Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 plurp Útgefandi tnfrliifrtfr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Ný vinstri stjórn? Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, gerir nú alvarlega tilraun til þess að mynda nýja vinstri stjóm. Væntanlega liggur það fyrir í dag eða nú um helgina, hvort það tekst. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp reynslu lands- manna af vinstri stjómum. Síðasta vinstri stjómin, sem hér var við völd, var ríkisstjóm sú, sem mynduð var í árs- byijun 1980, fyrst og fremst af Framsóknarflokki og Al- þýðubandalagi en með stuðn- ingi nokkurra sjálfstæðis- manna og starfaði undir for- sæti Gunnars heitins Thor- oddsens. Þegar sú ríkisstjóm fór frá völdum vorið 1983 var verðbólgan komin í 130% og hafði aldrei verið meiri í ís- landssögunni. Alþýðubanda- lagið hefur ekki náð sér á strik eftir þátttöku í þeirri ríkis- stjóm og er ekki nema svipur hjá sjón miðað við það, sem áður var. Haustið 1978 myndaði Ólafur Jóhannesson vinstri stjóm sömu flokka og nú reyna að ná samkomulagi um stjómarmyndun. Sú ríkis- stjóm hrökklaðist frá haustið 1979. Þann tíma, sem hún sat, stóðu yfír stöðugar deilur innan stjómarinnar fyrir opn- um tjöldum en endalok hennar urðu þau, að Alþýðuflokkurinn ákvað að flýja hið sökkvandi skip. Sumarið 1971 myndaði Ólafur Jóhannesson vinstri stjóm með Framsóknarflokki, Alþýðubandalagi og Samtök- um fíjálslyndra og vinstri manna. Sú stjóm tók við bezta búi, seni nokkur ríkisstjóm hefur tekið við. Hún eyddi þeim fjármunum á nokkmm misserum, kallaði yfír þjóðina óðaverðbólgu, sem náði hám- arki vorið 1983 og hrökklaðist frá völdum vorið 1974. í kjöl- far þess vann Sjálfstæðis- flokkurinn einn stærsta kosn- ingasigur sinn. Árið 1956 myndaði Her- mann Jónasson vinstri stjóm sömu flokka og nú ræðast við. Sú ríkisstjóm gafst upp í des- ember 1958 eftir að þing Al- þýðusambands íslands hafði neitað að verða við óskum hennar og átti þáverandi for- seti ASÍ þó sæti í þeirri stjóm. Þetta þótti ein versta ríkis- stjóm, sem þá hafði setið á Islandi. Þegar litið er jrfír feril þeirra vinstri stjóma, sem set- ið hafa frá því að lýðveldi var stofnað á íslandi, má það furðu gegna, að þessir þrír flokkir reyni nú eina ferðina enn að mynda vinstri stjóm. Alþýðuflokkurinn hefur hvað eftir annað kynnzt því hvaða afleiðingar það hefur fyrir flokkinn að starfa í ríkisstjóm með Alþýðubandalaginu. Framsóknarflokkurinn hefur hvað eftir annað staðið að slíkum ríkisstjómum og enda- lok þeirra hafa alltaf verið hörmuleg. Hafa þessir menn ekkert lært? Það er auðvitað aug- Ijóst, að hinar pólitísku and- stæður, sem em til staðar inn- an þessara þriggja flokka eru slíkar, að þeir geta ekki starf- að saman með árangri. Það hlýtur að vera umhugsunar- efni fyrir þá Steingrím Her- mannsson og Jón Baldvin Hannibalsson að setjast í ríkis- stjóm með Alþýðubandalagi, sem mun ganga margklofíð til þessa samstarfs. Fáir þeklq'a innviði þess betur en einmitt formaður Alþýðu- flokksins, sem var þar lengi innanbúðarmaður. Er Jón Baldvin