Morgunblaðið - 15.09.1988, Side 43
88ci íiaaMaTqas .31 auoAauTMMra ,aiöAjanuoHOM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988
43
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lára V. Júlíusdóttir, Guðrún Hansdóttir, Guðrún Ágústsdóttir og Ásthildur Erlingsdóttir, sem sæti eiga
í Framkvæmdanefnd um launamál kvenna.
Tekjur karla 64%
hærri en kvenna
MUNUR á launum karla og
kvenna hefur ekki minnkað und-
anfarin ár. Meðalatvinnutelyur
karla í fullu starfi árið 1985
voru rúmlega 64% hærri en full-
vinnandi kvenna samkvæmt
skattframtölum. Þetta kemur
fram í nýjum bæklingi Fram-
kvæmdanefndar um launamál
kvenna.
Nefndin var stofnuð árið 1983
og í henni eiga sæti fulltrúar laun-
þegasamtaka, kvennafélaga
stjómmálaflokka og aðila sem
tengjast jafnréttismálum. Tilgang-
ur nefndarinnar er að vekja at-
hygli á launakjörum kvenna og
fínna leiðir til úrbóta. Bæklingur,
sem nefndin hefur nú gefíð út og
nefnist Staðreyndir um launamál
kvenna, er gefínn út í þessu skyni.
Guðrún Ágústsdóttir, sem sæti á
í nefndinni, sagði að á undanföm-
um árum hefði almenningur sann-
Sjálfstæðismenn í Nes- og Melahverfi:
Haustferð aldraðra
FÉLAG sjálfstæðismanna í Nes-
og Melahverfi fer sína árlegu
haustferð næstkomandi laugar-
dag. Eldri borgurum hverfisins
er að vanda boðið f ferðalag og
að þessu sinni verður farið aust-
ur fyrir fjall.
Ekið verður Þrengslaveg og um
Óseyrarbrú sem Þorsteinn Pálsson,
fyrsti þingmaður Suðurlandskjör-
dæmis vígði nýlega og gaf nafn.
Farið verður síðan um Eyrarbakka
og Stokkseyri og meðal annars
komið í sjóbúð Þuríðar formanns. Á
Selfossi er boðið til síðdegishress-
ingar á Hótel Selfossi og þar mun
Amdís Jónsdóttir, varaþingmaður,
ávarpa gesti. Á heimleiðinni verður
komið í Hveragerði og Garðyrkju-
skóli ríkisins heimsóttur. Fararstjóri
verður Björg Einarsdóttir.
Þátttaka tilkynnist á skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins í Valhöll fyrir
klukkan 16 á föstudag.
(Fréttatiikynning)
FiskverA á uppboðsmörkuðum u. september.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meöal- Magn Heildar-
verð verð verö (lestir) verð (kr.)
Þorskur 50,00 42,00 47,97 24,044 1.153.468
Ýsa 83,00 55,00 73,27 2,152 157.679
Koli 47,00 47,00 47,00 1,350 63.450
Karfi 26,00 20,00 20,67 5,800 119.909
Steinbítur 27,00 27,00 27,00 0,500 13.500
Keila 15,00 15,00 15,00 2,000 30.000
Langa 25,00 25,00 25,00 0,300 7.500
Lúða 170,00 90,00 132,60 1,659 219.994
Háfur 15,00 15,00 15,00 0,003 45
Samtals 46,70 37,808 1.765.542
Selt var aðallega úr Júlíusi Geirmundssyn ÍS og Stakkavík ÁR.
1 dag veröa m.a. seld 21 tonn af karfa, 6 tonn af þorski, 1,5
tonn af löngu og 0,5 tonn af ýsu úr Keili RE og 15 tonn af þorski
úr Sturlaugi H. Böövarssyni AK.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 45,00 30,00 39,50 4,014 158.570
Undirmál 15,00 15,00 15,00 0,024 360
Ýsa 69,00 47,00 63,45 5,263 333.937
Karfi 24,50 20,00 22,69 69,288 1.572.268
Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,066 990
Steinbítur 13,00 13,00 13,00 0,060 780
Langa 15,00 15,00 15,00 0,111 1.665
Lúöa 135,00 125,00 131,10 0,196 25.695
Skarkoli 43,00 43,00 43,00 0,027 1.161
Samtals 26,51 79,049 2.095.426
Selt var aðallega úr Jóni Baldvinssyni RE. f dag veröa m.a.
