Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 Tillögur forsætisráðherra í efnahagsmálum: Strangt verðlagsað- hald og vaxtalækkun Hér á eftir eru birtar í heild drög að tillögu að samþykkt ríkisstjóra- arinnar unj efnahagsaðgerðir, drög að bráðabirgðalögum um efnahagsaðgerðir og drög að yfir- lýsingu ríkisstjói-narinnar um að- gerðir í efnahagsmálum, sem for- sætisráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina: > Um strangt aðhald í verðlagsmálum Ríkisstjórnin felur Verðlagsstofn- un að framkvæma strangt aðhald að verðlagsþróun í framhaldi af verð- stöðvun sem ákveðin var til loka sept- ember. í því skyni skal stofnunin beita gildandi heimildum í lögum nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Breytingar á gjaldskrám ríkisfyr- irtækja skulu áfram vera háðar sam- þykki ríkisstjómarinnar, sbr. 7. gr. bráðabirgðalaga nr. 14/1988. Um lækkun vaxta Ríkisstjómin ákveður að flármála- ráðherra skuli í framhaldi af að- naldsákvörðunum í ríkisfjármálum beita sér fyrir lækkun á vöxtum á spariskírteinum ríkissjóðs á gmnd- velli fyrirliggjandi samkomulags við lánastofnanir. Ríkisstjómin ákveður að flármála- ráðherra og félagsmálaráðherra skuli beita sér fyrir endurskoðun á gild- andi samkomulagi við samtök lífeyr- issjóða með það að markmiði að vext- ir lækki á skuldabréfum Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Jafnframt ákveð- ur ríkisstjómin að til að greiða fyrir jjð samkomulag takist í þessu efni' og til að stuðla að auknu framboði lánsfjár á hinum almenna lánamark- aði og lækkun raunvaxta skuli fé- lagsmálaráðherra undirbúa löggjöf um að skylda lífeyrissjóða til kaupa á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar ríkisins verði afnumin í áföngum. Ríkisstjómin felur Seðlabankan- um í samráði við viðskiptaráðuneytið að halda áfram viðræðum við lána- stofnanir um lækkun vaxta. Leiði þær viðræður hins vegar ekki til samkomulags um vaxtaþróun sam- þykkir ríkisstjómin beina fhlutun Seðlabankans um vaxtaákvarðanir innlánsstofnana, skv. 2. mgr. 9. gr. Seðlabankalaga nr. 36/1986, til þess að viðunandi niðurstaða náist. Um beitingu heimildar til gengisbreytingar Ríkisstjómin felur Seðlabanka ís- lands að beita heimild þeirri sem bankanum var fengin í mafmánuði til að breyta gengi krónunnar um allt að 3%. Drög að bráðabirgðalögum um efnahagsaðgerðir Forseti íslands gjörir kunnugt: Forsætisráðherra hefir tjáð mér að í framhaldi af frest- un á hækkun launa og búvömverðs beri brýna nauðsyn til að ákveða aðgerðir sem leggi gmnn að stöðug- leika í efnahagslffinu og hafi m.a. að markmiði að styrkja afkomu at- vinnuvega, treysta atvinnuöryggi, draga úr verðbólgu og lækka vexti. Fyrir því em hér með sett svofelld bráðabirgðalög samkvæmt 28. grein stjómarskrárinnan 1. gr. 1. gr. bráðabirgðalaga nr. 14, 20. maí 1988, orðist svo: Laun, þ.e. launataxtar og kjara- tengdir liðir, þar á meðal kauptrygg- ing sjómanna, í síðastgildandi lqara- samningum, skulu hinn 1. júní 1988 hækka um það sem á kann að vanta 10% hækkun frá 31. desember 1987 að telja. Gildandi kjarasamningar, sem ákveða minni hækkun launa en felst í 1. mgr. þessarar greinar, breytast í samræmi við hana. Ákvæði 1. mgr. þessarar greinar raska