Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAJÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 Sameinumst og gefiim gömlu menntasetri nýtt hlutverk •• eftir Onnu Kristjánsdóttur Fyrir réttum eitt hundrað árum var á Þingvallafundi borin fram eftirfarandi tillaga: „Fundurinn skorar á alþingi að koma á stofn sjómannaskóla á íslandi." Tillaga þessi var samþykkt og féll hún reyndar saman við talsverð skrif og umræður sem verið höfðu á al- þingi og víðar um nær þrjátíu ára skeið. Hinn 8. ágúst 1889 voru síðan samþykkt hin fyrstu lög um Stýrimannaskóla í Reykjavík og Markús F. Bjamason síðar ráðinn fyrsti skólastjóri hans. Með þessum lögum lauk nær hálfrar aldar tímabili þar sem frum- kvöðlar, einkum á VestQörðum en einnig sunnan lands og norðan, höfðu borið uppi stýrimanna- og skipstjórafræðslu á heimilum sínum og alla jafnan án nokkurs opinbers styrks þar til. Stýrimannaskólinn í Reykjavík tók til starfa hinn 1. október 1891 í húsnæði sem skólastjóri reisti fyr- ir eigin kostnað við hlið húss síns, „Doktorshússins", og var kennsla þar til ársins 1898 að reist var og tekin í notkun sú bygging sem í daglegu tali nútímamanna gengur undir heitinu gamli Stýrimanna- skólinn. Um gamla Stýrimannaskólann segir í ísafold hinn 22. október 1898: „Hann er eitt af 4 stórhýsum, er reist hafa verið hér í sumar í höfuðstaðnum eða landi Reykja- víkur í almennings þarfir, en þeirra lang-tilkomuminnst, enda hið eina þeirra, er landssjóður kostar. Bank- inn kostar sjálftir sitt hús; útlent góðgerðafélag holdsveikraspítalann og bæjarfélagið bamaskólann.“ Bankahúsið sem hér er neftit er hús Landsbanka Islands við Austur- stræti, holdsveikraspítalinn var í Laugamesi og brann árið 1943 og bamaskóli sá sem hér er ,talað um er Miðbæjarskólinn. Þess má geta að þessi hús risu öll á skömmum tíma, mun skemmri en það tekur í dag að byggja stórhýsi. Misjafnlega var til húsanna kostað eins og fyrr segir. Um spítalann í Laugamesi sem Oddfellow-reglan reisti og vígður var þetta sumar segir t.d. í þessu sama blaði: „Nær 130.000 kr. vita menn nú að holdsveikispítal- inn mun kosta." En um Stýrimannaskólann er þetta sagt: „Yflrsmiður að húsinu var hinn þjóðkunni húsameistari F.A. Bald og er frágangur allur vandaður, snotur og myndarlegur. Fyrirfram umsamið endurgjald er 19.500 kr. Fyrir 500 kr. meira bauðst hann til eða vildi hafa húsið að mun útlitsfegra en það er að utan og hefði satt að segja ekki af því veitt; það er prýðisnautt og sviplítið, en það aftók hinn samn- ingsaðilinn, stjómardeildin íslenska í Kaupmannahöfn." U Gamli Stýrimannaskólinn í Reykjavík. Þó er að fínna í þessari sömu grein lýsingu á skólanum sem gefur til kynna að húsið hafi verið reisu- legt en þar segir m.a. svo : „... en efst opinn pallur móts við mitt þak- ið, með jámriði umhverfis, ætlaður til himintunglaathugana; enda er þar víðsýni mikið og fagurt, yfir bæinn allan og nesin í kring. Stöng gengur upp í gegnum pallinn 20 álna há frá jörðu; á henni er tíma- knötturinn." Þegar Stýrimannaskólinn í Reykjavík hóf starf sitt í nýju og vissulega reisulegu húsi, þótt ekki væru ytri skreytingar miklar, voru í honum 79 nemendur. Segja má að bærinn hafi þá státað af tveimur megin menntasetrum, Lærða skól- anum sem stóð austan Lækjarins og hafði gert það um hálfrar aldar skeið og Stýrimannaskólanum á norðanverðu Landakotstúni. í Lærða skólanum settu deilur og blaðaskrif um fomtungumar grísku og latínu svip sinn á þetta haust en á sama tíma voru undirstöðu- grein íslensks atvinnuvegar búin menntunarskilyrði í hjarta þess bæjarhluta sem nú kallast gamli Vesturbærinn. Stýrimannaskólanum var valinn góður staður og vel við hæfi því að í kringum hann áttu heimili sín sjó- sóknarar og útgerðarmenn eins og alkunna er. Tilvist hans á þessum slóðum mótaði og nafngiftir, fyrst og fremst Stýrimannastígsins sjálfs en einnig gaf hann götunum í kring nöfn Ægis og Ægisdætra, Öldu, Ránar, Báru, Unnar og Hrannar. Stýrimannaskólinn hefur þannig frá upphafi verið