Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Eftirlit
ríkisendurskoðunar
Hinn 1. janúar 1987 gengu
í gildi ný lög um ríkisend-
urskoðun er gerðu hana að
sjálfstæðri stofnun undir forsjá
Alþingis. Fram til þess tíma
hafði þessi stofnun lotið stjóm
fjármálaráðherra. Með breyt-
ingunni er að því stefnt að lög-
gjafarvaldið geti með eigin
stofnun enurskoðað og haft eft-
irlit með fésýslu ríkisins, eins
og segir í greinargerð fyrir
frumvarpinu um ríkisendur-
skoðun. Þar segir einnig:
„Segja má að fjárstjómarvald
Alþingis sé fólgið í tvennu: fyr-
irfram gerðri áætlun um tekjur
og gjöld ríkisins um ákveðið
tímabil og eftirliti — endurskoð-
un — með því að þeirri áætlun
sé fylgt." Á ríkisendurskoðun
að aðstoða alþingismenn við að
sinna þessum skyldum sínum
en eins og kunnugt er hefur
gengið brösulega svo ekki sé
meira sagt, að láta enda ná
saman í fjármálum ríkisins.
í samræmi við skyldu sínu
sendi ríkisendurskoðun í mars
síðastliðnum frá sér skýrslu um
framkvæmd fjárlaga 1987. Leit
hún þar yfír árið í heild í fyrsta
sinn. Nú í vikunni gaf stofnun-
in síðan út fyrstu skýrslu sína
um framkvæmd fjárlaga líðandi
árs, það er um það hvemig stað-
ið hefur verið að framkvæmd-
inni fyrri árshelming 1988.
Útkoman er ekki glæsileg. í
niðurstöðum skýrslunnar segir
meðal annars: „Ríkisendur-
skoðun telur að að öllu óbreyttu
stefni í 1,5 til 2,0 milljarða
króna rekstrarhalla hjá A-hluta
ríkissjóðs á árinu 1988. Hér er
um umtalsverða breytingu til
hins verra að ræða, en í lögum
nr. 10/1988 um ráðstafanir í
ríkisíjármálum var gert ráð fyr-
ir 53,0 milljóna króna rekstrar-
afgangi hjá A-hluta ríkissjóðs."
Hingað til hefur málum verið
þannig háttað að fjármálaráðu-
neytið hefur haft það nokkuð í
hendi sér, hvenær og hvaða
upplýsingar em birtar um af-
komu ríkissjóðs og stöðu hans
á fjárlagaárinu. Ráðuneytið
hefur ekki sætt neinu ytra að-
haldi í þessu efni nema á
pólitískum vettvangi. Það hefur
hins vegar getað sett öðrum
ráðuneytum og ríkisstofnunum
kosti. Fjármálaráðuneytið er
því í áður óþekktri stöðu, þegar
ríkisendurskoðun sendir nú frá
sér skýrsluna um framkvæmd
fjárlaga. Skýrslan er á hinn
bóginn ekki birt fyrirvaralaust,
því að ráðuneyti höfðu hana
undir höndum og gátu komið
athugasemdum á framfæri við
ríkisendurskoðun áður en
plaggið var gert opinbert og
sent til þingmanna.
í umræðum um efnahags-
vandann hafa menn löngum
verið sammála um að hann
verði ekki leystur án þess að
náð sé tökum á ríkisfjármálun-
um. Um það hefur löngum ver-
ið deilt hvemig að framkvæmd
fjárlaga er staðið en innan
framkvæmdavaldsins hafa fjár-
málaráðherra og ráðuneyti
hans haft tögl og hagldir í því
efni. Nú kemur ríkisendurskoð-
un til sögunnar sem sjálfstæður
aðili sem á allt sitt undir því
að ekki sé unnt að fínna snögga
bletti á úttekt og niðurstöðum.
Ef rétt er á málum haldið ættu
afskipti stofnunarinnar að
verða til þess að auðvelda
mönnum að ná þeim tökum á
ríkissjóði sem mælt er fyrir um
í fjárlögum.
í skýrslu sinni nú telur ríkis-
endurskoðun í fyrsta lagi brýnt
að efla til muna eftirlit hjá
launaskrifstofu fjármálaráðu-
neytisins með fíölda stöðugilda
og yfírvinnu. I öðru lagi að
hert sé innheimta sölugjalds.
