Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988
19
Sinfóníuhljómsveit æskunnar á Zukofsky-námskeiði
Sinfóníuhljómsveit æskunnar heldur um þessar
mundir námskeið undir stjóm Paul Zukofskys. 70
tónlistamemendur víðs vegar að af landinu taka
þátt í námskeiðinu. Tvö verk em á efnisskránni að
þessu sinni, Píanókvartett í g-moll, op. 25 eftir
Brahms, útsettur fyrir hljómsveit af Schönberg, og
Haydntilbrigðin eftir Brahms. Námskeiðinu lýkur
með tónleikum í Háskólabíói laugardaginn 1. októ-
ber næstkomandi klukkan 14.00.
Með Fokker að Surtsey og í Þórsmörk:
Breytingar í innanlands-
flugí Flugleiða
kynntar í háloftunum
Engar kröfur fyrirliggj-
andi um tvíþrepa söluskatt
- segir Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins
JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins segist vera
tilbúin til þess að lækka söluskatt á t.a.m. kjöti, mjólk og soðningu
ef tillögur fylgi um tekjuöflun á móti. Slíkar tillögur hefðu ekki
fylgt tillögum forsætisráðherra og hann hefði þvi meðal annars
þess 'vegna ekki geta sætt sig við tillögu Þorsteins Pálssonar um
afhám söluskatts á matvæli. Hann hefur ennfremur fallist á það til
málamiðlunar að standa ekki á móti heimild Seðlabankans til lækkun-
ar gengis um 3%.
Jón Baldvin sagði í samtali við
Morgunblaðið aðspurður um þessi
atriði að Alþýðuflokkurinn hefði
fallist á til málamiðlunar að standa
ekki á móti þeirri heimild sem
Seðlabankinn hefði fengið til geng-
isfellingar í tíð fyrri ríkisstjómar. Á
móti kæmi að fengist hefði fram
að verulega yrði dregið úr þeirri
millifærslu, sem Framsóknarflokk-
urinn hefði talið þörf á og að auki
væri það sameiginlegt ákvörðunar-
atriði hvenær heimildinni til gengis-
lækkunarinnar yrði beitt.
Varðandi afstöðuna til svonefnds
matarskatts, sagði Jón að tillögur
forsætisráðherra hefðu verið heild-
artillögur um lausn á vanda í efna-
hagsmálum. Þær hefðu falið í sér
lækkun á söluskatti á matvæli úr
25% í 10%. Á móti hefði átt að
koma hækkun á tekjuskatti til að
vega upp tekjutapið. „Þetta þýðir
að forsætisráðherra bauð allt í einu
upp á sem lið í málamiðlun í
skammtímaefnahagsaðgerðum kú-
vendingu hvað varðaði grundvallar-
atriði. Undirstöðuatriði í heildar-
stefnu ríkisstjómarinnar í skatta-
málum var undanþágulaus sölu-
skattur og einfalt staðgreiðslu-
kerfi.“
„Þetta er svo annað mál, þegar
gengið er til stjómarmyndunarvið-
ræðna við aðra flokka, sem ekki
hafa svarist í fóstbræðralag um
þetta gmndvallaratriði góðs skatta-
kerfis um undanþágulausan sölu-
skatt. Það er eðlilegt að stjómar-
andstöðuflokkar, sem börðust eins
og hundar gegn þessum skattkerf-
isbreytingum segi að þeir vilji efna
til viðræðna um breytingar á því,“
sagði Jón Baldvin ennfremur.
Hann sagði að það væri mikill
misskilningur ef menn héldu að
undanþágulaus söluskattur væri
krötum trúaratriði. Hann væri til-
búin til þess að lækka söluskatt á
t.a.m. kjöti, mjólk og soðningu ef
tillögur fylgdu um tekjuöflun á
móti, sem ekki hefði fylgt tillögum
forsætisráðherra. í stjómarmynd-
unarviðræðunum nú hefðu þessi
atriði verið rædd almennum orðum
og engar kröfur lægu fyrir um að
taka upp tvíþrepa söluskatt. Menn
hefðu lýst því yfir að þeir vildu fá
umræðu um þetta atriði, en jafn-
framt hefði verið játað að fyrir
mönnum vekti verð á matvælum
en ekki skattfyrirkomulag. Menn
skildu átta sig á því að þó söluskatt-
ur yrði lækkaður á einhveijum
matvælum, en jafnframt teknar af
niðurgreiðslur, þá lækkaði verð ekki
um fimmeyring.
