Morgunblaðið - 03.09.1988, Page 27

Morgunblaðið - 03.09.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 27 RÖSE: Bandaríkin fordæma af- stöðu Rúmeníusljðrnar Vín. Reuter. WARREN Zimmerman, formað- ur sendinefndar Bandaríkja- stjórnar á Ráðstefnu um öryggi og samvinnu i Evrópu (RÖSE eða CSCE) sem fram fer í Vínarborg, hvatti í gær stjórnvöld i Rúmeniu til að falla frá „hróplegri" and- stöðu sinni við umbætur á sviði mannrétrindamála. Afstaða Rúmena hefur tafið fyrir því að unnt sé að ganga frá lokasam- þykkt ráðstefnunnar. Ráðstefnan hófst á ný á mánu- dag eftir að fulltrúar þátttökuríkj- anna 35 höfðu tekið sér þriggja vikna leyfí frá störfum. í gær komu sendinefndir allra ríkjanna saman til fundar í fyrsta skipti frá því ráðstefnan hófst á ný. Warren Zimmerman sagði á blaðamannafundi í gær að ráðstefn- an hefði skilað árangri því drög hefðu verið lögð að lokaskjali sem væri hið mikilvægasta frá undirrit- un Helsinki-sáttmálans árið 1975. „Jámbrautarlestin er lögð af stað og reyni Rúmenar að koma henni aftur inn á jámbrautarstöðina mun það mæta mikill andstöðu," sagði Zimmerman. „Ég vona að stjóm- völd í Rúmeníu falli frá hróplegri afstöðu sinni til mannréttinda- mála,“ bætti hann við. Rúmenar hafa einir kommúnista- ríkjanna neitað að samþyklq'a tillög- ur sem fram hafa komið um úrbæt- ur á sviði mannréttindamála í ríkjum austurblokkarinnar og m.a. fela í sér að ferðafrelsi manna verði aukið. Þá hefur sú ákvörðun Nic- olae Ceausecu, forseta Rúmeníu, að jafna 8.000 sveitaþorp við jörðu til að lýma fyrir samyrkjubúum og nýjum „iðnframleiðslukjömum" vakið mikla andúð meðal fulltrúa á ráðstefnunni. Zimmerman vék að þessari áætlun á blaðamannafund- inum í gær og sagði að hún yrði rædd á vettvangi RÖSE allt þar til fallið hefði verið frá henni. „Vilji Rúmenar semja emm við reiðubún- ir til viðræðna. Haldi þeir á hinn bóginn fast ( þessa stefnu í mann- réttindamálum munu þeir komast að því að við eram fastir fyrir," sagði hann. Zimmerman kvaðst ekki geta sagt til um hversu einarðlega Rúm- enar hygðust beijast gegn lokaá- lyktun ráðstefnunnar þar sem full- trúar Ceausescus væra enn ekki komnir til Vínar. Frá árinu 1978 hafa stjómvöld í Vestur-Þýskalandi greitt Rúmenum nm 25 miiyarða íslenskra króna fyrir ferðaleyfi til handa 120.000 Rúmenum af þýskum ættum. Haft hefur verið á orði á þessi „við- skipti" séu helsta útflutningsgrein Rúmeniu. Reuter Tveir liðsmenn írska lýðveldishersins vora bornir til grafar í gær í þorpinu Loughmacrory á Norður-írlandi. IRA-menn handteknir í V-Þýskalaiidi: Taldir bera ábyrgð á fjölda ódæðisverka Karlsruhe. Reuter. TVEIR menn sem handteknir voru á Landamærum Vestur-Þýskalands og Hollands fyrr i vikunni eru grunaðir um að hafa staðið fyrir hryðju- verkum á vegum írska lýðveldishersins (IRA) í a.m.k. þremur löndum. Talsmaður ríkissaksóknara í Vestur-Þýskalandi sagði i gær að greinileg tengsl væru á milli tveggja sprengjutilræða i breskum herstöðvum i Vestur-Þýskalandi og drápa á breskum hermönnum i Hollandi og Belgiu. Mennimir tveir, Gerard Thomas Hanratty og Terence Gerard McGe- ogh, vora handteknir á miðvikudag er þeir hugðust fara yfir til Vestur- Þýskalands frá Hollandi. í bifreið þeirra fundust