þó ekki þeim ákvæðum gild- andi kjarasamninga, sem falið hafa í sér meiri hækkun iauna en kveðið er á um í 1. mgr., enda hafi sú hækkun komið til framkvæmda fyrir gildistöku bráðabirgðalaga nr. 74, 26. ágúst 1988. Frekari hækkun launa, kjara- tengdra liða, og hvers konar endur- gjalds fyrir unnin störf en kveðið er á um í þessari grein er óheimil á tíma- bilinu til 10. apríl 1989. Ákvæði þess- arar greinar breyta ekki reglum um starfsaldurshækkanir eða aðrar ein- staklingsbundnar launabreytingar samkvæmt þegar gildandi kjara- samningum. 2. gr. 2. gr. bráðabirgðalaga nr. 14, 20. maí 1988, orðist svo. Fjárhæðir launaliða í verðlags- grundvelli búvöru skulu ekki taka meiri hækkunum en mælt er fyrir um í 1. gr. 3. gr. 3. gr. bráðabirgðalaga nr. 14, 20. maf 1988, orðist svo: Fjárhæðir launaliða í gjaldskrám sjálfstætt starfandi sérfræðinga skulu ekki hækka meira en greinir í 1. gr. Sama gildir um hvers kyns útselda vinnu og þjónustu. 4. gr. 3. tl. 29. gr. laga nr. 46, 27. júní 1985, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breyt- ingum falli brott. 5. gr. 1. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25, 27. mars 1987, orðist svo: Dráttarvextir af peningakröfu skuiu reiknast sem dagvextir frá og með gjalddaga hennar, sé hann fyrir- fram ákveðinn, fram að greiðsludegi. 6. gr. 2. mgr. 10. gr. vaxtalaga nr. 25, 27. mars 1987, orðist svo: Seðlabanki íslands skal eigi sjaldnar en mánaðarlega reikna veg- ið meðaltal ársávöxtunar á nýjum almennum útlánum hjá viðskipta- bönkum og sparisjóðum og birta meðaltal þetta í Lögbirtingablaði ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr., og skulu þeir dráttarvextir gilda næsta mánuðinn eða uns næsta tilkynning er birt í Lögbirtingablaði. 7. gr. Almennt fiskverð samkvæmt til- kynningu Verðlagsráðs sjávarút- vegsins nr. 6, 3. júní 1988, skal gilda óbreytt til 31. janúar 1989. 8. gr. Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs er heimilt að taka lán að fjár- hæð allt að 450 milljónir króna eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. Fé þessu skal ráðstafa til greiðslu sérstakra tfmabundinna verðbóta á framleiðslu freðfisks og hörpudisks átfmabilinu 1. september 1988 til 31. janúar 1989. Þessar verðbætur skulu ákvarðaðar sem til- tekið hlutfall af fob-verði útfluttra afurða. Sjávarútvegsráðherra setur reglugerð um framkvæmd þessarar greinar, þar á meðal um greiðsluhlut- fall og greiðslutilhögun. 9. gr. Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 72, 28. maf 1969, um Verðjöfnunarsjóð fisk- iðnaðarins, skal 250 milljónum króna af innstæðu á reikningi vegna skel- flettrar rælqu í deild fyrir frystar afurðir í Verðjöfnunarsjóði fiskiðnað- arins varið til endurgreiðslu til þeirra rækjuframleiðenda, sem gert hefur verið að greiða í sjóðinn á tímabilinu 1. febrúar 1986 til 30. september 1988. Skal upphæðinni skipt milli framleiðenda í hlutfalli við það sem þeim hefur verið gert að greiða til sjóðsiiis vegna rækjuframleiðslu á framangreindu tímabili að frádregn- um verðbótum sem til falla vegna framleiðslu þeirra á sama tfmabili. Sjávarútvegsráðherra setur reglu- gerð um tilhögun endurgreiðslu sam- kvæmt þessari grein. 10. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Drög að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum Ríkisstjómin hefur í framhaldi af frestun á hækkun launa og búvöru- verðs ákveðið aðgerðir í efnahags- málum sem leggja grunn að stöðug- leika í efnahagslífinu og hafa m.a. að markmiði að styrkja afkomu atvinnuvega, að treysta atvinnuöryggi hag heimila, að draga úr verðbólgu og að lækka vexti. Gefin hafa verið út bráðabirgðalög um efnahagsaðgerðir sem taka þegar gildi. Aðgerðir ríkissfjómarinnar eru þessar Aðhald í verðlagsmálum Ríkisstjómin hefur ákveðið að fela Verðlagsstofnun að framkvæma strangt aðhald að verðlagsþróun í framhaldi af verðstöðvun sem ákveð- in var til loka september. í því skyni skal stofnunin beita gildandi heimild- um í lögum nr. 56/1978 uin verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Breytingar á gjaldskrám ríkisfyr- irtækja verða áfram háðar samþykki ríkisstjómarinnar. Fjárhæðir launaliða f gjaldskrám sjálfstætt starfandi sérfræðinga eru frystar til 10. apríl 1989. Sama gild- ir um hvers kyns útselda vinnu og þjónustu. Frysting launa Með bráðabirgðalögum er kveðið á um að samningsbundnar og lög- bundnar launahækkanir skuli frystar til 10. apríl 1989. Verðlagsgrundvöllur búvöru Með bráðabirgðalögum er kveðið á um að fjárhæðir launaliða í verð- lagsgrundvelli búvöm skuli ekki hækka á tímabilinu til 10. apríl 1989. Jafnframt er fellt úr gildi ákvæði um ársflórðungslegar hækkanir til bænda í tengslum við breytingu á verðlagsgrundvelli búvöru. Fiskverð Almennt fiskverð sem ákveðið var í júníbyijun framlengist óbreytt til 31. janúar 1989. Sérstakar tímabundnar verðbætur á frystar afurðir Allt að 450 milljónum króna, sem Qármálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs er heimilað að taka að láni, verður ráðstafað til greiðslu sér- stakra tímabundinna verðbóta á framleiðslu freðfisks og hörpudisks á tímabilinu 1. september 1988 til 31. janúar 1989. Verðbætumar skulu ákvarðast sem tiltekið hlutfall af fob-verði útfluttra afurða. Endurgreiðsla úr Verðjöfnunarsjóði til . rækjuframleiðenda Þrátt fyrir ákvæði laga um Verð- jöfnunarsjóð fískiðnaðarins verður 250 milljónum króna af innstæðu á reikningi vegna skelflettrar rækju í deild fyrir frystar afurðir í Verðjöfn- unarsjóði varið til endurgreiðslu til þeirra rækjuframleiðenda, sem gert hefur verið að greiða í sjóðinn á tíma- bilinu 1. febrúar 1986 til 30. septem- ber 1988. Verður flárhæðinni skipt milli framleiðenda í hlutfalli við það sem þeim hefur verið gert að greiða til sjóðsins vegna rækjuframleiðslu á framangreindu tímabili að frádregn- um verðbótum sem til falla vegna framleiðslu þeirra á sama tímabili. Lækkun vaxta Fjármálaráðherra mun beita sér fyrir lækkun á vöxtum á spariskír- teinum ríkissjóðs á grundvelli fyrir- liggjandi samkomulags við lána- stofnanir í framhaldi af aðhalds- ákvörðunum í ríkisfjármálum. Fjármálaráðherra og félagsmála- ráðherra munu beita sér fyrir endur- skoðun á gildandi samkomulagi við samtök lífeyrissjóða með það að markmiði að vextir lækki á skulda- bréfum Húsnæðisstofhunar rfkisins. Til að greiða fyrir að samkomulag takist í þessu efni og til að stuðla að auknu framboði lánsfjár á hinum almenna lánamarkaði og lækkun