Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 3. SEPTEMBER 1988 Drög að nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla: Skólunum veitt aukið frjálsræði um innra starf og skipulag Rætt viö Hrólf Kjartansson deildarstjóra skóla þróunardeild- ar menntamálaráðuneytisins DROG að nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla eru þessa dag- ana til umsagnar hjá mörgum aðilum, sem málinu tengjast. Kennarasamtökum, Kennaraháskólanum og fleirum. Það er skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins, sem séð hefur um gerð námskrárinnar. Námsstjórar hafa borið hitann og þung- ann við þessa vinnu, en fjölmargir aðrir koma þar við sögu. Þessi námskrá leysir aðra af hólmi, frá árinu 1976. Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri skólaþróunardeildar menntamála- ráðuneytisins, segist eiga von á því að ráðherra muni staðfesta námskrána á miðju hausti, eftir að farið hefur verið yfir ábend- ingar og tillögur umsagnaraðila. Hann segir nýju námskrána ólíka þeim fyrri í veigamiklum atriðum, ekki síst þar sem nú sé sú stefna lögð til grundvalllar, að skólum er veitt meira fijálsræði en áður um innra starf sitt og skipulag. Hrólfur var tekinn tali í tilefni nýju námskrárinnar. „Námskráin er sett sam- kvæmt ákvæði í grunnskólalög- unum. Samkvæmt þeim á menntamálaráðuneytið að gefa út aðalnámskrá fyrir grunnskóla og taka þar nánar af skarið um innihald skólastarfsins. Hvað á að kenna og læra í skólunum. 1976-7 kemur út aðalnámskrá grunnskóla, sem byggð er á'þeim lögum. Hún var gefín út í litlum heftum, eitt fyrir hvetja náms- grein, en jafnframt safnað sam- an í eitt hefti öllum almennum atriðum, sem eiga ekki við ein- stakar greinar, heldur almennt um skólastarf. í lögunum er ákvæði um að það eigi að endurskoða nám- skrána á fimm ára fresti. Það átti því að endurskoða nám- skrána 1981-2. Það var ekki gert, en ákveðið að láta hana gilda óbreytta áfram um óákveð- inn tíma, en haldið áfram að safna upplýsingum. Loks var gengið frá námskrárdrögum árið 1983. Þau drög, sem voru af- skaplega viðamikil, tóku aðeins á almenna hlutanum og fengu ekki samþykki ráðherra. Hann hafði ýmislegt við þessi drög að athuga og vildi hafa aðrar áherslur. Það var því hætt við að gefa þau út og í rauninni var bytjað upp á nýtt á endurskoðun- inni. Sú vinna er að skila sér núna með þessari aðalnámskrá 1988.“ Skólarnir fá aukið ákvörðunarvald í hveiju felast helstu breyting- ar með þessari nýju aðalnám- skrá? „Sjáanlegar breytingar eru fólgnar í því að nú erum við með allt í einni bók en ekki heftum. Við það hefur námskráin styst, ekki síst vegna þess að hægt er að komast hjá endurtekningum. Hún styttist einnig vegna þess að í henni eru ekki ítarlegar leið- beiningar eða fyrirmæli um kennsluhætti. Megináhersla er lögð á mark- mið og inntak. Markmið með skólastarfínu eru skilgreind og skýrð og sömuleiðis tekið af ska- rið um það hvað skuli kennt og .lært í grunnskólum. Hins vegar er mótuð sú stefna, að kennslu- hættir, kennsluaðferðir og skipu- lag í skólum, til dæmis hvemig nemendum er raðað í bekki, sé fengið skólunum til ákvörðunar. í gömlu námskránum gaf ráðu- neytið út alveg ákveðnar línur um það hvemig skyldi kenna og setja saman nemendahópa. Nú er horfíð frá því og tekin alveg skýr stefna um að þessi atriði séu mál skólanna. Þar er fagfólk- ið, sem mest hefur vit á þessu." Hefur þróun í þessa átt, að skólamir fái aukið sjálfstæði, átt sér stað síðustu árin? „Það má segja að eðli nám- skrár eins og þessarar sé tvenns konar. Annars vegar lýsa slík plögg ákveðinni skólastefnu í megin dráttum. Þannig getur námskrá verið upphaf að ein- hveiju nýju. Á hinn bóginn er oft í reglugerðum og námskrám í raun og vem vcrið að staðfesta þróun sem átt hefur sér stað. Nú er tekið af skarið með ákveðna hluti, sérstaklega um markmið og inntak, en annað er látið eftir þeim, sem starfa á vettvangi. Þróunin hefur verið í þá átt á síðustu árum.