FLUGLEIÐIR kynntu breytingar
á innanlandsflugi félagsins fyrir
fréttamönnum í gær, og fór
kynningin fram í einni af Fokker
vélum félagsins í háloftunum
yfir Suðurlandi og Vestmanna-
eyjum. Þær breytingar sem
kynntar voru eru þær helstar að
nú hefur félagið breikkað bilið á
milli sætaraðanna í Fokkerunum,
svo og hefiir félagið gert nokkr-
ar breytingar á fargjaldakerfí
og þar með verði í innanlands-
flugi.
Nú hefur verið lokið við að fækka
sætaröðum í Fokker vélunum, og
breikka þar með bilið á milli þeirra
sæta sem eftir eru. Segja talsmenn
félagsins þessa breytingu koma til
vegna þess að nokkuð hafí borið á
óánægju farþega með þrengsli á
milli sæta. Um leið og sætabilinu
var breytt voru sett ný teppi, sætaá-
klæði og veggþyljur í vélamar, og
er tilgangurinn sá að gera vélamar
nýtískulegri og meira aðlaðandi fyr-
ir farþega. Að sögn Flugleiðamanna
verður í vetur mörkuð framtíðar-
steftia fyrir innanlandsflugið, og í
kjölfar þess verður væntanlega tek-
in ákvörðun um flugvélakaup.
Flugleiðir hyggjast samhliða
vetraráætlun sinni, sem tekur gildi
þann 1. október, taka upp tvo nýja
fargjaldaflokka. Hér er um að ræða
svonefnt unglingafargjald, fyrir
fólk á aldrinum 12-21 árs, og svo
PEX-fargjald. Unglingafargjaldið
gerir ungu fólki kleift að ferðast
með 55% afslætti frá venjulegu far-
gjaldi, með svipuðum skilyrðum og
hafa verið á svonefndum hopp-
fargjöldum. Þessi fargjöld em ekki
háð sérstökum vikudögum, en em
hins vegar háð sætaiými í viðkom-
andi flugi. PEX-fargjöldin þarf að
bóka og kaupa báðar leiðir, og em
háð þeirri reglu að gilda ekki á
föstudögum og sunnudögum, auk
þess sem þau em háð því að viðkom-
andi farþegi dveljist aðfaranótt
sunnudags á ákvörðunarstað. Þau
leysa af hólmi svonefnd APEX-
fargjöld, og veita 35% afslátt frá
venjulegu fargjaldi.
Þá hyggst félagið bjóða helgar-
pakka til ýmissa áætlunarstaða
sinna nú í vetur sem undanfarin
ár, og segja talsmenn félagsins að
gerðar hafi verið ýmsar breytingar
á þeim, og að þau séu nú í mörgum
tilfellum hagstæðari en áður.
Sókn mót-
mælir bráða-
birgðalögum
Starísmannafélagið Sókn hef-
ur sent frá sér ályktun þar sem
bráðabirgðalögum ríkissljórnar-
innar er mótmælt. Orðrétt fer
ályktunin hér á eftir:
Stjóm og trúnaðarráð Starfs-
mannafélagsins Sóknar mótmælir
harðlega setningu bráðabirgðalaga
um frestun á samningsbundinni
launahækkun fyrir septembermán-
uð. Með gengisfellingum og sífelldri
hækkun á vöra og þjónustu hefur
nú þegar verið gengið of langt í
að skerða gildandi kjarasamninga.
Félagsmenn Starfsmannafélagsins
Sóknar teljast ekki til þess hóps í
landinu er þiggur ómældar yfír-
borganir og sperslur hverskonar í
launaumslög sín, heldur taka laun
samkvæmt gildandi launatöxtum.
Við mótmælum því öllum áformum
um lækkun launa, slík lítilsvirðing
við láglaunafólk verður ekki íiðin.
Slæm staða eftiahagsmála þjóðar-
innar er á engan hátt lægstlaunuð-
ustu hópum þjóðarinnar að kenna,
því skoram við á þjóðkjörna þing-
menn að virða gerða kjarasamninga
og leita gáfulegri leiða til lausnar
enahagsvandans, en að skerða
meira en orðið er laun þeirra er
minnst mega sín.
Útvarp Útrás hef-
ur starfsemi á ný
ÚTRÁS, FM 104,8, útvarp fram-
haldsskóla í Reykjavík og ná-
grenni, hefiir byrjað starfsemi
eftir sumarfrí.
