Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 Málefni fatlaðra: Ný úrræði í atvinnu- málum fatlaðra Víða á Norðurlöndum eru verndaðir vinnustaðir deildaskiptir eftir frainleiðslugetu starfsmanna, sem er mjög misjöfn. Á myndinni eru leiðbeinandi og starfsmaður á slíkum stað í Nakskov i Danmörku. Betri heilsa meö góóum vítamínum í Tóró 25 eru 15 vítamín og 10 steinefni í réttum hlutföllum. Eitt hylki gefur fullan dag- skammt allra helstu vítamína og steinefna. Tóró 25 er e.t.v. besta fáanlega fjölvítamíniö, hvaö varðar verö og gæöi. jh€tóró Þessir fjórir afoxarar, selen, E og Cvítamín og /3-karótín (for- veri A vítamíns) eyða óæskileg- um sindurefnum í fæðu og sígarettureyk og eru álitin góð krabbameinsvörn. Margir nær- ingarfræðingar telja þetta heppilegustu bætiefnasam- setningu á markaðinum í dag. Hollar fjölómettaðar fitusýrur fyrir hjarta og æðakerfi. Ekkert annað lýsisþykkni á islandi er jafn ríkt af omega-3 fitusýrum, þÆ. 50% innihald af EPA og DHA. Hylkin innihalda ekki A og D vítamín. Gerið verðsamanburð. eftirÁstuM. Eggertsdóttur Að eiga sitt eigið heimili, stunda vinnu eða sækja skóla, fara í sum- arfrí, stunda áhugamál og hvað- eina sem eðlilegt þykir í samfélagi manna gegnir veigamiklu hlut- verki í allri féiagsmótun og mótun sjáifsmyndar manneskjunnar. Þetta eru sjálfsagðir hlutir fyrir venjulegt fólk en til skamms tíma þótti það ekki fyrir þá sem voru upp á aðra komnir vegna andlegr- ar eða líkamlegrar fötlunar. Sú breyting sem orðið hefur á viðhorfí almennings í okkar vest- ræna menningarsamfélagi til mik- ilvægis eðlilegra lífsskilyrða fyrir fatlaða hefur leitt til lagasetninga af hálfu Alþingis íslendinga þar sem hugsjónin um jafnrétti til sömu lífsgæða handa fötluðum á við aðra þjóðfélagsþegna er lög- bundin. Fjölbreyttar lausnir þarf í atvinnumálum fatlaðra Atvinnumál eru stór og mikil- vægur þáttur í lífí fatlaðs fólks þar sem vinnan er homsteinn sjálfstæð- is og sjálfsbjargar. Áriðandi er að vel takist til við þær úrbætur sem stjómvöld hlutast til um að koma á fót en þau hafa nýlega lýst því yfír að vemdaðir vinnustaðir (svo og sambýli) hafí forgang fram yfír önnur úrræði í þeirri uppbyggingu á stofnunum fyrir fatlaða sem hafín er. Víða á Norðurlöndum hafa vemdaðir vinnustaðir gegnt þýðing- armiklu hlutverki í samfelldri þjón- ustukeðju við fatlaða og er almennt talið að starfsemi af slíku tagi sé nauðsynlegur hlekkur í þjón- ustunni. Þeir em yfírleitt deilda- skiptir eftir framleiðslugetu starfs- mannanna, sem er mjög misjöfn, allt frá því að geta afkastað eðlilegu dagsverki til þess að geta lítið unn- ið. Margir hafa gagnrýnt lög um málefni fatlaðra og bent á ýmis vandkvæði við að framfylgja þeim. Eitt atriði er að lögin em „stofnana- lög“, þ.e. þau gera ráð fyrir að vandamál fatlaðra verði aðallega leyst með því að koma á fót sérstök- um stofnunum en ekki í venjulegu umhverfí. Starfsemi vemdaðra vinnustaða hér á landi hlýtur að miðast við íslenskt atvinnulíf og aðstæður á vinnumarkaðinum á hveijum tíma. Fatlað fólk er stór hópur ólíkra einstaklinga á öllum aldri með mis- munandi vandamál allt eftir að- stæðum og eðli fotlunar hvers og eins. Lausnir verða því að vera ijöl- breyttar í samræmi við mismunandi þörf fyrir aðstoð og þjónustu. Sum vandamál