tveir sovéskir Kalash- níkov-rifflar, þijár skammbyssur og skotfæri. Telja yfírvöld að þeir séu ( IRA og hafí þeir haft ( hyggju að fremja frekari ódæði í Vestur-Þýska- landi. Ríkissaksóknari Vestur-Þýska- lands skýrði frá því á fímmtudag að Kkur bentu til þess að öðram Kals- hníkov-rifflinum hefði verið beitt í skotbardaga hiyðjuverkamanna og lögreglu ( Duisburg í júllmánuði en ódæðismennimir komust undan eftir að hafa sprengt tvær sprengjur í skála breskra hermanna í grennd- inni. Þá væri talið að önnur skamm- byssan hefði verið notuð er breskur hermaður var skotinn til bana í Ost- end i Belgiu þann 13. ágúst. Að auki væra greinileg tengsl á milli þessara ódæða og morða á þremur breskum hermönnum í Roermonde í Hollandi í maimánuði og sprengjutil- ræða í Diisseldorf. Gervihnattamyndir: Einkaaðilar vilja herða eftirlit með sovéska hemum ÁFORMAÐ er að auka eftirlit einkaaðila með hernaðarfram- kvæmdum Sovétmanna á Kóla- skaga austan við norður landa- mæri Noregs. Áhugi á þessu hef- ur vaknað vegna árangurs nor- Bandaríkin: Vaxandi at- vinnuleysi oglækkandi gengi dals Wuhington. Reuter. Atvinnuleysi jókst um 0,2% i Bandaríkjunum i ágústmánuði, samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í Washington í gær. Gengi Bandaríkjadollars lækkaði á fjármálamörkuðum er þessar fréttir bárust sem þykja slá á ótta manna við vax- andi verðbólgu i Banadaríkjun- ntn. Atvinnuleysið mældist 5,6 pró- sent I ágústmánuði samanborið við 5,4 prósent í júlí. Hlutabréf í kauphöllinni ( New York hækk- uðu mjög í verði samkvæmt Dow Jones-vísitölunni sem var skráð 2.054,05 stig. Dollar lækkaði í verði þar sem fjármálasérfræðingar töldu at- vinnuleysistölumar gefa til kynna að Seðlabanki Bandaríkjanna hygðist ekki hækka vexti til að vinna gegn vaxandi verðbólgu sökum þenslu i atvinnulifinu. skra fræðimanna við að nota gervihnattamyndir til að meta slíkar framkvæmdir. Ætla Jap- anir og Bandaríkjamenn nú að taka höndum saman við Norð- menn að sögn norska blaðsins Aftenposten. Fyrir tveimur áram var gefin út skýrsla í Noregi sem samin var af Tomas Ries og Johnny Skorve og byggðist á rannsóknum á gervi- hnattarmyndum frá bandaríska hnettinum Landsat og franska hnettinum Spot er sýndu flugvelli og flotastöðvar Sovétmanna á Kóla- skaga, þar sem er mesta víghreiður veraldar. Vakti skýrslan heimsat- hygli og sérstakan áhuga i Tokai- rannsóknastofnuninni í Japan. Þar hafa menn margra ára reynslu af því að túlka gervihnattarmyndir og ráða yfir öflugum tölvum sem auð- velda slíka greiningu. Nota Japanir myndir frá sömu hnöttum og norsku fraeðimennimir en þessar myndir er unnt að kaupa á almennum markaði. Auk þess hafa menn i Tokai aðgang að upplýsingum frá tveggja ára gömlum japönskum gervihnetti. Japanir telja að rannsóknir af þessu tagi séu skerfur til að treysta heimsfriðinn. Þeir standa frammi fyrir svipuðum vanda og Norðmenn vegna hinna stóra flotastöðva Sov- étmanna ( nágrenni Japans við Kyrrahaf. Telja Japanir sig geta lært af þessum rannsóknastörfum Norðmanna. Sovétmenn hafa látið i ljós óánægju vegna þessara rannsókna. Sovéska stofnunin Sojuskarta á góðar gervihnattamyndir en þar á bæ vilja menn ekki selja myndir af sovésku eða austur-evrópsku land- svæði