Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 25 Morgunblaðið/Sverrir Þorleifsdóttir koma á fund Steingríms Hermannssonar i sjávarútvegs- gði að fúndinum loknum að ekki yrði um frekari viðræður hans við ræða. Morgunblaðið/Bj ami Hólmgrímur Sigvaldason um borð í báti sinum, Tjaldanesinu ÍS 522. ar. Þetta hefur verið þannig í sum- ar að við höfum þurft að landa á milli átta og fímm á daginn, fimm daga vikunnar. Það er ekki tekið á móti afla utan þess tíma. Það hefur haft sín áhrif. En peninga- greiðslurnar hafa verið alveg hundrað prósent, þetta er eina sumarið sem ég veit til að kaup- félagið hefur staðið sig svona vel að borga," segir Hólmgrímur Sig- valdason að lokum. eini aðilinn sem verkar fisk á staðnum og þegar dyr þess eru læstar til að taka við fiskinum og allir bátar í hö£n. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Innanhússvandamál veflast fyrir Alþýðubandalaginu: Ný stjóm á simnudagmn? Ásmundur Stefánsson og Guðrún Helgadóttir sögð andvíg stj ór narþátttöku ÞAÐ dregur til úrslita í stjórnarmyndunartilraunum Steingríms Hermannssonar í dag. Hann var í gaér bjartsýnn á niðurstöðuna og enn bjartsýnni í gærkveldi og sömu sögu er að segja af Jóni Bald- vin Hannibalssyni, sem sagði að afloknum morgunfúndi stjórn- málaforingjanna: „Skipið er svona að tomma inn innsiglinguna, enda sýnist mér vera vanir menn um borð.“ Takist tilraunir þeirra félaga og flokksformanna má gera ráð fyrir að ný ríkisstjóm líti dagsins Ijós eigi síðar en á sunnudag, þannig að hægt verði að gefa út bráða- birgðalög um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum fyrir mánudag. Það sem enn getur komið í veg fyrir að þessi stjómarmyndun takist, em innanhússvandamál Alþýðubandalagsins, þar sem ákveðin öfl era mjög eindregið á móti stjórnarþátttöku sem þessari, en aðrir, svo sem Ólafur Ragnar Grimsson og Svavar Gestsson era hennar fys- andi. Það gerir flokknum erfiðara um vik að Guðrúnu Helgadóttur virðist hafa snúist hugur, og mun hún nú eindregið andvíg stjóraar- aðild Alþýðubandalagsins, sem illgjaraar tungur segja vera vegna þess að flokkur hennar ætli henni ekki ráðherrastól í stjórainni. Fundur fulltrúa Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags hófst í sjávarút- vegsráðuneytinu í gærmorgun, þar sem ágreiningsefni Alþýðubanda- lagsins við hina flokkana voru eink- um til umræðu. Fijálsir kjarasamn- ingar voru sem fyrr aðalumræðu- efnið. Heimildir mínar af morgunfundi viðræðuaðila í gær herma að al- þýðubandalagsmenn hafí verið fastir fyrir, hvað varðar kröfu þeirra um kjarasamningana í gildi og að horfíð yrði frá frystingu launa. Munu þeir Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson og Steingrímur Sigfússon hafa fengið afdráttar- lausa afstöðu framkvæmdastjómar Alþýðubandalagsins í þessa veru á fundinum í fyrrakvöld. Niðurstaða þess fundar er sögð hafa verið sú að framkvæmdastjómin lagði til að menn fæm sér að engu óðslega og fæm ekki þegar í stað inn í fyrir- hugað stjómarsamstarf flokkanna þriggja, heldur að byija með því að bjóðast til þess að veija minni- hlutastjóm framsóknar og krata vantrausti. Það sem mun hafa ráð- ið úrslitum um þessa afstöðu fund- armanna er að óveijandi væri fyrir Alþýðubandalagið að hefja þátttöku í ríkisstjóm, þar sem samnings- frelsið væri ekki tiyggt. Nú er talið að Ólafur Ragnar og Svavar séu mjög áfram um að Al- þýðubandalagið komi strax inn í stjómarsamstarfið, ef um samvinnu eigi að vera að ræða. Fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðuflokks féllu í engu frá þeirri stefnu sinni, að fiysta laun a.m.k. til áramóta og ítrekuðu það tilboð sitt við Al- þýðubandalagið að samningafrelsi tæki gildi upp úr áramótum. Ásmundur hatrammur andstæðingur Ólafs Ragnars Heimildir mínar töldu allt eins líklegt í gær að þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson, yrðu ofan á í sínum flokki, þrátt fyrir kröftugt andóf Hjörleifs Guttorms- sonar. Endanleg afstaða Ásmundar Stefánssonar og annarra þunga- vigtarmanna úr