Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 54
54
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
Sigurjón Kristjánsson eins og
hann kom ljósmyndara France Foot-
ball fyrir sjónir.
ÍPfÖMR
FOLK
■ LITMYNDIR af Valsmönn-
um prýða síður 2 og 3 í nýjasta
hefti hins virta tímarits France
FootbaJl, en Valsmenn verða sem
kunnugt er andstæðingar frönsku
meistaranna Mónakó í fyrstu um-
ferð Evrópukeppni meistaraliða.
Liðin mætast á Laugardalsvelli á
þriðjudaginn. Á myndunum sjást
Siguijón Kristjánsson (í bygging-
arvinnu), Ingvar Guðmundsson og
Jón Grétar Jónsson í leik og síðan
er stór mynd af Atla Eðvaldssyni
í baráttu við Víkingana Björn
Bjartmarz og Andra Marteins-
son.
■ ARSENE Wenger, þjálfari
Mónakó-liðsins, kemur til landsins
í dag til að fýlgjast með leik Vals
og Víkings í 1. deildinni. Lið hans
kemur hins vegar ekki til landsins
arr en á morgun.
LIAM Brady, írski knatt-
spymumaðurinn sem missti af EM
í knattspymu, verður aftur með
irska landsliðinu í leik þess gegn
N-írum 14. september. Það verður
fyrsti leikur liðanna í undankeppni
HM.
■ BELGÍSKI landsliðsmark-
vörðurinn í knattspyrnu, Jean-
Marie Pfaff, sem lék síðustu ár
með Bayern MUnchen en kunni
ekki við sig sem varaskeifa í her-
búðum liðsins, hefur loks ákveðið
að taka tilboði belgíska félagsins
Lierse um að leika með því. Nokk-
ur lið voru á höttunum eftir honum,
þar á meðal Wimbledon á Eng-
landi. Fyrsti leikur Pfaffs með lið-
inu verður 10. september gegn FC
Brugge. „Ég er viss um að 5.000
fleiri áhorfendur en venjulega koma
á leikinn — bara af því að ég verð
með!“ sagði hann í gær. Pfaff á
64 landsleiki að baki.
■ FH-DAGURINN verður haldinn
hátíðlegur á Kaplakrikavelli í
Hafnarfirði á morgun, sunnudag,
og hefst kl. 14:00. Hann átti að
/fara fram um síðustu helgi en var
no trocf qm
■ REYKJA VÍKURMÓTIÐ í
tennis verður haldið dagana 8.-1 L
september á Víkingsvöllunum í
Fossvogi. Þátttöku þarf að tilkynna
til Tennisklúbbs Víkings fyrir kl.
18:00 þriðjudaginn 6. september.
Sífeltt erfiðara
að skara fram úr
í knattspymu
Franz Beckenbauer.
NÝLEGA var ég staddur í
Tókýó. Þar vildu Japanirnirfá
að heyra allt sem ég gœti
sagt þeim um knattspyrnu.
Hvert smáatriði. „En þið vitið
nú þegar svo mikið,“ sagði
ég við asísku knattspyrnu-
þjálfarana, þeim til hróss.
Þeir höfðu farið til Evrópu tii
að fylgjast með Evrópu-
keppninni, og þá krufið hvern
einasta leiktil mergjar. Auk
þess eru útsendíngarfrá
knattspyrnuleikjum okkar
fastir liðir í dagskrám japan-
skra sjónvarpsstöðva.
Ifyrirlestrum mínum ræddi ég
við Japanina um hvað fram-
undan væri á næstu mánuðum
og árum. Við verðum að horfast
í augu við það að sífellt erfiðara
verður að skara fram úr í knatt-
spyrnu. Af því leiðir að við verðum
að miða þjálfun okkar við það að
munurinn á styrk knattspymuliða
fer stöðugt minnkandi, og leik-
hraðinn vaxandi.
Þessi jöfnuður í styrk liðanna
kom berlega í ljós í Evrópukeppn-
inni — sem var gífurleg hvatning
fyrir alþjóða knattspymu og einn-
ig stöðugt umræðuefni knatt-
spymuunnenda í Suður-Ameríku,
Bandaríkjunum, arabaríkjunum,
Afríku og um alla Asíu.
Heimsmeistarakeppnin
Keppnin í undanrásum fyrir
heimsmeistarakeppnina á Ítalíu
árið 1990 verður ekki síður spenn-
andi en Evrópukeppnin.
Það var svo sem auðvitað að
við Vestur-Þjóðverjar lentum þar
í erfiðasta riðlinum. í þeim riðli
em Hollendingar, sigurvegarar
Evrópukeppninnar, auk okkar, en
við komumst í undanúrslit þeirrar
keppni. En einungis sigurlið hvers
riðils er öruggt um að öðlast rétt
til þátttöku í úrslitakeppninni.
Fáránlegt. Svo er það Wales,
þriðja liðið í riðlinum, með sína
frábæru sóknartvennu, Ian Rush
og Mark Hughes, auk Nevilles
Southall, sem er markmaður á
heimsmælikvarða — lið sem er í
hópi þeirra beztu.
Þjálfari Wales-liðsins er Terry
Yorath, sem áður var eitilharður
vamarleikmaður. Þegar ég lék
með Bayem-liðinu í úrslitaleik
Evrópubikarkeppninnar árið 1975
gegn Leeds — sem við unnum 2-0
— knébraut Yorath varnarleik-
mann okkar, Bjöm Andersson,
eftir aðeins tveggja mínútna leik.
