Morgunblaðið - 03.09.1988, Page 32

Morgunblaðið - 03.09.1988, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 Formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Staða landbúnaðar- ins í Eyjafirði góð Þarf þó að minnka sauðfjárræktun og koma á framleiðslustýringu í kartöfhirækt „I heildina séð er staða land- búnaðar í Eyjafirði góð bæði vegna landgæða með tilliti til hinna hefðbundnu búgreina og nálægðar við markaðinn," segir Pétur Helgason á Hranastöðum formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Morgunblaðið ræddi við Pétur um horfur í landbúnaði á svæði Búnaðar- sambandsins, nú þegar sumri er tekið að halla. Pétur segir þó að sauðfjár- og refarækt standi illa og að nauðsynlegt sé að kaupa út úr framleiðslu hluta af sauðfjárbúum til þess að forð- ast hrun í greininni. Þá segist Pétur vonast til að takist að koma á framleiðslustýringu í kartöflurækt, en nefnd vinnur nú að því máli. „Það sem ég hef að segja um landbúnaðarframleiðsluna á þessu svæði, gildir raunar um landið allt,“ segir Pétur. „Staðan í naut- griparækt er nokkuð góð eins og reyndar er á öllu landinu. Náðst hefur jafnvægi á milli framleiðslu og markaðar og sala afurða hefur aukist, þannig að menn eru nokkuð sáttir við stöðuna. Sauðfjárræktin stendur frekar höllum fæti hér eins og í öðrum Séð yfir Svalbarðsströnd, til Akureyrar og fram Eyjafjörð. Fundur um fram- tíðarsvæði Háskól- ans á Akureyri Háskólinn á Akureyri og Skjöldur, Félag áhugamanna um Háskólann á Akureyri, boða til almenns fundar um framtíðar- svæði háskólans í dag, laugar- dag, klukkan 14.00. Fundurinn verður haldinn i húsi Verk- menntaskólans við Þórunnar- stræti, gamla Iðnskólahúsinu. Ýmsir arkitektar Akureyrarbæj- ar og sérfræðingar um skipulags- mál verða, bæði að sunnan og norð- an. Að loknum erindum verða al- mennar umræður. Haraldur Bessa- son rektor Háskólans á Akureyri sagði í samtali við Morgunblaðið að engar fastmótaðar hugmyndir væru um framtíðarsvæði skólans, heldur væri eingöngu verið að hrinda umræðunni af stað með fundinum í dag. „Því fyrr sem byrj- að verður á að ræða þessi brýnu mál, því betra bæði fyrir skólann og bæjarfélagið," sagði rektor. héruðum landsins. Sala afurða hefur dregist saman og ef ekki tekst að hreinsa upp verulegan hluta af þeirri framleiðslu sem nú er í gangi, þá er jafnvel fyrirsjáan- legt hrun í sauðfjárræktinni. Mjög nauðsynlegt er að geta keypt út töluverðan hluta af þeirri fram- leiðslu sem nú er í gangi. Grassprettan hefur verið með eindæmum góð í sumar og hey- fengúr hlýtur að vera mikill og gæðin að sama skapi. Kartöfluræktin beið mikið af- hroð á síðastliðnu ári vegna mikill- ar uppskeru og einnig vegna þeirr- ar ringulreiðar sem er í sölumálum kartöflubænda. Nú vinnur reyndar nefnd að því að koma á fram- leiðslustýringu og vonandi tekst það. Uppskeruhorfur í haust eru þokkalegar. Hún verður ekki mikil og það er gott fyrir kartöflurækt- ina. Staðan í alifuglarækt hefur ver- ið frekar slæm nú undanfarið vegna óstjómar og frjálsrar sam- Fiskverkunar fy r irtæki á Laugum stofnað Hósavík. NÝTT hlutafélag, Laugafiskur, var stofnað að Laugumí Þingeyj- arsýslu 1. september sl. Stofn- endur eru Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Útgerðarfélag Akur- eyringa, Kaldbakur á