Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 17 Að lokinni ræðu Þorsteins Pálssonar risu fundarmenn úr sætum sinum og hylltu formanninn með lófataki. ásakanir sem nauðsynlegt er að Qalla um,“ sagði Friðrik. „Þegar forsætisráðherra var að undirbúa málamiðlunartillögur sínar var staðan sú að Alþýðuflokkurinn hafði lagt til að komið yrði til móts við frystiiðnaðinn með millifærslu og Framsóknarflokkurinn hafði yfirboðið þær tillögur með gífurleg- um millifærslum og skattahækkun- um auk sérstaks skatt á Reyk- víkinga." Sjálfstæðisflokkurinn hefði hins vegar viljað draga úr millifærslum og lagt áherslu á al- mennar aðgerðir sem hefðu leitt til varanlegri lausna og ekki mismun- að atvinnuvegum með sama hætti og tillögur hinna flokkanna. í við- ræðum milli flokkanna hefði fljót- iega komið fram að Halldór Ás- grímsson var reiðubúinn að draga verulega úr millifærsluhugmyndum Framsóknarflokksins en grípa þess í stað til gengislækkunar til að bæta rekstrarafkomu útflutnings- greinanna. Jón Sigurðsson hefði taiið slíka leið að mörgu leyti æski- lega en talið að þá þyrfti að koma til sérstakra aðgerða til að koma til móts við þá sem ættu erfiðast með að þola hækkanir í kjölfar gengisbreytingar. Út frá þessu hefðu sjálfstæðismenn leitað að málamiðlunarlausn og hugmyndin um lækkun matarskattsins hefði fæðst. Sagði Friðrik að hún myndi koma þeim lægst launuðu að fullum notum. „Þetta var afgreitt sem rýt- ingsstunga og virtist fjármálaráð- herrann þar gefa í skyn að matar- skatturinn væri eins konar einka- skattur hans. Hin mótbáran var að lækkun skilaði sér ekki í lægra vöruverði, þar er farið rangt með.“ Sýndi Friðrik næst útreikninga frá Hagstofu íslands sem sýndu að þessi skattabreyting myndi þýða 2,5-12% lækkun á verði matvöru og vísitölubreytingin verða 1,6%. „Síðan leyfir fjármálaráðherrann sér að koma fram fyrir alþjóð og segja að lækkun á skatti skili sér ekki í vöruverði. Það hlýtur að vera meira en lítið að slíkum manni nema þá að reikningskunnáttunni sé eitt- hvað áfátt.“ Andstæðinga Sjálfstæðisflokks- ins sagði Friðrik ala á ágreiningi milli Reykjavíkur og landsbyggðar- innar og framsóknarmenn hefðu opinberað afstöðu sína til Reyk- víkinga með því að flytja tillögu um sérstakan 25.000 króna skatt á hverja fjölskyldu til að styrkja m.a. fyrirtæki SÍS-hringsins í Reykjavík. Þetta hefði verið höfuðkrafan sl. föstudag en hefði nú verið dregin til baka. í stjómarmyndunarviðræðunum nú væri verið að reyna að einangra Sjálfstæðisflokkinn, setja hann til hliðar og útiloka hann frá stjóm- málaáhrifum á næstunni. Þá hefði verið reynt að koma höggi á for- mann Sjálfstæðisflokksins með ódrengilegum hætti. Nú þyrfti sannleikurinn að komast til skila. Rjúfa þyrfti einangrun Sjálfstæðis- flokksins og opna möguleika til stjómarsamstarfs við þá sem em tilbúnir til að vinna með sjálfstæðis- mönnum að málefnum sem þeir legðu áherslu á. Sjálfstæðismenn þyrftu að vera tilbúnir í kosningar hvenær sem væri. „Við þurfum að fá aftur þann styrk sem við áður höfðum til að geta myndað ríkis- stjóm," sagði Friðrik Sophusson. „Það varð að koma stjórninni frá“ Næstur tók til máls Halldór Blöndai, alþingismaður, og hóf hann mál sitt á að rifja upp að Framsóknarflokkurinn hefði eitt sinn flutt vantraust á minnihluta- stjórn Ólafs Thors og myndað svo stjóm með Sjálfstæðisflokknum á eftir um þær sömu efnahagstillögur og þeir hefðu barist á móti. „Þá gall við í Eysteini: Einhvem veginn varð að koma stjóminni frá.