Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 Þorbjörg Jens- dóttir - Minning Fædd 8. desember 1917 Dáin 14. september 1988 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem). Þó ég sé of lítill til að skilja það að hún amma Bogga mín sé farin frá okkur, þá fínn ég að hláturinn hennar er horfinn. Ég hafði ekki tækifæri til að hitta hana oft, en okkar stundir saman voru skemmtilegar. Á síðasta ári hélt ég upp á minn fyrsta afmælisdag og mín fyrstu jól heima hjá henni og afa á Islandi. í sumar fékk ég svo að hitta hana og faðma í síðasta sinn, því skömmu síðar varð hún veik. Góði Guð, passaðu ömmu mína og huggaðu elsku afa minn. Alexander Jens Það var kl. 5.30 að morgni 25. júní 1953, að við hjónin komum með árs gamla tvíburana okkar á heimili Þorbjargar og Guðmundar í Efstasundinu. Hún var komin á fætur og kom brosandi og fagnandi til dyra, Guðmundur breiddi út faðminn brosandi líka, og strákun- um var dembt í hjónarúmið til hans. Þetta var fyrsta gjöfin sem hann fékk — hann varð fertugur þennan dag, en það vissum við nú ekki fyrr en við komum heim aftur, eft- ir þijár vikur. Ég held, að í vissum skilningi hafi ég lifað á því alla tíð síðan, hvað þau gerðu þennan stóra greiða af góðum hug, enda er oft taiað um það á okkar heimili. Þetta atvikaðist þannig, að við Þorbjörg mættumst í matvörubúðinni að morgni dags og hún spyr m.a.: „Hvemig hafa tvíburamir það?“ — Þeir hafa það gott — á ég ekki að lána þér þá? — „Jú, það væri gam- an.“ — og er ekki að orðlengja það — ég var ekki fyrr komin heim en hún hringir og við tölum um þetta fram og aftur, og hún var alltaf jafn jákvæð, og þetta varð úr, og öll fjölskyldan hjálpaðist að. Þegar við komum að sækja strákana eftir þessar 3 vikur þekktu þeir okkur ekki, vom önnum kafnir við að leika sér og við fundum alveg hvað þeir vom búnir að hafa það gott. Þetta hefur aldrei verið þakkað eins og vert var. Ég vildi að þetta kæmi fram, því það er svo sönn lýsing á því hvemig þetta fólk er og var. Við hefðum ekki látið bömin okkar í hendumar á hveijum sem var. Þegar þetta var áttu Þorbjörg og Guðmundur 3 böm á lífi, Dóm, Gylfa og Hákon. Guðrún, yngsta bamið, fæddist 1956. Árið 1945 misstu þau elsta bamið sitt, Jens. Við Þorbjörg höfðum verið mál- kunnugar síðan afi minn og amma bjuggu á Laugavegi 42, á sömu hæð og Halldóra móðir Guðmundar. Halldóra var alveg sérstök ágætis kona og Þorbjörg dáði hana alla tíð og þær hvor aðra. Við þökkum af alhug og vottum Guðmundi og fjölskyldu hans sam- úð. Minningin um Þorbjörgu verður í huga okkar áfram. Björg Jónsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem). Það er með sámm trega sem við kveðjum góða móður, hún var okk- ur ómetanlegur vinur sem aldrei brást. Þær em dásamlegar minningam- ar sem við geymum í hjörtum okkar. Hafi hún þökk fyrir allt. Börnin. í dag fer fram útför tengdamóð- ur minnar, Þorbjargar Jensdóttur (Boggu). Mér er efst í huga þakk- læti fyrir að hafa notið hennar í þau 22 ár sem