“ Munu skólamir í framhaldi af þessu fá aukið ftjálsræði með að ráðstafa þeim fjármunum, sem þeir hafa yfír að ráða? „Aðalnámskráin tekur ekki á þessu. Skólar fá úthlutað ákveðnum kennslukvóta, sem miðaður er við nemendafjölda, og þeir þurfa að fara eftir reglum um hvemig á að nota þennan kvóta. Þannig að frelsi skólanna að þessu leyrti er miklu rninna." En liggur ekki ljóst fyrir að í kjölfar aukins fijálsræðis hvað varðar kennsluhætti og skipulag, þá fylgi að sama skapi aukið fijálsræði í þessum efnum? „Jú, það held ég að hljóti að liggja í loftinu. Það á að vísu eftir að taka af skarið um það. Við emm í rauninni að tala um tvenns konar ákvarðanir. Annars vegar aðalnámskrá gmnnskóla, sem fjallar um innihald skóla- starfs, nám og kennslu. Hins vegar auglýsingu um skiptingu kennslustunda milli námsgreina. DRÖG að nýrrí aðalnámskrá fyrir grunnskóla liggja nú fyr- ir. Að sögn Hrólfs Kjartans- sonar, deildarstjóra skólaþró- unardeildar menntamálaráðu- neytisins, er þessi námskrá ólík þeim fyrri í veigamildum atríðum. Sú stefna sé nú lögð til grundvallar, að skólum er veitt meira fijálsræði en áður um innra starf sitt og skipu- Þær reglur em miklu meira stýr- andi um fjármuni. Þessi auglýs- ing, sem í daglegu tali er kölluð viðmiðunarstundaskrá, er í end- urskoðun í kjölfar námskrárinn- ar. Það á að reyna við þessa endurskoðun að fylgja eftir þeirri sjálfræðisstefnu, sem birtist í aðalnámskránni, þannig að skól- ar hafí meiri völd yfir því hvern- ig tímanum er varið við kennsl- una.“ En gætu ekki orðið árekstrar á milli þess, að þeir hafa aukið fijálsræði með kennsluhætti og skipulag en ekki með ráðstöfun þeirra íjármuna sem þeir hafa yfir að ráða? „Það er hárrétt. Nú á eftir að sjá hvemig þessi viðmiðunar- stundaskrá kemur til með að breytast og hversu langt í áttina að þessari stefnu er hægt að ganga á því sviði. En það er al- veg rétt að skipulag og kennslu- hættir geta vissulega ráðist af því hvaða svigrúm menn hafa. Við emm hér í ráðuneytinu að reyna að koma hlutunum þannig fyrir, að menn fái það svigrúm sem þeir þurfa til þess að þessi stefna nái fram að ganga.“ íslenskukennslu gert hátt undir höfði En hefur vægi einstakra námsgreina verið að breytast undanfarin ár? „Það hefur ekki orðið' nein kúvending að því leyti. Gmnd- völlurinn er í gmnnskólalögun- um, þar sem segir í mörgum lið- um hvaða námsgreinar skuli kenna. Þær fá svo á sig ákveðna mynd í aðalnámskránni. Þessar lögboðnu námsgreinar fá svo úthlutað ákveðnum tíma, sem er mismikill eftir námsgreinum. Ráðuneytið ákveður í grófum dráttum vægið á milli náms- greina. En það era mjög skiptar skoðanir um það hvar mörk ein- stakra námsgreina liggja. Hvar byijar og endar námsgreinin íslenska? Það er ákaflega erfítt að draga ákveðna línu þar um. En við reynum að gera það í námskránni með því að tiltaka ákveðin markmið, sem á að ná.“ Geturðu þá sagt mér nánar um markmið íslenskukennslunn- ar í ljósi þeirrar umræðu, sem lengi hefur verið, um vemdun tungunnar? „Já. Það er mikil áhersla lögð á talað mál til dæmis. Og nám- skráin tekur mjög ákveðið á því, að það skuli litið á íslensku- kennsluna sem eina heild. Til- greind em þijú megin svið, mál og mennig, mál og umhverfí og mál og einstaklingur. Þessi svið em svo greind í þætti og sérstök lag. Hann segist eiga von á því að ráðherra muni staðfesta námskrána á miðju hausti, eft- ir að farið hefur verið yfir til- lögur og ábendingar umsagna- raðila. „í nýju aðalnámskránni er megin áhersla lögð á markmið og inntak. Markmið með skóla- starfínu em skilgreind og skýrð og sömuleiðis tekið af skarið um Morgunblaðið/Bjami Hrólfur Kjartansson. áhersluatriði dregin fram. Nefna má textalestur og málnotkun sem dæmi. Þessar áherslubreytingar em auðvitað gerðar í ljósi þeirrar umræðu, sem fram hefur farið um móðurmálið. Þar fer fremst tengsl máls og menningar. Hvemig málið flytur menning- una milli kynslóða og er undir- staða þess að við getum kallast íslendingar. Það er enginn vafi á því að í hugum íslendinga er málið í vissri hættu. Erlend áhrif hafa magnast með tilkomu fleiri fjölmiðla, aukinna samgangna og svo framvegis. Þessar áherslubreytingar era því eins konar vamarviðbrögð. Það er ákveðið tekið á því, að það eigi að vemda íslenska tungu, efla hana og rækta í skólum og styrkja jákvæð viðhorf til móður- málsins. Það er litið á hana sem homstein íslenskrar menningar og þjóðfélags. Henni er því gert mjög hátt undir höfði í þessari nýju aðalnámskrá." Kallar á aukna endurmenntun Kemur menntun kennara eitt- hvað til með að breytast í kjölfar þessarar námskrár. Kallar hún ekki til dæmis á aukna endur- menntun? „Jú svo sannarlega, ef það á að fylgja námskránni eftir, þann- ig að áherslumar sem lagðar em í henni komi ömgglega fram í starfínu. Þá er vissulega þörf á bæði aukinni endurmenntun og ríkulegum tækifæmm fyrir kennara til þess að kynna sér þessi mál og fá aðstoð til þess að láta þetta ná á ieiðarenda, til nemandans. Það þyrfti svo sann- arlega að auka og útvíkka endur- menntunina.