Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 45 Það þýðir ekkert að vera með neina hálfvelgju við þá sem brjóta umferðarlögin. Orðsending til ráðamanna þjóðarinnar Til Velvakanda. Réttarfar okkar íslendinga finnst mér vægast sagt ákaflega lélegt. Það þyrfti að breyta lögunum og herða þau mikið frá því sem nú er. Þau eru orðin úrelt, dómstólamir eru allt of vægir í dómum sínum. Það er svo margt sem hægt er að benda á í því sambandi. T.d. afbrotamenn sem bijóta af sér slag Hann: „Viltu með mér vaka, er blómin sofa, vina mín að ganga suður að tjöm? Þar í laut við lágan eigum kofa, lékum við þar okkur saman böm. Þar við gættum fjár um föivar nætur, fallegt var þar út við hólinn minn. Hvort, er sem mér sýnist að þú grætur? Seg mér, hví er dapur hugur þinn?“ Hún: „Hví ég græt?-Ó burt er æskan bjarta, bemsku minnar dáin sérhver rós! Það er sárt, í sínu unga hjarta að sjá, hve slokkna öll hin skærstu ljós! Ó hve fegin vildi ég verða aftur vorsins bam og héma ieika mér, nú er lamað þrek mitt, þrotinn kraftur, þunga sorg á herðum mér ég ber!“ í slag. Einnig má benda á bílstjóra sem aka drukknir undir stýri. Þetta er sjálfskaparvíti og þeir fá alltaf réttindin aftur eftir smá tíma í stað þess að taka af þeim ökuréttindin ævilangt strax við fyrsta brot. Ríkisvald og alþingi gætu dregið úr slysum af að lögum yrði beitt. í því sambandi dettur mér í hug þá vitleysu að láta 17 ára krakka hafa Hann: „Hvað þá?, gráta gamla æsku drauma, gamla drauma, bara ára og tál! láttu þrekið þrífa stýris tauma, það er hægt að kljúfa lífsins ál. Kemur ekki vor að liðnum vetri? Vakna ei nýjar rósir sumar hvert? Vora hinar fyrri fegri, betri? Felldu ei tár, en glöð og hugrökk vert!“ Hún: „Þú átt gott, þú þekkir ekki sárin! Þekkir ei né skilur hjartans mál! Þrek er gull cn gull eru líka tárin, guðleg svölun hverri þreyttri sál! Stundum þeim, er þrekið prýddi og kraftur, þögul, höfug féllu tár um kinn. En sama rósin sprettur aldrei aftur þótt önnur fegri skreyti veggin þinn.“ Kristín Jónsdóttir, Smáratúni 21, Keflavík. ökuréttindi. Það ætti að hækka þennan aldur upp í 21 ár. Ég hef stundum heyrt að þessi ungmenni á aldrinum 17-20 ára hafi valdið slysum með glannaskap og óaðgæslu. Þau hafa heldur ekk- ert vit á að haga keyrslu eftir ástandi vega hverju sinni. Nú skeði það um daginn að 4 unglingar, all- ir 17 ára, fórust í bifreiðarslysi. Þeir hefðu allir verið lifandi í dag ef að aldurinn hefði verið hækkaður í 21 ár eins og ég benti á. Ég óska þess að dómsmálaráðherra athugi þessa ábendingu mína og hvort hún á einhvem rétt á sér. Helst óska ég eftir svari frá einhverjum ráð- herra. Slysin eru orðin sorglega mörg og það verður að gera allt sem mögulegt er til að draga úr þeim. Það þýðir ekkert fyrir dómstóla að vera með neina hálfvelgju við þá sem brjóta umferðarlögin. Þeir verða að fá miklu harðari dóma en nú tíðkast. Ég held að engin þjóð í heimi búi við jafn lélegt réttarfar og við íslendingar. Ég sá það í Morgunblaðinu þann 14 þ.m. að 18 ára piltur var tekinn í annað sinn á stuttum tíma á 130 km. hraða og hann mun fá ökuleyf- ið aftur eftir annað brot. Það er þetta sem ég er að finna að við dómstólana. Þeir áttu að taka af honum leyfið æviiangt. Það þýðir ekkert að vera að hlífa þessum glæpahundum. Það er best að það komi fram að ráðamenn þjóðarinnar hafa aldr- ei tíma til að tala við mann nema þegar kosningar eru á næsta leyti og þeir þurfa að snapa sér at- kvæði. Þá hafa þeir nægan tíma. Þessu þarf að breyta. Með vinsemd og virðingu, Jóhann Þórólfsson.Norðurbrún 1, Reykjavík. Opið bréf Til Velvakanda Þessi vísa er til Kaupþings með kveðju frá einni sem á einingabréf. Viðskiptamenn, sem vextina gefum, vonandi skiljið þið, kæru synir. Þcir skynsömu íjárfesta í skammtímabréf- um, það skuluð þið vita, allir hinir. Þessi varð til út af auglýsingu í sjónvarpinu. Ég vænti svars sem allra fyrst. Einingabréfaeigandi Þessir hringdu... Köttur varð fyrir bíl Reykvíkingur hringdi: „Ég varð vitni að því þegar grábröndóttur köttur með hvíta bringu varð fyrir bíl á Nýbýlaveg- inum. Hann var ómerktur með rauða ól. Lögreglan kom og hirti köttinn en eigandinn er líklega að leita að honum þessa stundina. Upplýsingar í síma 41192." Kettir í óskilum Svört læða með hvítar hosur, hvíta bringu og hvítan blett á trýninu er týnd. Hún er með rauða ól og er merkt. Hún heitir Vala og á heima á Þórsgötunni. Hún fór þaðan síðasta laugardag og hefur ekki sést síðan. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 621105 eða 79071. Auður hringdi: „Þann 19. ágúst fann ég stálpað- an svartan kettling í Selási í Ár- bæjarhverfinu. Hann er með hvítan depil á hálsi og er ómerkt- ur. Eigandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 672994." Oddfríður hringdi: „Ég fann svartan kettling fyrir viku síðan á Háteigsveginum. Hann er með hvítar tær og er ómerktur. Eigandi er beðinn að hringja í síma 23186." Upplýsingar um kvæði Til Velvakanda. Þann 14. september birtist í Velvakanda kvæði út af fyrirspum í Morgun- blaðinu þann. 20. ágúst. Sendandi vissi ekki hver var höfundur þess og var ekki viss um að kvæðið væri rétt með farið. Kvæðið heitir „Þrek og tár" og er eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld og það er að finna á bls. 123 í fyrsta bindi í ljóðasafni höfundar. Kvæðið er á þessa leið: Sýning zfx ÍLVURfy rKNlAR' Laugardalshöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.