Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D 217. tbl. 76.árg. FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 Prentsmíðja Morgimblaðains Hér varö slysið á Piper Alpha- *** borpallinum I júli Aberdeery; f SKOTLAND. Dundei Sprenging verður í Ocean Odyssey Edinborg,«.i, s. Glasgow Norður- Armenía: Kremlverjar senda skríð- dreka á ffötur Jerevans Moskvu, Daily Teleirraph osr Reuter. ^ — Moskvu, Daily Telegraph og Reuter. SKRIÐDREKAR og brynvarðir vagnar streymdu inn á götur Jerevans, höfuðborgar Armeniu, í gær og virðist nú sem þolin- mæði Kremlverja í garð þjóðern- issinnaðra Armena sé senn á þrotum. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af skothríð eða mannfalli, en einn forystu- maður í hópi þjóðernissinna sagði í simtali við blaðamann The Daily Telegraph: „Við búumst við átökum þá og þegar.“ Þrátt fyrir að yfirvöld hafi bannað Danmörk: Samkomulag’ um að brúa Stórabelti Kaupmannahöfn, frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. EPTIR margra ára þref hefur loks náðst samstaða um það með- al danskra stjóramálafiokka að lagt skuli í að brúa Stórabelti — sundið sem aðskilur Fjón og Sjá- land. Hér ræðir um mestu mannvirkis- gerð Dana á þessari öld, ef ekki frá upphafi. Litlabelti, sem aðskilur Fjón og Jótland, er þegar brúað. Þeir flokkar, sem loks hafa náð samkomulagi um þessa samgöngu- bót, eru annars vegar stjómarflokk- amir þrír, íhaldsmenn, Venstre og radíkalar, og hins vegar jafnaðar- menn, miðdemókratar og Kristilegi þjóðarflokkurinn. Milli Sjálands og eyjarinnar Sproga verða grafin jámbrautar- göng, en fyrir ofan göngin verður brú, sem bílaumferð fer um. Frá Sprogo til Fjóns verður lögð brú fyrir bæði jámbraut og bílaumferð. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- imar kosti alls um 116 milljarða íslenskra króna. frekari mótmæli komu meira en 100.000 manns saman á Óperu- torginu í miðborg Jerevans og hlýddu þar á ræður meðlima liinnar U-manna Karabakh- nefiidar, sem telja má hina óopin- beru fulltrúa óánægðra Armena. Hermenn og lögregla í Armeníu og Azerbajdzhan reyndu að halda almenningi í skefjum í gær, en íbú- ar Sovétlýðveldanna tveggja deila hart um yfirráð sjálfsstjómarhér- aðsins Nagomo-Karabakh. Þar var lýst yfir „sérstöku ástandi" á miðvikudag, sem í raun jafngildir herlögum þrátt fyrir að stjómin í Moskvu þræti fyrir það. íbúar í Jerevan tjáðu Reuters- fréttastofunni að hermenn hefðu lokað af mörgum svæðum í Jerevan í von um að koma mætti í veg fyr- ir mótmæli. Mótmælaaðgerðir hafa verið daglegt brauð í Armeníu svo mánuðum skiptir. í ríkissjónvarpi Sovétstjómarinn- ar vom sýndar fréttamyndir af bryndrekum, sem lokuðu Lenín- torgi í Jerevan af. íbúar borgarinn- ar munu þó hafa þyrpst út á göt- ur, en önnur umferð var ekki um þær. Vildu þeir mótmæla nýrri of- beldisöldu, sem reið yfir Nagomo- Karabakh fyrir skömmu. Flestir fóru áleiðis til Óperutorgs og fengu í fyrstu að fara inn á torg- ið. Þegar mannfjöldinn var farinn að nálgast 100.000 lokaði herinn torginu af og leyfði fólki að fara þaðan, en enginn fékk að fara inn á það. Þegar kvölda tók varð her- mönnunum ljóst að mannfjöldinn var þeim öldungis ofviða og drógu þeir sig þá í hlé. Bættist þá enn í hópinn, sem á torginu var. Mikil þjóðemisólga hefur verið við rætur Kákasus á þessu ári og deiia Armenar og Azerbajdzhanar hart um landamæri Sovétlýðveld- anna, sem verið hafa umdeild allt frá borgarastyijöldinni, sem sigldi í kjölfar valdaráns bolsévikka árið 1917. Hafa armenskir íbúar héraðs- ins Nagomo-Karabakh, sem em í Gemayel skipar her- stjórn yfir Líbanon Bcirút, Reuter. AMIN Gemayel, forseti Líban- ons, skipaði í gær herstjórn til þess að stjórna hinu stríðshijáða landi. Skipun þessi sigldi í kjölfar þess að þinginu mistókst hvað eftir annað að velja eftirmann Gemayels. Skipunin var gefin út á mið- nætti í