Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. 'SEPTÉMBER 1988 “fc31 Starfsmannafélag ríkisstofnana: Athöfnum ríkisstjórn arinnar mótmælt ATHÖFNUM rikisstjóraar Þor- steins Pálssonar er mótmælt harð- lega f ályktun stjórnar Starfs- mannafélags ríkisstofnana Era þær sagðar ráðleysislegar og fela í sér kjaraskerðingu. Stjórn Starfsmannafélagsins varar einn- ig við þeirri leið, er ráðgjafar- Hártísku- sýning á Hótel Islandi Hártískusýning verður haldin á Hótel íslandi sunnudaginn 4. sept- ember á vegum Sambands hár- greiðslu- og hárskerameistara til styrktar landsliðum félaganna. Húsið opnar kl. 20.00 fyrir gesti en sýningin hefst kl. 21.00. Alls taka 15 stofur þátt í sýning- unni og verða landsliðin kynnt í hléinu. Nokkur innflutningsfyrirtæki á hársnyrtivörum hafa styrkt sýning- una með auglýsingum og gjöfum sem verða notaðar í spennandi happ- drætti. Allir eru velkomnir á sýninguna. (Fréttatilkyiming) nefnd ríkisstjórnarinnar vísar á. Fer ályktun stjórnarinnar hér á eftir. Stjórn Starfsmannafélags ríkis- stofnana mótmælir harðlega ráðleys- islegum athöfnum ríkisstjómar Þor- steins Pálssonar, sem ítrekað hefur með ráðvilltum athöfnum sínum og/eða athafnaleysi stórskert lífskjör launþega. Með 25% matarskatti frá áramótum, 12 til 16% gengisfellingu og afnámi samningsréttar launþega, fannst lausnin á efnahagsvanda þjóð- arinnar í bytjun júní sl. Nú skömmu síðar stendur hnípin stjóm frammi fyrir þjóðinni og krefst aðhalds, ábyrgðar og fóma af launþegum, eftirlaunafólki og öryrkjum. Stjóm SFR varar alvarlega við þeirri leið, er ráðgjafamefiid ríkis- stjómarinnar vísar á, þar sem krafist er fóma fjöldans í þágu forstjóraveld- is og eignabraskara landsins. Stjóm félagsins mótmælir gagns- lausum gengisfellingum og milli- færslu fjármuna frá almenningi í botnlausa hít stjómleysisins. I stað aðfarar að almennum tekj- um og afkomu ber stjómvöldum að skattleggja hálaunahópa, vaxtatekj- ur fjármagnseigenda og stöðva óþarfa fjárfestingu í glerhöllum stjómsýslu og verslunar. (Fréttatilkynning) Bókagerðarmenn álykta gegn ríkisstjórninni STJÓRN Félags bókagerðar- manna hefur sent frá sér ályktun, þar sem ríkisstjórain er fordæmd fyrir sfendurteknar árásir á kjör verkafólks og að hafa svikið fyrir- heit sfn frá sfðustu kjarasamning- um. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á stjómarfundi Félags bókagerðar- manna þann 29. ágúst 1988: Félag bókagerðarmanna mótmæl- ir harðlega síendurteknum árásum ríkisstjómarinnar á launakjör og lífsafkomu verkafólks. Jafnframt er rfkisstjómin harðlega fordæmd fyrir að svflg'a þau fyrirheit um ábyrgð, er hún gaf við gerð síðustu lcjara- samninga. Með þessum aðgerðum hefur ríkis- stjómin sjálf opinberað eigin svik- semi og sýnt algert ábyrgðarleysi og vanhæfni í starfi. (Fréttatilkynning) Námskeið um öruggara kynlíf Kynfræðslustöðin heldur f dag námskeið um öruggara kynfíf á Holiday Inn hótelinu við Sigtún. Námskeiðið ber yfirskriftina Ör- uggt kynlíf: Gott og spennandi. A námskeiðinu verður aðallega flallað um möguleika einstaklings til að lifa ömggu og góðu kynlífi. Leið- beinandi er Jóna Ingibjörg Jónsdótt- ir, kynfræðingur. Hún er hjúkrunar- fræðingur að mennt en hefur sér- hæft sig í kynfræðslu. Gestir við opnun nýrrar álmu við Engidalsskóla í Hafnarfirði. Árni Hjörleifsson, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, af- hendir Hjördísi Guðbjörnsdótt- ur, skólastjóra Engidalsskóla, skjöld með lykli að nýrri við- byggingu Engidalsskóla. Morgunblaðið/KGA Ný álma tekin í