Morgunblaðið - 23.09.1988, Síða 14

Morgunblaðið - 23.09.1988, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTÓFER MÁ KRISTINSSON Thatcher snýst gegn bandaríkjum Evrópu RÆÐA Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, við setn- ingu Evrópu-háskólans í Brugge sl. þriðjudag, hefur valdið tölu- verðum úlfaþyt í Evrópu. Tilefiiið sem Thatcher valdi tíl að kveða niður framtíðarsýnina um bandaríki Evrópu þótti mörgum ós- mekkleg en Evrópuháskólinn i Brugge er ein helsta uppeldisstofn- un Brussel-skrifBnna. Skólinn, sem verður Qörutíu ára á næsta ári, býður upp á tveggja ára nám sem fyrst og fremst miðast við störf innan eða í kringum EB, enda fara sex af hveijum tíu nemendum til starfa í höfúðstöðvum bandalagsins í Brussel. Iupphafi ræðu sinnar hrósaði Thatcher forráðamönnum skól- ans fyrir þann kjark sem þeir sýndu með því að bjóða henni að tala við skólasetninguna. Ef menn tryðu öllu sem sagt væri að hún hefði látið frá sér fara um sam- skipti Evrópuríkja, væri það líkast því að bjóða Gengis Khan að tala um friðsamleg samskipti. Thatc- her virtist annars mest í mun að taka af allan vafa um að Bretar væru Evrópumenn og litu á sig sem slíka. Þeir hefðu því jafnt og aðrir rétt til að hafa skoðanir á Evrópu og evrópskri samvinnu. Það væri því út í hött að halda því fram að Bretar væru minni Evrópumenn en aðrir þó svo þeir settu spumingamerki við ýmislegt af því sem á döfinni væri. Veit betur Þeir sem hafa fylgst með við- horfum breska forsætisráðher- rans gagnvart Evrópubandalag- inu telja að í ræðunni í Brugge hafi hún verið friðsamari og sann- gjamari í garð sameinaðrar Evr- ópu en oftast áður. Aðrir hafa líkt henni við breskan fótboltaberserk á knattspymuvelli evrópskra stjómmála. Ræðan þykir mörgum undarleg, full af þverstæðum og klisjum. Á það er bent að hún viti betur en aðrir að í Bmssel er engin miðstjóm sem drottnar yfir aðildarríkjum bandalagsins. Aliar ákvarðanir séu teknar á ráðherrafundum af fulltrúum ríkisstjóma, sumar samhljóða, aðrar ekki, í samræmi við ákvarð- anir, ekki skriffínna í Brussel, heldur ríkisstjóma aðildarríkj- anna. Fullyrðingum Thatcher um skrifræði í Brassel sem taki ákvarðanir um reglugerðarflækj- ur og eyðublaðafargan er og vísað á bug. Nærtækt dæmi um útúr- snúning breska forsætisráðher- rans þykir tæplega árs gömul samþykkt, unnin í Brassel, um fækkun tollskjala innan EB og EFTA úr sjötíu í eitt. Markmið stofnana Evrópubandalagsins í Brassel er að einfalda samskipti aðildarríkjanna og draga úr skfiffinnsku og skrifræði. Flestir era á þeirri skoðun að það hafi tekist. Stækkað EFTA Thatcher vék að innri markaði EB og hafnaði honum eins og hann er skilgreindur í evrópsku einingarlögunum. í rauninni virt- ist hún vera að tala fyrir stækk- aðri útgáfu af EFTA. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvort Bretar væra ekki betur settir þar, a.m.k. era markmið fríverslunarbanda- lags í mun betra samræmi við viðhorf forsætisráðherrans heldur Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta. Þannig mynd birti The Ec- onomist af Jacques Delors, formanni framkvæmdastjómar EB á dögunum. í kórónunni stendur: Evrópa, það er ég. Teb’a ýmsir að ræða Thatcher í Brugge á dögunum hafi verið áminning til Delors um að halda sér á mottunni. en framtíðarsýn flestra stjóm- málamanna á meginlandinu um evrópska einingu, jafnvel evrópskt sambandsríki. Leo Tindemanns, utanríkisráð- herra