Og í þriðja lagi að settar séu
skýrar reglur um fjárhags-
ábyrgð aðila sem annast þjón-
ustu fyrir ríkissjóð er hann
greiðir að öllu eða meginhluta
til. I þessu sambandi er meðal
annars bent á afkomu sjúkra-
stofnana á árinu 1987.
Ríkisendurskoðun á ekki og
getur ekki blandað sér í það
pólitíska moldviðri sem skýrslur
af þessu tagi valda. Fyrir stofíi-
unina skiptir mestu að niður-
stöður hennar standist faglega
gagnrýni. Ekki yrði tekið lengi
mark á henni, ef það orð kæm-
ist á að hún færi of geyst í
dómum sínum. Þeir stjóm-
málamenn sem telja sig verða
fyrir barðinu á niðurstöðum
stofnunarinnar reyna auðvitað
að verjast eftir bestu getu, þar
sem pólitísk framtíð eða stefna
kann að vera í húfí. Úr slíku á
að leysa á stjómmálavettvangi
en raunhæfum tillögum til úr-
bóta á að hrinda í framkvæmd
innan hins opinbera kerfís og
ætti ekki endilega að þurfa
stjómmálamenn til þess.
Nýja brúin, sem VÍgð verður I dag. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Brú yfir ðlfusárósa:
Forsætisrádherra opnar
veginn og brúna í dag
ÞORSTEINN Pálsson forsætis-
ráðherra opnar veg og brú um
Olfusárósa í dag. Athöfnin hefst
klukkan 15 með því að Snæbjörn
Jónasson vegamálastjóri afhend-
ir Matthíasi Á. Mathiesen sam-
gönguráðherra mannvirkin.
Samgönguráðherra flytur ávarp
en forsætisráðherra opnar brúna
almennri umferð.
Áætlaður kostnaður við verkið
fulllokið er 280 milljónir króna, á
verðlagi júlí 1988. Það er lægri fjár-
hæð en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Vegurinn milli Eyrarbakka og Þor-
lákshafnarvegar er 11,5 km langur
en brúin yfír ósinn er 360 metra
löng. Vegurinn er 7,5 metra breiður
en akbrautin er 6 metra breið, lögð
klæðningu. Breidd akrautar á
brúnni er 6,5 metrar en brúin er
7,3 metra breið. í veginn hafa farið
230 þúsund rúmmetrar af sandi og
hraungrýti og hann verður varinn
með 20 þúsund rúmmetrum af
gijóti. í brúna hafa farið 3000 rúm-
metrar af steypu, 170 tonn af
steypustyrktaij ámi og 55 tonn af
spennistáli.
Með tilkomu þessara mannvirkja
myndast hringtenging um svoneftit
Árborgarsvæði. Samgöngur innan
svæðisins batna mjög mikið, eink-
um milli þétytbýlisstaðanna við
ströndina, Þorlákshafnar, Eyrar-
bakka og Stokkseyrar. Þannig
styttist leiðin milli Eyrarbakka og
Þorlákshafnar úr 44 km í 16 km.
Fá vegamannvirki eiga sér jafn-
langan aðdraganda og brúin yfír
Ölfusárósa og miklar umræður hafa
farið fram um nauðsyn hennar und-
anfama áratugi. Framkvæmdir við
brúna hófust 1978 þegar sýslu-
nefnd Ámessýslu veitti einni milljón
króna til vegaframkvæmda og var
þá undirbyggður 800 metra vegar-
kafli ofan Eyrarbakka. Fram-
kvæmdir hófust hins vegar af krafti
1986 er gerður var vegur frá Eyrar-
bakka að Ölfusárós. Þá vinnu ann-
aðist Ræktunarsamband Flóa og
Skeiða en flokkur frá Vegagerðinni
Iagði klæðningu. Snemma árs 1987
hófst brúarsmíði, langstærsti þáttur
verksins. Hana önnuðust S.H. verk-
takar en Sveinbjöm Runólfsson sf
sá um jarðvinnu og lagningu vegar
vestan brúarinnar að Þorlákshafn-
arvegi. Klæðning sf lagði veginn
bundnu slitlagi. Fossvélar önnuðust
mölun efnis. Manvirkin em hönnuð
af starfsmönnum Vegagerðar ríkis-
ins, sem höfðu einnig eftirlit með
vegaframkvæmdum en Mat sf og
Verkfræðistofa Suðurlands höfðu
eftirlit með brúargerðinni. Brúin er
í 8 höfum, landhöf 36 metrar en
millihöf 48 metrar. Yfírbnyggingin
er eftirspennt og var hún byggð í
8 áföngu sem spenntir vom saman.