Að Útrás stendur hlutafélag,
Útvarpsfélag framhaldsskólanema,
skammstafað ÚFFN, sem 8 fram-
haldsskólar eiga aðild að. Útrás á
í tvö hús að venda með aðstöðu til
dagskrárgerðar og útsendinga,
annars vegar í Ármúlaskóla og hins
vegar í Fjölbraut, Breiðholti og
verður sent út til skiptis frá báðum
stöðum í vetur, að' sögn Páls Inga
Magnússonar ritara ÚFFN. Megin-
hluti dagskrárinnar verður tónlist,
en einnig verður um menningarlegt
efni að ræða og hefur félagið eign-
ast tæki til að vinna dagskrárefni
eins og leikrit.
Skólamir munu skiptast á um
útsendingar og dagskrárvinnslu og
verður hlutur þeirra í dagskránni í
samræmi við eignarhlut í ÚFFN.
Sent verður út á tíðninni 104,8 á
FM bylgju. Virka daga verður sent
út frá klukkan 16 síðdegis til klukk-
an 1. Föstudaga er sent út til klukk-
an 4. Laugardaga og sunnudaga
hefst útsending á hádegi og lýkur
klukkan 4 laugardaga og klukkan
1 sunnudaga.
Nafn verkstæöis Ljosa- ■ stilling
Árni Gíslason, Tangarhöfða 8-12, R. 500
Áfak, Nýbýlavegi 24, Kóp. 400
Bifreiðar- og landbúnaðarvélar, Suðurlandsbraut 14, R 400
BifreiðastiIIingar Nicolai, Dugguvogi 23, R. 400
Bifreiðastillingin, Smiðjuvegi 40d, Kóp. 390
Bifreiðaverkstæði Ásgeirs, Ármúla 24, R. 400
Bílaborg, Fosshálsi 1, R. 398
Bílaskoðun og stilling, Hátúni 2a, R. 500
Bílastilling Birgis, Smiðjuvegi 62, Kóp. 500
Bílson, Langholtsvegi 115, R. 500
Bílvangur, Höfðabakka 9, R. 500
Bílver, Smiðjuvegi 60, Kóp. 440
Borðinn, Smiðjuvegi 24c, Kóp. 500
Glóbus, Lágmúla 5, R. . 475
Hekla, Laugavegi 170-172, R. 505*
Jöfur, Nýbýlavegi 2, Kóp. 524
Kristinn Guðnason, Suðurlandsbraut 20, R. 450
Lúkas, Siðumúla3-5, R. 500
N.K. Svane, Skeifunni 5, R. 400
P. Samúelsson, Nýbýlavegi 8, Kóp. 525
Ræsir, Skúlagötu 59, R. 500
Réttingamiðstöðin, Hamarshöfða 8, R. 400
Skúli Skúlason, Kirkjusandi, Laugarnesvegi R. 400
Sveinn Egilsson, Skeifunni 17, R. 566
Toppur, Smiðjuvegi 64, Kóp. 540
Ventill, Bíldshöfða 6, R. 500
Vélastilling, Auðbrekku 16, Kóp. 500
Ögmundur H. Runólfsson, Súðatvogi 40, R. 400
Hæsta verð 566
Lægsta verð 390
Mismunur á hæsta og lægsta verði 45%
Uppgefið verð er fyrir einföld Ijós, stillingin kostar 705 ef um tvöföld Ijós er að
ræða.
Verðmunur
á ljósastillingu
alltað45%
NÚ fer f hönd sá tími þegar
bifreiðaeigendur biia bfla sína
undir veturinn, meðal annars
með yósastillingu. í verðkönn-
un Verðlagsstofnunar kemur í
ljós að yósastilling fólksbíls
kostar oftast á milli 400 og 500
krónur á höfuðborgarsvæðinu.
Dæmi eru þó um lægra og
hærra verð.
Lægsta verðið fyrir stillingu á
einföldum ljósum er 390 krónur
hjá Bifreiðastillingu, Smiðjuvegi
40d í Kópavogi, en hæsta verðið
566 krónur hjá Sveini Egilssyni,
Skeifunni 17 í Reykjavík. Hæsta
verð er því 45% hærra en lægsta
verð, samkvæmt könnuninni. í
einu tilviki, hjá Heklu, er annað
verð fyrir stillingu á tvöföldum
Ijósum en einföldum, 705 krónur.
Er það jafnframt hæsta verð sem
fram kemur í könnuninni, eða 81%
hærra en lægsta verð.
Verðkönnunin var gerð dagana
12. og 13. september og náði til
29 verkstæða á höfuðborgarsvæð-
inu. Hér á eftir era birtar niður-
stöður verðkönnunar Verðlags-
stofnunar: