Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 ttcemnn IffMl €>1986 Unlverul Press Syna.cste „ Nú þegar f?'ib hafiS Lokcó fyrir rafmagnib, hvernig getiá p\h þá ætlast ti| CiÍ5 ég finni ávisanaheftó mitt i rnyfkrlnu?" Ásí er... . . . tveggja hljóðfæra sinfónía. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rightsreserved ° 1988 Los Angeles Times Syndicate Ég kynntist um daginn eig- anda blómabúðar___ Með morgunkaffínu Þetta er skemmtilegur bíll. — En eru ekki til tveggja manna? Sagan af því hvemig Högni faiinst Kæri Velvakandi. Hér á eftir fer frásögn af því þeg- ar við fundum köttinn Högna sem lýst var eftir í Velvakanda fimmtu- daginn 8. september sl. Högni kom á heimilið okkar sem pínulítill kettlingur fyrir þrem árum. Ylfa Sigríður dóttir mín mátti þá ráða hvort hún fengi kött eða reið- hjól og hún valdi Högna, en reið- hjólið fékk hún reyndar skömmu síðar. Högni hefur oft glatt hana síðan. Skömmu eftir að hann kom týnd- ist mamma hans og öll systkini hans eru nú dáin. Um seinustu áramót fluttum við frá Reykjavík til Húsavíkur og virtist Högni una sér vel þar. Við fórum í sumarleyfi til Þýska- lands í ágústmánuði í þijár vikur. Strax eftir að við höfðum ákveðið að fara í sumarleyfi, pöntuðum við pláss fyrir Högna á kattahóteli í Mosfellssveit. Daginn sem við ætluð- um að fara suður til Reykjavíkur var hringt í okkur og sagt að ekki væri hægt að taka við honum því að það væri komin upp kattapest á hótelinu. Þá hringdi ég að Reykjum í Lunda- reykjadal en þar á ég skyldfólk. Þar voru fyrir kettir á bænum og bað ég þau fyrir köttinn á meðan við værum úti. Var því vel tekið og skild- um við köttinn þar eftir í góðu yfir- læti. Ferðin til Þýskalands tókst mjög vel en þegar við komum aftur og ætluðum að sækja köttinn, var okkur sagt að hann hefði týnst þrem dögum eftir að við skildum hann eftir og mikið hefði verið leitað að honum. Hafði m.a. verið hringt á ná- grannabæina en án árangurs og nú væri Högni sennilega dauður. Þetta fannst öllum leiðinleg tíðindi en við gáfum samt ekki upp alla von. Við auglýstum í Dagskrárblað- inu á Akranesi og fengum birta til- kynningu með mynd af honum hjá Velvakanda, fimmtudaginn 8. sept- ember. Sama dag og tilkynningin birtist, hringdi maður í okkur og sagðist hafa séð köttinn á Vatnshomi í Skorradal fyrir þrem dögum og hann og sonur hans hefðu gefíð kettinum sem var mjög hungraður. Okkur fannst þetta vekja veika von um að fínna hann aftur. Þannig stóð á að bæði ég og Ylfa áttum erindi til Reykjavíkur um þessa helgi og ákváðum við að leita að kettinum að Vatnshomi. Við fór- um þangað á laugardeginum ásamt vinkonu Ylfu sem heitir Hrafnhildur. Flestir bæir við ofanverðan Skorradal eru komnir í eyði og á það einníg við um Vatnshom. Þangað liggur aðeins slæmur jeppatroðning- ur svo við urðum að labba þangað. Veðrið var leiðinlegt og það gekk á með skúmm. Við leituðum fyrst hjá Bakkakoti sem er næsti bær við Vatnshom en Gengið að Vatnshomi sá bær er einnig kominn í eyði. Það er dálítill spölur frá Bakkakoti að Vatnshomi. Á leiðinn sagði Ylfa við mig: „Heldurðu nokkuð að við fínn- um Högna?" Þegar við nálguðumst bæinn fóru stelpumar að kalla „Högni!, Högni!" og viti menn, það fór köttur að mjálma hástöfum. Síðan sást Högni stinga höfðinu út um rúðugat á úti- húsi við bæinn og mjálmaði. Það hefur einhver dvalið á Vatns- homi því þar hékk þvottur á snúmm og tómar sardínudósir vom á gólfinu hjá Högna. Þama var hann kominn eftir að hafa verið týndur í fjórar vikur. Hann hafði farið yfir tvær ár og háls sem liggur á milli Skorradals og Lundareykjadals. Þama urðu miklir fagnaðarfundir. Högni var töluvert æstur og svangur. Nú er Högni kominn norður á Húsavík og er engu verri fyrir volk- ið. Við viljum þakka því fólki sem sinnti honum og hjálpaði til að fínna hann á meðan hann var týndur. Á meðan við vomm á Vatnshomi hringdi kona norður til Húsavíkur og sagðist hafa séð köttinn þegar hún var í berjamó þarna í ngrenn- inu. Önnur kona hringdi frá Akra- nesi og maður hringdi frá Hafnar- fírði og héldu þau sig bæði hafa séð köttinn. Mikill er máttur auglýsinganna. Ásgeir Leifsson, Laugarbrekku 12, Húsavík. Það voru fagnaðarfúndir að Vatnshorni þegar Högni kom í leitirn- ar. Ylfa hampar kettinum. Yíkverji skrifar Islendingar em listhneigðir með afbrigðum. Um þessar mundir em Iistsýningar svo tíðar, að helztu stórþjóðir heims gætu hreykt sér af, hvað þá fámenn þjóð í efnahags- vanda á hjara veraldar. Bókaútgáfa hefur verið með ólíkindum undan- farin ár og óvíst er hvort efnahags- vandinn hefur áhrif á framgang hennar eða ekki. Listin virðist hafin yfír dægurþrasið og afkomuna sem betur fer, enda verður bókvitið ekki í askana látið og reiknast því ekki inn í framfærsluvísitöluna. Gott er að vita til þess að bjart er yfír sviði bókmennta og lista og vonandi verður svo áfram, þó himinninn yfír öðmm sviðum mann- og þjóðlífsins sortni. xxx Borgaryfírvöld hafa nú ákveðið að taka af þrótti á betmmbót- um á umgengni borgarbúa og er það til fyrirmyndar. Enginn ætti að láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir betri umgengni. Víkveiji er þess fullviss að borgarbúar vilja ganga vel um og þá þurfa yfirvöld að koma til móts við þá með upp- setningu íláta fyrir ósómann sem víðast svo hann liggi ekki fyrir hunda og katta fótum. Vel á minnzt; þessi kykvendi hundar og kettir. Þau leggja nefnilega fyrir manna fætur afurðir, sem ekki geta talizt til prýði, svo vægt sé til orða tekið. Dýrahald er að mati Víkveija til vanza, þegar ekki er staðið að því sem skyldi. Vera kann að hundar og kettir hafí fylgt mannskepnunni svo lengi, að þeir þrífíst bezt í fjöl- menni og borgum, en eigendum þeirra ber að sjá til þess, að úrgang- urinn úr þeim verði ekki öðmm til ama. XXX Einn af skjólstæðingum Víkveija er í vandræðum með mslatunnuna sína. Hann festi kaup á húsi fyrir skömmu, en því fylgdi aðeins gömul, opin olíutunna undir sorpið. Hann hafði samband við hreinsunardeild borgarinnar og bað um nýja tunnu. Þau svör fengust þá, að langur biðlisti væri eftir mslatunnum, allt að 7 mánuðir. Þótti honum þetta miður og í litlu samræmi við átak það, sem kynnt hefur verið til bættrar umgengni, að þurfa að búa við opið sorpílát mánuðum saman. xxx Oft verður Víkveija hugsað til þess, hvernig opinberir starfs- menn og sveitarstjórnarmenn fara með upplýsingar og staðreyndir, sem þeim em tiltækar. Alloft hefur hann orðið þess var að „kerfískarl- amir“ telja upplýsingar um gang mála hjá hinu opinbera sín einka- mál og almenningi komi hlutimir ekkert við. Enn verri er þó sú af- staða, sem margir taka, það er að nota staðreyndir í pólitískum til- gangi. Er þá hluti upplýsinga dreg- inn fram í dagsljósið, gjaman ýktur og úr lagi færður og lagður fram fyrir almenning til stuðnings ákveðnum málstað. Viðkomandi getur þá skotið sér á bak við það, að hann hafi ekki farið með rangt mál, sem vissulega er „rétt“, en hann kemst aldrei frá þvi að hafa misnotað upplýsingar í þágu pólitísks málstaðar, vísvitandi til að villa um fyrir fólki. Almenningur á rétt á upplýsingum um gang mála og stjómmála- og embættismönn- um ber skylda til þess að koma þeim óbrengluðum á framfæri. Þá fyrst er almenningur fær um að taka afstöðu til hlutanna. XXX Enn um rugling á málsháttum og orðtökum. Stundum kemur „þjófur úr heiðskím lofti" og „skrattinn úr sauðalæknum“, en eitt er víst, eins og maðurinn sagði; að „betur sjá augu en eyra“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.