seld 60 tonn af karfa úr Ottó N. Þorlákssyni RE.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 50,50 33,50 44,88 13,290 596.475
Ýsa 50,00 42,00 44,30 9,656 427.780
Ufsi 29,00 11,00 17,61 13,861 244.166
Karfi 25,00 15,00 21,04 39,971 841.134
Steinbítur 26,00 15,00 16,91 0,121 2.046
Hlýri+steinb. 23,00 20,00 21,50 0,900 19.350
Langa 30,50 30,00 30,19 1,515 45.743
Blálanga 30,00 30,00 30,00 0,252 7.560
Sólkoli 45,00 45,00 45,00 0,062 2.790
Skarkoii 35,00 35,00 35,00 0,844 29.540
Lúöa 70,00 40,00 46,00 0,100 4.600
Langlúra 15,00 15,00 15,00 0,017 255
Keila 14,50 14,50 14,50 0,053 769
Brynstirtla 1,00 1,00 1,00 0,057 57
Öfugkjafta 10,00 10,00 10,00 0,175 1.750
Skata 80,00 80,00 80,00 0,044 3.520
Skötuselsh. 358,00 358,00 358,00 0,036 12.880
Samtals 27,67 80,954 2.240.373
Selt var aöallega úr Þuríöi Halldórsdóttur GK, Fönix KE, Höfr-
ungi II GK, Geir RE og Ólafi GK.
Náttúruminjaskrá
í nýjum búningi
Náttúruverndarráð er nú að gefa út náttúruminjaskrá í fimmta
sinn, en samkvæmt lögum ber Náttúruverndarráði að kynna sér
eftir föngum náttúruminjar á landinu og semja skrá um þær. Að
þessu sinni er skráin gefin út í 5.000 eintökum og er yfir 3.000 ein-
tökum dreift til stofnana og einstaklinga um land allt. Skráin á m.a.
að berast öllum þeim sem eiga land sem er friðlýst eða skráð sem
náttúruminjar.
færst um að munur væri á launum
karla og kvenna. „Þrátt fyrir að
fólk viðurkenni þetta þá er enn
langt í land að jafnræði sé náð,“
sagði hún. „Við vonum að með
útgáfu þessa bæklings getum við
vakið athygli á bágum kjörum
kvenna og um leið hvatt konur til
að berjast fyrir sömu launum og
karlar. Það er jú ekkert ódýrara
fyrir konur að lifa en karla, svo
launamisrétti er óafsakanlegt.
Skýringar á hærri launum karla
eru margar. Þeir fá til dæmis oftar
en konur ýmsar aukagreiðslur, til
dæmis óunna yfírvinnu og bfla-
styrk.“
Við gerð bæklingsins studdist
nefndin við gögn frá Byggðastofn-
un, Kjararannsóknamefnd, fjár-
málaráðuneytinu, Sambandi
íslenskra bankamanna og Þjóð-
hagsstofnun. í honum kemur fram,
að konur ná hæstum meðaltekjum
á ársverk á aldrinum 30-40 ára.
Þá samsvara tekjur þeirra meðal-
tekjum karla 75 ára og eldri og
15-19 ára pilta. Karlar á sama
aldri voru hins vegar með miklu
hærri laun. Vinna kvenna utan
heimilis hefur vaxið úr 33% árið
1960 í rúm 80% árið 1985. At-
vinnuþátttaka giftra kvenna hefur
meira en fjórfaldast. Þá eru konur
sem starfa hjá ríki, bæjarfélögum
og bönkum hlutfallslega fjölmenn-
astar í lægstu launaflokkunum.
Hlutfall kvenna minnkar jafnt og
þétt eftir því sem ofar dregur í
launastiganum, en þesu er öfugt
farið hjá körlum.
Lára V. Júlíusdóttir, sem sæti á
í nefndinni, sagði að ein leið til að’
konur næðu sömu launum og karl-
ar væri að nýta þann möguleika
sem jafnréttislög gæfu. „Lögin eru
nú í endurskoðun og vonandi ský-
rist enn betur en áður hvemig
beita megi þeim í þessum til-
gangi," sagði Lára.
Skráin birtist lesendum nú í nýj-
um búningi, því gerðar hafa verið
verulegar breytingar á uppsetningu
hennar. í þessari útgáfu er tekin
upp sú nýbreytni, að hafa aðeins
eina skrá, sem skipt er eftir lands-
hlutum (kjördæmum). Hverjum
landshluta er síðan skipt í tvennt,
annars vegar friðlýst svæði og hins
vegar náttúruminjar.
Þá fylgir skránni nú ömefnaskrá.
Þar koma fram nöfn friðlýstra
svæða og náttúruminja og ömefni
sem notuð eru í lýsingum á mörkum
svæða.
Kortum í náttúruminjaskrá hefur
einnig verið breytt í samræmi við
uppsetningu. Áður voru í skránni
tvö kort, annað sýndi friðlýst svæði,
en hitt náttúruminjar. Þessar upp-
lýsingar hafa nú verið teknar saman
á stórt litprentað kort, sem er í
vasa aftast í skránni. Nokkurt upp-
lag af kortinu er til óbrotið og er
t.d. tilvaiið fyrir skóla og stofnanir
að eiga það þannig.
Friðlýst svæði á íslandi sam-
kvæmt náttúruvemdarlögum em
nú 69 talsins, og skiptast þannig:
2 þjóðgarðar 29 náttúmvætti
29 friðlönd 9 fólkvangar
Á náttúmminjaskrá em 273
svæði og hefur þeim fjölgað um 18
frá síðustu útgáfu.
