Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 62
 Alþýðusamband Suðurlands; Ákvörðun um byggingu Alvers fagnað Á FUNDI stjórnar Alþýðusam- bands Suðurlands var samþykkt ályktun, þar sem fagnað er ákvörðun stjórnvalda um bygg- ingu álvers, sem fyrirsjáanlega leiði til umfangsmikilla virkjana- framkvæmda á virkjunarsvæð- um á Suðurland. í ályktuninni segir enn fremur að: „Vegna alvarlegra áfalla í sunn- lensku atvinnulífi á síðustu árum og því óvissuástandi sem nú ríkir á sunnlenskum vinnumarkaði, þá hvetur fundurinn ríkisstjóm og stjóm Landsvirkjunar til þess að hraða eftir því sem unnt er undir- búningi að framkvæmdum, svo áhrif þeirra til atvinnutækifæra á Suðurlandi gæti sem fyrst. Jafnframt bendir stjóm Alþýðu- sambands Suðurlands á nauðsyn þess, að samfara væntanlegum tímabundnum virkjanaframkvæmd- um verði leitað leiða til varanlegrar atvinnuuppbyggingar á Suður- landi." Margrét Ámadóttir sýnir í Bókasafni Kópavogs SÝNING Margrétar Árnadóttur hófst mánudaginn 12. septem- ber á um 20 pastelmyndum í listastofu Bókasafns Kópavogs. Margrét fæddist í Neskaupstað 12. desember 1926. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1944-1947, og við Kon- unglegu listaakademíuna í Kaup- mannahöfn 1947—1950. Hún hefur verið útivinnandi hús- móðir frá námslokum, lengst af á teiknistofu Pósts og síma. Hún hætti ■ störfum þar árið 1987 og hefur nú snúið sér að myndlistinni. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið; mánudaga til föstu- daga kl. 9—21 og stendur hún til loka september. Allar eru myndim- ar til sölu og veita starfsmenn safnsins upplýsingar um þær. Bókasafnið er til húsa í Fann- borg 3—5, aðgangur er ókeypis og öllum heimill. 4 Þeir Penn og Duvall eru í miðjum brennisteinsfnyknum í Klíkum, hinni ógnvekjandi mynd Hoppers. KALDIR LITIR Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Háskólabíó: Klíkur — „Colors" Leikstjóri Dennis Hopper. Hand- rit Michael Schiffer. Saga Schiff- er, Richard Dilello. Kvikmynda- tökustjóri Haskell Wexler. Tón- list Herbie Hancock. Aðalleik- endúr Sean Penn, Robert Duvall, Maria Conchita Alonso, Randy Brooks, Grand Bush. Bandarísk. Orion 1988. Dennis Hopper, sá sögufrægi, bíræfni sukkari og hæfíleikamaður, sem ber með réttu hinn hæpna titil „enfant terrible" Hollywoodborgar, er aftur kominn í náðina í kvik- myndaborginrii og tekinn til við að leikstýra á nýjan leik. Með tilþrif- um. Hopper leikstýrði Easy Rider, einni þekktustu mynd sjöunda ára- tugarins, og engum tókst betur að lýsa tíðaranda og hippamenningu þessa einstaka tímabils ftjálsra ásta, hæverskrar þjóðfélagsgagn- rýni og eituráts. Þessi hræódýra smámynd malaði gull um allan heim og nú stóðu þessum óstýriláta, hálf- óða listamanni allar dyr opnar. Hann gekk á mála hjá Universal og gerði ein sögulegustu mistök kvikmyndasögunnar, The Last Movie. Lá nærri að hún stæði und- ir nafni hvað feril leikstjórans varð- aði, því nú fyrst þótti Hopper gjör- samlega óalandi og ófeijandi. Við tóku ár sukks og niðurlægingar, fékk smáhlutverk hér og þar en fékk að spreyta sig norður í Kanada við að leikstýra Out of the Blue (’80), fíma sterkri mynd um fjöl- skylduvandamál fyrrverandi fanga, fór sjálfur með aðalhlutverkið. Síðan fóru aukahlutverkin að verða æ matarmeiri og nú hefur semsagt fyrsta leikstjómarverk hans um árabil verið frumsýnt. 0g þvílík mynd! Áhorfandinn er hreinlega kaffærður í djöfulskap og vonleysi. Ef hægt er að tala um Helvíti á Jörðu, eru það fátækrahverfi stór- borganna þar sem ekkert gott fær að festa rætur, mannleg niðurlæg- ing er í hámarki, lestimir allsráð- andi, ofbeldi, vændi, eiturlyfja- neysla og hámark lífsfyllingar þessa utangarðsfólks að drepa hvert ann- að. Eitt þeirra, hörmungarslömm Los Angeles, er bakgrunnur Klíka. Penn er'nýliði í sérsveit lögreglunn- ar sem á að halda niðri glæpum í fátækrahverfunum og er settur sem félagi Duvalls. Sá er gamalreyndur í samskiptum við þessar dreggjar þjóðfélagsins, reynir samningaleið- ina í lengstu lög, enda umhugað að komast á eftirlaun heill heilsu. Penn hefur aðrar hugmyndir. Hann sést ekki fyrir, beitir fantaskap og valdníðslu, uns uppúr sýður með félögunum. Inní myndina fléttast svo rannsókn á einstöku morði sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Hið eirðarlausa, ofsafengna og gagnrýna listamannsauga Hoppers nýtur sín vel í biturri þjóðfélags- ádeilunni. Okkur verður ljóst að lausn vandamála fátækrahverf- anna, einskismannslanda tilverunn- ar, eru ekki í sjónmáli. íbúamir og yfírvöldin hafa gagnkvæma vantrú hvort á öðru. í slömminu eru það klíkumar sem