verkalýðsarmi Al- þýðubandalagsins er þó talin geta haft áhrif á það hver ákvörðun Al- þýðubandalagsins verður. Það er jafnframt talið hafa áhrif á afstöðu Ásmundar, hversu hatrammur and- stæðingur Ólafs Rajgnars hann er. Kunnugir telja að Asmundur megi vart hugsa þá hugsun til enda að sjá Ólaf Ragnar á ráðherrastól. Steingrímur Hermannsson átti fund með fulltrúum Kvennalistans í gær, en þegar kom á daginn að þær væru reiðubúnar til þátttöku í ríkisstjóm sem sæti aðeins örstutt, og að tryggðar væru kosningar eigi síðar en í nóvember, var þeim fundi slitið og að sögn Steingríms verður ekki um frekari viðræður að ræða við kvennalistakonur af hans hálfu. Þær Þórhildur Þorleifsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir sögðu að fundinum loknum ef þær fengju tilboð um stjómarþátttöku, þar sem kosningar væm tryggðar bráðlega, þá kæmi að því hjá kvennalistakon- um að kanna málefnin. Guðrún Agnarsdóttir sagði: „Heiðarleiki og það að standa við sín málefni skipt- ir öllu máli. Fylgið verður að ráð- ast,“ þegar kvennalistakonur vom spurðar hvort þær væm ekki ugg- andi um að fylgið kynni að hrynja af þeim, nú þegar þær öðm sinni á rúmu ári höfnuðu því tækifæri að axla ábyrgð og gerast þátttak- endur í ríkisstjóm. Þórhildur Þor- leifsdóttir bætti við: „Við höfðum ekki styrk til þess að framfylgja okkar málum í fyrra og þess vegna höfnuðum við stjómaraðild. Það er kominn tími til þess að fólk skilji það.“ Alþýðubandalagið við sama heygarðshomið Fyrir fund Steingríms Her- mannssonar og Guðmundar Bjama- sonar með þeim Guðrúnu og Þór- hildi, var enn einn fundur með full- trúum Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, þar sem alþýðubandalagsmenn ítrek- uðu enn einu sinni, að þeir yrðu að fá fram í málefnasamning ríkis- stjómarinnar ákvæði um afnám launafrystingar og fijálsa kjara- samningar, þannig að enn stóð hnífurinn þar í kúnni. Var þessari afstöðu lýst af einum fundarmanna sem „uppnámi í endatafli," sem fundarmaðurinn sagði vera kurteis- lega lýsingu á innanhússvandamáli Alþýðubandalagsins. Sagði þessi maður að ef þeir Ólafur Ragnar, núvemadi formaður flokksins, Svavar, fyrrverandi formaður og Steingrímur Sigfússon, formaður þingflokksins gætu ekki komið fram sem leiðtogar flokksins og stýrt honum, þá væri það enn ein sönnun þess að mikið vantaði á að um heilsteyptan og samstæðan stjómmálaflokk væri að ræða, sem væri leiddur af styrkri og ömggri forystu. Albert vill í stjórn Steingrímur Hermannsgon hitti síðan í gærkveldi fulltrúa Borgara- flokksins að máli, og mun sá fund- ur hafa verið ákveðinn vegna yfír- lýsinga Alberts Guðmundssonar í þá vem að hann gæti hugsað sér þátttöku í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, hugnaðist honum málefnagmndvöllur ríkisstjómar- innar. Hins vegar herma heimildir úr þingflokki Borgaraflokksins, að ákveðnir þingmenn flokksins hafí sagt að Albert talaði ekki fyrir þeirra munn. Einum kratanum varð að orði í gær, er rætt var um öll fundar- höldin með ólíkum aðilum: „Það virðist orðin svo mikil aðsókn í þessa ríkisstjórn, að þetta gæti endað með þjóðstjóm!" Loks funduðu fulltrúar flokkanna þriggja, Framsóknarflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags í gærkveldi kl. 20.30 þar sem talið var að úr því fengist skorið, næsta ömgglega hvort Alþýðubandaiagið væri reiðubúið til þess að verða einn stjómaraðilanna. Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins mun eigi síðar en kl. 12 á hádegi í dag gefa út yfirlýsingu þess efnis hvort honum takist að mynda starfhæfa ríkisstjóm er hafi þingmeirihluta að baki sér, eða hvort hann skili af sér umboði til stjómarmyndunar, til forseta ís- iands. Morgunblaðið/Þorkell Steíngrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins gerist bjartsýnni með hveijum deginum um að honum takist myndun ríkis- stjórnar, en það verður liklega á hádegi í dag sem úr því fæst skor- ið hvort bjartsýni hans hefúr haft við rök að styðjast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.