Grenivík, Reykdælahreppur og Byggða- sjóður. Félagið kaupir af Byggðasjóði áður eignir Stokkfisks hf. á Laug- um og mun reka áfram þá starf- semi sem Stokkfiskur rak þar — þurrkun þorskhausa fyrir Nígeríu- markað. Hausamir eru þurrkaðir við hverahita og eru nú mjög góð markaðsvara sem vel hefur gengið að selja til Nígeríu þótt erfiðlega hafi gengið að selja þangað skreið. Við þetta fyrirtæki hafa starfað 10—15 manns og mikilsvert er fyr- ir Reykdæli að þessi starfsemi legg- ist ekki niður. Þar að auki nýtist þama heitt vatn frá hitaveitu hreppsins. Hlutafé hins nýja félags em 10 milljónir. Stjóm þess skipa Sigurður Viðar Sigmundsson formaður, Gísli Konráðsson, Tryggvi Finnsson, Knútur Karlsson og Guðmundur Guðmundsson. Undanfarið hefur Fiskiðjusamlag Húsavíkur haft verkunaraðstöðuna á leigu en hið nýja félag tekur við rekstrinum nú um mánaðamótin. Fiskiðjusamlag Húsavíkur mun a.m.k. fyrst um sinn sjá um fram- kvæmdastjóm og bókhald. — Fréttaritari keppni, en á síðastliðnum vetri náðu alifuglabændur stjóm á sinni framleiðslu, þannig að von er til þess að staða alifuglaræktar verði betri í framtíðinni. Þokkalega hefur gengið í svína- rækt og engar birgðir em fyrir- liggjandi nú, en útlit er þó fyrir veruiega framleiðsluaukningu á næstu mánuðum. Allir vita hver staðan er í loð- dýrarækt. í refaræktinni er hún mjög slæm, en minkaræktin er svona við núllið og þar fyrir ofan,“ sagði Pétur Helgason að lokum. Fjórðungssamband Norðlendinga: 30. fjórðungsþingið sett að Húnavöllum Þrítugasta fjórðungsþing Fjórðungssambands Norðlend- inga var sett í Húnavallaskóla í gær, en sambandið eru samtök sveitar- og sýslufélaga á Norður- landi. Níu tillögur liggja fyrir þinginu að þessu sinni. Aðaimál þingsins eru lífið á landsbyggð- inni og landsbyggðin i fréttum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra flytur ræðu um verkefni í sveitaratjórnarmálum og ný viðhorf í félagsmálaráðu- neytinu, meðal annars jafnréttis- mál og endurskoðun húsnæðis- lánakerfisins. Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri fjallar um kosti lands- byggðar með tilliti til nútíðar og framtíðarsýnar. Marteinn Friðriks- son framkvæmdastjóri flallar um þýðingu landsbyggðar m.a. fyrir undirstöður efnahagskerfisins og um framlag landsbyggðar til þjóð- arbúsins. Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri ræðir um menninguna á landsbyggðinni og hlut hennar í þjóðmenningu og þátt í menningar- sköpun. Um síðara aðalmál þingsins, landsbyggðin í fréttum, flytur Markús Öm Antonsson útvarps- stjóri ávarp um Ríkisútvarpið, stöðu þess og hlutverk. Jónas Kristjáns- son ritstjóri DV ijallar um fjölmiðla og hlutverk þeirra og Bragi V. Bergmann ritstjóri á Degi íjallar um fjölmiðlun á Norðurlandi. Af hálfu heimamanna verða þeir Magnús Ólafsson blaðamaður Feykis í Húnaþingi og Jóhannes Siguijónssson ritstjóri Víkurblaðs- ins á Húsavík í forsvari. Þinginu lýkur í dag. Verslun á tveimur hæöum sími 26100 Akureyri BÖKVAL TÆKNIBYLTING + NY HONNUN * 35% VERÐLÆKKUN með: Þremurtímum, dagatali og vikudegi (á þremurtungumálum) niðurteljara, skeiðklukku, vekjara o.fl. □ □ TISSOT fworimer Hágæða úr * a 3.950 kr. •15 JÓN BJARNA80N & CO Kaupvangsstræti 4, Akureyri. S: 96-21475.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.