ég hef tengst henn- ar fjölskyldu. Bogga var afar söng- elsk og hafði góða söngrödd, sem hún virkjaði í mörgum kómm. Það var líka sérstök upplifun að fara með henni á tónleika, því mik- ið hreifst hún með. Félagslynd var hún og starfaði mikið með Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Þar hafa kraftar hennar nýst vel og alltaf gat hún sagt eitt- hvað skemmtilegt úr föndurtímun- um með Rauða kross konum. En fyrst og fremst var hún góð eigin- kona, móðir og amma, máttarstólpi sem allir gatu treyst á. Hún var gleðigjafi á gleðistund og sérlega raungóð á raunastund. Mér finnst það lýsa Boggu best hversu vel hún hugsaði um tengda- móður sína, sem bjó í fjölda ára undir sama þaki. Það var svo sér- stakt samband þeirra á milli, þar vom ekki sagðar sögur um tann- hvassar tengdamömmur. Sárt er að yngstu bamabömin skyldu ekki fá að njóta hennar leng- ur. Elsku Guðmundur, ég bið Guð að styrkja þig, bömin og alla þá sem eiga um sárt að binda á þess- ari sorgarstund. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur fegurð, flör flýgur burt sem elding snðr. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. (B. Halldórsson) Inda Það er mikil eftirsjá hjá fjöl- skyldu og vinum nú þegar Þorbjörg Jensdóttir er látin eftir nær þriggja mánaða erfið veikindi, sem komu snöggt og óvænt síðari hluta júní- mánaðar. Þorbjörg fæddist fædd 8. desem- ber 1917 í Flatey á Breiðafirði, og vom foreldrar hennar þau Jens Hermannsson, kennari og rithöf- undur, og kona hans, Margrét Guð- mundsdóttir. Hún ólst upp á Bfldud- al í stómm systkinahópi og átti frá þeim ámm margar góðar minning- ar. Þorbjörg giftist 4. febrúar 1939 eftirlifandi eiginmanni sínum, Guð- mundi Guðmundssyni, fv. banka- fulltrúa. Þauu eignuðust fimm böm og em fjögur þeirra á lífi. Fáir dagar vom liðnir frá því að Þorbjörg og eiginmaður hennar, Guðmundur, komu frá Flatey á Breiðafirði og þar til hún veiktist. Eins og áður sagði var Þorbjörg fædd í Flatey, og var þar mikið á æsku- og unglingsámm. Eftir frá- sögnum hennar naut hún þess mjög að dveljast þar, ekki síst vegna sambands hennar við fólkið sitt þar, sem hún mat mikils, og fékk hjá gott veganesti til framtíðarinn- ar. Eg minnist þess að Þorbjörg sagði oft að í Flatey væri fallegast í júnímánuði, þegar gróðurinn var að vakna, fiiglalífíð í blóma, og ekki síst vegna hinna björtu sum- amátta, sem öllum verða ógleyman- legar, sem notið hafa þeirra við Breiðafjörðinn. Það var hjartans mál Þorbjargar, að vel mætti tak- ast til með uppbyggingu Félagshúss í Flatey, þar sem afi hennar Her- mann Jónsson, skipstjóri, og síðar dóttir hans, Jónína, höfðu búið um langan aldur. Þorbjörg, systkini hennar og frændfólk hafa nú í mörg ár unnið að uppbyggingu hússins með góðum árangri, og má segja að fari nú að sjá fyrir endann á þessu starfi vegna dugnaðar Þor- bjargar, eiginmanns hennar Guð- mundar svo og annarra dugnaðar- forka úr skylduliði hennar. Þorbjörg var mjög félagslynd kona, og tók þátt í ýmsum félags- störfum gegnum árin, og var tón- list og kórsöngur þar ofarlega á smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar I.O.O.F.12 = 170 9238'h = 9.0. Krossinn Auðbrekku 2.200 Kópavogur Samkoma i kvöld kl. 20.30 með Paul Hanssen. Allir velkomnir. Hi Útivist Sunnudagsferðir 25. sept. Kl. 8.00 Þórsmörk - Goða- land. Verð 1.200,- kr. Stansað við Nauthúsagil á heimleið. Kl. 10.30 Gamla þjóðleiðln yfir Mosfellsheiðl. 