Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 37
37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988
Afmæliskveðja:
Kristín Sigurðardótt
ir frá Götuhúsum
Ég las það einhversstaðar: „Að
hafi manneslqan mætt sjálfri sér á
örlagastundu og veit hver hún er,
þá verði hún sjálfbjarga uppfrá því.“
- Mér kemur í hug að svo hafi Gunn-
ar Gunnarsson mælt, á sinni tíð. -
En það skiptir hér ekki öllu máli,
hver hugsuðurinn er, sem svo mælir,
mér bara kom þetta fyrst í hug, þeg-
ar ég vildi flytja ámaðaróskir ljúfl-
ings konu, sem hefir 80 ár að baki
á þessum septemberdegi. Þetta er
hljóðlát kona, sem þekkir ekki nema
það eitt, að standa að baki því þjóð-
félagi, sem hún tilheyrir. Ætlar sér
t.d. engan hlut Qölmiðla eða því um
líkt, fyrir það eitt að hún hefir náð
því að lifa í 80 ár. Sem betur fer,
gera það svo margir með okkar þjóð,
við góðan hlut. Hjá henni er það efst
í huga, hvað þjóð hennar þarf oft
að fylgja til grafar, ótímabært að
mannlegu skyni. Hún, eins og þjóðin
öll, harmar það að ungt fólk og aðr-
ir þeir, sem engu hlutverki fengu
lokið, skyldu vera kallaðir frá því.
Um þessar mundir vill svo til að
þrír ungir menn eru til grafar bomir
úr hennar byggðarlagi samtímis og
er það sannarlega beiskur bikar að
drekka í botn, fyrir þá sem að fram-
tíðinni hyggja eins og aldnir hljóta
að gera, þótt ekki komi annað til,
eins og frændgarður, eða önnur náin
tengsl, sem hér er ekki um að ræða.
Eg tel að snemma hafi þessi ljúfa
kona mætt sjálfri sér á þeirri örlaga-
stundu að hún vissi hver hún var,
vissi og fann hver stakkur henni var
sniðinn, að hætti samtíðar sinnar og
haslaði sér völl í samræmi við það.
Hún lagði metnað sinn f það, að
þann stakk, sem henni var þannig
skorinn, fengi hún borið á báðum
öxlum, hreinan og lýtalausan, uns
þess væri óskað að hún léti hann af
hendi á þann stað, sem hann kom frá.
Og nú er komið að því, að við,
ættingjamir, afkomendumir, vinimir
og kunningjamir, sjáum ástæðu til
þess að óska henni til hamingju á
stórum degi. Við teljum það stóran
dag í lífi þess fólks, sem skilað hefir
af sér 80 árum eins og sjálfsögðum
hlut í sátt við guð og menn. - Kristín
bar gæfu til þess að lifa í friði og
farsæld við alla þá, sem vom á sömu
leið og hún, þótt það yrði hennar
hlutskipti að hafa sér það til fram-
færis að hreinsa annarra gólf og til-
reiða öðrum barmafullan ask, á sama
tíma og hún bar tóma skál í eigin
hendi.
Við fögpnum því með henni, að nú
á hún stóran dag, hamingjuríkan
dag, þar sem hún getur, af reisn,
litið yfir farinn veg eins og allir þeir,
sem af trúmennsku einni saman taka
við þeim stakki, sem þeim er í upp-
hafi skorinn og leitast ekki við að
breyta lögum hans, þótt þeir hefðu
kosið honum annað snið. Kristín kaus
að aðlaga sig honum, fylla út í hann,
í lágum hljóðum og skila honum
hreinum. Það hefir henni tekist af
mikilli sæmd, ef til vill vegna þess
að hún mætti snemma sjálfri sér á
örlagastundu og vissi þá hver hún
var, og ekki síður hvað umhverfi,
aðstæður og aldarfar bauð uppá. -
Hún hiaut að Iúta því. - Þannig er
hið hljóða líf, ávallt að baki þeim,
sem háreystina skera í eyru og telja
sig eiga allan hlut.
En allt á sinn uppruna. Einnig
þeir sem aldnir eru, eins og Kristín,
sem á sína forfeður í moldu við skarð-
an hlut. Við orðum það þannig, vegna
þess að alltof margir af þeirri kyn-
slóð, sem báru einhvem fagurkera í
barmi, fengu aldrei færi á að útfæra
það, nema í eigin huga við árina eða
yfir grautarpotti. Eins og t.d. foreldr-
ar Kristínar, sem bæði voru list-
hneigð.