til vestrænna fræðimanna. Flest austur-evrópsku flugfélaganna vi(ja helst ekki þurfa að nota flugvélar smíðaðar í Sovétríkjun- um, eins og þessa Hjúsín-86 sem er i eigu Aeroflot. Félögin vilja heldur kaupa vélar á Vesturlönd- um jafnvel þótt þær þurfi að borga með fágætum gjaldeyri. Austur-evrópsk flugfélög: Vilja hætta að nota sovéskar flugvélar FLUGFÉLÖG i kommúnistaríkjunum reyna nú hvert af öðru að draga úr kaupum á sovéskum flugvélum af gerðunum Hjúsín og Túpolev. Þær standast ekki lengur tæknilegan samanburð við það sem boðið er á Vesturlöndum auk þess sem farþegar virðast ótt- ast um öryggi sitt i þessum flugvi um við þá sem nota þær ekki. Fyrir austur-þýska flugfélagið Interflug, rúmenska félagið Tar- om, pólska félagið LOT og Malev í Ungveijalandi er ekki auðvelt að taka ákvarðanir um að beina flug- vélaviðskiptum frá Sovétríkjunum. í Austur-Evrópulöndunum þarf að bera ákvarðanir af þessu tagi und- ir sérstaka samstarfsnefnd ríkis- stjóma landanna og stjómendur stóra bróður, Sovétríkjanna, fagna því siður en svo ef fylgiríkin hafa augastað á Boeing eða Airbus þeg- ar endumýja á flugflotann. Sovét- menn vilja halda sínum vélum að kommúnistaríkjunum. Af perestrojku Gorbatsjovs hef- ur leitt að vald samstarfsnefnda um sameiginleg viðskipti er ekki eins mikið og áður. Vestrænar flugvélasmiðjur ætla sér að nýta öll tækifæri sem gefast. Þannig hefur Interflug átt í viðræðum við um og leita frekar eftir viðskipt- Airbus um að leigja nokkrar flug- vélar af fyrirtækinu. LOT hefur tekið upp viðræður við Boeing um leigu á þremur Boeing-767. Malev ræðir einnig við Boeing um að leigja fleiri Boeing 737 og þar kemur MD-87 frá McDonnell Douglas einnig við sögu. Kommúnistaríkin eiga í erfið- leikum með að snúa sér annað en til Sovétríkjanna vegna þess að þau skortir gjíddeyri til viðskipta við vestræn fyrirtæki. Á hinn bóginn er stjómendum flugfélaga þeirra ljóst, að félögin standast ekki sam- keppni á alþjóðlegum markaði, ef þau nota flugvélar sem beinlínis fæla fólk frá viðskiptum eins og sovésku vélamar gera. Fyrir rúmu ári hrapaði Iljúsín-62 frá LOT á leið til New York skömmu eftir flugtak í Varsjá. 183 fórast. Eftir slysið afturkölluðu margir pantanir hjá LOT og snera sér að vestræn- um félögum, sem fljúga til Aust- ur-Evrópu, s.s. Lufthansa, Finnair, Austrian Airlines og Pan Am. Þá era kröfur gegn hávaða frá flugvélum á þann veg, að sovésku vélamar standast þær ekki. Félög sem nota þær eingöngu eiga því á hættu að vera bannað að nota flug- velli á Vesturlöndum. Tvær nýjar þotur era í smiðum i Sovétríkjun- um, flögurra hreyfla Iljúsín-96 og tveggja hreyfla Túpolev-204. Þær á að taka í notkun i byijun næsta áratugar. Þær era sagðar uppfylla kröfur gegn hávaðamengun. Aero- flot, sovéska flugfélagið, ætlar hins vegar að kaupa allar vélarnar fyrstu árin. í öðrum kommúnista- ríkjum verða menn að biða þar til röðin kemur að þeim og einnig þess vegna lita þeir æ oftar til Vesturlanda. Flugfélögin i Búlg- aríu og Tékkóslóvakíu era hin einu austantjalds sem enn halla sér ein- vörðungu að Sovétríkjunum og hafa ekki látið í ljós áhuga á neinu öðra. (Heimild Morgenavisen Jyllands-posten.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.