Stöplamir standa á hrauni.
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
gengst fyrir sýningu í samkomu-
húsinu Stað sem nefnd er „Baráttan
um brúna. Brot úr sögu brúarmáls-
ins.“ Sýningin verður opin í dag að
lokinni vígslunni til klukkan 20, á
morgun, sunnudag frá 14-21 og
síðan næstu viku frá 17-21.
Sjónvarpsþátturinn „Logi og
eldur“, sem tengist Olympíu-
leikunum í Seoul í Suður-Kóreu,
var frumsýndur þar í landi
síðastliðið mánudagskvöld og
er talið að um 15 miljjón manns
hafi fylgst með útsendingunni.
Hluti þáttarins var tekinn upp
hér á landi í lok júnímánaðar í
sumar og að sögn framleiðanda
þáttarins vakti þáttur íslands í
myndinni mikla athygli enda
væri hann almennt talinn best
heppnaði hluti myndarinnar.
Unnið er að enskri útgáfu á
þættinum og verður hann vænt-
anlega sýndur víða um heim i
tengslum við Olympíuleikanna,
sem hefjast í Seoul hinn 17.
september næstkomandi.
Þátturinn fjallar um eldinn í
sögu mannkynsins og er efnið
síðan tengt Olympíueldinum. Upp-
hafsatriði þáttarins er tekið í Al-
mannagjá á Þingvöllum, en síðan
birtast svipmyndir af ýmsum stöð-
um á landinu, sem sýna vel sér-
stöðu íslands frá náttúrunnar
hendi þar sem jarðeldar og jarð-
hiti hafa átt þátt í að móta um-
Miklar um-
ræður um
Reiðhöllina
Akurej/ri. Frá Halli Þorsteinssyni, blaða-
manni Mórgunblaðsins.
TILLAGA um að auka hlutafé
Stéttarsambandsins í Reiðhöll-
inni hf. um 500.000 krónur var
samþykkt á aðalfundi Stéttar-
sambandsins. Allharðar umræð-
ur urðu um tillöguna og kom
fram í þeim að heildarskuldir
Reiðhallarinnar eru nú um 67
milljónir króna, og þar af eru 9
milljónir á yfirdrætti.
í máli þeirra fulltrúa sem á móti
tillögunni voru kom fram sú skoðun
að Reiðhöllin hefði engan fjárhags-
legan rekstrargrundvöll, og allt
síðastliðið ár hafí reksturinn verið
í molum.
Reiðhöllin hf. er í eigu Félags
hrossabænda, Stéttarsambands
bænda, Búnaðarfélags íslands,
Landssambands hestamannafélaga,
Reykjavíkurborgar og íjölda ein-
staklinga. Hlutafé er nú 13 milljón-
ir króna, en heildarskuldir eru um
67 milljónir. Brunabótamat er 125
milljónir króna.
Á fundinum kom fram að félag
hrossabænda, sem á 2,5 milljónir
króna hlutafé í Reiðhöllinni, ætlar
á næstunni að auka hlutafjáreign
sína um helming.
hverfíð. Má þar nefna Bláa lónið,
sundlaugamar í Reykjavík, Kerið
í Grímsnesi, Hveragerði og Geysi,
en þar var framkallað gos á með-
an á myndatökunni stóð.
Eins og greint var frá í frétt
Morgunblaðsins fyrr í sumar var
það fyrir milligöngu Ingólfs Guð-
brandssonar að hluti þessa sjón-
varpsþáttar var tekinn upp hér á
landi. Ingólfur sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði enn
ekki séð þáttinn, en hann hefði
fengið upphringingu strax á
þriðjudagsmorgun, þar sem fram-
leiðandi þáttarins hefði óskað sér
til haminju með þátt íslands í
myndinni. „Hann fiillyrti að þátt-
urinn, og þá einkum hlutinn sem
tekinn var á íslandi, hefði fengið
frábærar viðtökur og vakið mikla
athygli í Kóreu. Ég á því von á
að þessi þáttur geti orðið góð og
víðtæk landkynning fyrir ísland
þegar enska útgáfan kemur á
markað, en ef að líkum lætur verð-
ur sú útgáfa sýnd víða um heim
í tengslum við 01ympíuleikana,“
sagði Ingólfur.
