Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 NORRÆNT TÆKNIÁR 1988 Umsjón: Sigurður H. Richter Rannsóknastofnun land- búnaðarins — Opið hús rannsóknir eru mikilvæg for- senda rétts mataræðis. stjórn, bókasafn, tölvuver og full- komin efnagreiningaraðstaða. Þar eru jafnframt eftirlitsdeildir stofn- unarinnar, skrifstofur flestra sér- fræðinga, tilraunaeldhús, fundar- salir og minni rannsóknastofur. Þá er verið að ljúka þar byggingu gróð- urhúss til framleiðslu á heilbrigðu kartöfluútsæði og rannsóknastofu fyrir nákvæmnisrannsóknir á búfé. í nánd við Keldnaholt er tilrauna- stöðin Korpa en þar er einkum vettvangur jarðræktartilrauna ____________________________________________________________________ (plöntukynbætur, stofnaprófanir, Aðalstöðvar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti við tilraunir með næringu plantna, Reylgavík. Tilraunastöðvar og önnur tilraunaaðstaða er víða um land. garðyrkjutilraunir o.fl.). Bútækni- í tilefni af Norrænu tækniári 1988 verður Rannsóknastofnun landbúnaðarins með Opið hús að Keldnaholti í Reykjavík, sunnu- daginn 4. september, klukkan 13—17. Öllum er boðið að koma og skoða stofnunina og þiggja veitingar. Hlutverk Hlutverk Rannsóknastofnunar landbúnaðarins er að annast eða hafa umsjón með rannsóknum og tilraunum á sviði landbúnaðar sem falla undir eftirtalin verkefni: Rannsóknir og tilraunir til öflun- ar vísindalegrar og hagnýtrar þekk- ingar og reynslu í undirstöðuatrið- um jarðræktar og búfjárræktar. Rannsóknir á orsökum þess, að landgæði spillast eða landnytjar ganga úr sér og tilraunir með vam- arráðstafanir. Rannsóknir á framleiðsluvörum landbúnaðarins, sem miða að betri og meiri nýtingu. Sauðfé með saursöfnunarpoka. Beitarrannsóknir eru grundvöllur að réttri nýtingu lands. Rannsóknamenn slóðir refa. Rannsóknir eru senda loðdýraræktar á íslandi. Þjónusta við landbúnaðinn með ef- nagreiningum og öðrum mælingum. Kynning á niðurstöðum rann- sóknanna og starfsemi stofnunar- innar í vísinda- og fræðsluritum. Meginmarkmið rannsóknastarfs- ins er að auka gæði og lækka til- kostnað við framleiðslu búvara, auka notkun innlendra aðfanga og létta störf bóndans. Forsaga Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins (RALA) rekur upphaf sitt til Húss- og bústjómarfélags Suður- amtsins eins og margar aðrar stofn- anir landbúnaðarins á íslandi. Fyr- irrennari RALA var Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, sem stofnuð var þann 18. september áirið 1937. Stofnunin hélt því upp á 50 ára starfsafmæli á síðasta ári, ásamt öðmm rannsóknarstofn- unum atvinnuveganna, sem einnig hófu starfsemi sína sem hluti af Atvinnudeild Háskóla íslands. Þess- ar stofnanir eru Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins, Iðntækni- stofnun, Hafrannsóknastofnun og einnig má hér telja Orkustofnun, Tilraunastöð Háskólans í meina- fræði á Keldum og Veiðimálastofn- un. Aðstaða Starfsvettvangur RALA er í öll- um landshiutum. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru á Keldnaholti í Reykjavík, og er þar ýmis sameig- inleg aðstaða hennar svo sem yfir- Bændur að skoða komræktartilraunir. Kynbætur á nýju korni auka öryggi ræktunar. Meltanleiki rannsakaður í rannsóknastofu. Rann- sóknir á fóðurgildi i heyi eru mikilvæg þjónusta við bændur. llffflSIII Á Keldnahoiti verður m.a. kynnt eftirfarandi: — Matvælarannsóknir. — Rannsóknir á loðdýrum. — Rannsóknir í fiskeldi. — Fóðurrannsóknir. — Beitarrannsóknir. — Rannsóknir á sauðfé og nautgripum. — Rannsóknir á jarðvegi og áburðarnotkun. — Gróðurrannsóknir. — Rannsóknir á nýtingu lands. — Bútæknirannsóknir. — Rannsóknir á plöntusjúkdómum. — Líftæknirannsóknir. — Þjónusta við bændur og aðra aðila.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.