raunvaxta mun félagsmálaráðherra undirbúa löggjöf um að kaupskylda lífeyrissjóða á skuldabréfum Hús- næðisstofnunar ríkisins verði afnum- in í áföngum. Ríkisstjómin hefur falið Seðla- bankanum í samráði við viðskipta- ráðuneytið að halda áfram viðræðum við lánastofnanir um lækkun vaxta. Leiði þær viðræður hins vegar ekki til samkomulags um vaxtaþróun samþykkir ríkisstjómin beina íhlutun Seðlabankans um vaxtaákvarðanir innlánsstofnana til þess að viðunandi niðurstaða náist. Breyttur útreikningur dráttarvaxta í bráðabirgðalögunum er kveðið á um að dráttarvextir skuli reiknast sem dagvextir, en til þessa hefur verið heimilt að reikna fiilla mánað- arvexti fyrir brot úr mánuði. Bráða- birgðalögin kveða jafnframt á um að Seðlabankinn skuli reikna dráttar- vexti eigi sjaldnar en mánaðarlega. Um beitingu heimildar til gengisbreytingar Ríkisstjómin hefur falið Seðla- banka íslands að beita heimild þeirri sem bankanum var fengin í maímán- uði til að breyta gengi krónunnar um allt að 3%. Aðhald í ríkisfjármálum og lánsfjármálum Ríkisstjómin mun í framhaldi efnahagsaðgerða taka ákvarðanir um flárlög ársins 1989 sem verða afgreidd án rekstrarhalla. Lánsfjár- lög ársins 1989 munu einkennast af ströngu aðhaldi að erlendum lántök- um. Ákvarðanir á sviði lánsfjármála munu lúta að því að draga verulega saman erlendar lántökur á næsta ári, en jafnframt að skapa heilbrigða umgjörð á þessu sviði með setningu almennra reglna. Eiginfjárstaða fyrirtækja Ríkisstjómin mun undirbúa að- gerðir á gmndvelli fyrirliggjandi til- lagna til að treysta eiginfjárstöðu atvinnufyrirtækja. Einnig verða und- irbúnar breytingar á skattareglum fyrirtækja þannig að þeim verði gert kleift að fresta skattlagningu í góð- æri og flytja hagnað fram á við til að mæta hugsanlegum taprekstri sfðar. Með þessum aðgerðum verður dregið úr lántökuþörf atvinnurekstr- arins og undir hann skotið styrkari stoðum. Aðgerðir ríkisstjómarinnar koma í veg fyrir stöðvun undirstöðuat- vinnuveganna og tryggja með því atvinnuöryggi og afkomu heimila. Jafnframt er komið f veg fyrir víxlgengi verðlags og launa og gmndvöllur lagður að frekari hjöðn- un verðbólgu og lækkun vaxta. Með. þessum aðgerðum em sköpuð skil- yrði til að mæta áhrifum verðfalls á erlendum mörkuðum og samdrætti í afla mikilvægra fisktegunda. Með aðgerðunum er lagður gmnnur að auknum stöðugleika og jafnvægi sem er forsenda þess að þjóðarbúið glæð- ist nýjum þrótti og lífskjör almenn- ings batni á nýjan leik. MASÝNING í KRINGLUNNI 14.-17. SEPT. ingu á milli síma, látið vekja þig 01 svona mœtti lengi halda áfram. Almenna gagnaflutningsnetið gerir þé. kleift að sœkja uþþlýsingar úr gagna bönkum víða um heim — með tölvunn þinni — senda telex, þanta þjónustu o.fl. Komdu á símadaga í Kringlunni 14. - 17. seþtember. Þú hefur örugglega gam an af því. POSTUR OG SIMI KRINGLUNNI Hélstu uð þetta reri bara hcegt i bíómyndum ? Þú fcerð að vita allt um nýja og bráð- skemmtilega þjónustu Pósts og síma á símadögum í Kringlunni 14. -17. seþt- ember. Sérþjónustan í stafrœna símakerfinu býður uþþ á ýmsa forvitnilega mögu- leika (vcegast sagt). Þú getur haldið })riggja manna símafundi, flutt hring-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.