Hafnarfj örður:
Suður-kóreska sjónvarpið:
Islandsþátturinn
vakti mikla athygli
Ný heilsugæslu-
Sólvang
og annað starfsfólk. í síðari
áfanga, sem væntanlega verður
lokið við á næsta ári, er aðstaða
fyrir starfsfólk stöðvarinnar og
Sólvangs, þvottahús, eldhús, rönt-
genaðstaða, bókasafn, geymslur
og breytingar á 1. hæð Sólvangs.
í byggingarnefnd eiga sæti
Guðmundur Ámi Stefánsson bæj-
arstjóri, formaður, Sveinn Guð-
bjartsson, forstjóri Sólvangs,
Bjöm Ámason bæjarverkfræðing-
ur, Eyjólfur Sæmundsson, formað-
ur stjómar heilsugæslustöðvarinn-
ar, og Jóhann Ág. Sigurðsson,
héraðslæknir Reykjanessumdæm-
is.
Frá upphafsatriði sjónvarpsþáttarins „Logi og eldur“, þar sem kói
Hamrahlíðarskólans, undir sfjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, gengui
með logandi kyndla upp Almannagjá syngjandi „ísland farsælda frón“.
stöð við
Heilbrigðisráðherra, Guð-
mundur Bjarnason, tekur form-
lega i notkun nýja heilsugæslu-
stöð í Hafnarfirði f dag. Meðal
gesta verður forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir. Stöðin
hefur hlotið nafnið Heilsu-
gæslustöðin Sólvangi og er fyrri
hluti byggingar við elli- og hjúk-
runarheimilið Sólvang í Hafnar-
firði. Stöðinni er fyrst og
fremst ætlað að sinna heilsu-
gæslu fyrir Hafnfirðinga og
íbúa Bessastaðahrepps.
Fyrri hlutinn, sem er 650 fer-
metrar, hýsir heilsugæslustöð, þar
sem starfa sex heilsugæslulæknar
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
29
AF ERLENDUM
eftir PÉTUR PÉTURSSON
Umhverfisvemd
er mál málanna
Sænska kosmngabarattan:
Flokki „græningja“ spáð þingsæti
Mál málanna hér í Svíþjóð nú rétt fyrir kosningar virðist það, hvem-
ig staðið er að rannsókninni á morðinu á Olof Palme fyrrum forsætis-
ráðherra, en hún hefur engan árangur borið. Það er frægt orðið að
bókaútgefandi var kominn í hlutverk rannsóknarlögreglumanns í vit-
orði með háttsettum embættismönnum og dómsmálaráðherranum sjálf-
um. Nú er verið að gera úttekt á þessu öllu og fínna út hveijum sé
hvað að kenna og er hið mesta pólitíska moldviðri út af þessu.
rátt fyrir það rúm sem þetta
mál fær nú í opinberri um-
ræðu telja kjósendur það ekki hið
mikilvægasta. Skoðanakannanir
sýna að kjósendur setja umhverf-
isvemdarmál á oddinn. Tímaritið
Veckans Affarer gerði könnun
fyrir skömmu, sem var þannig
framkvæmd að framkvæmda-
stjórar flokkanna voru beðnir að
orða tvö mikilvægustu kosninga-
loforðin sem flokkar þeirra stæðu
á bak við. Síðan var úrtak kjós-
enda beðið að velja meðal þeirra.
Annað loforð Umhverfísvemdar-
flokksins fékk flest „atkvæði" eða
96%, en það var um að herða lög
og reglur gegn mengun. Næst
vinsælasta loforðið var um lækk-
un virðisaukaskatts á nauðsynle-
gustu matvælum, en bæði Mið-
flokkurinn og Vinstri flokkur
kommúnista (VPK) gáfu það.