Móðir Kristínar var Valgerður
Jónsdóttir, sem er látin fyrir 30
árum. Hún var fædd að Skúmstöðum
á Eyrarbakka. Henni fylgdu ýmsir
hamingjuþræðir til bama sinna og
ber þar hæst æðruleysið, að taka
hverju því, sem að höndum bar, eins
og sjálfsögðum hlut, sem krafðist
úrlausnar á sinni stund, hvort heldur
það var hin landlæga fátækt, með
því umkomuleysi, sem henni fylgir
ávallt, eða dauði þeirra bama, sem
hún fæddi af sér. Þau urðu samtals
11, en 5 af þeim þurfti hún að sjá
á bak í litla gröf. Flestum í frum-
bemsku. Það var ekki sársaukalaus
aldarháttur hennar tíma, sem ungar
mæður þurftu þá að standa af sér.
Annar áberandi þáttur í fari Val-
gerðar, var listhneigð hennar. Henni
var það kærara að hekla eða prjóna
fegurðina inní mannlífið með listræn-
um tilþrifum, heldur en að annast
hversdagsleikann á tæpri skör.
Það hefir ekki leynt sér í gegnum
árin, að hér hefir Kristín, sem við
gleðjumst með í dag, hlotið dijúgan
móðurarf í vöggugjöf.
En það skal tvo til. Faðir Kristínar
frá Götuhúsum var Sigurður Sig-
urðsson, sem látinn er fyrir nær 40
árum. Hann var kominnn frá Stúf-
holti í Holtum og var þessvegná
Rangvellingur. Hann hafði einnig
ýmislegt til brunns að bera, sem
hann hlaut að skila í arf til bama
sinna. Það sem til mikilla nytsemda
horfði hjá honum, var hagleikur hans
og sjálfsbjargarviðleitnin. Aftur á
móti háði það hæfíleikum hans, hve
hlédrægur hann var, eða inní sjálfum
sér, eins og það er orðað, þegar fólk
gerir meiri kröfur til sín sjálfs, held-
ur en það er ánægt með, þegar enga
örvun né tilsögn er að fá, með hæfi-
leikamikið upplag.
Þetta eru í stærstum dráttum þeir
stofnar, sem að Kristínu standa.
Foreldrar hennar settu fyrst bú sam-
an að Tjöm á Stokkseyri og þar
fæddist hún, en nokkru síðar fluttu
þau sig um set að Götuhúsum, þar
sem Kristín ólst upp, við ekki öllu
krappari kjör heldur en tíðarandinn
bauð uppá, þar sem ekkert var mul-
ið undir neinn og enginn fæddist
með silfurskeið í munni, eins og það
er líka orðað. En við GÖtuhús er
Kristín jafnan kennd, af sínum upp-
haflegu sveitungum, þótt nú séu lið-
in meira en 60 ár frá því að hún flutt-
ist í annað byggðarlag.
Stokkseyri hefir Páll ísólfsson öðr-
um fremur annáiað með listfengi
sínu, ásamt þeim mönnum, sem þar
hafa látið líf sitt við óblíða landtöku
í hversdagsleikanum.
En mærin óx og þroskaðist og
hlaut að lúta sinni tíð. Á átjánda
árinu flaut hún í þeirra farveg, sem
þurftu að sjá sjálfum sér farborða.
Starfsvalið var þá óskaplega auðvelt.
Eitt starf, ein staða var þá í boði á
öllu landinu, við sjó eða í sveit, fyrir
ungar stúlkur, sem vildu eiga æsku
sína örlítið lengur, utan hjúskapar.
Vinnukonur gátu þær orðið. Annað
ekki. - Kristín valdi sér þá Reykjavík
til framfæris og gerðist vinnukona á
þriðju hæð í húsi við Laugaveginn,
með þeim kostum og kjörum sem
þá voru í boði. Þar má nefna að
bera kolin upp og öskuna niður.
Vatnið upp og skolpið út auk þess
að halda kamrinum hreinum við og
við.
