Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 Suður-Afríka: Sljórnin hyggst ekki láta Nelson Mandela lausan Lundúnum og Höfðaborg, Reuter. TALSMAÐUR sendiráðs Suður-Afríku í Lundúnum sagði í gær að blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela yrði ekki látinn laus úr fangelsi fyrr en hann afneitaði ofbeldi og bætti við að vanga- veltur um að hann yrði leystur úr haldi bráðlega hefðu við engin rök að styðjast. Þá hefur Suður-Afrikustjóm fallið frá áformum um efna til herferðar gegn blökkumönnum sem virða að vettugi lög um búseturétt eftir hörundslit. að kosningarnar væru ein af ástæðunum fyrir því að Mandela yrði ekki látinn laus í bráð. Suður-Afríkustjóm hefur ákveðið að draga til baka frum- varp til laga um þá sem búa í hverfum sem ætluð eru íbúum af öðrum hörundslit. Andstæðingar stjómarinnar hafa mótmælt frum- varpinu harðlega og sagt að áform stjómarinnar gætu orðið til þess að tugir þúsunda blökkumanna, sem búa í hverfum hvítra, yrðu bomir út. „Það er ekkert hæft í því að Mandela verði leystur úr haldi á næstunni,“ sagði Roger Ballard- Tremeer, talsmaður sendiráðsins. Hann sagði að slíkar vangaveltur vektu „aðeins tálvonir sem eru í engum tengslum við veruleikann." Mandela, sem er á batavegi eft- ir að hafa fengið berkla, fór frá sjúkrahúsi sínu í fangelsisklefa sinn til að ná í eigur sínar fyrr í þessari viku, en það varð til þess að stuðningsmenn gerðust von- góðir um að hann yrði leystur úr haldi. Rithöfundurinn Isabel Allende, dóttir Salvadors Allende ChOeforseta sneri heim úr útlegð i fyrra- dag, en þá tilkynnti Augosto Pinochet, hershöfðingi og núverandi Chileforseti, að öllum útlögum væri fijálst að snúa heim. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Chile hinn 5. október um það hvort Pinochet skuli áfram sitja á valdastóli eða ei. Isabel Allende og aðrir vandamenn Salvadors Al- lende voru gerð útlæg frá Chile árið 1973 þegar herinn steypti kommúnistastjórn Allendes. Al- lende sjálfur lést í byltingunni. Isabel dóttir hans er þekktur rithöfundur og kom m.a. hingað til lands á rithöfundaþing á síðasta ári. Eftir hana hefur á íslensku komið út bókin Hús andanna, en unnið er að útgáfu annarar. Reuter Isabel Allende komin heim Helen Suzman, sem barist hefur gegn aðskilnaðarstefnu suður- afrískra stjómvalda síðan hún komst á þing árið 1953, heimsótti Mandela á sjúkrahúsinu í gær. Hún sagði að hann liti vel út og sagðist sannfærð um að hann myndi gegna veigamiklu hlutverki í samningaviðræðum um lausn kynþáttadeilunnar í Suður-Afríku. Suzman hefur heimsótt Mandela nokkrum sinnum í fangelsið síðan 1967, síðast í maí 1986. Sovétríkin: Ritverk Leons Trotskíjs tek- in af bannlista stjómvalda Moskvu. Reuter. Fréttaskýrendur segja að Suð- ur-Afríkustjóm sé treg til að leysa Mandela úr haldi fyrir kosningam- ar 26. október þar sem hún vilji ekki stugga við hægrisinnuðum kjósendum. Ballard-Tremeer sagði ALMENNINGURI Sovétrílqunum mun brátt geta lesið ritverk komm- únistaleiðtogans Leons Trotskíj, sem beið lægri hlut í valdabaráttu við Jósef Stalín á þriðja áratugi aldarinnar. TASS, hin opinbera fréttastofa Sovétríkjanna, skýrði frá því í gær að ritverk Trotskíjs væri að finna á meðal tæplega 10.000 ritverka sem verið hafa á bannlista stjómvalda en nú hefur verið ákveðið að komið verði fyrir í sovéskum bókasöfnum. Talsmaður ritskoðunamefndar sovéska ríkissins sagði í samtali við 7!ASS-fréttastofuna að 500 bækur jrrðu áfram á bannlista stjómvalda þar sem innihald þeirra væri talið skaðlegt. Þetta væra bæði klámrit og ritverk sem væra til þess fallin að ýta undir kjmþáttafordóma. I fréttinni sagði að ritverk Trotskíjs yrðu nú fáanleg í sovésk- um bókasöfnum en ólíkt mörgum öðram fyrram leiðtogum kommúni- staflokksins, sem sættu ofsóknum í valdatíð Jósefs Stalíns, hafa stjómvöld enn ekki séð ástæðu til að „endurreisa" Trotskíj. Stalín rak Trotskíj úr landi árið 1929 eftir að hafa háð við hann grimmilega valdabaráttu, sem hófst er Vladimír Lenín safnaðist til feðra sinna. Árið 1940 myrti Spánveiji einn, Ramón Mercader, Trotskíj er hann dvaldist Páfi í Tórínó: Heimsækir m.a. sjö ára gamalt fórnarlamb mannræningja Tórínó, fró Brynju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins. Jóhannes Páll páfi II., sem oft hefur verið nefndur virkasti boðberi kristinnar trúar, er nú i heimsókn í Tórínó. Páfi kom til borgarinnar í gær og dvelur i