Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988
9
Módel
Okkur vantar módel fyrir hárgreiðslusýningu, sem
haldin verður sunnudaginn 25. september.
Hafirðu áhuga á að láta frábært fagfólk hafa hendur
í hári þínu, hafðu þá samband við okkur strax í dag
í síma 686700.
-
STJÓRNUNAR-
NÁMSKEIÐ
Eftirfarandi námskeið verða haldin á næstunni:
- Starfsmannahald/þjónusta...........27.-29. sept.
- Rekstur fyrirtækja........................3.-4. okt.
- Samskipti og hvatning í starfi............5.-6. okt.
- Markaðsmál.........................10.-12. okt.
- Fjármál fyrirtækja..................17.-20. okt.
Hæfir leiðbeinendur kenna á námskeiðunum og
kennsla fer fram á milli kl. 16.00 og 19.00 ofan-
greinda daga.
Ýmis stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku. Frekari
upplýsingar og skráning fer fram í síma 688400.
JJ^, Verzlunarskóli íslands
Loka
smölun
Smalað verður í sumarhögum Fáks laugardaginn
24/9 næstkomandi. Bílar verða í:
Geldinganesi kl. 12.00-13.30
Blikastöðum kl. 15.00
Völlum kl. 16.00
Kollafirði kl. 16.00
Þetta er loka smölun í þessum hólfum. Þeim hestum
sem ekki verður gerð grein fyrir verður ráðstafað
sem óskilahrossum.
Happdrætti
Dregið hefurverið í vorhappdrætti Fáks.
Vinningur kom á miða nr. 900.
Hestamannafélagið Fákur.
SAMRUNI
A-FLOKKANNA?
ÞiOðwiuimw_____________
I Kvennalistinn bregst
L kiosendum sínum
Von i samruna
Samhliða því sem vinstri flokkarnir ræða til
þrautar myndun nýrrar ríkisstjórnar gæla
ýmsir forystumenn Alþýðubandalags og Al-
þýðuflokks við þá hugmynd að flokkarnir
tveir renni saman í einn. Er fjallað um máliö
í forystugreinum beggja flokksmálgagn-
anna, Þjóðviljanum og Alþýðublaðinu, í
gær. Samhliða þessu gera þessir tveir flokk-
ar sameiginlega harða hríð að Kvennalistan-
um. Er greinilegt að þeir líta einkum á hann
sem sameiginlegan andstæðing. Að þessu
er vikið í Staksteinum í dag.
Sameinast í
veikleika
Skoðanakannanir hafa
sýnt ákaflega veika stöðu
bæði Aiþýðubandalags
og Alþýðuflokks. Sér-
staklega hefur Alþýðu-
bandalagið dalað og varð
kjör Olafe Ragnars
Grímssonar í formanns-
sætið síður en svo til þess
að treysta stöðu flokks-
ins meðal almennings.
Eygir hann nú og ýmsir
aðrir í forystuiiði flokks-
ins þá von helsta að kom-
ast í ráðherrastóla og
taka upp formlegt
flokkslegt samstarf við
Alþýðuflokkinn. Innan
Alþýðubandalagsins
minnast menn þess þó
vel, að á leið sinni upp í
formannssætið beitti
Ólafur Ragnar helst fyr-
ir sig þeirri röksemd
gegn Svavari Gestssyni
og lelögum hans, að þeir
befðu misst sjónar á ÖU-
um stefhumiðum og
blindast af giýjunni frá
ráðherrastólunum — orð-
ið ráðherrasósialismi var
hannað á þeim timum,
en i stuttu máli þýðir
það, að sósíalistar séu til-
búnir tíl að fórna öUum
hugsjónum fyrir ráð-
herrastóla. Á lokastígi
viðræðna um aðUd Ólafe
Ragnars að stjóm með
Steingrími Hermanns-
syni og Jóni Baldvin
Hannibalssyni snýst mál-
ið ekki um annað en það,
hvort alþýðubandalags-
menn kyngi stóru and-
mælunum við launafryst-
ingu.
• Fyrir nokkrum misser-
um var tekist á um það
innan Alþýðubandalags-
ins, hvort flokkurinn ætti
að gerast aðili að alþjóða-
samtökum sósíalista, þar
sem toppkratar héðan og
þaðan úr heiminum hitt-
ast og bera saman bækur
sinar. Eins og kunnugt
er leggur Ólafur Ragnar
ákaflega mikið. upp úr
þvi að hitta fint fólk i
útlöndum enda var hann
talsmaður þess að tekin
yrði upp þessi samvinna
við toppkratasamtökin.
Gegn þvf snerust þó mikl-
ir áhrifemenn í Alþýðu-
bandalaginu og meðal
annars Einar Olgeirsson
hér á síðum Morgun-
blaðsins. Varð ekkert úr
þessu.
