Afturhluti vélarinnar gcreyðileggist. Flugvallarvegur gjSvona var Boeing 727-vélin útjeikis HwWr; FtSsagm génarvolu simkvMtil Dnlts Ucmnq Hmt Reuter Flak þotu Delta-flugfélagsins á flugvellinum í Dallas-Fort Worth. Bolur hennar brotnaði í þrennt og er það talið hafa orðið mörgum farþeganna til lífs. Flugslysið í Dallas Fort Worth: „Flugvélina skorti afl til að komast á loft“ Kraftaverk þykir að fleiri skyldu ekki láta lífið Dallas. Reuter. RANNSÓKNIN á flugsiysinu á flugvellinum í Dallas-Fort Worth I fyrradag beinist einkum að því að kanna hvað varð til þess að ekki fórust nema 13 af 107, sem um borð voru. Um 30 slösuðust en rúmlega 60 manns gengu ómeiddir út úr flaki þotunnar, Aukin umsvif Sovétmanna á Miðjarðarhafi: Unnið að gerð nýrrar flotahafnar í Sýrlandi SOVÉTMENN vinna að því að breyta herstöð, sem þéir ráða yfir í hafnarbænum Tartus í Sýrlandi, í flotahöfn fyrir stærri her- skip, að sögn bandarískra embættismanna. Sérfræðingar telja að með þessu muni umsvif flota Sovétríkjanna aukast til muna en hingað til hafa herskip Sovétmanna á Miðjarðarhafi tilheyrt Svartahafsflotanum. Fram til þessa hafa smærri herskip og kafbátar getað leitað hafnar í Tartus en stærri herskip Sovétmanna hafa siglt inn á á Miðjarðarhaf frá Svartahafi. Kaf- bátamir hafa hins vegar flestir tilheyrt Norðurflotanum. Norman Polmar, sem er sérfróður um flota Sovétmanna, segir að með stækk- un flotahafnarinnar verði auð- veldara en áður að tryggja við- búnað sovéskra herskipa á Mið- jarðarhafi á spennutímum. Kaf- bátar og stærri herskip muni eftir- leiðis geta nýtt sér hafnir þar í stað hafna á Kóla-skaga auk þess sem úthaldstími bryndrekanna muni óhjákvæmilega lengjast. Polmar hvetur til þess að Banda- ríkjastjóm mótmæli stækkun flotastöðvarinnar með formlegum hætti og auki viðbúnað Miðjarðar- hafsflotans. Bandarískir embættismenn kveðast hafa áhyggjur af þessari þróun og segja hana í samræmi við aukin flotaumsvif Sovétmanna á þessum slóðum að undanfömu. Sérfræðingar benda á að ferðir sovéskra skipa á Miðjarðarhafi hafi aukist til muna á sama tíma og dregið hafi verið úr flotavið- búnaði Sovétmanna víða um heim. í nýlegri skýrslu Williams 0. Studemans, flotaforingja og for- stöðumanns Öryggismálastofnun- ar Bandaríkjanna, segir að unnt verði að annast viðhald og við- gerðir á sovéskum herskipum í flotahöfninni í Tartus. „Þetta mun gera það að verkum að óþarft verður að beina skipunum heim til hafna við Svartahaf," segir Studemans og bætir við að með þessu muni umsvif sovéskra her- skipa fara vaxandi á hemaðarlega mikilvægu hafsvæði. Sýrlendingar kaupa flest sín vopn frá Sovétríkjunum. Á síðustu fimm áram hafa Sovétmenn selt stjómvöldum þar vopn að andvirði um 460 milljarða ísl. kr. Banda- rískir sérfræðingar telja að Sýr- landsstjóm skuldi Sovétmönnum rúma 600 milljarða króna vegna kaupa á vígtólum. Nýverið var gengið frá sölu á þremur sovésk- um kafbátum af „Kilo“-gerð tii Sýrlands auk þess sem bæði bandarískir og ísraelskir embætt- ismenn fullyrða að Sovétmenn og Sýrlendingar hafi rætt um að standa saman að þróun og smíði nýrra eftiavopna. Heimild: The International Herald Tribune sem var af gerðinni Boeing 727-200 og í eigu Delta-flugfé- lagsins. Þykir það kraftaverk að ekki fór verr og þakkaði tals- maður flugvallarins það guðlegri forsjón. Menn, sem vinna að rannsókn flugslyssins, telja að mannljón hefði orðið miklu meira ef bolur þotunnar hefði ekki brotnað í þrennt er hún brotlenti. Bill Berry, talsmaður Delta-flug- félagsins, sagðist ekki geta staðfest orðróm um að einn þriggja hreyfla þotunnar hefði bilað í flugtaks- bruninu. Farþegar hafa skýrt frá miklum hávaða og hvelli úr aftur- hluta flugvélarinnar, en hreyflarnir þrír era utan á og innan í stélinu. Að sögn sjónvarvotta komst flug- vélin í um 20 metra hæð áður en hún skall aftur niður á flugbraut- ina. Eldur kviknaði samstundis aft- ast í henni og breiddist ört út. í gær fundust flugriti þotunnar og segulband með upptökum af samtölum í stjómklefa hennar. Eft- ir rannsókn á þeim á að vera hægt að slá föstu hvað fór úrskeiðis. Einnig era flugmenn þotunnar til frásagnar. „Það var eins og flugvélina skorti afl til þess að komast í loftið,“ sagði Jeff Parks, einn farþega þotunnar. „Ég heyrði mikinn hávaða aftan úr henni, eins og þar væri einhver bilun. Þetta stóð yfir í drykklanga stund. Skyndilega rak hún niður hægri vænginn. Hluti vængsins brotnaði strax af og eldur kvikn- aði. Síðan féll þotan til jarðar og við hentumst til og frá uns hún nam staðar. Fyrsta hugsunin var að komast út,“ sagði Parks. Færeyjar: Ætla að synda yfir þveran Nólseyjarfjörð Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Fœreyjum. NÚ UM helgina ætla þrír færey- fólki til boða að heita ákveðinni upp- skir heimsmeistarar f sundi fatl- aðra að synda 5,4 kílómetra leið yfir þveran Nólseyjarfjörð, frá Þórshöfn til byggðarinnar á Nóis- ey. Markmiðið er að safna pening- um til sundlaugarbyggingar t Nólsey. Sundmennimir era Christina Næss, sem er 21 árs, Katrín Johans- en, 19 ára, og Tóra við Keldu, en hún er aðeins 14. ára gömul. Þær fengu hugmyndina að fjáröflunar- sundinu fyrir hkömmu og ákváðu að hrinda henni í framkvæmd. Stendur hæð á hvem kílómetra, sem stúlk- umar synda. Sögur fara af konu, sem synti yfir Nólseyjarfjörð fyrir hálfri öld og mun hún hafa verið 3 klukku- stundir og stundarfjórðung á leiðinni. Fötluðu sundkonumar þijár hafa hafa unnið til fjölda verðlauna, m.a. gullverðlauna á alþjóðlegum sund- mótum fatlaðra og þannig borið hróður Færeyja víða. Næsta mót, sem þær taka þátt í, er Ólympíuleik- ar fatlaðra íþróttamanna, sem fram fara í Seoul í Suður-Kóreu í október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.