Tórínó i þijá daga. Hann mun meðal annars heimsækja hinn sjö ára gamla Marco Fiora, sem var 17 mánuði í höndum mannræningja, en var látinn laus fyrir einum mánuði. Mikil leynd hvilir yfir fundi páfa og drengsins, þvi páfi hefur sjálfur óskað þess að hitta drenginn i einrúmi. Enginn nema páfi, fjölskylda drengsins og allra nánustu sam- starfsmenn páfa vita hvar og hvenær fundurinn mun fara fram. Þetta er í annað sinn sem Jó- hannes Páll páfi II. heimsækir Tórínó, borgina sem gejrmir hin umdeildu „líkklæði Krists". Páfí kom síðast til Tóríno fyrir átta áram, en hann heimsækir borgina nú í annað sinn til að minnast 100 ára dánarafmælis heilags Boscos, sem var prestur í Tórínó og er kallaður vemdari hinna ungu. Giovanni Bosco fæddist skammt frá Tórínó 1815 og sem ungur prestur tók hann að sér unga heimilislausa drengi. Starf- semi Boscos varð viðameiri með hveiju árinu, og þegar hann lést 1888, hafði hann stofnað mörg heimili fyrir munaðarlausa, prestaskóla og sumarbúðir bæði fyrir stúlkur og drengi. Ýmiskon- ar æskulýðsstarfsemi er nú haldið uppi um allan heim í nafni Bos- cos, sem gerður var að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar árið 1934. Meðan Bosco var og hét voru störf hans gagnrýnd af mörgum, en hann naut stuðnings og velvildar Píusar páfa IX. og síðar Leós páfa XIII. Jóhannes Páll páfi II. ftytur ávörp til borgarbúa á nokkram stöðum í Tóríno, meðal annars við minnisvarða Boscos. Afar mikil löggæsla er við þá staði sem páfi heimsækir og eru um fimm þús- und lögregluþjónar í fullu starfí við löggæslu vegna heimsóknar- innar. Páfí mun einnig heimsækja presta sem starfa í Tórínó, fátæíca og sjúka. Mikill fjöldi manns hefur í hyggju að hlusta á ræður páfa og má reikna með að alls muni um 300 þúsund manns gera það. Jóhannes Páll páfí II. er senni- lega sá páfí sem hvað mest hefur ferðast um heiminn til að boða frið og kristna trú. Hann dvelur um 150 daga á ári utan Vatikans- ins og er meðal annars væntanleg- ur til íslands í júní á næsta ári, en þá mun hann heimsækja öll Norðurlöndin. í útlegð í Nýju-Mexíkó og er talið að hann hadfi verið flugumaður Stalíns. Sovétsérfræðingar sögðu í gær að svo virtist sem afstaða stjómvalda í Kreml til Trotskíjs hefði breyst og hugsanlegt væri að hann jrði „endurreistur" á næstu mánuðum. í máli talsmanns ritskoðunar- nefndarinnar kom fram að ritverk eftir nokkra aðra þekkta byltingar- leiðtoga jrrðu nú fáanleg í sovéskum bókasöfnum. Nefndi hann einkum bækur eftir Níkolaj Búkharín, Lev Kamenev og Alexei Rýkov en þessa menn lét Stalín taka af lífi. ísrael: Shamir vill láta reka embættismann vegna yfirlýsingar um PLO Jerúsalem, Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráðherra ísraels, gekk í gær til liðs við hægrimenn, sem vilja láta reka ísraelskan stjórnarer- indreka fyrir að hafa sagt Frelsissamtök Palestínu (PLO) vera þau samtök, sem helst gætu komið fram sem fulltrúi Palestínuaraba. Að sögn ríkisútvarps fsraels sagði Avraham Tamir, fram- kvæmdastjóri í utanríkisráðuneyt- inu, eftirfarandi á fundi með fræðimönnum og leiðtogum bandarískra gyðinga í Washing- ton á miðvikudaginn: „ísrael verð- ur að venjast þeirri hugmynd að Palestínumenn hafo gefíð PLO umboð sitt og að engin önnur samtök geti komið í þeirra stað.“ Shamir sagði í útvarpsviðtali að hann teldi þessi orð Tamirs gersamlega út í hött, ekki síst þegar litið væri til þess að hann væri opinber fulltrúi stjórnarinn- ar, en með þessum orðum sagði Shamir að Tamir hefði algerlega gengið gegn stefnu stjómarinnar. Tamir, sem reynt hefur að leið- rétta orð sín segist ekki hafa mælt með viðræðum við PLO, heldur hafi hann einungis látið í ljós þá skoðun sína að hvort sem Israelum líkaði betur eða verr yrðu þeir að gera sér grein fyrir því að PLO væru ótvíræð samtök Palestínuaraba. Hann bætti við að hann væri enn sem fyrr andvígur viðræðum við PLO þar til þau viðurkenndu ísraelsríki og lýstu sig andvíg hryðjuverkum. „Mér fínnst þessi orð mín ekki tilefni þessa uppþots," hafði The Jerusalem Post eftir Tamir. „En hvað sem því líður er ég svo sem vanur því að menn séu ekki á eitt sáttir um orð mín.“ Starfsvið Tamirs í ráðuneytinu eru samskipti ísraels við arabarík- in og þriðja heiminn. Talið er að hann hafi m.a. farið í fjölda leyni- legra ferða til arabaríkjanna, sem opinberlega hafa engin tengsl við ísrael.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.