Náttúmminjaskránni er dreift
ókeypis og fæst hún á skrifstofu
Náttúruvemdarráðs, Hverfísgötu
26.
(Fréttatilkynnwg)
Morgunblaðið/Árni Sœberg
Frá námsstefnu fræðsludeildar kirkjunnar í Norræna húsinu. Dr.
Finn Wagle í ræðustól.
Námsstefna um ferm-
ingarundirbúning
ÞRIGGJA daga námsstefnu í
Norræna húsinu á vegum ferm-
ingarstarfanefndar fræðsludeild-
ar kirkjunnar í samvinnu við
Norræna húsið lauk á miðvikudag.
Þar sem fjallað var um ferming-
una og fermingarundirbúning.
Fyrirlesarar á námsstefnunni
voru þeir dr. Wolfgang Edelstein
sem fjallaði rnn kennslufræðileg
efni, Erla Kristjánsdóttir frá
Kennaraháskólanum sem fjallaði
um unglingamenningu og dr. Finn
Wagle frá Noregi, en hann er
framkvæmdastjóri IKO, sem er
fræðsludeild kirkjunnar (Noregi.
Að sögn sr. Bemharðs Guðmunds-
sonar, fræðslustjóra kirkjunnar, var
á námsstefnunni kynnt margskonar
fermingarefni og rætt um hvemig
bæta megi ferminguna miðað við
íslenskar aðstæður.
„ Dr. Finn Wagle, sem leiðbeindi
á námsstefnunni hefur beitt sér fyrir
mjög nýstárlegum leiðum í ferming-
arfræðslunni, sem beinist ekki síst
að því að koma boðskapnum á fram-
færi til unglinganna í þeirra eigin
umhverfí og á þann máta sem þeim
er skiljanlegur. Meðal annars er þá
lögð mikil áhersla á notkun tónlistar
og sumarbúða við fermingarfræðsl-
una. Orðið fræðsla er kannski ekki
lengur aðalatriðið heldur að lifa lífi
kirkjunnar í guðþjónustu og í þjón-
ustu hennar, og að unglingamir og
foreldrar þeirra taki ríkan þátt í safn-
aðarlífinu. Vonandi verða þær hug-
myndir sem fram hafa komið héma
til þess að, gefa fermingarvinnunni
meiri lit og líf, og væntanlega verður
tekið dýpra á því þegar fram líða
stundir, en nýlega hefur verið stofn-
uð fræðsludeild kirkjunnar, sem hef-
ur þessi mál innan sinna vébanda,"
sagði sr. Bemharður.
Þátttakendur á námsstefnunni
voru nálægt fjörutíu talsins og komu
þeir alls staðar að af landinu.
Verkamannafélagið Hlíf:
Árásum á kjörin mótmælt
MORGUNBLAÐINU hefur bo-
rist eftirfarandi ályktun frá
Verkamannafélaginu Hlíf:
„Fundur haldinn í Verkamánna-
félaginu Hlíf fímmtudaginn 8.
september 1988 lýsir undrun sinni
á þeirri óskammfeilni stjórnvalda
að setja bráðabirgðalög til þess
að halda niðri lægstu laununum í
þjóðfélaginu, í stað þess að hækka
þau og jafna þannig kjör fólksins
í landinu.
Það er hrópandi mótsögn við
allt réttlæti þegar ráðherrar með
10—15-föld verkamannalaun setja
lög um skerðingu Iágmarkslauna,
sem eru undir þeim mörkum að
duga til mannsæmandi lífs.
Fundurinn mótmælir síendur-
teknum árásum stjómvalda á kjör
launafólks og skorar á þau að láta
af þeim, en stjórna landinu heldur
þannig að ekki þurfí að grípa til
neyðarráðstafana meðan mesta
góðæri sem um getur í íslandssög-
unni gengur yfír.
Fundurinn mótmælir þeirri lygi
sem stjómvöld klifa sífellt á að
rekstrarvandi fyrirtækja sé vegna
of hárra launa verkafólks. Sann-
leikurinn er sá að stjómvöld og
þá alveg sérstaklega ráðherra-
gengið sem nú situr að völdum í
þjóðfélaginu hefur með fádæma
stjómleysi og óraðsíu stuðlað að
verðbólgu og vaxtaokri sem er
orðið mörgum fyrirtækjum ofviða
vegna óeðlilega mikils fjármagns-
kostnaðar. Ríkisstjómin reynir
með öllum tiltækum ráðum að
halda þessum staðreyndum leynd-
um en kenna launum verkafólks
um efnahagsvandann.
Þessari fjandsamlegu afstöðu
stjómvalda í garð launafólks eiga
verkalýðsfélögin að mæta með því
að neita að ræða um annað en
hækkun lægstu launa og jöfnun
lífskjara í landinu."