gærkvöldi, en þá rann sex ára kjörtímabil Gemayels út. Þetta reyndist þó vera skamm- góður vermir því Gemayel hafði ekki fyrr skipað herstjómina þeg- ar þrír ráðherranna, múslimamir, sögðu af sér. Leiðtogi herstjómar- innar er Michel Aoun, en hann er kristinn maroníti. Ónafngreindir heimildamenn tjáðu Reuters-fréttastofunni að skipan herstjómarinnar mætti m.a. rekja til þess að Gemayel hefði mistekist að mynda ríkis- stjóm, sem bæði kristnir menn og múslimar gætu sætt sig við. Vald hins 35.000 manna hers hefur dvínað undanfarin ár, en herir hinna ýmsu fylkinga krist- inna manna og múslima stjóma mestum hluta landsins. Óttast er að framundan kunni að vera enn meiri ólga en fyrir var og sagði Nahib Berri, leiðtogi Amal-shíta, ráðstöfun þessa í raun ekki vera neitt annað en valdarán hersins. yfirgnæfandi meirihluta, krafist þess að það verði innlimað í Arm- eníu á ný. Að baki býr einnig fom rígur, en Armenar eru kristnir og Azerbajdzhanar múslimar. Sjá frétt á síðu 22. Morgunbla«& 1 AM Olíuborpallurinn Ocean Odyssey sést hér standa í ljósum logum. Reuter Olíuborpallur á Norðursjó: Giftusamleg björgun eftír mikla sprengingu Aberdeen. Dailv TelegraDh. ^ ^ ^ ^ Aberdeen, Daily Telegraph. BJÖRGUN áhafnar olíubor- pallsins Ocean Odyssey tókst vonum framar í gær og hafa menn á orði að allt hafi farið fram eins og gert er ráð fyrir í handbókum. Eins manns — loftskeytamanns borpallsins — er saknað, en 66 var bjargað heilum á húfi eftir að sprenging varð í borpallinum og eldur læstist um hann. Áhöfnin komst nær öll í björg- unarbáta, en þaðan var henni bjargað um borð í þyrlur, sem fluttu mennina um borð í tvö birgðaskip skammt frá. Margir vom ierkaðir, en enginn meiddur. Eftir að fyrstu fréttir bámst af sprengingunni var óttast að allt að 40 manns hefðu farist og liðu nokkrar klukkustundir áður en staðfest var að aðeins eins væri saknað. Leit að honum vær hætt eftir að sól gekk til viðar, en verð- ur haldið áfram í dag. Slysið á sér stað 11 vikum eftir að eldsvoðinn um borð í Piper Alpha-borpallinum átti sér stað í aðeins um 70 sjómílna fjarlægð, en þá fómst 167 manns. Það slys varð til þess að öryggisreglur um borð í olíuborpöllum á Norðursjó vom allar hertar. Sprengingin varð skammt fyrir hádegi í gær, en þá var verið að bora í tilraunaskyni. Talið er að borað hafi verið niður í mikið gas- hólf, en við það hafi mikið jarðgas leitað upp á yfirborðið með slíkum þrýstingi að ekki varð við neitt ráðið. Starfsmenn olíuborpallsins höfðu þó ráðrúm til þess að sjó- setja einn björgunarbát áður en gasið braut sér leið upp á yfirborð- ið og sprengingin varð. Eldur breiddist undraskjótt út, en um leið og sprengingin varð var sent út neyðarkall frá pallinum. Ekki er ljóst hvort það var loftskeyta- maður pallsins, sá er enn er sakn- að, sem sendi út neyðarkallið. Björgunarstarf hófst þegar í stað og var því stjómað frá stjóm- stöð bresku strandgæslunnar í Aberdeen. Fjölda skipa var stefnt að pallinum og um einn tugur þyrlna lögðu af stað frá Bretlandi og Noregi, en auk þess fóm tvær þyrlur frá herskipinu Illustrious í loftið. Það var á heimleið frá TE- AMWORK 88, flotaæfingu Atl- antshafsbandalagsins á Noregs- hafi. Áhöfn borpallsins kom til Aberdeen í gærkvöldi, en vildi ekkert segja um málið við blaða- menn. Enn er barist við eldinn og sagði talsmaður björgunarmiðstöðvar hins konunglega flughers í Pitre- avie að ástandið færi versnandi. „í 300 m radíus umhverfís pallinn er sjórinn eitt eldhaf,“ sagði hann. Jarðgas streymir enn upp á yfir- borðið og er engin leið að spá fyr- ir um hvenær unnt reynist að stöðva eldinn. Eldar loguðu glatt í Piper Alpha löngu eftir að slysið þar átti sér stað og tók það hóp sérfræðinga í eldsvoðum sem þess- um undir stjóm Texas-búans Red Adair nokkrar vikur að ráða niður- lögum hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.