Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 TVÖFALDUR 1. VINNINGUR á laugardag handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki { vanta í þetta sínn! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Metsölublað á hvetjum degi! Fiskvinnslufyrirtæki segja upp fastráðningarsamningum EFTIR að ljóst varð að bankar myndu draga verulega úr annarri lánafyrirgreiðslu til fiskvinnslufyrirtækja en veitingu afúrðalána, þá hafa nokkur þeirra sagt upp fastráðningarsamningum við starfs- fólk, og mörg fyrirtæki um land allt huga nú að slíkum uppsögnum. Óskar Hallgrimsson, forstöðumaður Vinnumálaskrifstofu Félags- málaráðuneytisins, segir að undanfarið hafi fjölgað nyög fyrirspum- um frá fyrirtækjum um hveraig þeim bæri að standa að þessum uppsögnum með löglegum hætti. „Það er Jjóst að hjá mörgum þess- ara fyrirtækja verður erfitt að standa undir launagreiðslum á næst- unni, og það kæmi mér því ekki á óvart að það færist í vöxt næstu vikumar að fólk fái uppsagnir á fastráðningarsamningum. Sem betur fer virðast menn þó ekki vera orðnir það vonlausir að þeir séu farnir að segja fólki upp endanlega." Ekki þarf að tilkynna formlega um uppsagnir á fastráðningar- samningum til félagsmálaráðuneyt- isins, vegna þess að ekki er litið svo á að um varanlegar uppsagnir sé að ræða. „Mér er þó kunnugt um að í Grindavík hefur til dæmis 60—70 manns verið sagt upp á þennan hátt hjá tveimur fyrirtælqum, Hrað- frystihúsi Grindavíkur og Hrað- frystihúsi Þórkötlustaða, og hjá Magnúsi Gamalíelssyni hf. á Olafs- firði hefur verið hengd upp tilkynn- ing um uppsögn á fastráðninga- samningum. Það þarf að losa um fastráðn- ingasamningana með 4 vikna fyrir- vara, en lausráðna fólkið er hægt að láta hætta fyrirvaralaust, og hjá Hraðfrystihúsi Grindavíkur er mér kunnugt um að búið sé að segja því upp. Þá hefur fólki verið til- kynnt um væntanlegar uppsagnir hjá Brynjólfí hf. í Njarðvík, en þetta hefur verið að geijast mjög víða um land upp á síðkastið." Að sögn Óskars hafa flest fisk- vinnslufyrirtækin nýtt sér þá daga sem þau geta haft fólk á launum og fengið á móti endurgreiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði, en þar er um að ræða 30 daga á ári. „í þessari stöðu sem nú er komin upp hafa fyrirtækin enga mögu- leika á að halda fólki verkefnalausu á launum, og þá er kvótinn auk þess víða genginn til þurrðar, þann- ig að þama hjálpast allt að. En ég lít samt fyrst og fremst á þetta sem varúðarráðstafanir að hálfu fyrir- tækjanna, þannig að þau geti losn- að við fólkið þegar þau sjá ekki lengur fram á að geta staðið undir launagreiðslum. Þegar fastráðning- arsamningi starfsfólks hefur verið sagt upp geta húsin stöðvað vinnsl- una fyrirvaralaust, og fólkið fer þá á atvinnuleysisbætur. Ef hins vegar ætti að segja fólkinu upp varanlega yrði að gera það með áunnum og löglegum fyrirvara, en mikið af starfsfólkinu á rétt á 3 mánaða uppsagnarfresti. Það hefur þó ekki neins staðar komið til þessa enn sem komið er að minnsta kosti." Óskar sagði að almennt hefði verið meira um tilkynningar um uppsagnir nú, heldur en verið hefur á þessum árstíma undanfarin ár. Þá hefði síðustu tvo mánuði verið töluvert meira um tilkynningar heldur en gerst hefur á þessum árstíma, en atvinnuleysi væri þó ekki umtalsvert ennþá. „Undanfarið hefur verið það mik- il þensla að fólk, sem til dæmis hefur misst atvinnu vegna gjald- þrota fyrirtækja, hefur yfirleitt eft- ir stuttan tíma komist inn á vinnu- markaðinn aftur, þannig að það hefur ekki enn sem komið er komið fram í atvinnuleysistölum svo að orð sé á gerandi. Að vísu er meira um atvinnuleysisskráningar í ágúst núna heldur en var í sama mánuði í fyrra, en þá var eftirspumar- þenslan í