Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SBPTEMBER 1988
21
Skákþing íslands 1988:
Margeir og Jón L. verða að
tefla einvígi um titilinn
Skák
Bragi Kristjánsson
Skákþingi íslands 1988 lauk í
Hafnarborg í Hafnarfirði sl. laug-
ardag með því að stórmeistaram-
ir Margeir Pétursson og Jón L.
Ámason deildu með sér fyrsta
sætinu, með 9'/2 vinning í ellefu
skákum. Þeir vom í sérflokki á
mótinu, þótt Hannes Hlífar veitti
þeim keppni fram yfir mitt mót.
Margeir og Jón töpuðu hvorugur
skák og þurfa nú að tefla einvígi
um íslandsmeistaratitilinn. Takist
Margeiri að hregpa titilinn í ár
verður það þriðji íslandstitill hans
í röð, en til þess þarf hann að
sigra verðugan andstæðing í ein-
vígi.
Hannes Hlffar Stefánsson varð
þriðji með 8 vinninga og tryggði
sér þar með alþjóðlegan meistara-
titil. Hannes verður yngsti maður
í heimi til að bera þann titil og
yngsti íslendingur, sem náð hefur
þessum áfanga, nýlega orðinn
sextán ára. Hannes tók forystuna
í mótinu í byrjun og lét hana ekki
af hendi fyrr en í áttundu um-
ferð, þegar hann tapaði fyrir
Margeiri. Slæmt tap fyrir Karli í
níundu umferð gerði vonir hans
um efsta sæti í mótinu að engu.
Hannes Hlífar er eitt mesta skák-
mannsefni, sem fram hefur komið
á íslandi. Hann hefur öðlast svo
góðan skilning á skák og náð
slíkri leikni, að með sama áfram-
haldi verður ekki langt að bíða
stórmeistaratitils honum til
handa.
Karl Þorsteins hafnaði í fjórða
sæti með 7*/2 vinning. Hann hélt
sig alltaf ofarlega í mótinu og
tefldi vel að vanda.
Þröstur Þórhallsson sýndi að
þessu sinni ekki handbragð meist-
arans, en hér er örugglega aðeins
um tímabundið vandamál að
ræða. Hann er eftir sem áður einn
efnilegasti ungi skákmeistarinn á
íslandi.
í 6.-7. sæti komu Ágúst Sindri
Karlsson og Róbert Harðarson
með 5V2 vinning hvor. Róbert
skilaði myndrænustu töflu, sem
lengi hefur sést. Hann vann með
hvítu og tapaði með svörtu, þang-
að til hann náði jafntefli með
svörtu í síðustu umferð.
Ágúst Sindri barðist mjög vel
og náði betri árangri en fyrirfram
hefði mátt búast við, því hann
hefur lítið teflt að undanfömu.
Aðrir keppendur eiga það sam-
eiginlegt, að hafa teflt mjög mis-
jafnlega, enda fæstir í mikilli æf-
ingu.
Mótið fór hið besta fram í Hafn-
arborg í einhverri skemmtilegustu
umgjörð um skákmót, sem undir-
ritaður hefur kynnst. Vonandi
verður framhald á skákiðkun á
þessum góða stað.
Að lokum skulum við sjá tvær
skákir frá mótinu. Fyrst sjáum
við Jón L. vinna öruggan sigur á
Karli og síðan sjáum við miklar
hrakfarir Hannesar Hlífars í skák-
inni við Karl.
6. umferð:
Hvítt: Jón L. Árnason
Svart: Karl Þorsteins
Sikileyjarvöm
1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4
— cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3
- d6, 6. g4.
Keres-árásin, sem mikið hefur
verið tefld undanfarin ár.
6. - Be7.
Önnur algeng leið fyrir svart
er hér 6. — h6 og 1. skákin í
heimsmeistaraeinvíginu Karpov —
Kasparov, 1984—5, gefur góða
hugmynd um hugsanlegt fram-
hald: 7. h4 - Rc6, 8. Hgl - h5
(8. - d5!?) 9. gxh5 - Rxh5, 10.
Bg5 - Rf6, 11. Dd2 - Db6, 12.