“ Þetta sagði Halldór vera hugsunarhátt Framsóknarflokksins þegar hann seildist til valda. Halldór sagði að þegar lagt hefði verið af stað í þetta samstarf hefði verið sannreynt að sjálfstæðismenn vildu vinna með Alþýðuflokknum og Alþýðuflokkurinn með þeim. Lífsskoðanir þeirra fæm að mörgu leyti saman — nútímalegir hugsun- arhættir sem í fyrsta lagi lutu að því að gefa einstaklingunum í þjóð- félaginu athafnafrelsi til að spreyta sig. Á þessum gmndvelli hefðu menn viljað starfa og vonað að þessir tveir flokkar myndu bindast svo sterkum böndum að þeir gætu í næstu kosningum boðið fram sam- eiginlega stefnuskrá og endurreist sterka stjóm borgaralegu aflanna — viðreisnarstjóm. Svo væri nú hins vegar komið fyrir Alþýðuflokknum að hans mesta hvatning í dag væri Stefán Valgeirsson þegar hann segðist vera með öllu ef það væri ekki ný viðreisn. Halldór sagði hina nýju stétt alþýðuflokksmanna ekki hafa úthald — ekki væri hægt að treysta þeim til langframa. Hvert var fyrirheit þeirra fyrir síðustu kosningar, spurði Halldór, jú, að moka framsóknarfjósið. „Hver hefur lendingin verið? Hvar em þeir nú staddir? Jú, í fjóshaugn- um miðjum!" „Menn segja við mig,“ sagði Halldór, „er ekki upplagt að mynda viðreisnarstjóm? Eg segi við þá: Er það siðferði, er það pólitískur þroski, að efna til þeirra persónu- legu átaka sem urðu milli forystu- manna Sjálfstæðisflokks annars vegar og Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks hins vegar? Ef sá maður sem stýrir Alþýðuflokknum núna er tilbúinn til að koma nú í þessari viku og höggva Steingrím Hermannsson, er það pólitískur þroski? Hver er trú landsmanna jrfirleitt á þeim stjómmálamanni sem menn ætla að geti bmgðið sér í það hlutverk?" Halldór sagðist því miður vera sannfærður um að mikið vatn þyrfti að renna til sjávar áður en borgara- legu öflin yrðu jafn sterk og áður. Halldór sagðist ekki hræðast vinstri stjóm að öðm leyti en því að við mundum færast aftur í tímann. Það væri kannski holl upp- riQun sumum hvemig slíkar stjóm- ir reynast. „Eg er sannfærður um að ef þessi svikamylla gengur upp þá eflum við eindrægninga innan okkar flokks, baráttugleðina og síðast en ekki síst munum við standa sem einn maður á bak við okkar formann, sem við vitum að er besti maðurinn í íslenskri pólitík í dag.“ Ódrengskapur og svik Gunnar Bjamason sagði það vera tíu ár síðan hann hætti að skipta sér af starfsemi Sjálfstæðisflokks- ins, en um daginn hefði skeð at- burður sem gerði það að verkum að sér hefði hitnað í hamsi. Hann hefði sannfærst um að bæði Jón Baldvin og Steingrímur væm að undirbúa að svíkja forsætisráð- herrann og stjómarsamstarfið. Það væri ómögulegt fyrir sjálf- stæðismenn að þola ódrengskap í pólitík og nú hefði þeim verið sýnd- ur slíkur. Nú myndu allir sameinast gegn andstæðingunum. Forstjóranefiidin mistök Óskar Arinbjamarson sagði það vera nokkmm dögum of seint að koma nú og skýra atburðarásina eftir að andstæðingamir hefðu ver- ið í yfirlýsingastríði vikum saman. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins væm vandaðir menn og væntu þess sjálfsagt að þjóðin myndi meta það, því miður væri það rangt. Við lifð- um á tímum breyttrar fjölmiðlunar og ekki væri hægt að koma eftir á og skýra út málin — það myndi enginn hlusta. Oskar sagði þetta kannski anga af stærra vandamáli. Mistök hefðu leitt til þess að Sjálfstæðisflokkur- inn komst í klípu sem hann komst ekki úr og ætti hann þar við skipan forstjóranefndarinnar. Það væri varasamt að framselja áhrif til ein- hverrar nefndar út í bæ. Það virtist færast mjög í vöxt í þjóðfélaginu að vísa vandamálum til „hagsmuna- aðila" eins og þjóðin öll væri ekki einn hagsmunaaðili. Sjálfstæðisflokkurinn ætti skýra og ljósa stefnu og þyrfti ekki að leita úti í bæ eftir ráðleggingum um hvemig standa ætti að lausn efnahagsvandans. Nóg væri að fletta í stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins til að finna það sem á þyrfti að halda. Lækkun matarskatts eðlileg Eyjólfur Konráð Jónsson, al- þingismaður, sagðist ekki fá séð hvemig það að sýna fjármálaráð- herra hugmyndir um breytingar á matarskattinum gæti orðið valdur að stjómarslitum. Það væri ekki hægt að saka Þorstein Pálsson um að sýna ódrengskap í því. Sannleik- urinn væri sá að sölu- og virðis- aukaskattar í nágrannaríkjunum væm alls ekki þeir sömu á öllum vöram. Síðustu fréttir væra þær að ráðherranefnd Evrópubanda- lagsins hefði komið með tillögur um að virðisaukaskattur í aðildarríkj- unum yrði ekki hærri en 20% og ekki lægri en 10%. Á matvælum og öðram nauðsynjavöram, s.s. húshitun, mætti hann ekki vera hærri en 9% og ekki lægri en 4%. Það hefði því ekki verið óeðlilegt að hreyfa því að lækka matarskatt- inn. Það væri heldur ekki óeðlilegt að hreyfa því, eins og hann sagðist hafa gert í vor, að lækka söluskatt um 5% og láta þá upphæð vega á móti óhjákvæmilegri gengisfell- ingu, 12-15%. Þá hefði enginn grandvöllur verið fyrir því í þing- flokknum, fyrst og fremst vegna andstöðu Alþýðuflokks, en þetta mál mætti að sjálfsögðu taka upp að nýju. Sigurlaug Bjamadóttir sagðist ekki ættla neinum flokki að vjlja ekki sem besta lausn út úr þessum vanda. Út á við hefðu þessar við- ræður borið of mikinn svip af flokkspólitískum átökum. Spurði hún af hveiju væri nú svo komið sem raun væri á. Það væra ekki bara ytri skilyrði. Sjálfstæðis- flokknum hefði að vissu leyti mis- tekist í sinni stjómarþátttöku og vitnaði hún næst í Steingrím Her- mannsson sem hafði sagt að erfitt væri að eiga við frjálshyggjugaur- ana í Sjálfstæðisflokknum. Hún sagðist oft hafa varað við að þama þurfti að stemma að ósi. Gagnrýndi hún m.a. að ekki hefði verið tekið á vaxtamálunum. „Við neyðumst til þess að beita handafli." Ámi Sigfússon, formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, kynnti ályktun frá SUS þar sem lagt var til að reynt yrði að stofna nýja viðreisnarstjóm. Aðeins með nýrri viðreisn næði íslenskt þjóð- félag réttri leið. Það eitt gæti kom- ið í veg fyrir að horfið yrði með Framsókn til fortíðar. Ragnhildur Helgadóttir, alþingis- maður, sagði að upp á síðkastið hefði hópur kvenna sem kosinn hefði verið til trúnaðarstarfa rætt mikið málin. Gerðu þær sér grein fyrir þeirri nauðsyn að koma til móts við þá sem ekki tilheyrðu nein- um sérstökum hagsmunahópi í at- vinnulífinu. Hinum venjulegu ís- lendingum, hinum venjulegu neyt- endum, hinum venjulegu heimilum. í umræðum um þessi mál hefði það mjög komið til tals að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins legðu fram að- gerð á borð við þá að lækka matar- skattinn til móts við þessa aðila til að vega á móti verðbólguáhrifum gengisfellingar. Þess vegna hefði þessi hugmynd forsætisráðherra vakið mikinn fögnuð í hugum þeirra sem þetta hefðu rætt. Óheilindi Steingríms Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði að nú þegar stjómarsamstarfið væri liðið undir lok hefði hann velt því fyrir sér hvað væri eftirminnilegast. Sagði hann að eitt stæði upp úr og það væri ódrengskapur og óheilindi Steingríms Hermannssonar. Frá upphafí hefði hann unnið gegn stjóminni og reynt að niðurlægja Þorstein Pálsson. Honum hefði iðu- lega blöskrað framkoma hans. Samband ungra sjálfstæðismanna: Ný viðreisn er besti kosturinn MORGUNBLAÐINU hefur boríst eftirfarandi ályktun sem sam- þykkt var á stjómarfundi Sambands ungra sjálfstæðismanna miðvikudaginn 21. september. Yfirskrift ályktunarinnar er „Forð- umst vinstrí slysin — Nýja viðreisn". „Stjóm Sambands ungra sjálf- stæðismanna harmar ef Steingrími Hermannssyni, form- anni Framsóknarflokksins, tekst það ætlunarverk sitt að reka fleyg á milli Sjálfstæðisflokks og Ál- þýðuflokks með þeim afleiðingum að mynduð verði ný vinstri stjóm. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur hafa verið burðarásinn í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar en það hefur leynt og ljóst verið markmið Steingríms Hermanns- sonar að grafa undan því sam- starfi. Einkum hefur þó markmið hans verið að veikja Sjálfstæðis- flokkinn og forystumenn hans. Framsóknarflokkurinn hefur verið til trafala í stjómarsamstarf- inu og tekist að viðhalda og inn- leiða hafta- og skömmtunarstjóm í þeim ráðuneytum sem þeir hafa haft með höndum. Það er fors- mekkurinn að nýrri vinstri stjóm. Sautján ára valdaseta Framsókn- arflokksins sýnir að hann er henti- stefnuflokkur sem hefur það tvennt að markmiði að tryggja forystumönnum hans setu í valda- stólum og Sambandinu auð og völd. Það sjónarspil sem Jón Baldvin Hannibalsson hefur tekið þátt í með Steingrími Hermannssyni era stórkostleg mistök að mati ungra sjálfstæðismanna. Mistökin era því skýrari að forsætisráðherra bauð fjármálaráðherra að tillagan um lækkun matarskatts yrði lögð fram sameiginlega af Sjálfstæðis- flokki og Alþýðuflokki. Ungir sjálfstæðismenn hvetja Jón Bald- vin Hannibalsson til þess að end- urskoða afstöðu sína og taka þátt í myndun nýrrar viðreisnarstjóm- ar. Stjóm Sambands ungra sjálf- stæðismanna fagnar þeirri við- leitni forystumanna Sjálfstæðis- flokks og Borgaraflokks að -sam- eina kraftana í þágu þjóðarhags- muna. Það er skilyrði fyrir því að komist verði úr þeirri stjómar- kreppu sem Framsóknarflokkur- inn hefur skapað hjá þjóðinni og að möguleikar skapist á nýrri við- reisnarstjóm. Forsendur til myndunar sterkr- ar viðreisnarstjómar era því fyrir hendi, aðeins þarf að endurvekja traust á milli sjálfstæðismanna og Alþýðuflokks til nýs sam- starfs. Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað að persónulegur ágrein- ingur forystumanna megi ekki standa í vegi. Hið sama hlýtur að gilda um forystumenn annarra stjómmálaflokka. Aðeins með nýrri viðreisn nær íslenskt þjóðfélag réttri leið. Það er eini kosturinn sem getur komið í veg fyrir að aftur verði horfið með Framsókn til fortíðar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.