búinn að gleyma bar- áttu jafnaðarmanna innan Al- þýðubandalagsins gamla gegn kommúnistum? Er Steingrím- ur búinn að glejnna baráttu Ólafs Jóhannessonar við al- þýðubandalagsmenn í vinstri stjóminni 1971-1974 og við Möðruvallahrejrfinguna í eigin flokki, sem laut forystu Ólafs Ragnars Grímssonar? Hver verður utanríkisstefna slíkrar vinstri stjómar? Verður það utanríkisstefna Ólafs Ragnars? Eða ætlar Alþýðu- flokkurinn að sjá um, að utan- ríkisstefna landsins verði óbreytt eins og hann vissulega gerði 1956-1958 en ekki átakalaust. Sú var tíðin, að hægt var að rökstyðja stjómarþátttöku Alþýðubandalagsins með því að áhrif þess í verkalýðshreyf- ingunni væm svo mikil, að flokkurinn gæti tryggt frið á vinnumarkaðnum. Þetta er lið- in tíð. Alþýðubandalagið hefur ekki lengur slík ítök í verka- lýðshrejrfingunni. Það flytur ekkert með sér í þetta stjóm- arsamstarf nema stóraukin vandræði. Þórhildur Þorleifsdóttir, Kvennalista: Aldrei reynt að semja við okkur „ÞAÐ komu ekki upp neinir nýir fletir í þessurn viðræðum. Við útilokuð- um ekki þátt í þessu stjórnarsamstarfi svo framarlega sem vissum skilyrð- um yrði fúllnægt. Þar settum við kosningar á oddinn og helst fyrir ára- mót. Það hefúr hins vegar aldrei verið annað til umræðu hjá viðmælend- um okkar en stjórn sem sæti út kjörtímabilið og það finnst okkur í því ástandi sem nú hefúr skapast vera fúllkomlega óveijandi, ef ekkí ólýðræð- islegt. Það hefúr aldrei verið reynt að semja við okkur í þessum viðræð- um,“ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir, þingmaður Kvennalistans eftir fúnd hennar og Guðrúnar Agnarsdóttur með Steingrími Hermannsyni í gær. Þórhildur var spurð hvort rætt hefði verið um hugsanlegt hlutleysi Kvennalistans gagnvart stjórn undir forystu Steingríms Hermannssonar eða hvort til greina kæmi að veita slíkt hlutleysi. Hún sagði að það sama gilti um hlutleysi og þátttöku í ríkisstjóm, það yrði að vera veitt með ákveðnum skilyrðum og þeir sem stæðu í stjómarmyndunartil- raunum nú virtust ekki hafa neinn áhuga á að koma til móts við Kvenna- listann í neinu. Hins vegar hefði Kvennalistinn ávallt stutt góð mál- efni hvaðan sem þau hefðu komið og engin breyting yrði þar á. Mun Kvennalistinn reyna að fella væntanlega ríkisstjóm og knýja fram kosningar á þingi? Þórhildur sagði að ekki væm uppi neinar áætlanir um slíkt. Fyrst þyrfti auðvitað að sjá hvað kæmi út úr stjómarmyndunar- viðræðunum. Þórhiidur sagði að Kvennalistinn héldi stöðuga þingflokksfundi þegar aðstæður væm eins og þessar og daglega væm haldnir fundir á Hótel Vík, sem væm mjög fjölsóttir. Þá væm haldnir símafundir þar sem konur víða um land „hittust" með því að margir símar væm tengdir saman. Fyrirhugað væri að Kvenna- listakonur héldu fundi um allt land, en engar dagsetningar hefðu verið ákveðnar. Guðrún Agnarsdóttir og Þórhildur ráðuneytinu í gær. Steingrímur sa Kvennalista um stjórnarmyndun að Þingeyri: Alveg hægt að bjarga sér þótt kaupfélagið loki - segir Hólmgrímur Sigvaldason, sem gerir út 11 tonna bát VIÐ bátabryggjuna á Þingeyri lágu nokkrir