Morgunblaðið - 03.09.1988, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
Sj ómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum:
Hömlum á út-
flutningi ísfisks í
gámum mótmælt
STJÓRNARFUNDUR í sjómanna-
félaginu Jötni í Vestmannaeyjum,
haldinn síðastliðinn miðvikudag,
mótmælir harðlega þeim hömlum
sem settar hafa verið á útflutning
isfisks í gámum.
Stjóm Jötuns lítur svo á að viss
stjómun á útflutningi ísflsks í gám-
um geti verið nauðsynleg. Hún getur
hins vegar ekki sætt sig við þau
vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið
undanfamar vikur þar sem skipum
er meinað að flytja út aflann, jafn-
vel þó ekki sé hægt að losna við
hann hér heima á gildandi fískverði.
Stjómin skorar á sjávarútvegsráð-
herra að afnema nú þegar hömlur á
útflutningi ísfisks í gámum og taka
upp viðræður við hagsmunaaðila í
sjávarútvegi um hugsanlega lausn á
málinu.
Stjórnin mótmælir einnig harð-
lega þeirri kaupmáttarskerðingu
sem fram kemur í tillögum til ríkis-
stjómarinnar um efnahagsmál, svo
og áformum um lækkun skiptapró-
sentu til sjómanna eða lækkun fisk-
verðs sem er nú þegar of lágt miðað
við verðlagsþróun í landinu.
Stjómin skorar á miðstjóm Al-
þýðusambands íslands að hafna nú
þegar þeirri leið sem ríkisstjómin
virðist hafa valið sér til að rétta við
atvinnurekstur í landinu og hallann
á ríkissjóði, það er að segja ofnot-
aðri kjaraskerðingarleið, segir í
fréttatilkynningu frá sjómannafé-
laginu Jötni.
Sigríður Gyða sýnir verk sín á Kjarvalsstöðum til 11. september.
Sigríður Gyða sýnir á Kjarvalsstöðum
SIGRÍÐUR Gyða opnaði mál-
verkasýningu á Kjarvalsstöðum
laugardaginn 27. ágúst sl. Á
sýningunni eru 30 verk.
Þetta er fyrsta einkasýning
Sigríðar í Reylq'avík en hún hefur
tvívegis tekið þátt í haustsýningu
FÍM á Kjarvalsstöðum og margoft
sýnt f veitingahúsinu Þrastalundi
við Sog. Hún stundaði nám í mynd-
listarskólum hérlendis í sjö ár.
Sýning Sigríðar Gyðu stendur
til 11. september nk. og er opin
kl. 14—22 daglega.
(Fréttatilkynning)
Morgunblaðið/K.G.A.
Hinrik Greipsson, formaður Sambands íslenskra bankamanna, ávarpar útifundinn á Lækjartorgi
í gær.
Utifundur á Lækjartorgi:
Ráðagerðir um niður-
færslu launa fordæmdar
ÚTIFUNDUR, sem ýmis stétt-
arfélög opinberra starfs-
manna og bankamenn áttu
frumkvæði að, var haldinn á
Lækjartorgi á fimmtudag. Á
fundinum var samþykkt álykt-
un, þar sem mótmælt er þeirri
ákvörðun stjórnvalda, að
banna að greiða út 2,5% samn-
ingsbundna launahækkun 1.
september. Jafnframt eru for-
dæmdar ráðagerðir stjórn-
valda um niðurfærslu launa.
Lögreglan sló ekki tölu á fjöld-
ann, sem safnaðist saraan, en
sagði að um nokkum hóp
hefði verið að ræða.
Ályktun fundarins er svohljóð-
andi:
„Útifundur launafólks á Lækj-
artorgi mótmælir harðlega öllum
hugmyndum um skerðingu á
kjörum launafólks. Mælirinn er
fullur. Afnám samnings- og
verkfallsréttar launamanna og
tvær gengisfellingar á fyrri hluta
ársins hafa leitt til umtalsverðrar
kjaraskerðingar hjá launafólki
sem aðrir þjóðfélagsþegnar hafa
komist hjá.
Vinnuframlag og kaup launa-
fólks á enga sök á þeim efna-
hagsvanda sem við er að glíma.
Efnahagsvandi sá sem forstjóra-
nefndin var að leita lausnar á
er til kominn vegna hárra vaxta
og lélegrar stjómunar fyrirtækja
og stofnana.
Launamenn mótmæla sér-
staklega ákvörðun um að greiða
ekki 2,5% samningsbundna
launahækkun í dag, 1. septem-
ber og fordæma allar ráðagerðir
stjómvalda um enn meiri niður-
færslu launa. Fundurinn skorar
á stéttarfélögin í landinu að veija
lífskjör. Stöndum saman."
Flskverð ð uppboðsmörkuöum 2. september.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hœsta Lægsta Meðal- Magn Helldar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 64,00 41,00 59,01 7,826 461.848
Undirmál 27,00 27,00 27,00 0,408 11.018
Ýsa 110,00 35,00 92,83 0,995 92.416
Ufsi 18,00 18,00 18,00 0,084 1.512
Keila 15,00 15,00 15,00 0,845 12.675
Langa 30,00 30,00 30,00 0,285 8.565
Lúða 200,00 200,00 200,00 0,049 9.800
Koli 44,00 44,00 44,00 0,399 17.578
Samtals 56,40 10,893 615.412
Selt var aðallega úr Stakkavík ÁR. Nk. mánudag verfiur m.a.