3. ferðin um þjóðleiðina til Þingvalla, er frest- að var frá júní. Gengið frá Mið- dal yfir heiðina að Vilborgar- keldu. Verð 900,- kr. Kl. 13.00 Nýi Nesjavallavegur- inn - Þingvellir í haustlitum. Fyrs- er ekið um nýja veginn á Nesjavelli og þaðan um Grafning á Þingvelli. Þjóðgarðurinn skoð- aður í haustlitum. Létt ganga um gjár og fornar slóðir. Verð 900,- kr. Ath. þetta er ekki söguskoð- unarferð. Brottför frð BSf, bensínsölu. Simi/símsvari: 14606. Frítt f. böm m. fullorðnum. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir 23.-25. sept. Landmannalaugar - Jökulgil. Gist i sæluhúsi F.l. í Landmanna- laugum. Upphitað hús með eld- unaraðstöðu og notalegu gisti- rými. Jökulgilið er náttúrusmíð sem vert er aö skoöa. Núna er rétti timinn. Þórsmörk - haustlitaferð. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Haustiö er sérstakt í Þórsmörk. Það er þess virði að kynnast óbyggðum islands á haustin. Brottför i ferðirnar er kl. 20.00 föstud. Upplýsingar og farmiða- sala á skrifstofu F.I., Öldugötu 3. Ferðafélag fslands. [tMI Útivist Sími/símsvari: 14606 Mánudagur 26. sept. kl. 20. Tunglskinsferö I Vlðey. Brottför frá komhlöðunni Sundahöfn. Fyrst verður nýuppgerö Viðeyj- arstofa skoöuð ásamt kirkjunni undir leiðsögn staðarhaldara, en síöan er létt ganga um eyjuna. Fjörubál. Verð 400,- kr. frftt f. böm yngri en 12 ára. Fjölmenniö. Sjáumst! Útivist. Ungtfólk |j YWAM - Ísland Fræðslustund verður I Grensás- kirkju á morgun, laugardag, kl. 10.00. Ólöf Davíðsdóttir fjallar um efnið: Þjónusta ( krafti heil- ags anda. í framhaldi af fræðsl- unni verður siðan bænastund kl. 11.16. Allir velkomnir. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar 1 nauðungaruppboð \ uorgarheiði 29, Hverageröi, þmgl. eigandi Runar Sigurðsson. Uppboðsbeiöendur eru Búnaðarbanki Islands, Byggingasjóður rikls- ins, Klemens Eggertsson hdl. og Guðjón Ármann Jónsson hdl. Önnur sala. Efra-Seli, Stokkseyrarhr., þingl. eigandi Símon Grétarsson. Uppboðsbeiðendur em Jóhannes Asgeirsson hdl., Sigríður Thorlac- ius hdl., Byggingasjóður rikisins og Jón Eiriksson hdl. önnur sala. Laufskógum 7, e.h., Hveragerði, þingl. eigandi Jóhann Sigurvin Ein- arsson. Uppboðsbeiðendur eru Jón Eiríksson hdl. og Byggingasjóður ríkisins. Laufskógum 7, n.h., Hverageröi, þingl. eigandi Árni Jónsson. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki Islands. Leigui. vestan (sólfsskála, Stokkseyri, þingl. eigandi Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. Uppboðsbeiðandi er Hróbjartur Jónatansson hdl. Lyngbergi 10, Þorlákshöfn, þingl. eigandl Gunnar Harðarson. Uppboösbeiðandi er Tryggingastofnun rikisins. á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Höröuvöll- um 1, Selfossi: Þriðjudaginn 27. sept. 1988 kl. 10.00 Arabæjarhjáleigu, Gaulverjabhr., þingl. eigandi Þorbjöm Guðmundsson. Uppboðsbeiðendur eru Ingi Ingimundarson hdl., Jakob J. Havsteen hdl. og Stofnlánadeild landbúnaöarins. Álftarima 1t íb. 402, Selfossi, talinn eigandi Steindór Pálsson. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofnun ríkisins. Brúarhvammi, Biskupsthr., þingl. eigandi Jón Guðlaugsson. Uppboðsbeiðandi er Eggert B. Ólafsson hdl. Eyrarbraut 57, Stokkseyri, þingl. eigandi Rögnvaldur Hjörleifsson. Uppboðsbeióandi er lönaöarbanki íslands hf. Eyjahrauni 38, Þorlákshöfn, þingl. eigandi Suðurvör hf. Uppboðsbeiðendur eru Byggingasjóður ríkisins, Ólafur Gústafsson hrl., Gunnar Sæmundsson hdl. og Guöjón Ármann Jónsson hdl. Önnur sala. Oddabraut 3, Þorlákshöfn, þingl. eigandi Hjálmar Guömundsson. Uppboðsbeiðendur eru Jón Magnússon hdl., Jón Eiríksson hdl. og Jakob J. Havsteen hdl. Önnur sala. Lýsubergi 12, Þorlákshöfn, talinn eigandi Unnur Bjarnadóttir. Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofnun ríkisins og Byggingasjóður ríkisins. Fimmtudaginn 29. sept. 1988 kl. 10.00 Mýrarkoti, Grímsneshreppi ('/« hl.), þingl. eigandi Hilmar Jónsson. Uppboðsbeiðandi er Gísli Baldur Garöarsson hrl Grænumörk 1c, Hveragerði, þingl. eigandi Skemmtigarðurinn sf. Uppboðsbeiöendur eru Skúli Bjamason hdl., Gunnar Jónsson hdl., Guðmundur Kristjánssön hdl. og Brynjólfur Kjartansson hdl. Hafnarbakka 30, Þorlákshöfn, þingl. eigandi Isfélag Þorlákshafnar hf. Uppboðsbeiðandi er Fiskveiöasjóður. Einigeröi nr. 1 a, Mýrarkoti, Grimsnesi, þingl. elgandi Salman Tamimi. Uppboðsbeiðandi er Valgeir Pálsson hdl. Setbergi 29, Þorlákshöfn, þingl. eigandi Árni Pálmason. Uppboösbeiöendur eru Jón Eiríksson hdl. og Ingimundur Einarsson hdl. Heiðarbrún 66, Hverageröi, þingl. eigandi Jakobína Gunnþórsdóttir. Uppboðsbeiðendur eru Ólafur Thoroddsen, Magnús Guðlaugsson hdl. og Byggingasjóður ríkisins. Sumarbústaðarlóð 73, Hraunborgum, Grímsnesi, talinn eigandi Guð- mundur Jónasson o.fl. Uppboðsbeiðandi er Jón Eirlksson hdl. Miðvikudaginn 28. sept. 1988 kl. 10.00 Hveramörk 19a, Hveragerði, þingl. eigandi Snjólaug Nielsen. Uppboðsbeiðendur eru Jón Eiriksson hdl., Ævar Guðmundsson hdl., Þórunn Guömundsdóttir hrl., Byggingasjóður rikisins, Jakob J. Havsteen hdl., Sigriöur Thorlacius hdl. og Búnaðarbanki Islands. Þelamörk 54, Hverageröi, þingl. eigandi Lars 0. Nielsen. Uppboösbeiðandi er Búnaöarbanki fslands. Sýslumaðurinn i Árnessýsiu. Bæjarfógetinn á Seifossi. Bláskógum 2a, Hveragerði, þingl. eigandi Halldór Höskuldsson. Uppboðsbeiðandi er Eggert B. Ólafsson hdl. Önnur sala. fragerði 9, Stokkseyri, þingl. eigandi Gunnar Magnússon. Uppboðsbeiðendur eru Jón Eiríksson hdl. og Byggingasjóöur ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.