Rb3 - Bd7, 13. 0-0-0 - a6, 14.
Hg3 - Dc7, 15. Bg2 - Be7, 16.
f4 — 0-0-0 og skákinni lauk með
jafntefli. Svartur getur einnig
leikið 6. — a6 eða 6. — Rc6.
7. g5 - Rfd7, 8. Hgl.
Hvítur getur einnig leikið 8.
h4 með framhaldinu 8. — Rc6,
9. Be3 - 0-0, 10. Dd2 - Rxd4
(10. - Rde5!?) 11. Dxd4 - a6,
12. 0-0-0 - b5, 13. Hgl - Hb8,
14. h5 - b4, 15. Re2 - e5, 16.
Dd2 - Da5, 17. Kbl - Rc5 með
flókinni stöðu (Emst-Jansa, Gaus-
dal 1986).
8. - Rc6, 9. Be3 - 0-0?!
Karl hrókerar stutt „beint ofan
í sókn“ Jóns. Líklega hefur svart-
ur ekki áttað sig á þeim mun, sem
ér á stöðunni í skákinni og venju-
legu stöðunum, þegar hvítur leik-
ur h2 — h4. Jón L. hefur sleppt
framangreindum leik h-peðsins til
að koma hrók í sóknina með H-
g3-h3. Líklega hefði verið betra
fyrir svart að hefjast strax handa
á drottningararmi, t.d. 9. — Rb6,
10. Dh5 - g6, 11. De2 - e5, 12.
Rb3 - Be6, 13. 0-0-0 - Rc4, Í4.
Rd5 - b5, 15. f4 - Hc8, 16. Kbl
— a5 með flókinni stöðu (Kinder-
mann — Kohlweyer, 1986).
10. Hg3 - a6.
Leið sú, sem Karl velur gefur
honum verra tafl, en ekki er auð-
velt að veijast yfirvofandi sókn
hvíts. Ef til vill var best að leika
10. — He8 ásamt 11. — Rf8 og
reyna síðan að skipuleggja virkar
mótaðgerðir.
11. Dh5 - g6, 12. Dh6 - He8,
13. 0-0-0 - Bf8.
Ekki gengur 13. — Rf8, 14.
Rxc6 — bxc6, 15. e5 — d5, 16.
Re4 ásamt 17. Rf6 og hvítur vinn-
ur.
14. Dh4 - h6.
Eftir 14. — h5 kemur einfald-
lega 15. Be2 ásamt 16. Bxh5 og
hvítur nær mjög sterkri sókn.
15. Hh3 - Rxd4, 16. Bxd4 -
b5, 17. a3 - Bb7, 18. Be2 -
Hc8, 19. Bg4 - Hc4, 20. Be2 -
Hc8,21. gxh6 — Dxh4, 22. Hxh4
- Kh7, 23. Kbl - Hc7, 24.
Bg7! - Be7.
Svartur má ekki skipta á hvíta
peðinu á h6 og sínu peði á d6.
25. Hf4 - Kg8, 26. h4.
Hvítur á peði meira og ekki
verður séð að svartur geti skapað
sér mótspil til að vega liðsmuninn
upp. í skákinni nær hvcítur strax
mikilli sókn.
26. - Re5, 27. Hgl - Bd8, 28.
h5 - g5, 29. Bf6! - Kh7, 30.
Hxg5 - Kxh6,31. Hgl - Bxf6.
