Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988
43
Viturlegar tillögur um af-
nám lánskjaravísitölunnar
Ágæti Velvakandi! hagsmál. Sérstaka athygli vakti
Að undanfömu hafa farið fram umræðuþáttur, sem nýlega fór fram
gagnmerkar umræður um efna- í sjónvarpinu á stöð 1. í fyrsta
Munið!
Börnin í umferðinni
eru börnin okkar.
skipti í manna minnum töluðu allir
af viti og Víglundur sagði þjóðinn
í fyrsta skipti frá því, sem bjó að
baki skilningsbrosinu, sem menn
hafa lengi undrast og ekki getað
ráðið í.
Samt vantaði Steingrím. Hann
er djúpvitrastur. Sérstakiega líst
mér vel á tillögur hans um afnám
lánskjaravísitölunnar. í því felst
lausn á vanda mínum og margra
annarra.
Ég er hrossakjötsæta. En sá er
gallinn á gjöf Njarðar, að gott
hrossakjöt er svo rándýrt, að það
er ekki kaupandi. En ef menn
fylgdu ráðum Steingríms, gæti ég
fengið hross lánað norðan úr
Strandasýslu, étið skrokkinn og
sent eigandanum hrosshausinn að
fimm árum liðnum. Þetta var hægt
fyrir 1983 að sögn Víglundar, það
er að segja; af milljón á neikvæðum
vöxtum í fimm ár þurfti litlu að
skila. Hvers vegna í ósköpunum sér
enginn nema Steingrímur hina aug-
ljósu kosti þessara ánægjulegu við-
skipta?
Það veitti heldur ekkert af því,
að skilningsbros Víglundar næði til
bankastjóra Seðlabankans og dr.
Benjamíns.
FViður sé með ykkur öllum og
lifíð í eilífri náðinni.
Kristinn Gíslason.
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspumir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina
Þesslr hringdu ..
Ljósblátt hjól hvarf í
Seljahverfi
Lítið ljósblátt hjól með hjálpar-
dekkjum hvarf frá Hálsaseli 40
fyrir rúmlega hálfum mánuði.
Finnandi vinsamlegast hringi f
síma 74663 eða 699500 (vinnus.).
Beijatínsla dýr í Grafningi
Kona hringdi:
„Ég fór nýlega austur í Grafn-
ing með fjölskyldunni til að tína
ber, eins og ég geri á hveiju ári.
Þar sem við vorum að tína kom
að okkur maður og krafðist 300
króna á mann fyrir tínsluna. Við
borguðum en hefðum sennilega
fengið meira magn af beijum í
Hagkaupi fyrir sama verð. Ég vil
benda fólki á að taka með sér
peninga þegar það fer þangað í
beijatínslu."
Sokkaviðgerðir á Aragötu
Vegna fyrirspumar í Velvak-
anda á dögunum er rétt að fram
komi, að gert er við sokka að
Aragötu 3 í Reykjavík og er
síminn þar 17597.
Gleraugu týndust við
Hótel Sögu
Gleraugu í hvítri umgjörð týnd-
ust í eða við Hótel Sögu þann 11.
júlí. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 666114.
Silfurarmband týndist i
Reykjavík
Breitt víravirkisarmband úr
silfri týndist í Reykjavík um mán-
aðamótin júlí/ágúst. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma 611502.
í boði eru fundarlaun.
Sölumennska í
sumarbústaðalandi
Sumarbústaðareigandi
hringdi:
„Eg var stödd í sumarhúsi mínu
fyrir tveimur vikum. Þangað kom
kona og reyndi að selja ýmsar
vörur. Mér finnst afar ósmekklegt
og óæskilegt að svona starfsemi
sé stunduð í sumarbústaðalönd-
um, því þangað leitar fólk, til
þess að vera í friði. Er ekki svona
farandsala líka bönnuð á ákveðn-
um tímum, til dæmis á kvöldin
og um helgar?"
Ný rauðspretta fæst ekki
í Vesturbænum
Gamall Vesturbæingur
hringdi:
„Mér fínnst afar slæmt, að það
hefur ekki verið hægt að kaupa
nýja rauðsprettu eða smálúðu í
Vesturbænum í sumar. Það finnst
mér skrítið því besti rauðsprettu-
tíminn er í júlí og ágústog fískur-
inn er bara nokkur hundruð metra
frá ströndinni hér. Það vantar
alveg þessa góðu lykt af nýjum
fiski í fiskbúðimar, sem maður
fann hér áður fyrr.“
Áttaviti fannst á Ásfjalli
Ferðaáttaviti fannst á Ásfjalli
síðastliðinn mánudag. Upplýsing-
ar í síma 51795.
Dýr framköllunarþjónusta
á íslandi
Magnús hringdi:
„Framköllunarþjónusta er allt-
of dýr hér heima á íslandi. Fram-
kölluð filma kostar alls 1.500
krónur. Ég hef hins vegar heyrt
að ýmsir hafí látið frámkalla fyrir
sig í Englandi og þætti mér vænt
um ef einhver gæti gefíð upplýs-
ingar um þá þjónustu."
Úr og tveir kettir týndust
Gyllt úr með svartri skífu og
svartri ól týndist á tónleikum
„Kiss“ í Reiðhöllinni. Einnig hafa
tveir kettir horfíð frá sama heim-
ili í Hlíðunum. Annars vegar
svarta Iæðan Skotta, en hins veg-
ar Sambó, feitur svartur högni.
Þeir sem kunna að hafa fundið
úrið eða kettina eru beðnir að
hringja í síma 686094 eða 33888.
Top Class
Laugavegi 51
50% afsláttur
aföllu skarti.
Stórkostlegt úrval. Opið laugardag frú kl. 10-16.
Top Class,
Laugavegi 51.
Nýr opnunartími
Eftir 1. sept. veröa verslanir
HAGKAUPS opnar sem hér segir:
Skeifan
Mánud. -fimmtud. 900-1830
Föstud. 9°°-2030
Laugard. 1000-1630
Knnglan sérvörudeild
Mánud. -fimmtud. 1000-1900
Föstud. 1000-1900
Laugard. 10°°-1600
Knnglan matvörudeild
Mánud.-fimmtud. ÍO00—19°°
Föstud. 10°°-1930
Laugard. 1000-1600
Kjörgarður
Mánud. -fimmtud. 900-1800
Föstud. 900-1900
Laugard. 1000-1300
Seltj arnarnes
Mánud. -fimmtud. 900-1830
Föstud. 900-2000
Laugard. 1000-1600
Njarðvík
Mánud. -fimmtud. 1000-1830
Föstud. 10°°-2000
Laugard. 1000-1400
Aknreyri
Mánud. -miðvikud. 900-1800
Fimmtud. -föstud. 900-1900
Laugard. 1000-1600
HAGKAUP
Reykjavík Akureyri Njarðvík