Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 Þjóðleikhúsið; Getur ekki gengið svona öllu lengur - segir Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra BIRGIR ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra segir að það sé alveg ljóst, eins og fram komi í nefndarálitinu, að þetta ástand Þjóðleikhússins geti ekki gengið öllu lengur. Húsið sé að drabbast niður og full þörf sé á að snúa þeirri þróun við. Birgir segir að í framhaidi af starfi nefndarinnar hafi hann skip- að starfshóp með fulltrúum þeirra Skákmótinu í Sochi lokið: Jón L. og Helgi með 7 vinninga Stórmeistararnir Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson gerðu jafiitefli í 13. og síðustu umferð skákmótsins í Sochi og urðu jafnir með 7 vinninga hvor. Þeir urðu í 4.-7. sæti og efetir erlendra þátttakenda. Efstur á mótinu varð Sovét- maðurinn Dolmatov með 9 vinninga. Helgi Ólafsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir Jón væru þokkalega án- ægðir með frammistöðu sína. Mótið væri sterkt og til marks um það hefði stórmeistarinn Polugaevskí aðeins fengið 5 vinninga. stofnana sem koma til með að eiga hlut að máli. Þessar stofnanir eru fjármálaráðuneytið, Innkaupa- stofnun ríkisins og menntamála- ráðuneytið. .Auk þess mun Ámi Johnsen, formaður nefndarinnar, vera með í starfshópnum. „Verkefni þessa starfshóps verð- ur að útfæra þær hugmyndir sem fram koma í nefndarálitinu, leggja mat á þær og gera nákvæma kostn- aðaráætlun fyrir verkið," segir Birgir. Hann vill ennfremur að starfshópur þessi meti það hvort rétt sé að loka Þjóðleikhúsinu með- an á framkvæmdum stendur eins og nefndin lagði til. „Þessar framkvæmdir eru að sjálfsögðu háðar því að til þeirra fáist fjármagn en það dæmi er óleyst ennþá. Vegna þessa á full- trúi íjármálaráðuneytisins aðild að starfshópnum,“ segir Birgir. Svona fór um sjóferð þá! Morgunblaðið/Frímann Guðmundsson Sæmundi HF 85, 39 ára gömlum eikarbáti, var sökkt í skipakirkjugarð um 70 sjómílur suðvestur af Reykjanesi á þriðjudaginn. Loðnuskipið Öm KE 13 dró Sæmund á staðinn þar sem sprengt var gat á botn bátsins. Þingeyri: Fyrsta innsiglið rofið í gær Togararnir yerða ekki stöðvaðir. Kaupfélagssljórinn bjartsýnn á að samningar náist við fjármálaráðuneytið 0 INNSIGLI fyrir dyrum afgreiðslu Skipaútgerðar ríkisins hjá Kaup- félagi Dýrfirðinga var rofið i gær. Það var hreppstjóri Þingeyrar- hrepps sem rauf það í umboði sýslumanns. Þar með var rofið hið fyrsta af mörgum innsiglum sem Pétur Kr. Hafetein sýslumaður Isfirðinga setti á dyr kaupfélagsins á þriðjudag. Starfeemi kaup- félagsins hefiir verið lömuð siðan þá og forráðamenn fyrirtækisins í önnum að reyna að ná samningum við Qármálaráðuneytið um að greiða þau opinberu gjöld sem em í vanskilum. Það var vegna þeirra vanskila sem innsiglin vora sett. í gær tilkynnti sýslumaður kaupfélagsstjóranum, að ákveðið hefði verið í samráði við fjármála- ráðuneytið að rekstur togaranna yrði ekki stöðvaður. INNLENT „Ég bíð eftir svari frá ijármála- ráðuneytinu," sagði Magnús Guð- jónsson kaupfélagsstjóri í • gær- kvöldi. „Mér var tjáð í dag að bréf hefði verið sent í gær og við bíðum eftir að fá það svar. Mér skilst á Stefáni Friðfinnssyni aðstoðar- manni flármálaráðherra að alls ekki sé búið að loka öllum dyrum á samningaviðræður um þetta mál, þó að okkar erindi sé hafnað í því formi sem það var sett fram. Við munum síðan vinna af fullum krafti að því að leysa úr þessum vanda sem við erum í,“ sagði Magnús. Hann sagði að heildarskuldir kaupfélagsins væru um 800 milljón- ir króna. Bókfært eigið fé er minna, en Magnús sagði að það væri vill- andi. Raunverulegt verðmæti eign- anna væri mun meira en það sem fært er í bækumar. „Til dæmis eru skipin bókfærð á innan við 300 milljónir, en tryggingaverðmæti þeirra er um 450 milljónir. Skrif- stofan er bókfærð á um sjö milljón- ir, en brunatryggingamat er 30 til 40 milljónir. Sláturhúsið er bókfært á um 17 milljónir en brunabótamat- Albert Guðmundsson; Borgaraflokkurinn vill fá utan- ríkisráðuneytið í sinn hlut Engin stjórn sem við tökum þátt í er vinstri stj órn, segir Albert ALBERT Guðmundsson sagði i gærkvöldi að Borgaraflokkurinn samþykkti engar breytingar á núverandi utanrikisstefnu og að Borgaraflokkurinn legði áherslu á að fá þann málaflokk í sinn hlut, ef hann tekur þátt í að mynda ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar. Albert sagði ennfremur að engin stjórn sem Borgara- flokkurinn tekur þátt í gæti kallast vinstri sljóm og það væri alveg víst að hann tæki ekki þátt í róttækri vinstri stjóm. Al- bert, Július Sólnes og ÓIi Þ. Guðbjartsson ræddu í gærkvöldi við Steingrím og Pál Pétursson formann þingflokks