fatlaðra verða ekki leyst á annan hátt en á sérstofnunum, en það em tiltölulega fá undantekn- ingartilfelli miðað við fjölda fatl- aðra. Almennt atvinnuástand hér á landi þar sem atvinnuleysi er svo til óþekkt gefur fötluðu fólki sem er nokkuð sjálfbjarga meiri mögu- leik á að fá vinnu á almennum vinnumarkaði en víða annars staðar í nágrannalöndunum. Þess vegna eru allt aðrar forsendur fyrir því hér að koma á fót vemduðum vinnu- stöðum en annars staðar þar sem lítil von er til þess að fólk með skerta vinnugetu komist út á hinn almenna vinnumarkað. Fyrir hveija þarf verndaða vinnustaði? Þeir sem mest þurfa á sérstakri þjónustu vemdaðra vinnustaða að halda em þeir sem fatlaðastir em. í þeim hópi em þeir sem þurfa oft frekar á e.k. dagvistun eða afþrey- ingu að halda en vinnu í venjulegum skilningi þess orðs. Ríkisreknir vemdaðir vinnustaðir em níu á fjárlögum yfírstandandi árs, þar af þrír í Reykjavík. Aðrir vemdaðir vinnustaðir era reknir á vegum hagsmunasamtaka fatlaðra og hafa ekki fengið fastar §árveit- ingar af fjárlögum til að greiða rekstrarkostnað. Þessir vinnustaðir em ólíkir inn- byrðis og eiga fátt sameiginlegt nema nafnið og að þeir eiga að standa undir rekstri að ákveðnu marki. Þeim er eins og öðram ríkis- stofnunum úthlutað rekstrarfé sem oftast jafíigildir launa- og stjómun- arkostnaði. Að öðm leyti eiga þeir að standa undir rekstrinum sjálfír með tekjum af framleiðslunni. Í drögum að nýrri reglugerð um hlutverk vemdaðra vinnustaða er áhersla á þjónustu þeirra ekki í samræmi við þjónustuþörf fötluð- ustu einstaklinganna heldur þeirra sem skilað geta afköstum í meira eða minna mæli. Stjómendum vemdaðra vinnu- staða verður því meira kappsmál að fá þá í vinnu sem skila ein- hverri framleiðni til þess að geta Ásta M. Eggertsdóttir „Spurningn um hvar fötluðustu einstakling-- arnir fái dagþjónustu er þess vegna ósvarað þó plássum á vernduð- um vinnustöðum fjölgi ef þessar reglur verða settar. Reglur án samhengis við aðstæður og eðli vandamálanna sem þeim er ætlað að leysa snúa úrræðunum í and- hverfu sína — úrræðin verða vandamál.“ haldið rekstrinum innan fjárlaga. Afleiðingin er sú að vinnu fá þeir sem henta rekstrarfé stofnun- arinnar en hinir sitja á hakanum. Spumingu um hvar fötluðustu einstaklingamir fái dagþjónustu er þess vegna ósvarað þó plássum á vemduðum vinnustöðum fjölgi ef þessar reglur verða settar. Reglur án samhengis við aðstæð- ur og eðli vandamálanna sem þeim er ætlað að leysa snúa úrræðunum í andhverfu sína — úrræðin verða vandamál. Stjómvöld þurfa að skýra betur markmið með starfsemi vemdaðra vinnustaða og viðurkenna fjárþörf vegna þeirra ef niðurstaðan á að verða sú að þeir eigi að þjóna þeim sem ekki komast úr á almennan vinnumarkað. Jafnhliða þarf að huga að skipu- lögðum aðgerðum til að fjölga at- vinnutækifæmm fatlaðs fólks á al- mennum vinnumarkaði. Um það verður fjallað í næstu grein. Höfundur starfaði í sjö ár sem framkvæmdastjóri Svæðisstjómar um málefni fatiaðra ÍReykja vík. **Artline gefurlmuna Merkipennar, tússpennar, glærupennar, töflutússpennar, plakatpennar, áherslupennar o.m.fl. Artline pennar fyrir alla notkun. Artline býður eitt mest selda úrval merki-og skrifpenna. I I I l I I I I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.