Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988
29
Minning:
Bjöm Steindórs-
son bifreiðasljóri
Þegar systir mín hringdi og sagði
mér lát föður síns setti mig hljóða.
Minningamar hlóðust upp, allar
góðar og ljúfar. Bjöm Steindórsson
var fæddur á Vopnafirði 5. maí
1915. Ungur fluttist hann til
Reykjavíkur með fjölskyldu sinni.
Systkini hans vom 7 og er ein syst-
ir á lífí og einn hálfbróðir. 2. októ-
ber 1937 giftist Bjöm móður minni,
Kristínu Alexandersdóttur, sem
hann reyndist dásamlega vel alla
tíð. Böm þeirra urðu 7, en ein
stúlka dó í æsku. Öllum sínum böm-
um reyndist hann frábærlega og
ekkert var það sem hann vildi ekki
gera fyrir þau til þeim gæti famast
vel. Mér og minni Qölskyldu reynd-
ist hann eins vel enda kölluðu mín
böm hann alltaf afa.
Er ég átti síðasta bamið mitt
sótti Bjössi mig á fæðingarheimilið
og keyrði mig alla leið heim, en ég
átti þá heima í Grafningi og maður-
inn minn komst ekki að ná í mig.
Svona var Bjössi alltaf tilbúinn að
keyra alla ef vantaði.
Hann stundaði leigubílaakstur í
40 ár og var mjög happasæll
bílstjóri, ömggur, gætinn og traust-
ur.
Nú er sár söknuður hjá afaböm-
unum, þau missa svo mikið því afi
var alltaf tilbúinn að tala við ung-
ana sína og gleðja þá. Elsku Inda
litla sem er búin að vera svo mikið
hjá afa og ömmu þegar pabbi henn-
ar var að vinna, missir svo mikið,
því afí skildi hana svo vel og vildi
allt fyrir hana gera. En nú er Guð
búinn áð taka afa til sín svo hann
losni við allar þrautimar og megum
við sem eftir lifum vera þakklát að
hann sé laus við allar kvalimar, sem
hann var búinn að stríða við svo
lengi. Eiginmaður minn og böm
vilja biðja fyrir þakklæti til hans
sem var þeim svo góður og einlæg-
ur.
Ég flyt hér með bestu kveðju frá
mágkonu hans, Margréti Sigurðar-
dóttur, sem liggur á spítala og
kemst því miður ekki í jarðarförina.
Elsku mamma mín, við biðjum
algóðan Guð að styrkja þig og
treysta. Ekkert getur fyllt skarðið
sem Bjössi skildi eftir en við vonum
að tíminn eigi eftir að deyfa sorgina.
Berta Björgvinsdóttir
I dag kveðjum við með söknuði
elsku afa okkar og Iangafa, Bjöm
Steindórsson. Hann afa sem var
okkur öllum svo mikið og alltaf vildi
allt fyrir okkur gera. Eftir hann er
stórt skarð sem aldrei verður fyllt.
En eftir eigum við dásamlegar
minningar um afa sem sífellt var
að hugsa um og gera eitthvað fyrir
okkur hin, þrátt fyrir eigin veik-
indi. Jafnvel við eigin sjúkrabeð,
þar sem við vitum að hann leið
mikið, var hann að huga að líðan
okkar.
Þetta var hann afi sem fylgdist
með og hafði alltaf áhuga á því sem
við vorum að gera hvert og eitt,
þó að afa- og langafabamahópurinn
sé orðinn býsna stór,
Við kveðjum hann öll með sökn-
uði og sorg í huga en líka þökk
fyrir allar góðu stundimar sem við
fengum að eiga með honum. Og
við vitum að vel hefur verið tekið
á móti honum.
„laða hug miim til þín, þegar kvöldið er komið,
og kynðin í kringum mig. Dagur er liðinn,
annir og umsvif að baki, atvikin ýmsu, smá
og stór.
Nú vil ég hugsa um einan þig.“
(kvöldbæn)
Við biðjum Guð að styrkja þig,
elsku amma, því að þinn missir er
mestur.
Jón Om, Gunnar, Björk,
Bjössi, Alla Ósk, Addi og
Kristín Birna.
Rafh Sigurðs-
son - Minning
Fæddur 29. mars 1929
Dáinn 27. ágúst 1988
I dag er til moldar borinn ástkær
bróðir minn, og langar mig að minn-
ast hans með nokkrum orðum. Það
er erfítt að koma sínum innstu til-
fínningum á blað, þegar svo ástkær
fjölskylduvinur hverfur úr raun-
veruleikanum.
Rabbi eins og hann var alltaf
kallaður fæddist í Hafnamesi við
Fáskrúðsflörð og ólst þar upp í stór-
um systkinahóp. Hann byrjaði ung-
ur að róa á trillu með pabba, en fór
fljótlega á vertíð til Vestmannaeyja
og þaðan til Reykjavíkur. Hann
vann sem leigubílstjóri á Keflavík-
urflugvelli. Um það leyti kynntist
hann Lenu Jensen. Þau giftu sig
1960 og fluttu til Danmerkur. Þau
eignuðust tvö böm, Ingva Jón,
fæddur 11. okt. 1960, og Pemille,
fædd 25. maí 1962. Þau skildu
1966. Þá flutti Rabbi til íslands og
kom með Ingva með sér, settist að
í Vestmannaeyjum og bjó hjá for-
eldrum okkar. Hann vann þar í
Fiskiðjunni. Hann giftist aftur 1984
Fanneyju Siguijónsdóttur. Þau
fluttu til Reykjavíkur fyrir tveimur
ámm. Þann tíma vann hann í
Kassagerðinni. Fanney og Rabbi
slitu samvistir nokkrum mánuðum
áður en hann dó.
Ég vil þakka löng og góð kynni
og órofatryggð. Bömum hans votta
ég innilegrar samúðar. Að síðustu
langar mig að kveðja hann með
upphafserindinu úr sálmi eftir
Valdimar Briem:
Með Jesú byrja ég,
með Jesú vil ég enda,
og æ um æviveg
hvert andvarp honum senda.
Hann er það mark og mið,
er næri ég sífellt á.
Með blessun, bót og frið
hann býr mér ætíð hjá.
Vaígerður Sigurðardóttir