Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 23 SEPTEMBER 1983 47 DÓMÁRAR KNATTSPYRNA Eysteinn og Baldur kveðja Munu dæma síðustu leiki sína í 1. deild á laugardaginn TVEIR dómarar dæma síðustu leiki sína í 1. deild í knattspyrnu um helgina. Það eru þeir Ey- steinn Guðmundsson og Bald- ur Scheving. Eysteinn mun dæma leik Fram og ÍA á Laug- ardalsvellinum en Baldur leik KR og Þórs á KR-velli. Eysteinn hefur dæmt í 28 ár, þar af 23 ár í 1. deild og verið milliríkjadómari í 15 ár. Hann átti að dæma leik ÍBK og Víkings en Friðgeir Hallgrímsson bauð Ey- steini að taka leik Fram og ÍA. Eysteinn endar því 28 ára dómara- feril á Laugardalsvellinum á laugar- daginn. Baldur Scheving hefur dæmt í 29 ár en byijaði ekki að dæma í 1. deild fyrr en 1980. Baldur verður fimmtugur í október og samkvæmt reglum FIFA verður hann að hætta. Síðasti leikur hans í 1. deild verður því viðureign KR og Þórs á KR- vellinum. Bæði Baldur og Eysteinn hafa þó ekki hugsað sér að leggja flaut- una algjörlega til hliðar. Þeir munu líklega halda sér við með því að dæma leiki í neðri deildunum og yngri flokkunum. Arangur ekki í sam- ræmi við kostnað" ÍBK mun ekki endurráða Frank Upton. Stefnan sett á Á FUNDI knattspyrnuráðs ÍBK var ákveðið að endurráða ekki Frank Upton sem hefur þjálfað liðið í rúmt ár. Keflvík- ingar eru ekki sáttir við stöðu liðsins og segja að of dýrt sé að ráða erlendan þjálfara þegar árangurinn er ekki betri en raun ber vitni. Við teljum okkur fá of lítið fyrir peningana með því að ráða erlendan þjáifara. Árangur er ekki í samræmi við kostnað," íslenskan þjálfara Frank Upton. ■■■■■ sagði Krístján Ingi FráBimi Helgason, formað- Blöndal ur knattspymur- iKefíavik áðg jBK nUpton vildi vera áfram og taldi að hann þyrfti lengri tíma til að sanna sig, en við ákváðum að reyna frekar að fá íslenskan þjálfara" sagði Kristján. Kristján Ingi hefur ákveðið að hætta sem formaður knattspymu- ráðsins í nóvember. „Áður en ég hætti ætla ég að ganga frá ráðn- ingu þjálfara fyrir næsta sumar samkvæmt fyrirmælum frá stjóminni,“ sagði Kristján. KÖRFUKNATTLEIKUR / REYKJANESMÓTIÐ Keflvfldngar meist- arar í fyrsta sinn Sigraði Njarðvík í úrslitaleik. Teitur með 47 stig KEFLVÍKINGAR tryggðu sér sigur í Reykjanesmótinu með því að leggja nágranna sína, Njarðvíkinga, að velli í úrslit- leik, 92:20. Leikurinn var mjög spennandi og skemmtilegur, einkum þó síðustu mínúturnar. Njarðvíkingar höfðu undirtökin framan af og voru yfír í leik- hléi, 53:45. Þessum mun héldu Njarðvíkingar lengst af en Keflvík- ingar náðu frábær- FráBimi um endaspretti og Blöndal tryggðu sér sigur. Kefíavík Þegartæparþijár mínútur vom til leiksloka var staðan 88:80 Njarðvíkingum í vil. Keflvíkingar tóku þá við sér — léku mjög vel á lokamínútunum — og skomðu 12 stig gegn 2 og sigruðu. Lee Nober, þjálfari ÍBK, hefur látið liðið leika pressuvöm í öllum leikjum á mótinu. Njarðvíkingar hafa líklega reiknað með því að lið- Teitur Örlygsson átti mjög góðan leik og skoraði 47 stig. ið beitti sömu vöm í úrslitaleiknum. En svo var ekki. Það var ekki fyrr en á lokamínútunum að ÍBK tók upp pressuvömina sem kom Njarðvík í opna skjöldu. Þrír Njarðvíkingar fóm útaf með 5 villur á lokamínútunum. Helgi Rafnsson, Hreiðar Hreiðarsson og Kristinn Einarsson. Þá lék fyrirlið- inn ísak Tómasson ekki með en hann var veikur. Tertur með 47 stig Njarðvíkingurinn Teitur Örlygs- son átti frábæran leik og skoraði 47 stig eða ríflega helming stiga Njarðvíkur. Mörg þessara stiga komu úr þriggja stiga skotum og Teitur var án efa langbesti maður vallarins. Jón Kr. Gíslason átti að venju góðan leik, stjómaði leik ÍBK vel og skoraði 28 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem Keflvíkingar sigra á Reykjanesmót- inu og í fyrsta sinn sem það vom ekki Njarðvíkingar sem tóku við bikamum. Morgunblaöiö/Einar Falur Jón Kr. Gísíason fyrirliði