Númer þrjú, með stuðning 78%
svarenda, var „að standa vörð og
réttaröryggi" frá Ihaldsflokknum
(Moderatema), en það má annað-
hvort túlka sem áhyggjur manna
vegna rannsóknar morðmálsins
áðumefnda, eða að fólk vilji að
tekið verði fastar á afbrotamönn-
um og friðar á almannafæri verði
betur gætt. Hjartans mál Jafnað-
armannaflokksins, að sex vikna
sumarfrí verði almenn regla, fékk
dræman stuðning, lenti númer tíu
í röðinni. Fleiri vildu minni skatt-
byrði, en það loforð gáfu bæði
íhaldsflokkurinn og Fijálslyndi
þjóðarflokkurinn. Annað loforð
Umhverfísverndarflokksins lenti
sem sé í fyrsta sæti en hitt loforð
flokksins hafnaði í síðasta sætið.
Og var um hærri skatta á raforku
og hráefni til iðnaðar, aðeins 11%
fannst það mikilvægt mál.
Lítil trú á stjórn-
málamönnum
í sömu könnun var einnig spurt
um traust til stjómmálamanna og
bentu niðurstöður til þess að það
fari þverrandi. 45% sögðu að
traust þeirra til stjómmálamanna
hefði minkað, aðeins 1% að þeir
hefðu nú meira traust til þeirra
en áður. Sambærilegar tölur, árs-
'gamlar, voru 29% og 5%. Þetta
vantraust á stjórnmálamönnum
gæti þýtt að Umhverfísvemdar-
flokkurinn, sem hefur á að skipa
nýjum og óþekktum andlitum,
fengi aukinn byr frá kjósendum
þess vegna. Starfsaðferðir flokks-
ins leggja áherslu á áð breyta
hefðbundnu hlutverki stjómmála-
mannsins.
Mengun blasir við
Það er nú orðið ljóst að sjórinn
við strendur landsins er mjög
mengaður og eitrun hefur fundist
í þangi og öðrum sjávargróðri.
Fiskur er mengaður, selir hrynja
niður og á stórum svæðum eru
þeir algerlega horfnir. Algengt er
að sjá selshræ við sandstrendur
þar sem sumarglaðir Svíar eru
vanir að sóla sig. Má því segja
að vandamálið sé komið með sýni-
legum hætti inn fyrir þröskuldinn.
Þá sýnir sig einnig nú, þegar
haustið nálgast, að skugginn frá
kjamorkuslysinu í Tsjemobyl í
Sovétríkjunum fyrir rúmum tveim
árum er ekki horfinn. Enn má
fínna mikið magn af geislavirkum
efnum í viltum dýrum, elgum og
dádýrum, sem nýlega hafa verið
felld, svo og sveppum sem fólk
er farið að tína. Ér það einmitt
mikið gleðiefni margra sem unna
náttúmnni og heilnæmu fæði að
fara sjálfir að stjá á þessum tíma
og tína þetta góðgæti.
Þetta hefur að sjálfsögðu ekki
farið fram hjá stjómmálaflokkun-
um sem nú em í óða önn að tjá
kjósendum ágæti sitt og benda á
vankanta hinna flokkanna. Kepp-
ast þeir við að setja fram sem
róttækastar tillögur í umhverfis-
vernd.
Yfir 5% fylgi
Skoðanakannanir benda til þess
að Umhverfisverndarflokkurinn,
Miljöpartiet, fái tilskilið hlutfall
atkvæða, þ.e.a.s. 5%, til að koma
í fyrsta sinn fulltrúum sínum á
þing. í apríl í vor hafði flokkurinn
um 8% fylgi aðspurðra og þó að
það hafí eitthvað minkað í seinni
könnunum benda þær til að fylgi
flokksins sé yfir 5%.
Talsmenn Umhverfisverndar-
flokksins, sem hefur engan sér-
stakan flokksformann, neita því
alfarið að hægt sé að skipta hon-
um til hægri eða vinstri. Græni
liturinn er þeirra tákn, en hvorki
rauður eða blár. Þeir segjast vera
ný vídd í pólitíkinni og muni eink-
um styðja þau mál sem efli nátt-
úmvemd og eftirlit með heilsu-
samleguu fæði og umhverfi.