stjóma, en þær heyja innbyrðis blóðugt stríð um völd, þær þyrstir ekki í frið né sættir. Hopper valdi rétt í að fá Penn til að fara með aðalhlutverkið, þessi ágæti leikari og frægi ofstopamaður er sem fæddur í það, því hann er engu síður fær um að sýna hlýjar tilfinn- ingar, ef svo ber undir. Duvall er ætíð jafn traustur og leikaramir í hlutverkum rustalýðsins virðast hafa verið valdir á staðnum. Alonso er jafn afleit og óþörf og það ástar- ævintýri allt. Klíkan er einstaklega grimm og illileg mynd, énda vonandi að áhrfendur eigi seint á hættu að Hopper fari að fegra hlutina. Sjálf- sagt ofbýður einhveijum hið hrika- lega ofbeldi hennar, en hér er ekki verið að leika sér að því, það er hið sterka afl umhverfísins. Og Hopper er með enn einn uppreisnarmanninn í liði sínu, Haskell Wexler, sem gegnumlýsir samfélagsbölið með sínu kunna, kalda auga. Og áreitin tónlist Hancocks fyllir rammann. Illúðleg, athyglisverð og hreinskilin mynd. Hopper hefur engu gleymt. Vitni í fortíð o g nútíð Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Vitni að morði („The Lady in White“). Sýnd i Laugarásbíói. Bandarisk. Leikstjóri: Frank LaLoggia. Helstu hlutverk: Luk- as Haas, Alex Rocco og Kather- ine Heimond. Það fer að verða regla hjá drengnum Lucas Haas að leika vitni að morði. Hann var aðalvitni Harri- sons Fords í Vitninu og í þessari hrollvekjandi drauga-glæpa- spennumjmd Laugarásbíós, Vitni að morði („The Lady in White"), leikur hann skyggnan dreng sem verður vitni að morði sem framið var í drungalegum skólanum hans fyrir tíu árum. Hinn prúði Haas er ágætur leikari og það sem meira er; þessi draugasögulega mynd hans fær sannarlega hárin til að sperra sig og hrollinn til að læðast niður eftir bakinu. Hún blandar saman á velheppn- aðan hátt óhuggulegu morðmáli við ekta, næstum gamaldags og þræl- góða draugasögu. Sögusviðið er smábær í Bandaríkjunum og sögu- efnið er fengið jöfnum höndum úr smiðjum Hitchcocks og Spielbergs. Leikstjórinn, Frank LaLoggia, þræðir bil beggja í tvískiptri sög- unni sem annars vegar fjallar um mjög raunverulegan bamamorð- ingja sem gengur laus og hins veg- ar, á yfírskilvitlega sviðinu, um stelpu að handan, fómarlamb morð- Lukas Haas leikur skyggnan dreng sem verður vitni að morði, sem framið var fyrir tíu árum. Lífið er Zanzi-Bar „Montenegro". Sýnd í Regn- boganum. Sænsk. Leikstjórn og handrit: Dusan Makavejev. Framleiðandi: Bo Jonsson fyrir Viking Film, Smart Egg Pictures og Europa Film. Kvikmyndataka: Tomislav Pinter. Tónlist: Kornell Kovach. Helstu hlutverk: Susan Anspach, Erland Josephson, Per Oscarsson og Svetozar Cvetkovic. Dusan Makavejev, hinn júgó- slavneski leikstjóri og handrits- höfundur myndarinnar „Monte- negro" (eða Perlur og svín), sem endursýnd var í Regnboganum í nokkra daga, gat ekki valið sér betra lag til að gefa mynd sinni rétta tóninn en hinn frábæra sorg- arsöng Marianne Faithful um út- hverfahúsmóðurina Lucy Jordan sem 37 ára kemst að því að hún á aldrei eftir að þeysa um París í sportbíl með hlýjan andvarann í hárinu heldur er dæmd að eilífu til að hugsa um stofublómin, bónda og bú. Kvenhetjan í hinni makalausu mynd Makavejev ber sama eftimafn og stendur í sömu sporum og Lucy Jordan; lífið hefur siglt framhjá Marilyn Jordan (Susan Anspach) þar sem hún situr í ríkmannlega úthverfínu sínu og er að grotna niður í steindauðu hjónabandi. Makavejev fjallar á grátbroslegan hátt um tilvistarvanda og uppreisn Marilyn og hæðist óspart og af sér- stökum prakkaraskap að milli- stéttaveröldinni, tilfínningalega djúpfrystum eiginmanninum, sál- fræðingum og seníl gamalmennum og síðast en ekki síst Júgóslövum á eilífðarfylleríi í sænska velferð- arríkinu. Þegar hin seinþreytta Marilyn hverfur í tvo daga eftir frekar und- arlega hegðun í fallega fangelsinu sínu heldur eiginmaðurinn, leikinn Þú færð að vita allt um nýja og bráð- skemmtilega þjónustu Pósts og síma á símadögum í Kringlunni 14.-17. seþt- ember. Sérþjónustan í stafrœna símakerfinu býður uþþ á ýmsa forvitnilega mögu- leika (vcegast sagtj. Þú getur haldið þriggja manna símafundi, flutt hring- ingu á milli síma, látið vekja þig og svona mcetti lengi halda áfram. Alrnenna gagnaflutningsnetið gerir þér kleift að scekja uþþlýsingar úr gagna- bönkum víða um heim - með tölvunni þinni — senda telex, þanta þjónustu o.fl. Komdu á símadaga í Kringlunni 14. — 17. seþtember. Þú hefur örugglegagam- an af því. mmm PÓSTUR OG SÍMI k" R I M C. I I I M M I SÍMASÝNING I KRINGLUNNI 14.-17. SEPT. Hélstu oó þetto »œri boro hœgt i bíómyndum ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.