Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988
11
Kolbeinn Pálsson formaður Blágallanefndar:
Bláflallaneftid taki yfír
rekstur skíðasvæðisins
KÓPAVOGSBÆR og íþróttafélagið Breiðablik hafa boðið BláQalla-
nefnd til kaups skiðaskála og skiðalyftu, sem er i þeirra eigu á Blá-
fjallasvæðinu. Að sögn Kolbeins Pálssonar formanns BláQallanefnd-
ar, er það stefna nefiidarinnar að eignast og sjá um rekstur og við-
hald á öllum skíðalyftum i Bláfjölluni.
fyrstir byggðu bæjarhlutann. Má
segja að nokkrar skyldur hvíli okk-
ur á herðum að gefa sögu- frægri
byggingu meiri reisn en nú er. Þá
má nefna að skólalóðin er mikilvæg
fyrir bömin í hverfínu sem eitt ör-
fárra leiksvæða.
Stjóm íbúasamtaka Vesturbæjar
leyfir sér að leita eftir viðræðum
við eigendur byggingarinnar og
einnig við borgaryfírvöld um hugs-
anlegar leiðir í máli þessu og lætur
jafnframt í Hós þá von að áhugi sé
fyrir hendi. Ibúasamtök Vesturbæj-
ar em reiðubúin að leggja fram
hugmyndir og vinnu að einhveiju
marki."
Erindi þetta mun hafa verið hið
fyrsta sem barst eigendum hússins
varðandi framtíð þess og mikil-
vægi. Síðar mun annar aðili hafa
komið erindi sínu á framfæri en í
allt öðmm tilgangi. Vart trúi ég
því að þeir, sem þar em í farar-
broddi, myndu sýna minningum
þeim, sem húsinu em tengdar, sömu
virðingu og gert er ráð fyrir í til-
lögu Ibúasamtaka Vesturbæjar né
heldur að húsið og lóðin öll yrði í
þeirra höndum lifandi hluti af dag-
legu lífi íbúa og velunnara Vestur-
bæjarins. Birgir ísleifur Gunnars-
son menntamálaráðherra, sem fer
með yfirráðarétt hússins, hefur tek-
ið erindi íbúasamtaka Vesturbæjar
vel og heitið því að skipa hið fyrsta
nefnd til þess að gera nánari tillög-
ur.
En þótt samstaða náist vonandi
um að gamli Stýrimannaskólinn fái
þá umönnun, sem hann verðskuldar
eftir langa þjónustu, skiptir einnig
máli að hlutverk hans verði lifandi
hlutverk. í húsinu verður að vera
einhver sú starfsemi, sem eðlilega
dregur til sín í hæfilegum mæli
unga og aldna, og eitthvert það
yfirbragð sem sjómenn, hvar í sveit
sem þeir em settir, geta tengt sögu
sinni og menntamálum. Einhveijar
minjar ættu að eiga þar sess og
skiptir miklu máli að samstarf verði
hið besta við forystumenn Stýri-
mannaskólans og sjómannasamtök,
enda létu þeir Guðjón Ármann Eyj-
ólfsson skólastjóri Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík og Garðar Þor-
steinsson framkvæmdastjóri Sjó-
mannadagsráðs í ljós einlægan
áhuga á þessu máli á útihátíð íbúa-
samtaka Vesturbæjar á Stýri-
mannastíg á sjómannadaginn 1987.
Miklu skiptir einnig að íbúar og
aðrir velunnarar gamla Vesturbæj-
arins sameinist um þetta verkefni
og leggi því lið með hugmyndum,
vinnu og hvers kyns styrk sem að
gagni má koma. Gamli Stýrimanna-
skólinn má ekki standa auður lengi
heldur þarf að hefjast handa við
að skapa honum nýtt og lifandi
hlutverk. Og það þarf að taka mið
af öllum aldurshópum.
Á afmæli Reykjavíkur hinn 18.
ágúst sl. fórust menntamálaráð-
herra orð á einhvem þann veg að
Reykjavíkurborg hefði unnið glæsi-
lega að endurreisn Viðeyjarstofu
og Viðeyjarkirkju og að íslenska
ríkið mætti gjaman taka sér til
fyrirmyndar slíka verkhætti. Nú
gefst kostur á að sameina krafta
ríkis, borgar, sjómanna, velunnara
og íbúa gamla Vesturbæjarins við
endurreisn þessa níutíu ára gamla
menntaseturs og við að finna því
verðugt hlutverk. Komum heil til
slíks samstarfs.
Heimildir: Stýrimannaskólinn i
Reykjavik 50 ára.
ísafold 14. október 1891, 23. júlt 1898
og 22. október 1898.
Bréf fbúasamtaka Vesturbæjar til
menntamálaráðherra og samhljóða bréf
til borgarráðs Reykjavikurborgar hinn
9. júni 1987.
Greinarhöfundur er dósent í
stærðfræði við Kennaraháskóla
íslands og formaður íbúasamtaka
Vesturbæjar.