notk- un við Engidalsskóla NÝ álma var tekin f notkun við Engidalsskóla í Hafnarfirði 1. september síðast Iiðinn. í fram- haldi af stækkun skólans mun tveimur árgöngum bætt við í kennslu. Næsta vetur sækja þvf böra á aldrinum 6 til 12 ára nám við skólann. í viðbyggingunni, sem er tæp- lega 600 fermetrar að stærð, em 2 almennar kennslustofur, trésmíðastofa, kennslueldhús, stofa fyrir handmennta- og tón- menntakennslu og aðstaða fyrir heilsugæslu. Opna má á milli hinna almennu kennslustofa og nota þær sem sal. Um 360 nemendur verða í Engidalsskóla í vetur. Börnum hefur fiölgað mjög í Norðurbæn- um í Hafnarfirði undanfarin ár. Mikil þrengsli hafa verið í Víði- staðaskóla en þar em 900 nem- endur. Að sögn Áma Hjörleifsson- ar, formanns fræðsluráðs Hafnar- fjarðar, þótti ekki æskilegt að stækka Víðistaðaskóla frekar og var því gripið til þess ráðs að bæta tveimur árgöngum við í Engidalsskóla. Byggðaverk hf. sá um fram- kvæmdir við bygginguna, sem hófust í mars á þessu ári, og Áhaidahús Hafnarfjarðar sá um frágang lóðar. Morgunblaðið/Ingólfur Friðgeireson Sigurlið Austra frá Eskifirði, sem varð efst í E-riðli 4. deildar og er búið að endurheimta sœti sitt í 3. deild, sem þeir féllu úr f fyrra. Uppskeruhátíð hjá Austra á Eskifirði Stefán Gíslason markakóngur félagsins Eskifirði. Píanó- tónleikar í Gerðubergi NÍNA Margrét Grfmsdóttír píanóleikari mun halda tón- leika í Gerðubergi sunnudag- inn 4. september kl. 20.30. A efnisskránni em verk eftir Bach, Mozart, Chopin og De- bussy. Nlna Margrét lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 1985. Hún hlaut styrk frá British Council til framhaldsnáms í London og lauk „LGSM performance“-prófi á þessu ári. Hún mun ennfremur ljúka mastersprófi í píanóleik frá City University í London á næsta árí. (Fréttatilkynning) Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Knattspyrnudeild ungmenna- félagsins Austra frá Eskifirði hélt nýlega uppskeruhátfð sfna eftir lok knattspyrnuúthaldsins í sumar. Leikmönnum voru færð- ar viðurkenningar fyrir góða ástundun og framfarir í sumar, auk þess sem besti leikmaður í hveijum flokki fékk afhenta við- urkenningu. Viðurkenningu fyrir mestu fram- farir og ástundun fengu Finnur Einarsson í 6. flokki, Páll Snorrason í 5. flokki, Guðgeir Siguijónsson í 3. flokki og Vignir Stefánsson í meistaraflokki. Bestu leikmenn sumarsins vora Stefán Gíslason í 6. flokki, Valur Gíslason í 5. flokki, Sigurður Magn- ússon í 3. flokki og Kristján Svav- arsson í meistaraflokki. Þá fengu allir þeir sem æft höfðu með 6. flokki í sumar sérstakt þakkar- og viðurkenningarskal. Að endingu var síðan útnefndur markaóngur félagsins en hann var Stefán Gíslason í 6. flokki, sem skoraði 19 mörk fyrir Austra í sum- ar. - Ingólfur Berjaspretta með seinna mótiá Snæfellsnesi Stykkishólmi. Berjaspretta virðist ætla að verða mikil hér í nágrenni Stykk- ishólms. Berjatínsla er þó ekki hafin að neinu ráði en berin þroskast ekki eins fljótt og í fyrra en þá var byijað að tína mjög þroskuð ber fyrstu dagana í ágúst. Krækiber em óvenjumikil og ekki lengi verið að tína hvem pott með beijatínu. Aftur á móti hafa bláber- in ekki náð fullum þroska. Kartöflur hafa sprottið vel og þegar er farið að taka þær upp til matar. Margir hafa garða þar sem bæði kartöflur, rófur og kál vaxa. Er mikil búbót að slíku. — Arni Gunnar messar í kapellu Háskólans Séra Gunnar Bjömsson messar í Háskólakapellunni á sunnudag. Hefst guðsþjónustan klukkan 11.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.