bátar þegar Morgun- blaðsmenn voru þar á ferð á miðvikudag. Um borð í Tjaldanesinu, 11 tonna báti, var eigandinn, Hólmgrímur Sigvaldason, ásamt við- gerðarmanni að gera við vélina. Hólmgrimur var tekinn tali og spurð- ur um hvernig gengi og hvernig lokun kaupfélagsins á staðnum hefði áhrif á hans vinnu. Kaupfélaginu var lokað fyrr I vikunni af sýslumanninum á ísafirði vegna skattaskulda. Tvö ár rúm em síðan Hólmgrím- ur keypti bátinn og kostaði hann þá þijár og hálfa milljón króna. Síðan hefur hann þurft að endur- bæta bátinn mikið og hefur kostað ijórum milljónum upp á hann og segist nú vera kominn með góðan bát. Hvemig hefur útgerðin geng- ið? „Hún hefur gengið alveg sæmi- lega, þetta hefur blessast. En það hefur verið ægilegt gæftaleysi , alveg rosalegt, í sumar. En það hefur verið mjög gott fískirí þegar hefur gefið, segir Hólmgrímur. Hann telur að lokun kaupfélagsins gæti haft einhver áhrif á afkomuna þar sem hann á eitthvað smáræði inni hjá þeim, en er þó ekki svart- sýnn á að ná því út, kannski ekki svo svartsýnn á að það fari í gang aftur. Að öðm leyti býst hann ekki við að lokunin komi mikið við hann. „Þjónustan hjá þessu fyrirtæki er nú ekki svo blómleg við þessa báta að það hafí mikla sök þó að þetta hafí skeð,“ segir hann. „Eg hef lagt upp hjá þeim í sumar, en ég lagði upp hjá íshús- félaginu á ísafírði í vor og fískinum var keyrt yfír. Það er alveg hægt að bjarga sér þó að kaupfélagið loki. Ég hef landað minnstu af mínum afla hjá þessu kaupfélagi, yfirleitt lagt upp annars staðar vegna hömlunar á löndunum. Þeir hafa bara tekið á móti fiski þegar þeim hefur dottið það í hug. Búið að vera svoleiðis síðan ég'keypti þennan bát. Ég hafði ætlað að flytja héðan í vetur vegna þessara löndunarmála, en ætli verði nokkuð úr því,“ segir Hólmgrímur. Hann er þá spurður hvort honum þyki horfur á breytingum í átt til batnaðar með nýjum kaupfélags- stjóra. „Já,“ segir hann ákveðið. „Við vomm nú að vonast til þess. Ég hef þó ekki séð breytingu enn, en það stendur til að breyta til batnað- Ef kaupfélagið lokar leggst plássið í eyði „MÉR líst illa á þetta, en ég hef samt trú á að þetta komist í gang aftur. Þeir geta ekki lokað kaup- félaginu, þá leggst plássið í eyði,“ sagði Sólveig Snorradóttir á Þingeyri í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins, aðspurð hvernig henni litist á lokun Kaupfélags Dýrfirðinga á Þing- eyri. Sólveig er 17 ára gömul og vann í frystihúsi kaupfélagsins. Hún hef- ur því misst vinnuna, í bili að minnsta kosti, vegna lokunar kaup- félagsins. Sólveig er fædd á Þing- eyri, en hefur einnig búið á Akur- eyri og Patreksfirði. Hún segir að fyrir sig sé ekki um aðra vinnu að velja en þá sem fæst hjá kaupfélag- inu og þess vegna mikilvægt fyrir hana að fyrirtækið komist í gang aftur. „Ég vil búa á Þingeyri vegna þess að mér líkar vel hér. ég get ekki hugsað mér að búa annars staðar," sagði Sólveig. Morgunblaðið/Bjami Sólveigf Snorradóttir. Kaupfélagið á Þingeyri er nánast i með innsigli sýslumanns er enginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.