Kjarnorkuverin
aftur á dagskrá
Kveikjan að flokknum var á
sínum tíma (í upphafi þessa ára-
Umhverfisverndarflokkurinn hefur engan flokksformann heldur
tvo talsmenn, sem valdir eru til skamms tíma í senn, er annar
karl en hinn kona. Eva Goes er annar þessara talsmanna. Hún
segist ekki vilja verða venjulegur sljórnmálamaður, þótt hún nái
kosningu á þing 13. september næstkomandi.
VETTVANGI
tugar) baráttan gegn kjarnorku-
vemm og í kosningabæklingum
frá flokknum stendur að hann
vilji að þau hverfi innan þriggja'
ára. Eftir kjamorkuslysið í
Tsjemobyl, er geislavirkni barst í
töluverðum mæli til Svíþjóðar, em
þeir æ fleiri sem styðja þessa
kröfu. Nýleg könnun sýndi að 37%
íbúa Malmö vilja að Barsebekk-
verinu verði lokað hið bráðasta,
en það er kjamorkuver í næsta
nárgrenni við borgina.
í stefnuskrá Umhverfísvernd-
arflokksins má auk þess fínna
markmiðið að draga úr notkun
kola og olíu í orkuframleiðslu.
Finnst mörgum raunhyggjumönn-
um nokkuð langt gengið með því,
en „hinir grænu“ hafa einnig
áform um það að spara orkuna
og breyta framleiðsluháttum.
Hugmyndafræði þeirra byggist
á því að umhverfismálin séu ná-
tengd öðmm mikilvægum mál-
flokkum sem og samfélagsgerð-
inni í heild. Þannig vill flokkurinn
draga vemlega úr bílaumferð og
gera landið og hvem landshluta
sem mest sjálfu sér nógan í fram-
leiðslu á nauðsynjum-þó svo kosti
að hagvöxtur og framleiðsla
minnki. Auka á notkun jámbrauta .
og stytta vinnuvikuna í 30 stund-
ir. Jafnrétti milli kynjanna er ofar-
lega á baugi hjá flokknum og því
er fylgt eftir í flokkstarfínu af
meiri samkvæmni en gerist hjá
öðmm flokkum.
Viðbrögð „gömlu“
flokkanna
„Gömlu" flokkarnir líta þennan
nýgræðing hornauga og fulltrúar
þeirra virðast sammála um að
hann sé með öllu óhæfur í sam-
starfí m.a. vegna þess að taka
ákvarðana og stefnumótun innan
flokksins sé mjög tilviljanakennd
og óljós. Miðflokksmenn telja að
ýmislegt í stefnuskrá nýja flokks-
ins í umhverfísvemd séu mál sem
þeir hafí sjálfir barist fyrir í árar-
aðir og saka flokkinn um að eigna
sér afrek sem þakka megi um-
hverfísvemdarhreyfingunni en
starfí á miklu breiðari gmndvelli
en flokkurinn.
Ingvar Carlsson forsætisráð-
herra hefur töluvert fengist við
umhverfis- og framtíðarmál en
það vom hans málaflokkar í ráðu-
neyti Olofs Palme. Hann hefur
nokkmm sinnum vikið máli sínu
að Umhverfisvemdarflokknum í
kosningaræðum sínum og varað
við því að erfítt gæti orðið að
mynda starfhæfa ríkisstjóm ef
þessi nýi flokkur kæmist inn á
þing. Þá hefur hann lagt áherslu
á mikilvægi nægrar atvinnu í
landinu. Telur hann eitt af afrek-
um stjórnar sinnar að tryggja
hana og segja að Umhverfísvemd-
arflokkurinn hafi ekki sýnt nokk-
um skilning á því hve þar sé mik-
ið í húfí. Alla efnahagspólitík
hinna grænu telur Carlsson
óraunhæfa og fullyrðir að þar sé
ekki að finna neinar leiðir til að
fjármagna allar þær aðgerðir sem
til þurfí til að standa vörð um og
vemda umhverfið.
Gera má ráð fyrir að málflutn-
ingur „hina ábyrgu" stjómmála-
manna dragi eitthvað úr þeim byr
sem nú virðist vera í seglum
Umhverfísverndarflokksins. Nú-
verandi stjóm getur státað af
góðu jafnvægi í efnahagsmálum
og Svíar meta öryggi og festu
framar flestum öðrum gæðum
lífsins.
Höfundur er fréttaritari í Lundi
íSvíþjóð.