“ Hvemig líst svo þeim, sem starfa eiga eftir nýju nám- skránni, á hana? „Hún er núna til umsagnar hjá samtökum kennara og ýms- um stofnunum, félögum og sam- tökum. Það' má búast við að þesar umsagnir skili sér til okkar nú í fyrri hluta september, þann- ig að við vitum ekki ennþá hvern- ig þær em. En ég verð að segja það, að það sem ég hef heyrt það hvað skuli kennt og lært í gmnnskólum. Hins vegar er mót- uð sú stefna, að kennsluhættir, kennsluaðferðir og skipulag í skólum, til dæmis hvemig nem- endum er raðað í bekki, sé feng- ið skólunum til ákvörðunar," sagði Hrólfur í viðtali við Morg- unblaðið. AÐ sögn Hrólfs fylgir í kjölfar nýju námskrárinnar endurskoðun er mjög jákvætt. Ég get heldur ekki ímyndað mér að kennarar geti í rauninni haft nokkuð út á þá stefnu að setja, að þeir séu viðurkenndir sem fagmenn á sínu sviði. Það er það sem felst í þessari stefnu. Skólamönnum almennt er treyst og treystandi til þess að taka af skarið um kennsluhætti og skipulag skóla- starfs. Mér þætti undarlegt ef menn era ekki ánægðir með þessa breyttu stefnu." Foreldrar geta betur fylgfst með Nú er það nýmæli tekið upp, að taka upp skólanámskrár. Hvað er þar á ferðinni? „Þær era nokkuð merkilegt nýmæli. I aðalnámskránni em tilmæli til skóla um að þeir setji sína eigin skólanámskrá eða starfsáætlun. Það er ætlast til þess að hún felj í sér starfsáætl- un skólans, innan þess ramma, sem lög og aðalnámskrá setja. Með þessu fá foreldrar margfalt meiri upplýsingar en áður og gerir þeim kleift að fylgjast miklu betur með námi bama sinna en ella. Svo er líka til í dæminu, að foreldramir geti tek- ið þátt í gerð skólanámskrár." Nú fá skólamir sjálfdæmi um það hvemig þeir raða í bekki. í hveiju er breytingin nánar fólg- in? „Það em mjög ákveðin fyrir- mæli um þetta í námskránni, sem enn gildir. Þar segir, að ekki eigi að skipta nemendum í beklq- ardeildir eftir námsgetu eða námsárangri. Þetta verður fellt úr gildi með nýju námskránni og skólamir sjálfír ákveða hvem- ig heppilegast er að skipta í bekki. Þeir geta blandað í bekki, raðað eftir aldri, námsgetu eða á annan hátt sem þeir kjósa. Þeim er ætlað að meta hvað hentar best fyrir viðkomandi nemendur og skóla og taka sjálf- ir af skarið.“ Öðlast gildi á miðju hausti Að lokum. Hvenær tekur nýja námskráin gildi? „Það sem gerist næst er að við söfnum inn umsögnunum. Við fömm yfír þær og metum og lagfæmm drögin sem fyrir liggja í samræmi við það. Síðan verður hún gefín út staðfest af ráðherra, ef hann fellst á breyt- ingartillögur, sem fram koma. Við emm að vonast til að þetta geti orðið á miðju hausti. Þá tek- ur aðalnámskráin gildi strax, en í vetur einungis að því marki, sem menn treysta sér til. Haus- tið 1989 tekur hún því að fullu gildi. Það þýðir að í vor, þegar farið verður að skipuleggja skólastarfið fyrir veturinn, þá hafa menn gildandi nýja nám- skrá í höndunum. Við emm jafn- framt að gera okkur vonir um að á næsta vori verði einnig búið að endurskoða viðmiðunar- stundaskrána. Þær hugmyndir, sem uppi em núna, era á þá leiðj-að við endur- skoðun viðmiðunarstundarskrár- innar verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð er í aðalnám- skránni, það er að auka sjálf- ræði skólanna.“ á viðmiðunarstundaskrá, sem segir til um skiptingu kennslu- stunda milli námsgreina og er því meira stýrandi um það hvem- ig skólar ráðstafa þeim fjármun- um, sem þeir hafa yfír að ráða. Við þá endurskoðun eigi að reyna að fylgja eftir þeirri sjálfræðis- stefnu, sem birtist í aðalnám- skránni. Áhersla á markmið og inntak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.