Nú er samruni við
íslenska toppkrata á hinn
bóginn kominn á flug-
skrið og fagnar Þjóðvifj-
inn þvi í gær og hvetur
„flokkana tvo til að
ákveða formlegt fram-
hald hið allra fyrsta“ til
að „nota þau tækifieri
sem nú gefiisl til sam-
stöðu og samvinnu sem
allra best, helst með sam-
einingu í einn stóran
flokk jafiiaðarmanna
fyrir augum“. í Alþýðu-
blaðinu sjá menn einnig
mikil tældfeeri og binda
þau við Ólaf Ragnar en
í forystugrein blaðsins í
gær segir-. „Með kjöri
Olafe Ragnars Grimsson-
ar í formannsembætti
Alþýðubandalagsins,
virðist sem hinn lýðræð-
islegi og fijálslyndi
vængur flokksins hafi
náð ákveðnum undirtök-
um. Það er ánægjuleg
þróun, sem kynni að
verða flokknum og þjóð-
fclaginu til heilla og
stuðla að öflugri sam-
stöðu og samvinnu stétta
i landinu og minnkaði
ágreining aðila vinnu-
markaðarins.“(!)
Ráðistá
Kvennalistann
Um leið og Þjóðvifjinn
hvetur til náins sam-
starfe við Alþýðufiokk-
inn ræðst hann harka-
lega á Kvennalistann
meðal annars með þess-
um orðum: „Málefni voru
látin skera úr þjá
Kvennalistanum í fyrra
[við stjómarmyndun eft-
ir kosningar]. Nú skipta
málefiiin ekki máli. í
fyrra var slitíð á lágu
laununum. Nú var sagt
að launastefiia væri
aukaatriði miðað við
þjóðstjóm og kosningar.
Þjóðstjóm og kosningar
eiga að koma í veg fyrir
að Kvennalistinn taki
þátt i þeirri ríkLsstjóm
sem sennilegust er til að
koma áfram helstu
stefhumálum Kvennalist-
ans. Haldi Kvennalistinn
fast við þessa afetöðu
sína er hann að bregð-
ast-“
Á sínum tima við upp-
haf uppgangs Kvenna-
listans var sú skoðun
ríkjandi í forystugrein-
um Þjóðviljans, að sókn
Kvennalistans væri í
raun sigurganga Alþýðu-
bandalagsins; málefhi
Kvennalistans væm
stefiia Alþýðubandalags-
ins. Með þessum hætti
tala Þjóðviþ'amenn raun-
ar enn þótt nú sé ráðist
á Kvennalistann í stað
þess að skjalla hann; nú
ætlar Þjóðviljaliðið ekki
að vinna sigra í gegnum
Kvennalistann heldur Al-
þýðuflokkinn.
Guðrún Agnarsdóttir
einn af þingmönnum
Kvennalistans segir í Al-
þýðublaðinu í gær að
krafa listans um þjóð-
stjóm sé ekki lokakrafa.
Hún segir: „Við erum
fyrst og fremst reiðubún-
ar tíl þess að vera í sam-
stjóm, en ef því er algjör-
lega hafhað, þá erum við
reiðubúnar til að endur-
skoða möguleika á öðr-
um stjómarmynstrum —
en alls ekki tíl frambúð-
ar.“ Af þessum orðum
verður ráðið, að Kvenna-
listínn vilji fara i aðra
stjóra en þjóðstjóm svo
framarlega sem hún sitji
tíl skamms tima.
Á forsiðu Þjóðvi[jans í
gær segir hins vegar um
stjómarmyndun Stein-
grims Hermahnssonar:
„Á fundum Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks i
gær og í fyrradag hefur
verið gengið út frá þvi
ef málefhasamstaða
næðist um myndun ríkis-
stjómar þá starfaði hún
út kjörtimabilið." Flokk-
amir em sem sé að senya
um það i veikleika sinum
að ekki verði gengið til
kosninga nú og sam-
kvæmt orðum Guðrúnar
Agnarsdóttur em þeir
einnig að senýa Kvenna-
listann út úr þessari
stjóm. Á hitt er að lita
að samstjóm Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags
og Framsóknarflokks sat
í rúm tvö ár 1956 til 1958
og um það bil eitt ár
1978 tíl 1979. Kannski
yrði stuðningur Stefáns
Valgeirssonar nú það lim
sem héldi stjóm flokk-
anna saman út kjörtíma-
bilið eða þar til i apríl
1991?
Gólfmottur
- ítveim stærðum
Hægt erað krækja mottunum
saman, bæði á endum og hliðum.
Stærðir: 120 x 60 og 60 x 60 sm.
16
Auðbrekku 2 - Kópavogi.
BS
Sími 4 62
MONTEIU
Snyrtivörukynning í dag frá kl. 13.30-
18.00.
Apótekið Garðabæ,
Hrísmóum 2.
FÆREYJAR
2 x í viku
Fróðleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
*
Odýrar helgarheimsóknir í vetur til
frænda okkar Færeyinga.
Hvemig væri nú að breyta
verulega til eina helgi?
FLUGLEIÐIR
-fyrír þíg-
s
1
(0
i
<