óijúfanlegur hluti af þeirri heild s^m gamli Vesturbærinn var og er. Þegar vel er til vandað, eins og sagt var um húsið við byggingu þess, gefur augaleið að eitt hlutverk tekur við af öðru og þannig varð er Stýrimannaskólinn í Reykjavík rúmaðist ekki lengur í byggingunni ásamt Vélskólanum og flutti árið 1945 á Vatnsgeymishæð. Mörg hundruð ungir menn höfðu þá hlot- ið menntun sína til skipstjómar, sjósóknar og vélstjómar í þessari nær hálfrar aldar byggingu og und- ir handleiðslu Qölmargra hinna fær- ustu kennara. Inn í húsið fluttu þá í staðinn ungmenni, fyrst í stað á táningaaldri en er tímar liðu tók við bamastigið í Öldugötuskóla sem síðar var kallaður Vesturbæjar- skóli. Vesturbæjarskóli flutti svo í nýtt og glæsilegt húsnæði á þessu hausti og var fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér það húsnæði sem hann fékk til ráðstöfunar í gömlu byggingunni. Gamli Stýrimannaskólinn er heldur óhrjálegur að utan og ber ekki merki skreytinga þeirra sem einkenna sum myndarleg timburhús þessara tíma. Skýringin er sparnað- ur íslensku stjómardeildarinnar í Kaupmannahöfn fyrir níutíu árum. En fleiri hafa vissulega sparað eyr- inn í þessa byggingu í tímanna rás. Byggingin hefur líklega fremur lið- ið fyrir það en notið að hún er eign íslenska ríkisins en hefur um hálfr- ar aldar skeið verið nýtt af Reykjavíkurborg. Hins vegar getur hver, sem um skólann hefur lagt leið sína undanfarin ár, vottað að innan húss hefur annað mætt gest- inum. Hlýlegur húsbúnaður og glaðleg verk bamanna í skólanum hafa sett þann blæ á húsið að gest- um hefur liðið vel. Þetta hús hefur þannig verið aðlaðandi, er inn er komið, og það hefur gegnt mikilvægu hlutverki í lífi og starfi íbúa gamla Vesturbæj- arins. Og ósk okkar er að svo megi áfram verða. Á aðalfundi íbúasamtaka Vest- urbæjar vorið 1986 var samþykkt að vinna að því að gamli Stýri- mannaskólinn við Öldugötu gæti á komandi ámm tekið við hlutverki menningar- og félagsmiðstöðvar í hverfinu. Um þetta segir nánar í bréfi sem sent var menntamálaráð- herra og borgarráði hinn 9. júní 1987: Místök leiðrétt ÞESSI skemmtilega mynd eftir Jóhönnu Erlu Guðjónsdóttur er ein þeirra mynda er fengu viður- kenningu í myndgerðarsam- keppni 10 ára barna er Norrænt tækniár stóð yfir í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Börnin áttu að teikna „tækni framtíðar- innar“. Myndir úr keppninni voru síðan sýndar á Kjarvalsstöð- um í vor og vöktu rnikla athygli. Myndin hér að ofan var síðan birt ásamt öðrum myndum úr sam- keppninni í Lesbók Morgunblaðsins og nú nýverið var gert úr henni veggspjald í tilefni af Opnu húsi hjá mjólkuriðnaðinum. Því miður hefur í báðum þessum tilfellum birst rangt höfundamafn með myndinni. Hinn rétti höfundur myndarinnar er Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Sel- ásskóla í Reykjavík. Þessi mistök liggja hjá þeim er stóðu að mynd- gerðarkeppninni og er hér með beð- ist afsökunar á þeim. Drengir þeir sem sagðir voru höfundar myndar- innar fengu einnig verðlaun í keppninni, þó ekki væri það fyrir þessa mynd. Sigurður H. Richter „Skólastarf það, sem verið hefur í skólanum undanfarna áratugi, er nú senn á enda þar sem ný skóla- bygging verður tekin í notkun haustið 1988. Ljóst er að fara verð- ur varfæmum höndum um húsið, það hentar ekki til allrar félags- starfsemi og er nauðsyn á að kosta nokkru til um viðhald þess. Hins vegar er einnig Ijóst að ekki er annað hús betur fallið til þess að gegna hlutverki menningar- og fé- lagsmiðstöðvar í gamla Vesturbæn- um en þetta talandi tákn um þá sem Anna Krisljánsdóttir „Miklu skiptir einnig að íbúar og aðrir velunn- arar gamla Vesturbæj- arins sameinist um þetta verkefiii og leggi því lið með hugmynd- um, vinnu og hvers kyns styrk sem að gagni má koma. Gamli Stýrimannaskólinn má ekki standa auður lengi heldur þarf að hefjast handa við að skapa hon- um nýtt og lifandi hlut- verk. Og það þarf að taka mið af öllum aid- urshópum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.