hámarki. Þetta sýnir kannski fyrst og fremst að úr henni hefur dregið. Þetta hefur samt ekki komið fram í því sem hægt er að kalla atvinnuleysi enn sem komið er, en það er þó skammt í það ef fiskvinnslan stöðvast," sagði Óskar Hallgrímsson. Uppsagnir í fiskiðnaði á Suðurnesjum: I annað sinn sem við missum vinnuna með stuttu millibili — sagði Kristín Guðnadóttir sem verður atvinnulaus í dag Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Engin vinna var hjá konunum í Stokkavör í Keflavík í gær og not- uðu þær daginn meðal annars til að halda smáveislu að skilnaði. Keflavík. „Flestar okkar verða atvinnu- lausar eftir daginn í dag, við erum orðnar þreyttar á þessum stöðugu uppsögnum og ég veit aðeins um tvær konur úr okkar hópi sem ætla að helja vinnu í öðru frystihúsi. Þetta er í annað sinn á sama árinu sem við missum vinnuna með stuttu millibili og um leið mikið af áunnum réttind- um. Við eram einfaldlega búnar að fá nóg,“ sagði Kristin Guðna- dóttir, ein úr 16 manna hópi sem sagt hefúr verið upp störfúm hjá Stokkavör í Keflavík. Engin vinna var hjá konunum í gær, en í dag verður þeirra síðasti vinnudagur. Bjöm Jóhannsson framkvæmdastjóri hjá Stokkavör hættir líka og sagðist hann hafa ráðið sig á loðnubát. Bjöm sagði að fyrirtækið hætti ekki allri starf- semi, það yrði áfram með útflutning á ferskum kola til Hollands og tveir menn yrðu í fastri vinnu til að ann- ast þá hlið mála. Um 40 manns unnu hjá Stokkavör í sumar og þar af margt skólafólk. Margar af þeim konum sem nú verða að hætta unnu í frystihúsi R.A. Pétursson í Njarðvík sem hætti starfsemi um síðustu áramót og missa þær því vinnuna nú í annað sinn með stuttu millibili. Nokkrar af konunum sem nú missa vinnuna hafa starfað í fiysti- húsum í mörg ár og sögðust tvær þeirra, Sólveig Guðmundsdóttir og Lóa Fanney Valdimarsdóttir, vera með 30 ára starfsaldur að baki. Þær sögðu að þrátt fyrir háan starfsald- ur færi lítið fyrir réttindum og þær fengju sama kaup og konur sem væru að vinna á fyrsta ári. „Þetta er í annað sinn sem við missum vinnuna með stuttu millibili og töp- um um leið þeim litlu réttindum sem höfðu áunnist. Við höfum ekki leng- ur krafta til að vinna í bónus og kjósum því frekar að vinna í tíma- vinnu. En þannig vinna stendur okkur víst ekki til boða á þessari Björa Jóhannsson framkvæmda- stjóri hjá Stokkavör í vinnslu- salnum. Þar verður ekki um frekari starfsemi að ræða í bili og sagðist Björa hafa ráðið sig á loðnubát fyrir austan. stundu og við endum líklega á at- vinnuleysisskrá,“ sögðu þær Lóa Fanney og Sólveig ennfremur. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er rekstur margra frysti- húsa á Suðumesjum ákaflega erfið- ur um þessar mundir. í Grindavík hefur 70 starfsmönnum verið sagt upp, hjá Hraðfrystihúsi Grindavíkur hf. og Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða hf. og hefur síðamefnda frystihúsið fengið greiðslustöðvun hjá Bæjar- fógetanum í Keflavík ásamt Fiski- torgi í Vogum og Fiskvinnslunni Annesi hf. í Keflavík. Sigurður Garðarsson hjá Vogum hf. sagði að þeir hefðu verið að draga saman seglin að undanförnu og nú væri öll starfsemi í lág- marki, reynt væri þó að sinna er- lendum viðskiptasamböndum eftir kostum. „Hjá okkur hafa starfað 15-20 manns, en nú eru aðeins 7 eftir," sagði Sigurður. Jón Gunnarsson hjá Islenskum gæðafiski hf. í líjarðvík sagðist vera með 18 manns í vinnu, en að ekki hefði komið til uppsagna enn sem komið væri. „Við höfum reynt að aðlaga vinnsluna þeim aðstæðum sem uppi em og emm stöðugt að breyta og endurskipuleggja rekst- urinn, en með sama áframhaldi getur þetta ekki endað nema á einn veg,“ sagði Jón Gunnarsson enn- fremur. BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.