Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 27 Fríkirkjan í Reykjavík: Séra Gunnar Björnsson leitar atbeina fógeta Formaðurinn segir sig úr safiiaðarstj órninni STJÓRN Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík klofnaði í gær í afstöðu greiðslu kosningabærra meðlima sinni til ályktana almenns safnaðarfundar sem haldinn var þann 12. september síðastliðinn. Meirihluti stjórnarinnar hafhaði álykt- ununum, um að brottvísun sr. Gunnars Björnssonar skyldi ógild og um að stjórn safnaðarins ætti að segja af sér. Formaður stjóm- arinnar, Þorsteinn Eggertsson, sagði sig úr sfjórninni, ásamt Ey- jólfi Halldórssyni. í dag ætlar Sigurður G. Guðjónsson lögmaður sr. Gunnars að leggja inn kröfu til fógeta um að sr. Gunnar verði með fógetavaldi settur inn í embætti fríkirkjuprests á ný. I frétt frá meirihluta safnaðar- stjómar segir meðal annars: „Safn- aðarstjóm álítur samþykkt van- trausts með öllu marklausa og mun að sinni ekki verða við áskomn um afsögn, enda einungis um að ræða brot af atkvæðisbærum með- limum safnaðarins, sem að sam- þykktinni stóð.“ Ennfremur: „Að því er hina samþykktina varðar, þ.e. um ógildingu uppsagnar safn- aðarprestsins vill safnaðarstjóm vekja athygli á því að uppsögn sóknarprestsins byggist á ótvíræð- um ákvæðum i 21. gr. safnaðarlag- anna og einnig á erindisbréfi þvi sem safnaðarstjómin setti prestin- um og hann undirritaði eftir að hafa beðist afsökunar á ávirðing- um sem leiddu til fyrri uppsagnar hans.“ í lok fréttarinnar segir: „Öll þessi atriði... leiða til þess að safn- aðarstjómin telur sér ekki skylt að verða við samþykktum safnað- arfundarins að því er uppsögnina varðar, en mun óhrædd efna til allsheijaratkvæðagreiðslu ... og standa og falla með úrslitum henn- ar.“ Safnaðarstjómin ákvað í gær að efna til allsheijaratkvæða- Fiskverð á uppboðsmörkuöum 22. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 56,00 43,00 54,79 8,184 448.400 Undirmál 25,00 25,00 25,00 0,405 10.138 Ýsa 80,00 35,00 69,23 2,623 181.601 Ufsi 28,00 15,00 24,85 0,305 7.579 Karfi 32,50 22,00 32,08 3,680 118.064 Steinbítur 26,00 26,00 26,00 0,124 3.224 Koli 44,00 34,00 43,47 0,952 41.407 Langa 32,00 32,00 32,00 0,404 12.928 Keila 18,00 18,00 18,00 1,980 35.642 Lúða 390,00 145,00 237,51 0,815 193.474 Háfur 14,00 14,00 14,00 0,021 294 Samtals 54,00 19,494 1.052.749 Selt var aöallega úr Stakkavik ÁR, Hamrasvani SH og Sanda- felli HF. í dag verða meöal annars seld 7 tonn af karfa, 10 tonn af þorski og 3 tonn af ýsu úr Sólfara AK og fleiri bátum. FAXAMARKAÐUR hf. i Reykjavik Þorskur 50,50 30,00 48,31 8,064 389.595 Ýsa 70,00 35,00 62,30 7,241 451.103 Karfi 32,00 29,00 30,76 2,131 65.549 Ufsi 28,00 26,00 27,75 1,169 32.444 Steinbítur 31,00 31,00 31,00 0,077 2.387 Skarkoli 36,00 25,00 27,74 0,185 5.131 Blálanga 15,00 15,00 15,00 0,140 2.100 Lúða 165,00 110,00 156,38 0,047 7.350 Skata 44,00 44,00 44,00 0,018 792 Skötuselur 240,00 240,00 240,00 0,116 27.840 Samtals 51,30 19,188 984.290 Selt var aðallega úr netabátum. f dág verður selt úr netabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 53,50 42,00 48,54 13,629 661.549 Ýsa 70,50 44,50 51,06 6,185 315.823 Ufsi 30,50 25,50 26,80 11,721 314.102 Karfi ■ 33,00 26,50 28,00 73,679 2.062.713 Steinbítur 36,00 26,50 31,76 0,245 7.782 Keila 18,50 16,00 16,50 1,500 24.750 Langa 36,50 25,50 29,74 3,079 91.556 Blálanga 34,50 34,50 34,50 0,340 11.370 Solkoli 51,50 41,00 42,90 0,205 8.794 Skarkoli 45,00 45,00 45,00 0,053 2.385 Lúöa 169,00 110,00 165,77 0,193 31.999 Skata 159,00 159,00 159,00 0,025 3.975 Skötuselur 370,00 370,00 