Kolbeinn sagði að ef af kaupun-
um yrði, þá yrði lyftan að öllum
líkindum nýtt til að tengja skíða-
svæði Fram við stólalyftuna í
Kóngsgili. „Síðastliðinn vetur samdi
Bláíjallanefnd við Fram og Ármann
um leigu á skíðalyftum þeirra í
Bláfjöllum og sáum við þá um allan
rekstur á skíðalyftum á svæðinu,
snjótroðslu í brekkunum í kring og
lýsingu," sagði hann. „Nefndin lítur
svo á að hún eigi að eignast og sjá
um rekstu,r á öllum lyftum, þar sem
það er orðið hveiju félagi um sig
ofviða að sjá um þær svo vel fari.
Þetta eru orðin svo mikil og dýr
tæki og brýnt að fyllsta öryggis sé
gætt. Við viljum að almenningur
gangi að skíðalyftunum í öruggu
og góðu lagi þegar svæðið er aug-
lýst opið og að þá sé búið að troða
allar skíðabrekkur og lýsingin í lagi
þannig að fólk viti að hverju er
gengið þegar lyftukortin eru keypt.
Þá viljum við að gerður verði
samstarfsamningur við félögin um
að þau hafi aðgang að lyftunum
þegar þeim hentar og þegar þau
óska eftir fyrir sín keppnislið og
sitt æfingafólk eins og við reyndar
gerðum síðastliðinn vetur."
Þessa dagana er verið að semja
við Armann og Fram um stuðning
við félögin vegna salemisaðstöðu
þeirra en þau eru að byggja nýja
skála í Bláfjölum með veitingaþjón-
ustu og salemisaðstöðu fyrir al-
menning. „Við viljum eindregið eiga
gott samstarf við félögin og styðja
þau til að reisa þessa skála,“ sagði
Kolbeinn. „í skipulagi Bláfjalla-
svæðisins er gert ráð fyrir að þar
rísi sjö litlir skíðaskálar í nágrenni
Bláfjallaskálans þar, en skólar á
Suðumesjunum og aðilar frá öðrum
sveitarfélögum hafa óskað eftir
möguleika á gistingu fyrir skóla-
böm í skíðaferðum. En eftir sem
áður verður skálinn í Bláfjöllum
aðal þjónustumiðstöðin.“
Þrátt fyrir lítinn snjó gekk rekst-
urinn í Bláfjöllum mjög vel síðastlið-
inn vetur. Framlag sveitarfélag-
anna, sem aðild eiga að skíðasvæð-
inu, var samtals 6,8 milijónir króna
og átti sú upphæð að ganga inn í
reksturinn en hann stóð undri sér
að þessu sinni. Sagði Kolbeinn að
sveitarfélögin hefðu samþykkt að
þessi fjárhæð rynni til framkvæmda
á svæðinu. Var því unnið að endur-
bótum fyrir tæplega 15 milljónir á
svæðinu, meðal annars lagður veg-
ur að Suðurgili og bifreiðastæðum
fjölgað um helming.
„Við hefðum þurft að loka helm-
ing þess tíma sem opið var í vetur
ef við hefðum ekki haft jafn góð
tæki og við höfum," sagði Kol-
beinn. „í fyrra var lokað í einn dag
á tímabilinu 15. febrúar til 15.
mars, sem er alveg einstakt, en
metið er 80 dagar yfir veturinn.
Reyndin er sú að aðsóknin dettur
niður eftir páska sama hvenær þeir
eru nema í vetur, þá var opið til
15. maí og var ágætt færi alveg
fram undir það síðasta."
Teigar-Hlíðar
Óskum eftir að kaupa hæð og ris eða íb. með 4 svefnherb.
í Teigunum eða Hlíðunum. Má þarfnast standsetningar.
Uppl. í síma 27233 á daginn og 671351 á kvöldin (Elsa).
Steve og Cheryl Ingram.
Steve og
Cheryl
Injgram
á Islandi
STEVE og Cheryl Ingram eru
nú stödd hér á landi. Þau eru
mörgum að góðu kunn fyrir
kennslu sína og tónlist sem fólk
fékk að reyna í maí síðastliðnum.
Steve og Cheryl munu halda
sálmistanámskeið dagana 23.-24.
sept. á Smiðjuvegi 1 Kópavogi. Á
föstudeginum hefst kennslan kl.
20:00 og á laugardeginum kl.
10:00.
Sunnudaginn 25. maí verða þau
svo með tónlistarsamkomu kl. 15:00
Iíka á Smiðjuvegi 1.
Skráning á sálmistanámskeiðið
er nú í gangi. Allir eru að sjálf-
sögðu velkomnir á þessar samkom-
ur.
(Fréttatilkynning:)
Fróöleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
Sýndá
öllum
sýningum
Nýjasta mynd
leikstjórans
John Hughes
(Pretty in Pink,
Ferris Buellers Day
off, Planes.Trains
and Automobiles)
Frábær
gamanmynd um
erfiðleika
lífsins
HÁSKQLABÍÚ
SÍMI 22140