Framsóknar- manna um stjómarmyndun. Þar lagði Steingrímur fram hug- myndir um málefnasamning og seint i gærkvöldi kom þingflokk- ur Borgaraflokksins saman til að ræða þessar hugmyndir. Borg- araflokkurinn þarf að gefa svar sitt fyrir hádegi í dag. Albert kvaðst ekki vera reiðu- búinn til að svara því alveg ákveð- ið hvort Borgaraflokkurinn sé á leið inn í þetta ríkisstjómarsam- starf þar sem þingflokkurinn hefði ekki rætt það ennþá. „Við erum að hittast núna,“ sagði hann. „Það verður að ætla þingflokknum að ráða þessu." Albert var spurður hvort þeir hefðu sett einhverja ákveðna skil- mála til að Borgaraflokkurinn gæti tekið þátt í stjómarmyndun- inni. „Við eigum eftir að fara í gegnum plaggið og sjá hveiju við þurfum að bæta í það. Eitthvað þurfum við að setja inn áreiðan- lega. Það getur líka vel verið, að ef þar er eitthvað sem okkur líkar ekki, að við þurfum að leggja áherslu á að það fari út.“ Setur Borgaraflokkurinn ein- hver skilyrði um utanríkismálin? „ Við samþykkjum engar breyt- ingar þar frá þeirri stefnu sem hefur verið og við leggjum áherslu á að utanríkismálin verði í okkar höndum," sagði hann og var síðan spurður hvort Borgaraflokkurinn legði einnig áherslu á einhveija aðra málaflokka. „Nei, það eru fyrst og fremst utanríkismálin sem eru það viðkvæm og ég hef áður sagt að ef á að mynda rót- tæka vinstri stjóm, þá tökum við ekki þátt í því. Við erum ekki til þess í stjómmálum, en svo fram- arlega sem þetta verður hlutlaus borgaraleg stjóm munum við hugsanlega taka þátt í henni. Það eru ekki miklar líkur á að þetta verði þessi róttæka vinstri stjóm sem talað hefur verið um. Að minnsta kosti getur engin stjóm sem Borgaraflokkurinn tekur þátt í talist vinstri stjóm." Hafa þessar viðræður einhver áhrif á nýlega bætt samskipti Borgaraflokks og Sjálfstæðis- flokks? „Ég vona ekki vegna þess að því miður virðist ekki vera möguleiki á því að finna þriðja flokkinn til að mynda ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum, því miður. Það virðist vera þannig ástand á milli Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka, nema Borgara- flokksins, að það sé ekki hægt að mynda ríkisstjóm, við það ástand sem ríkir, með Sjálfstæðis- flokki, Borgaraflokki og einhveij- um þriðjá flokki." Albert kvaðst trúá, að ef þessi stjóm verður mynduð, þá sitji hún út kjörtímabilið. „ En, við skulum átta okkur á einu: Eitt er að hafa ráðherra í stólum, en það þýðir ekki að við höfum ríkisstjóm. Það er ekki nóg að klæða ellefu menn í knattspymuskó, það þýðir ekki að við höfum lið. Þama eru ellefu ráðherrar og það verður að koma ríkisstjóm. Það þýðir ekki að klæða stólana með ráðherrum," sagði Albert Guðmundsson í gær- kvöldi rétt áður en hann fór á þingflokksfund í Borgaraflokkn- um að ræða stjómarmyndunar- hugmyndir Steingríms Her- mannssonar. ið er 51-52 milljónir. Sama er að segja um annað eins og fiskmjöls- verksmiðjuna," sagði Magnús. Togarar Kaupfélags Dýrfirðinga verða ekki stöðvaðir, en um það hafði ekki verið tekin ákvörðun fyrr en í gær. Magnús sagði að Fáfnir hf., útgerðarfélag skipanna og dótt- urfyrirtæki kaupfélagsins, fengi að starfa áfram. „Sýslumaður tilkynnti mér, að sú ákvörðun lægi fyrir að höfðu samráði við fjármálaráðu- neytið, að rekstur skipafiha yrði ekki stöðvaður," sagði Magnús. Forráðamenn kaupfélagsins hafa undanfarið rætt ýmis bjargráð fyrir kaupfélagið og Fáfni. Þar á meðal að selja annað skipið. Hefur þá helst verið um það rætt, að sögn Magnúsar, að stofna annað útgerð- arfélag með þátttöku fleiri aðila. Það félag keypti skipið og gerði út. Magnús kvað þetta þó aðeins vera einn möguleika og að engin ákvörð- un hefði verið tekin í þessu efni. í gær var haldinn stjómarfundur í kaupfélaginu, sá fyrsti eftir að lokunaraðgerðir stjómvalda dundu yfir. Magnús Guðjónsson kaupfé- lagsstjóri sagði að rædd hafi verið úrræði í stöðunni, en var að öðm leyti ekki tilbúinn til að tjá sig um fundinn. Hann kvaðst þó vera orð- inn bjartsýnni á að fljótlega fengist lausn á bráðasta vanda kaupfélags- ins og starfsemi gæti hafist á ný innan fárra daga. Feröaskrifstofa Reykjavíkur; Nýr eigandi ÍSLAUG Aðalsteinsdóttir hefiir keypt helming í Ferðaskrifetofii Reykjavíkur, en Ólafiir Laufdal á áfram helming fyrirtækisins. Formlega verður gengið frá kaupunum um næstu mánaða- mót. íslaug var áður framkvæmda- stjóri Ferðamiðstöðvarinnar, en hætti störfum þar í júlílok. Hún sagði að stefnt væri að því að auka starfsemi Ferðaskrifstofu Reykjavíkur með því að flölga eig- endum, en verið væri að ræða þau mál og ekkert hægt að segja um hvaða breytingar yrðu gerðar á rekstrinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.