selt óákveðið magn úr Stakkavík ÁR og karfi og ýsa úr Keili RE.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 59,00 40,00 48,23 3,158 152.324
Undirmál 24,00 24,00 24,00 0,052 1,248
Ýsa 71,00 20,00 61,41 1,980 121.587
Karfi 20,00 20,00 20,00 0,268 5.360
Ufsi 12,00 12,00 12,00 0,020 240
Hlýri 26,00 26,00 26,00 0,445 11.570
Skarkoli Samtals 34,00 26,00 32,54 49,00 0,127 6,050 4.132 296.461
Næstkomandi mánudag verða m.a. seld 120 tonn af karfa og
20 tonn af ufsa úr Ögra RE.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 53,50 39,50 50,87 7,920 402.909
Ýsa 80,50 33,00 71,39 8,978 640.925
Ufsi 27,00 13,00 26,64 1,852 49.344
Karfi 26,00 15,00 25,06 2,728 68.370
Steinbítur 41,50 41,50 41,50 0,321 13.308
Langa 35,00 35,00 35,00 0,200 7.000
Sólkoli 51,50 51,50 51,50 0,017 876
Skarkoli 41,50 35,00 39,26 1,208 47.425
Lúða 146,00 121,00 140,37 0,046 6.457
Keila 12,00 12,00 12,00 0,015 180
Skata 71,00 71,00 71,00 0,087 6.177
Skötuselur 313,00 274,00 288,94 0,047 13.580
Samtals 53,65 23,420 1.256.551
Selt var aðallega úr Höfrungi II GK. Næstkomandi mánudag
verða m.a. seld 10 tonn af þorski, 6 tonn af ýsu og 3 tonn af
ufsa úr Sigurði Þorleifssyni GK.
GENGISSKRÁNING
Nr. 166. 2. 8eptember 1988
Kr. Kr. Toll-
Eln. Kl. 09.16 Kaup Sala gcngl
Dollari 46,79090 46,91000 46,65000
Sterlp. 78,09000 78,29000 78,62900
Kan. dollari 37,82500 37,92200 37,69500
Dönsk kr. 6,48730 6,50400 6,50400
Norsk kr. 6,73770 6,75500 6,77120
Sœnsk kr. 7,21230 7,23080 7,23700
Fi. mark tO,51930 10,54630 10,52100
Fr. franki 7,34020 7,35900 7,36240
Belg. franki 1.18990 1,19300 1,19170
Sv. franki 29,58580 29,66170 29,60960
Holl. gyllini 22,09940 22,15610 22.13460
V-þ. mark 24,96130 25,02530 25,00000
ít. líra 0,03349 0,03357 0,03366
Austurr. sch. 3,54750 3.55660 3.55430
Port. escudo 0,30330 0,30410 0.30520
Sp. peseti 0,37570 0,37660 0,37810
Jap. yen 0.34166 0.34253 0.34767
frskt pund 66,73900 66,91000 66,90300
SDR (Sérst.) 60.17520 60,32950 60.40430
ECU, evr.m. 51,70530 51,83790 51,85850
Tollgengi fyrir september er sölugengi 29. ágúst. Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70.
Athugasemd frá
Dansráði íslands
VEGNA fréttar í Morgunblað-
inu 1. september undir fyrir-
sögninni „Dansskólar ætla að
sækja um undanþágu" vill
Dansráð íslands koma eftirfar-
andi athugasemd á framfæri.
„Fréttamaður hafði ekki sam-
band við neinn úr stjóm Dansráðs
íslands vegna þess fundar sem
haldinn var í ráðinu miðvikudaginn
31. ágúst, enda hefði hann þá
fengið önnur svör eftir að fundur-
inn var haldinn.
Á fundi ráðsins var aftur á
móti samþykkt einróma að beina
þeim tilmælum til allra danskenn-
ara innan samtakanna að virða
landslög og á meðan verðstöðvun
er f landinu verði gjaldskrá dans-
skólanna eins og hún var sl. vor
þegar flestir dansskólar luku vetr-
arstarfinu.
Dansráð íslands mun því ekki
Slys á Kleppsvegi
Umferðarslys varð við Klepps-
veg 18 í hádeginu í gær. Ekið
var á gangandi vegfaranda og
lenti bíllinn sem það gerði síðan
í árekstri við annan.
Gangandi vegfarandinn og öku-
maður annasrs bflsins voru fluttir
á slysadeilc, talsvert slasaðir.
leggja inn beiðni til Verðlagsstofn-
unar um undanþágu frá verðstöðv-
un eins og fram kom í frétt blaðs-
ins og við hörmum vinnubrögð
fréttamanns að hafa ekki leitað
nánari upplýsinga, en þessi frétt
var aðeins til að villa um og skaða
danskennsluna í landinu. Þar að
auki var engin ástæða til umfjöll-
unar um þetta mál á þessu stigi
því enginn dansskóli var búinn að
auglýsa starfssemi sína fyrir kom-
andi vetur.“
(Athugasemd ritstj.)
í frétt blaðsins var haft eftir
skólastjóra Nýja dansskólans að
Dansráð íslands myndi „væntan-
lega leggja fram beiðni um undan-
þágu frá verðstöðvuninni." Blaða-
maður taldi eKki ástæðu til að
rengja þetta, enda var ekki fullyrt
að beiðni yrði lögð inn. Ekki var
sagt eða gefíð í skyn í fréttinni
að danskennarar hygðust ekki
virða landslög. Tilgangur fréttar-
innar var ekki að „villa um og
skaða danskennsluna í landinu,"
heldur að forvitnast um viðbrögð
þeirra sem verðstöðvunin kemur
harðast niður á.
Fyrirsögn fréttarinnar er óná-
kvæm, þar hefði átt að standa
„íhuga" í stað „ætla“.