Belgíu, sagði að lokinni ræðu Thatcher að þetta hefðu verið skoðanir hennar og viðhorf þessa stundina. Hún kynni að hafa skipt um skoðun eftir nokkra mánuði eða ár. Hann benti á and- stöðu hennar við breytingamar á Rómarsáttmálanum, hin svoköll- uðu evrópsku einingarlög, sem ætlað var að staðfesta EB-mark- aðinn og einfalda undirbúning hans. Þessi breyting tók gildi í júlí á síðasta ári, undirrituð af öllum leiðtogum bandalagsins, Thatcher líka. Og sömuleiðis til andstöðu hennar við ECU, evr- ópsku mynteininguna, sem hún hvetur í raeðunni til að verði notuð sem mest og lýsir yfir bresku frumkvæði um notkun hennar í ríkisreikningum. Tindemanns kvaðst ekki skilja tilgang hennar með því að riija upp gömul við- horf frá De Gaulle sem Frakkar væra fyrir löngu búnir að kasta fyrir borð. Afstaða breska forsætisráð- herrans til hugmynda um sam- ræmingu félagslegra réttinda, at- vinnuöryggis og aðgerða gegn atvinnuleysi kom engum á óvart. En með henni ítrekaði Thatcher enn það viðhorf að EB-markaður- inn snýst um ijármagn og fyrir- tæki en ekki fólk. Þetta er afstaða sem sósíalistar á meginlandinu eiga mjög erfítt með að kyngja. Auðvitað er það ljóst að fríversl- unarbandalag snýst ekki um rétt- indi einstaklinga en í hugum flestra Evrópumanna er Evrópu- bandalagið meira en það. Höfðar til Breta Á Bretlandi telja margir að yfirlýsingar Thatcher um skri- fræðið í Brassel og afneitun henn- ar á afsali breska fullveldis til skriffinnabákns þar muni mælast vel fyrir meðal bresks almenn- ings. Aðrir benda á að hún viti betur og hagi sér þvf eins og lýð- skramari. Enginn hafi t.d. heyrt um samevrópska þjóðarvitund sem ætlað sé að þurrka út sér- stöðu einstakra þjóðfélaga og steypa alla í sama mót, sem vænt- anlega yrði búið til í Brassel. Því síður segjast menn hafa heyrt að Bretar hætti að vera Bretar, Frakkar hætti að vera Frakkar og Spánveijar Spánveijar. Sett hefur verið fram sú skoðun að Thatcher sé einungis að beita gamalkunnri aðferð til að ná þeirri samningsstöðu sem hún vill innan bandalagsins, þ.e. að hrista við- semjendur sína duglega áður en hún sest niður og semur. Líklegast er það sem mestan ugg vekur í ræðu Thatcher í Bragge að hún lýkur ræðunni, ekki á hvatningarorðum um evr- ópska samvinnu, heldur setur hún samstöðuna með „Evrópu beggja vegna Atlantshafsins" á oddinn. Þar með staðfesti hún að margra mati röksemdir De Gaulles gegn aðild Breta að EB á sínum tíma, þeim yrði aldrei hægt að treysta í evrópsku flölskyldunni vegna þess að þeir hlypu með allt til Bandaríkjanna. Morgunblaðið/Júlfus Theódór A. Jónsson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar, og núver- andi formaður, Jóhann Pétur Sveinsson, við Sjál&bjargarhúsið í Hátúni. Þeir vonast til þess að almenningur veiti þeim stuðning á merkja- og blaðasöludegi Sjálfsbjargar á sunnudag. Fjáröflunardagrir Sjálfsbjargar: Félag,sstarfsemin byggist á merkja- o g blaðasölunni MERKJA- og blaðasöludagur Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, er næstkomandi sunnudag og er þetta þrítugasti fjáröflunardagur samtakanna. Félagsdeildir Sjálfsbjargar, sem eru 15, byggja mögu- leika sina til félagslegrar starfeemi að miklu leyti á tekjum Qároflun- ardagsms. í frétt frá Sjálfsbjörgu segir, að nú séu liðin 15 ár frá því að Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar var tekið í notkun, en það er enn eina heimilið af því tagi á landinu. Frá