En vegna þess að mærin hafði
útlitið og þokkann með sér í þá daga,
bárust sveinar að henni, þótt vinnu-
kona væri og sumir þeirra glæsileg-
ir. Einn þeirra var Magnús Halldórs-
son á Hverfísgötu 67, ávallt kallaður
Maggi Hall. Mun henni hafa geðjast
best að honum, því að honum giftist
hún og hreiðruðu þau um sig á Hverf-
isgötunni í foreldrahúsum Magnúsar
og bjuggu þar alla tíð. - Maggi
Hall var frábær persónuleiki og
gjörvulegt snyrtimenni. „En það er
annað gæfa og gjörvuleiki." Hann
hlaut það hlutskipti að fá aldrei no-
tið sín vegna sjúkleika sem hrjáðu
hann allt frá bamæsku, með ýmsum
hætti á ýmsum tímum. Oftar en ekki
varð hann að sæta því að sjúkrahús
væru hans verustaður, meira heldur
en heimili hans. Stundum var hann
vinnufær. Stundum ekki. Hann iést
62 ára gamall og hefir nú legið 21 ár
í gröf sinni.
Þegar í hjúskapinn er komið, ger-
ast ævintýrin venjulega skjótt. Ef til
vill þá hefst hetjusaga ungrar konu
fyrir 60 árum. Hún stóð þá á tvítugu,
þegar hún lagði sína fyrstu dóttur
sér að bijósti 1928. Sú hlaut nafnið
Valgerður. 1929 kom önnur, sem
heitir Sigríður. Sú þriðja fæddist
1931 og var skírð Elín. Þijár dætur
komnar í fóstur við lítinn kost. Unga
konan verður að finna dætrunum
framfæri á einhvem veg því að faðir-
inn er oftar en ekki viðloðandi sjúkra-
húsin og samviska hennar leyfir það
ekki að hún ekki vitji hans þangað
a.m.k. einu sinni hvem dag sem hann
dvelur þar, á milli þess sem hún
þvær bleiumar og nærir dætumar.
Hér liggur að baki mikil saga, sem
aldrei verður skráð. Við fínnum
hvergi söguþráð hennar í opinberu
lífi. Það er hljótt yfir leiðum hennar.
Dæturnar þijár vaxa úr grasi og
verða þokkafullar meyjar, eins og
þær eiga kyn til.
Það er gamanmál í fjölskyldunni,
að eitt sinn þegar þær dætumar
þijár, um tvítugsaldurinn, komu frá
innkaupum á Þorláksmessukvöldi og
stormuðu samhliða upp Laugaveginn
og inná Frakkastíginn, heim til sín.
Þá vill svo til, að hinumegin við
Frakkastíginn stendur náungi á góð-
um aldri, glaður í hjarta en reikull
í spori. Það fer samt ekki fram hjá
honum að þama er á ferð glæsileik-
inn eins og hann gerist mestur. Fyrst
glennir hann upp skjáina. Trúir ekki
almennilega sjón sinni. Lokar öðmm
skjánum. Sperrir fram álkuna. Slær
sér á lær og hrópar í hrifningu sinni:
„Va-a-á. En það „ket“.“ Kristín
móðir þeirra - konan sem við núna
erum að færa hamingjuóskir - vildi
gjaman draga úr þessu með „ketið".
þegar verið var að gantast með það
og sagði í sinni hógværð: „Þetta er
bara vitleysa hjá manninum. Þær eru
alveg mátulegar, blessaðar. Hann
hefur bara séð tvöfak maðurinn."
En aðrir hugsuðu hvort Laugavegur-
inn hefði rúmað það.
Hvað sem því líður, þá kom það
á daginn, að ýmsa vanhagaði um
Afmæliskveðía:
Þorgils V. Stefáns-
son fv. yfirkennari
Það má með sanni segja um
Þorgils V. Stefánsson — sem í dag
fagnar 70 ára afmæli — að sjaldan
fellur eplið langt frá eikinni. Á
Uppsölum í Ólafsvík var fjölmennt
menningarheimili. Þar er hann
fæddur 23. september 1918. For-
eldrar hans, Stefán Kristjánsson frá
Hjarðarfelli á Snæfellsnesi og Svan-
borg M. Jónsdóttir frá Bakkabúð í
Ólafsvík, vom glæsileg að útliti og
vel gefin dugnaðarhjón. Böm þeirra
vom sex og báru öll svipmót for-
eldra sinna með ýmsum hætti. Fjór-
ar dætur og tveir synir, sem öll
fóm í meira og minna framhalds-
nám. Fjögur systkinanna urðu t.d.
kennarar. Á Uppsölum rikti glað-
vær andi menningarlífs, félags-
hyggju og heilbrigðra lífshátta.
Stefán var eldhugj og ódeigur bar-
áttumaður fyrir framfaramálum
héraðsins, enda eindreginn sam-
vinnu- og framsóknarmaður. Svan-
borg var mikilhæf húsmóðir, vel
verki farin, sem margar stúlkur
nutu góðs af. Hún átti ríkan þátt
í þeirri reisn, sem einkenndi heimil-
ið, svo orð fór af.