Keflvíkinga í skotstöðu. Hann átti góðan leik í úrslitaleiknum. Helgi Rafnsson varð hinsvegar að fara útaf með 5 villur skömmu fyrir leikslok. GOLF Styrktar- mót í Hval- eyrarholti GOLFMÓT verður haldið á Hvaleyrarholtsvelli á morgun, laugardag 24. september, og geta snjallir kylfingar unnið bif- reið af gerðinni Peugeot 405, 1900 GR, árgerð 1988 ef þeir fara holu í höggi á 17. braut vallarins. Golfklúbburinn Keilir gengst fyrir mótinu, sem er styrktar- mót vegna þátttöku sveitar félags- ins í Evrópukeppni félagsliða, sem fram fer í Marbella á Spáni 21. til 26. nóvember næstkomandi. Auk bifreiðaverðlaunanna verða efstu mönnum á mótinu veitt verð- laun og veitt verða aukaverðlaun á par 3 holum, sem þeir hljóta sem verða næst holu eftir upphafshögg. Keppt verður samkvæmt svokölluðu 7/8 Stableford punktakerfí. DOMARAMAL / GUÐMUNDUR HARALDSSON Dalglish konungur vælukjóanna Oft hefur það komið fram, að íslenskir dómarar séu við- kvæmir fyrir nöldri í leikmönnum, og athugasemdum frá stjómend- um liðanna. Það er líka talað um að íslenskir dómarar séu þeir einu sem fínni fyrir þessu. Vitna menn þá oft í það að erlendis séu dómar- ar ekki að finna að þessum hvim- leiðu köllum. í síöasta mánuöi átti enskt dag- blað viðtal við Knuvörð sem hafði starfað í 7 ár í ensku deildinni. Á Englandi verða menn að byija sem línuverðir áður en þeir fá tækifæri til þess að starfa sem dómarar. Þetta viðtal var tekið við línuvörðinn vegna þess að hann hafði ákveðið að hætta störf- um. Það sem gerði þá ákvörðun fréttnæma, var að hún var tekin í Ijósi þess að viðkomandi línu- vörður hafði fengið meira en nóg af grófri framkomu leikmanna og framkvæmdastjóra margra liða. Hann tilgreindi marga fram- kvæmdastjóra en aðeins fáa leik- menn. Konungur vælukjóanna ífyrirsögn viðtalsins var ekki glæsileg fyrir Kenny Dalglish, framkvæmdastjóra Liverpool, en þar stóð; „Dalglish er konungur vælukjóanna." I greininni kemur fram að Dalglish er hinn mesti nöldrari, og Liverpool liðið í heild mjög slæmt í þessu sambandi. Eins og línuvörðurinn sagði í við- talinu; „Það er engu líkara en leikmönnum liðsins sé uppálagt að nöldra í dómaratríóinu. Ef Ii- verpool tapar leik, þá er það ekki sök liðsins. Bæði leikmenn og stjómendur liðsins leita orsa- kanna yfírleitt hjá dómaratríóinu. Besta dæmið er úrslitaleikurinn í enska bikamum í vor, þegar Li- verpool tapaði fyrir Wimbledon." En það em fleiri sem fá slæma einkunn hjá línuverðinum. Bryan Robson, fyrirliði Manchester Un- ited er að sögn línuvarðarins, leik- maður sem er sínöldrandi allan leiktímann. í viðtalinu kemur að- eins fram einn ljós punktur. Brian Clough, framkvæmdastjóri Nott- ingham Forest, var á árum áður mjög skapmikill og lét reiði sína bitna mjög á dómumm. Viðhorf hans er nú breytt, og gangi illa, leitar hann orsaka hjá liði sínu. Hann er, að áliti línuvarðarins, hin besta fyrirmynd í dag. Ámlnnlngar Það kemur fram hjá línuverðin- um, að enska knattspyrnusam- bandið tekur ekki nógu hart á kæmm frá dómumm. Leikmenn og stjómendur Iiða, sem em kærð- ir fyrir leiðinlega og grófa fram- komu, sleppa oftast með minni háttar áminningar. Því hafði þessi ágæti línuvörður tekið þá ákvörð- un að hætta í dómgæslunni. Hann hafði fengið sig fullsaddan á þess- ari leiðinlegu framkomu. Nú er ég hræddur um að ein- hveijir segi að þessi ágæti línu- vörður sé of viðkvæmur til þess að vera í dómgæslunni. En málið er ekki svo einfalt. Auðvitað gera dómarar mistök, en það réttlætir ekki að leikmenn og forystan séu með leiðinlega framkomu í garð þeirra. Það er svo ekki úr vegi að Ijúka þessu með dæmisögu úr daglega lífínu. Maður segir við annan: „Hvað er að þér maður? Ég er búinn að ausa yfír þig skömmum og svívirðingum, og’segir ekkert við þessu." Þá svarar hinn: „Ég er knattspymudómari". Með dómarakveðju, Guðmundur Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.