SKÁKÞING ISLANDS 1988
i 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ii 12 Vinn S.B. Röö
i. Jón L. Arnason 1 1/2 1/2 1/2 1 1 1 1 1 i 1 9 1/2 44,7: 2
2. Jöhannes Agústsson o IIS 1 0 0 0 1 0 0 1/2 1/2 1 4 16,7: 8
3. Þröstur Þórhallsson 1/2 0 1/2 1/2 0 1/2 1 1/2 1 1/2 1 6 5
4. Hannes H. Stefínsson 1/2 1 1/2 0 0 1 1 1 1 1 1 8 3
5. Margeir Pétursson 1/2 1 1/2 1 1/2 1 1 1 1 1 1 9 1/2 45,0 1
6. Karl Þorstelns 0 1 1 1 1/2 1 1/2 0 1 1 1/2 7 1/2 4
7. Asgelr Þ. Arnason 0 0 1/2 0 0 0 1 0 1 0 0 2 1/2 7,0 11
8. Benedlkt Jónasson 0 1 0 0 0 1/2 0 0 0 1 0 2 1/2 11,75 10
9. Agúst S. Karlsson 0 1 1/2 0 0 1 1 1 1 0 0 5 1/2 21,0 6
10. Þrðlnn Vigfússon 0 1/2 0 0 0 0 0 1 0 9 ° 0 1 1/2 12
11. Davlö Olafsson 0 1/2 1/2 0 0 0 1 0 1 i i$ii 0 4 14,50 9
12. Róbert Harðarson 0 0 0 0 0 1/2 1 1 1 i 1 i 5 1/2 19,0 7
Hvað annað?
32. Hxf6+ - Kh7, 33. f4 -
Rc6, 34. e5! - Rd4, 35. Bd3+ -
Rf5, 36. exd6 og Karl gafst upp,
því hann tapar meira liði eftir 36.
- Hd7 (36. - Hc6, 37. Hxf7+
ásamt 38. Hxb7) 37. Hxf5 —
exf5, 38. Bxf5+ ásamt 39. Bxd7.
9. umferð:
Hvítt: Karl Þorsteins _
Svart: Hannes Hlifar
Stefánsson
Owens-byrjun
I. d4 - e6, 2. c4 - b6, 3. e4 -
Bb7, 4. Bd3 - Dh4.
Önnur vafasöm leið er hér 4. —
f5!? 5. exf5 - Bxg2, 6. Dh5+ -
g6, 7. fxg6 - Bg7, 8. gxh7+ —
Kf8,9. hxg8D+ — Kxg8 með flók-
inni stöðu. Annar möguleiki fyrir
hvít í þessu afbrigði er 9. Re2!?
(í stað 9. hxg8+) Bxhl, 10. Bg5
- Rf6, 11. Dh4 - Rc6, 12. Rf4
- Kf7, 13. Bg6+ - Ke7, 14. Rh5
- Df8, 15. Rd2 - e5, 16. 0-0-0
- Rxd4, 17. Hxhl - Re6, 18.
f4! — d6, 19. Re4 — Rxg5, 20.
Dxg5 — Bh6, 21. Dh4 — Bg7,
22. fxeö - dxe5, 23. Hfl - Kd7,
24. Rxf6+ - Bxf6, 25. Rxf6+
og hvítur vann (Browne — Miles.
Tiburg 1978).
Leikur -Hannesar er talinn at-
hyglisverður í Alfræðibók um
skákbyijanir frá 1978.
5. Rd2 - f5, 6. Rgf3 - Dg4,
7. 0-0! - fxe4, 8. h3 - Df5, 9.
Rxe4 - Bxe4, 10. Rh4 - Df6,
II. Bxe4 — d5,12. cxd5 — Dxh4,
13. Hel.
Svartur á manni meira í þess-
ari stöðu, en hótanir hvíts eru
óviðráðanlegar.
13. - a5
Eftir 13. - Rf6, 14. Da4+ -
" Kd8, 15. g3 - Dxh3, 16. Bg2 -
Dg4, 17. dxe6 — c6, 18.Bf4 er
svartur vamarlaus, t.d. 18. —
Be7, 19. Bxb8 - Hxb8, 20. Dxa7
- Hc8, 21. d5 - cxd5, 22. Hacl
o.s.frv.
14. g3 - Df6.
Eða 14. - Dxh3, 15. Bg2 -
Df5, 16. He5 - Df7, (16. - Df6,
17. Hxe6+) 17. dxe6 ásamt 18.
Bxa8 o.s.frv.
15. dxe6 — Ha7, 16. Dh5+ og
svartur gafst upp, því hann er
algjörlega vamarlaus: 16. — g6 (
16. - Kd8, 17. Bg5) 17. Db5+ -
c6, 18. Bxc6+ ( eða 18. Dxb6 og
vinnur létt) 18. — Rxc6, 19:
Dxc6+ — Kd8, 20. Bf4 ásamt 21.
Hacl o.s.frv.