Fyrir úrslitaleiki síðustu Evrópu-
keppni sigraði Wales lið Ítalíu
1-0. Það segir sína sögu. Að mínu
áliti er Wales sterkara en öll liðin
í 1. riðli — lið Danmerkur, Búlg-
aríu, Rúmeníu og Grikklands. Eg
vona bara að þessi fjögur lið skipti
vel með sér stigunum svo að lið
Franz Beckenbauer, lengst til vinstri, í úrálitaleik heimsmeistarakeppninnar 1974. Það er Johan Cruyff sem
sækir að markverði þýska liðsins, Sepp Maier. Cruyff og Beckenbauer eru í hópi bestu knattspymumanna sögunnar
— en Beckenbauer segir í grein sinni að sífellt sé erfíðara að skara fram úr í knattspymunni.
Franz
Becken-
bauer
skrifar
fyrir
Morgun-
bladid
númer tvö í okkar riðli eigi meiri
líkur á að komast í úrslitakeppni
Heimsmeistarakeppninnar.
Finnar verða fyrstu mótheijar
okkar í undanrásunum fyrir
Heimsbikarinn. [Þess skal getið
að greinin er skrifuð fyrir þá við-
ureign, sem er nýlokið: Vestur
Þjóðverjar sigruðu 4:0]. Lið þeirra
er dæmigert fyrir þann aukna
jöfnuð sem kominn er á styrkleika
knattspumuliða. Þeir hafa lengi
verið annað og meira en smástimi
í knattspymunni. Það sýndu þeir
í undanrásum fyrir Evrópukeppn-
ina þegar þeir burstuðu lið Tékkó-
slóvakíu 3-0 og stöðvuðu fram-
göngu Wales með jafntefli, 1-1.
Svo það er engin óþarfa svartsýni
hjá mér þegar ég held því fram
að þessi fyrsti leikur gegn Finnum
verði okkur sá erfíðasti. Jaftivel
erfiðari en leikur risanna þegar
Vestur-Þjóðveijar mæta Hollend-
ingum í Múnchen 19. október.
AIK getur garzt
Í riðli nr. 2 — með liðum Eng-
lands, Póllands, Svíþjóðar og Alb-
an(u — er einnig erfítt að spá
hvað gerist, því eins og áður sagði
getur aðeins efsta liðið reiknað
með öruggu sæti í úrslitum, og
nú er lið Svía komið í fremstu röð.
Reyndar, þegar ég hugsa um
það, má segja að varla séu lengur
til nein smástimi í knattspym-
unni. í norðri eru það ekki aðeins
lið Svía og Finna sem hafa látið
til sín taka, heldur einnig lið Norð-
manna. í Evrópukeppninni unnu
Norðmenn fyrrum Evrópumeist-
ara Frakka frá 1984 2-0, og
Frakkar glötuðu þannig tækifær-
inu til að veija titilinn fyrr en
reiknað hafði verið með. Og nú í
júlí sýndu Norðmenn góðan leik
gegn Brasilíu, en þeim leik lauk
með jafntefli, 1-1. Skandinavía
er því komin á blað í knattspyrn-
unni.
Lið íslands og Tyrklands eru
einnig orðin sterk, Einu liðin sem
hugsanlega mætti kalla smástimi
em lið Lúxemborgar, Möltu og
Kýpur — þótt öil þijú gætu hæg-
lega bmgðið fæti fyrir risana.
Nýhafíð keppnistímabil í vest-
ur-þýzku knattspymunni getur
reynzt fullt eins spennandi og
undanrásirnar í Heimsmeistara-
keppninni. Aldrei fyrr hafa jafn
mörg lið komið til greina sem
hugsanlegir sigurvegarar, og
aldrei fyrr hefur óvissan verið jafn
mikil. Þijú lið hafa skipað sér (•
fomstusveitina með stjömuliði
Bayem Múnchen og bikarhöfun-
um Werder Bremen. Fyrst má þar
telja UEFA-bikarhafana Bayer
Leverkusen með nýja þjálfarann
sinn, Rinus Michels, sem leiddi
Hollendinga til sigurs í Evrópu-
keppninni. Auk þess koma svo
Stuttgart, með hollenzka þjálfar-
ann Arie Haan, og FC Köln.
Rólegra' verður í fyrstu umferð
Evrópukeppni bikarhafa, og
engra stórátaka að vænta í byij-
un. Þó verður athyglisvert að sjá
hvemig bikarhöfum okkar, Werd-
er Bremen, gengur gegn austur-
þýzku bikarhöfunum, Dynamo
Berlin. Sá leikur verður fyrsta
al-þýzka meistarakeppnin.
Af öllu þessu er ljóst að næstu
vikumar hafa mikið upp á að
bjóða í Evrópu. Hvað sjálfan mig
varðar þykir mér verst að æ fleiri
góðir knattspymumenn kjósa að
leika á Ítalíu. Þeir Lothar Mattha-
eus og Andreas Brehme hafa nú
fylgt í fótspor Rudi Völlers (AS
Roma) og Thomas Bertholds
(Heilas Verona) og gengið til liðs
við Inter Mílanó. Eg verð að sætta
mig við ákvarðanir leikmanna sem
vilja vinna fyrir háum launum.
En það torveldar nokkuð starf
mitt hjá landsliðinu.
[_) ; M., rfl*
i.1 - Ccj.* I
HAPPDRÆTTI
5 Ford Bronco - 40 Fiat Uno
Dregið 12. september.
Heildarverömœti vinninga 21,5 milljón.