upphafi hafi það verið eitt af megin- málum stefriuskrár Sjálfsbjargar að koma upp heimili fyrir mikið fatlaða einstaklinga, sem ekki höfðu önnur úrræði. Þá hafí það verið algengt að fatlað fólk væri vistað á elliheim- ilum, langlegudeildum sjúkrahúsa og jafnvel á geðveikrahælum. í Sjálfsbjargarheimilinu era nú 45 einstaklingsherbergi með sameigin- legu mötuneyti og annarri þjónustu, þar með talinni hjúkran, læknis- hjálp og endurhæfingu. Um 100 manns hafa komið til dvalar í hús- inu um lengri eða skemmri tíma. Rekstur heimilisins hefur orðið fjárhagslega erfíðari ár frá ári, að því er segir í frétt Sjálfsbjargar. Heimilið er rekið á daggjaldakerfi. Á milli áranna 1986 og 1987 hækk- uðu rekstrargjöld um 36.36%, en rekstrartekjur um 31.86%. Þá segir að sjúkraþjálfun sé rekin með miklu tapi, enda hafi meðferðargjöld frá Tryggingastofnun ríkisins ekki hækkað í neinu samræmi við raun- veraleikann. Árið 1987 hafi hallinn á dvalarheimilinu verið tæpar 20 milljónir króna. Sjálfsbjörg hafi ár eftir ár farið fram á það við dag- gjaldanefnd að daggjöldin verði hækkuð, en án árangurs. Nú sé svo komið að útilokað virðist fyrir sam- tök á borð við Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, að reka dvalar- heimilið á þeim forsendum sem nú er um að ræða. Á merlga- og blaðasöludaginn verða seld merki á kr. 150 og tíma- ritið Sjálfsbjörg 1988, sem kostar kr. 250. í tímaritinu er að finna ýmsan fróðleik um samtökin, meðal annrs er þar greint frá nýrri stefnu- skrá þeirra, sem samþykkt var á þingi Sjálfsbjargar í vor. Greint er frá hagsmunamáli, sem samtökin ætla að beita sér fyrir af alefli, en það er bætt heimilishjálp fatlaðra. I frétt Sjálfsbjargar segir, að erfitt sé að gera stjómvöldum grein fyrir að það er verið að spara eyrinn en kasta krónunni með því að veita ekki þessa aðstoð svo að fullu gagni komi. Það sé nefnilega dýrt að reka dvalarheimili. Þá er einnig í tímarit- inu greint frá nýju húsnæði Hjálpar- tækjabankans í viðbyggingu við Sjálfsbjargarhússins að Hátúni 12. Iðja, Akureyri: Langlundargeð iðn- verkafólks á þrotum MORGUNBLAÐINU hefúr borist eftirfarandi ályktun frá almenn- um félagsfúndi Iðju á Akureyri: „Almennur félagsfundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, 17. september 1988, fagnar fram- komnum ályktunum frá stjóm Landssamþands iðnverkafólks, mið- stjóm ASÍ og formannafundi ASÍ. Fundurinn varar stjómvöld harð- lega við að beita kjaraskerðingu til þess að ná markmiðum sínum við stjómun efnahagsmála. Langlund- argerð iðnverkafólks er á þrotum. Iðnverkafólk hefur mjög lágt taxta- kaup. Taxtakaup sem almennt er á bilinu frá 33.000 til 44.000. Það sjá allir að ekki er raunhæft að skerða þetta kaup eða þann kaup- mátt sem að baki því stendur. Fundurinn skorar á stjómvöld að grípa nú þegar til raunhæfra efnahagsráðstafana í anda þeirra hugmynda sem miðstjóm og forseti ASi hafa lagt fram. Fundurinn ítrekar fyrri ályktanir félagsins um kjaraskerðingarað- gerðir stjómvalda frá því í vor og skorar á stjómvöld að aflétta þeim höftum sem era í gildandi bráða- birgðalögum á fijálsum samnings- rétti. Lög eins og bráðabirgðalög ríkisstjómarinnar eiga ekki að þekkjast hjá frjálsum þjóðum. Fundurinn skorar á verkafólk að vera viðbúið að bijóta á bak aftur, með öllum tiltækum ráðum, allar tilraunir stjómvalda til kjara- og kaupmáttarskerðingar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.