370,00 0,008 2.960 Samtals 31,91 111,282 3.551.248 Selt var aðallega úr Hauki GK, Aðalvík KE, Þresti GK og Þor- steini Gíslasyni GK. I dag verða meðal annars seld 40 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu og fleira úr Eldeyjar-Hjalta og nokkrar stórlúður úr Hauki GK. Verð á loðnuafurðum FÉLAG ÍSLENSKRA FISKMJÖLSFRAMLEIÐENDA Cif-verð fyrir prótíneininguna af loðnumjöli er nú um 9,40 Banda- ríkjadalir, eða 30.700 krónur fyrir tonnið, en meöalverð fyrir tonnið af loðnulýsi er um 400 Bandaríkjadalir (18.700 krónur). Hins vegar hefur lítið verið selt af loönuafurðum að undanförnu. Grænmetlsverð ð uppboðsmörkuðum 22. september. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gúrkur 127,00 2,255 285.500 Sveppir 450,00 0,471 212.145 Tómatar 137,00 1,866 255.642 Paprika(graen) 256,00 1,035 265.110 Paprika(rauð) 334,00 0,760 253.810 Salat 61,00 0,150 9.150 Sellerí 153,00 0,430 65.740 Kínakái 83,00 1,950 161.160 Gulrætur(pk.) 86,00 0,530 45.580 Gulræturjópk.) 76,00 0,880 66.880 Steinselja 32,00 900 búnt 28.900 Dill 42,00 200 búnt 8.400 Eggaldin 161,00 0,010 1.610 Rabarbari 45,00 0,230 10.350 Hvítkál 59,00 0,100 5.900 Spergilkál 145,00 0,090 13.005 Blómkál 84,00 2,114 177.716 Blaðalaukur 155,00 0,350 54.300 Samtals 1.937.953 Næsta uppboð hefst klukkan 16.30 næstkomandi þriðjudag. safnaðarins um gerðir stjómarinn- ar og verður atkvæðagreiðslan dagana 1. og 2. október næstkom- andi. í frétt safnaðarstjómarinnar er ekki getið um að formaður stjómarinnar og annar stjómar- maður hafi sagt sig úr stjóminni, vegna ágreinings um framan- greind atriði. Þorsteinn Eggerts- son hefur sagt, að hann vildi fara að ályktunum safnaðarfundarins um að stjómin segði af sér. Hann sagði sig úr stjóminni á fundi hennar í gær. Sigurður G. Guðjónsson lögmað- ur sr. Gunnars Bjömssonar sagði að hann hefði rætt við sr. Gunnar um möguleika hans í þessari stöðu sem komin er upp, þ.e. að sr. Gunn- ar er kjörinn í almennum safnaðar- kosningum en síðan rekinn af stjóm. Síðan neitar stjómin að taka mark á safnaðarfimdi, þar sem meirihluti manna sem hafa hirt um að gæta atkvæða sinna vítir stjómina og krefst þess að brottrekstur sr. Gunnars verði ó- giltur. Þeim hafí komið saman um að Sigurður leggi fram innsetning- arkröfu til þess að fá sr. Gunnar settan inn í embætti á ný. „Við höfum ákveðið að beita fógeta fyr- ir okkur, að leita eftir fógetavaldi til þess að sr. Gunnar fái aðgang að kirkjunni og því sem hans emb- ætti tilheyrir," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Hann bjóst við að krafan yrði lögð fram í dag og að afgreiðsla hennar ætti ekki að taka lengri tíma en viku. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Fríkirkjan Hafiiarfírði: Safiiaðarferð á sunnudag HIN árlega safhaðarferð Fríkirkjusafnaðarins í Hafiiar- firði verður farin á sunnudaginn kemur, 25. september. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 12 á hádegi og haldið austur á Selfoss. Guðsþjónusta verður í Sel- fosskirkju kl. 14:00 en að henni lokinni verður sest að kaffidrykkju. Á heimleiðinni verður farið um hina nýju Óseyrarbrú og stoppað á leiðinni eins og veður og aðstæður leyfa. Allir era velkomnir og fer skrán- ing fram í síma 651478. Sr. Einar Eyjólfsson Fundur um almenn- ingssamgöngur Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis heldur ráðstefiiu um almenningssamgöngur á höfuð- borgarsvæðinu á Hótel Sögu á morgun, laugardag. Á ráðstefnunni mun Finn Toijuss- en forstjóri Hovedstadsomrádets Trafikselskab í Danmörku flytja er- indi og skýra frá nýlegri reynslu Dana af sameiningu almennings- samgangna á Sjálandi. Stutt fram- söguerindi flytja einnig Sveinn Bjömsson forstjóri SVR, Magnús Jón Ámason formaður bæjarráðs Hafn- arfjarðar, Páll Guðjónsson bæjar- stjóri Mosfellsbæjar, Siguijón Fjeldsted stjómarformaður SVR, Guðrún Ágústsdóttir stjómarmaður í SVR og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og loks fulltrúi frá samgönguráðuneytinu. Á eftir framsöguerindum verða pallborðs- umræður og fyrirspumir. Ráðstefnan er öllum opin og hefst klukkan 9.30. Gemingar undir pils- faldinum Gemingakvöld verður í galleríinu Undir pilsfaldinum í Hlaðvarpanum í kvöld. Þar koma fram Ómar Stef- ánsson og Þorri Jóhannsson sem flytja gemingana „ísland er best“ og „Ljóðzen, hljóðzen." Einnig koma fram Eggert Einarsson, Ólaf- ur Lárasson, Helgi Skj. Friðjónsson og fleiri. Skemmtunin hefst klukk- an 21.00. Morgunblaðið/Bj ami Stúdentakór Kaupmannahafiiar söng í Víðstaðakirkju síðasta sunnu- dag. Akureyrarkirkja og Langholtskirkja: Tónleikar dansks Stúdentakórs STÚDENTAKÓR Kaupmanna- liafnar heldur tónleika í Akur- eyrarkirlqu í kvöld, föstudaginn 23. sept. kl. 20.30, og í Lang- lioltskirkju á morgun, laugar- daginn 25. september kl. 17. Þetta eru síðustu tónleikarnir á ferð hans um ísland. Kórinn er bæði búinn að syngja á höfuð- borgarsvæðinu, á Suðurlandi og í Skagafirðinum. Stúdentakórinn hefur ferðast mikið og þá sérstaklega síðustu áratugi. Hann hefur sungið á öllum Norðurlöndunum, víða um Evrópu auk þess sem hann hefur tvisvar farið til Bandaríkjanna og til Vest- ur-Indíu. Þetta er í annað skiptið sem kórinn heimsækir ísland. Fýrsta skiptið var árið 1925 og þá var ferðamátinn nokkuð annar, siglt hingað með gufuskipi og ferðast um á hálfkassabíl. Stúdentakór Kaupmannahafnar er elsti kór Danmerkur og heldur upp á 150 ára afinæli sitt á næsta Lions selur „Poka-Pésa“ Lionsklúbburinn Eir í Reykjavík verður með árlega sölu á plastpokum undir nafiiinu „Poka-Pési“ föstudaginn 23. sept- ember og laugardaginn 24. sept- ember nk. Að venju verða seldar heimilis- pokapakkningar og sorppokar. Salan fer fram við eftirtalda staði: Kaup- stað í Mjódd, Blómavali, Kjötmið- stöðinni, Austurveri og hjá Jóni Loftssyni. Allur ágóði af þessari sölu rennur til líknarmála. Meginágóði fjáröflun- arverkefna klúbbsins hefur frá upp- hafí verið varið til baráttunnar gegn eiturlyfjum. (Úr fréttatilkynningti) ári. Upphaflega vora það þrír söng- glaðir stúdentar á Garði í Kaup- mannahöfn sem stofnuðu kórinn. Það er nú þegar farið að undirbúa afmælið því mikið verður um dýrð- ir, tónleikar o.fl. Kórinn telur um 60 virka söngvara, hingað komu um 40 en auk þeirra era um 200 eldri félagar sem tengjast starfi kórsins á ýmsan hátt. Stjómandi kórsins er hinn þrítugi Niels Muus, en hann hefur upp á síðkastið vakið miklar vonir í tón- listarlífi Dana, bæði sem píanóleik- ari og stjórnandi. Hann hefur m.a. tekið þátt í tilraunauppfærslum á óperam, sem hafa vakið mikla at- hygii- Á efnisskrá kórsins í þessri Is- landsferð er kórinn að kynna danska tónlist, bæði rómantísk sönglög 19. aldar og lög nýrri tón- skálda. Helstu tónskáldin era Heise, Hartmann, Lange-Muller og að sjálfsögðu Carl Nielsen. Jafnframt því að halda tónleika hefur kórinn ferðast töluvert um landið, skoðað helstu sögustaði og merka staði, s.s. Þingvelli, Gullfoss og Geysi, Þjórsárdalinn og Þórs- mörk og núna síðast Norðurland. Hefur kórfélögum fundist mikið til koma hin tignarlega náttúra lands- ins og þeir hafa ekkert látið það á sig fá þótt mikið hafi blásið og rignt. (Fréttatilkynning) Royal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.