Þorgils lauk prófí frá Héraðs-
skólanum á Laugarvatni 1936 og
Kennaraskóla íslands 1939 og hóf
sama ár barnakennslu í Laugar-
dalnum. Hann gerðist kennari í
Ólafsvík 1940 og kenndi þar í 13
ár og síðan á Akranesi í 25 ár.
Mörg hin síðari ár var hann yfir-
kennari við bamaskólann á Akra-
nesi og sá fyrsti, sem því starfi
gegndi. Árið 1978 lét Þorgils af
kennslu eftir nær 40 ára farsælt
starf og gerðist skrifstofumaður hjá
Trésmiðjunni Akri á Akranesi og
starfar þar enn. Þorgils naut alla
tíð mikils álits sem kennari. Bar
þar margt til. Hann var ágætur
stjómandi, bjó yfír fjölbreyttum
kennarahæfileikum og fylgdist vel
með öllum-nýjungum í kennslumál-
um. Auk þess var hann skylduræk-
inn og samviskusamur og lét sér
annt um nemendur sína á allan
hátt. Hann ræktaði með þeim heil-
brigða lífshætti og gaf þeim fram-
tíðarsýn.
Allir vissu að Þorgils er traustur
félagsmálamaður og þeim störfum
vel borgið, sem hann tók að sér.
Hann er ágætur ræðumaður og
rökstyður málflutning sinn á skýran
og einfaldan hátt. Hann hefði því
átt greiða leið til hinna hæstu trún-
aðarstarfa, eins og Alexander bróð-
ir hans alþm. og fyrrv. ráðherra. Á
því gaf Þorgils hinsvegar aldrei
neinn kost, þrátt fyrir óskir margra.
Svo hlédrægur er hann og frábitinn
því að vera í sviðsljósinu. Þrátt fyr-
ir það hefur hann komið víða við
og látið margt gott af sér leiða í
félagsmálum. Hann hefur alltaf
verið mjög virkur í starfi góðtempl-
ara á Akranesi og unnið þar mikið
og fómfúst starf. Hann var gæslu-
maður bamastúkunnar í Ólafsvík
öll þau ár sem hann var þar kenn-
ari og síðan bamastúkunnar Stjöm-
unnar á Akranesi í nær 25 ár.
Hann tók lengi þátt í störfum Leik-
félags Akraness og gerði mörgum
hlutverkum þar eftirminnileg skil.
Hin síðari ár hefur Þorgils starfað
í Oddfellowreglunni á Akranesi.
Bæjarstjóm hefur kjörið hann í
ýmsar trúnaðarstöður, eins og
fræðsluráð, bamavemdamefnd,
forstöðumann námsflokkanna og
kjörstjóm. Margt er þó ótalið. Þá
átti hann um árabil sæti í safnaðar-
stjóm, og stjóm Kaupfélags
S.-Borgf.
Af félagsstörfum sínum hygg ég
að Þorgilsi hafí þótt vænst um
gæslustörfin fyrir bamastúkumar
í Ólafsvík og á Akranesi. Þar lagði
hann fram óhemjuvinnu endur-
gjaldslaust í áratugi í þágu þeirra
hugsjóna, sem stóðu hjarta hans
næst og voru nátengd því uppeldis-
starfi, er hann vann lengstan hluta
ævi sinnar. Og þótt hann teldi
árangurinn ekki alltaf sem skyldi
er ég þess fullviss að oft hefur hann
hlotið þakklæti margra — bæði for-
eldra og bama — fyrir störf sín í
þeirra þágu, þegar mestu máli
skiptir að hin rétta leið sé fundin
til lífshamingju á ævibrautinni. Þar
mun enn sem fyrr sannast hinn
sígildi boðskapur skáldsins:
þetta „ket“ og dætumar þijár þurftu
aðeins að velja og haftia. Það er
mikið mál fyrir hvem og einn. En
auðvitað völdu þær og sátu svo uppi
með eitthvað.
Tíminn líður. Kristín gerir allt í
lágum hljóðum. Einnig það að fæða
af sér fjórðu dótturina, eftir 10
hlé frá hinum þremur. Hún hlaut
nafnið Gíslína. Ef til vill var það
hennar örlagastund. Nú situr hún
við góðan hlut í Álftamýri 20, í skjóli
þessarar yngstu dóttur sinnar, sem
bar gæfu til þess, að vera það stór
í sniðum að taka móður sína fram
yfir sjálfa sig. Hún hefir hafnað öllu
öðru en móður sinni. Okkur sýnist
stundum að fátt sé um fegurð í
mannlífinu, en hjá þessari yngstu
dóttur aldraðrar móður blasir fegurð-
in við. Og nú hafa allar dætur henn-
ar boðið henni til kaffisamsætis á
Kleppsvegi 2, hjá elstu dótturiiMii,
Valgerði, þar sem hún getur glaðst
með ættingjum sínum og velunnur-
um á góðum degi.
Allir niðjar hennar og þeir sem
tengjast þeim, færa henni þakkir
fyrir þann örlagaþráð, sem hún
komst ekki hjá að spinna þeim til
handa, en sem á þessari stundu verð-
ur ekki sagt um að hveiju lúta.
Með bestu afmæliskveðjum,
Skarphéðinn Össurarson
Að gengi er valt, þar fé er falt,
fagna skaltu í hljóði.
Hitt kom alltaf huudraðfalt,
sem hjartað galt úr sjóði.
(E. Ben.)
Ég vona að hin fómfúsu hljóð-
látu störf muni lengi enn ylja af-
mælisbaminu um hjartarætumar.
Oft hef ég um það hugsað hvað
mannlífið væri betra og allir um-
gengnishættir einfaldari, ef þær
dyggðir, sem Þorgils er svo ríkur
af, væm almennt í hávegum hafð-
ar. Heilbrigðar lífsvenjur, sam-
viskusemi, trúmennska í störfum
og lifandi áhugi fyrir þeim hugsjón-
um, sem hann tók tryggð við ungur
að árum. í stuttu máli sagt: Vand'-
aður mannkostamaður. Þetta full-
yrði ég eftir náin samskipti við
hann í áratugi. Slík mun reynsla
þeirra, sem honum hafa kynnst.
Þorgils er Snæfellingur að ætt
og uppmna. í Ólafsvík lágu æsku-
sporin og þar starfaði hann nokkur
bestu ár ævi sinnar. Þar fæddust
tvö elstu bömin. Þangað leitar hug-
urinn oft til þess fólks, sem barðist
hörðum höndum við að gera litla
fátæka þorpið, sem hann ólst upp
í, að myndarlegum og vaxandi bæ.
Hann á djúpar og sterkar rætur til
sinna gömlu æskustöðva og fólksins
þar. Lengi eftir að hann gerðist
kennari á Akranesi vann hann á
sumrin hjá vegagerðinni, einkumr'á
Snæfellsnesi og stjómaði þar ýms-
um verkum. Fannst honum þá jafn-
an að hann væri kominn heim. Slík
er tryggð hans og tilfinning til
æskustöðvanna. Efast ég um að
nokkur Skagamaður horfi jafn oft
yfir flóann, á jökulinn bjarta —
djásnið á Snæfellsnesi — sem Þor-
gils. Bak við íjöllin bláu er byggðin
sem hann ann.
Þorgils kvæntist 23. september
1948 Ingibjörgu Friðriksdóttur
Hjartar skólastjóra á Akranesi, vel
gefinni öndvegiskonu, eins og hún
á ættir til. Ingibjörg hefur starfað
með Þorgils að ýmsum félagsmál-
um og þá einkum bindindismálum.
Heimili þeirra er hlýlegt menning-
arheimili, sem margir eiga góðar
endurminningar um. Þar ræður
gestrisni og góðvild ríkjum. Böm
þeirra eru þijú. Dagný gift Neal
Hermanowicy lækni. Búsett í Madi-
son í Bandaríkjunum. Þau eiga eina
dóttur, Ásdísi. Hörður, dr., sálfræð-
ingur í Reykjavík, og Friða starfar
hjá Pósti og síma á Akranesi.
Ég flyt að lokum Þorgilsi og fjöl-
skyldu hans einlægar heillaóskir
okkar hjóna á merkum tímamótum
og vænti þess að hamingjusólin
vermi afmælisbamið og fjölskyld-
una því betur, sem árin færast yfír.
Við höfum búið undir sama þaki í
nær þriðjung aldar. Frá sambúð
þeirri er eingöngu góðs að minnast
og margt að þakka.
Hjartanlegar hamingjuóskir.
Daníel Ágústínusson
Þorgils og kona hans taka á
móti gestum í Oddfellowhúsinu á
Akranesi eftir kl. 17 í dag.