Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 23 SEPTEMBER 1988 > .* KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI HSS Stúlknalandsliðið keppir í Frakklandi Amorgun mun unglingalandslið stúlkna, fæddra 1969 og síðar, í fijálsum íþróttum, etja kappi við jafnaldra sína frá nokkrum Evrópu- löndum. Alls taka 6 lið þátt í þess- ari keppni sem er sett upp sem fé- lagakeppni bestu liðanna í Evrópu. ísland fær að senda landslið til keppninnar til að standa jafnt að vígi og hin liðin. Keppnin fer fram á einum degi í borginni Rennes í Frakklandi. Eftirtaldar stúlkur skipa liðið: Súsanna Helgadóttir, FH; 100 m hlaup, langstökk og 4x100 m boðhlaup, Guðrún Amardóttir, UMSK; 200 m hlaup og 4x100 m boðhlaup, Guðrún Ásgeirsdóttir, ÍR; 400 m hlaup og 4x400 m boðhlaup, Fríða Rún Þórðardóttir, UMSK; Susanna Helgadóttlr úr FH kepp- ir í 100 m hlaupi, langstökk og 4x100 m boðhlaupi. 800 m og 1.500 m hlaup og 4x400 m boðhlaup, Margrét Brynjólfsdóttir, UMSB; 3.000 m hlaup, Fanney Sigurðardóttir, Armanni; 100 m grindahlaup og 4x100 m boðhlaup, Helen Omarsdóttir, FH; 400 m grindahlaup og 4x400 m boðhlaup, Björg Össurardóttir, FH; 4x100 m boðhlaup, Elín Jóna Traustadóttir, HSK; hástökk, Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK; kúluvarp, Bryndís Guðnadóttir, ÍR; spjótkast Berglind Bjamadóttir; kringlukast. Neistinn sigraði eftir vítaspymukeppni BaldurRafn Sigurösson skrifarfrá Hólmavik ÚRSLITALEIKUR í bikar- keppni Héraðssambands Strandamanna í knattspyrnu fór fram fyrir skömmu á Sœ- vangsvelli. Til úrslita léku Geislinn á Hólmavík og Neist- inn í Kaldrananeshreppi. Neistinn sigraði i spennandi leik, eftir vítaspyrnukeppni, 4:3. Aður en leikurinn hófst var leikinn síðasti leikurinn í svonefndu pollamóti HSS. A-lið Geislans sigraði mótið og fékk afhent verðlaun eftir síðasta leik- inn í pollamótinu. Leikur Geislans og Neistans hófst með mikilli sókn Geislamanna, en Neistamenn áttu skyndisóknir. Geislamönnum tókst að skora eitt mark í fyrri hálfleik. Seinni hálf- leikur var mjög íjörugur. Geislinn náði að bæta við einu marki og héldu þá margir að nú væri sigur þeirra í höfn. En Neistamenn gáf- ust ekki upp og með mikilli bar- áttu náðu þeir að jafna leikinn fyrir leikslok og þurfti því að framlengja leikinn um 2x15 mínútur. Framlengingin endaði einnig á þann veg að bæði liðin skoruðu eitt mark. Urslitin í leiknum réðust í víta- spymukeppni og var hún mjög spennandi. Neistamenn sigruðu þar 4:3 og unnu til eignar bikar, því þetta var þriðja árið í röð sem þeir unnu bikarinn. Þetta var þriðji leikur þessara liða því tveir fyrri leikimir enduðu 1:2. í fyrra skiptið sigraði Neist- inn, en í þeim síðari sigraði Geisl- inn. Eftir leikinn vom kunngjörð úrslit í vali knattspymumanns HSS. Guðmundur V. Gústafsson hlaut þann titil og var hann vel að honum kominn. Morgunblaðiö/Baldur Rafn Sigurösson LIA' Neistans sem sigraði í bikarkeppni HSS. A-IIA Qelslans sem sigraði í pollamóti HSS. FRJALSAR IÞROTTIR / UNGLINGALANDSLIÐ KNATTSPYRNA / U-21 Ólafur Gottskálksson markvörður ÍA leikur með U-21 árs landsliðinu gegn Finnum í næstu viku. Hér stendur hann í ströngu í Evrópuleik á Skagan- um fyrir skömmu. Evrópuleikur við Finnland ínæstuviku Juri Sedov hefurvalið 16 leikmenn Unglingalandslið íslands fer til Finnlands 25. september og leikur við Finna þremur dögum síðar í Oulu sem er um 700 km norður af Helsinki. Leikurinn er lið- ur í Evrópukeppni landsliða U-21. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir í ferðina: Markmenn: Ólafur Gottskálksson.........ÍA Adólf Óskarsson.............ÍBV Aðrir leikmenn: Alexander Högnason...........ÍA KNATTSPYRNA Haraldur Ingólfsson............ÍA Rúnar Kristinsson..............KR Þorsteinn Halldórsson..........KR Einar P. Tómasson.............Val Steinar Adólfsson.............Val Amljótur Davíðsson...........Fram Hallsteinn Amarsson........Víking Pétur Óskarsson.............Fylki Baldur Bjamason.............Fýlki Ólafur Kristjánsson............FH Gestur Gylfason...............ÍBK Eyjólfur Sverrisson.....Tindastól Ágúst Már Jónsson..............KR Valdo í leikbann Alþjóða knattspymusambandið, FIFA, hefur dæmt Brasilíu- manninn Valdo í leikbann vegna þess að félag hans Benfica í Portúg- al vildi ekki leyfa honum að fara til Seoul. Bannið gildir þar til annað hefur verið ákveðið. í samningi Valdo við Benfica segir að honum sé frjálst að leika með landsliðinu. Joao Santos, forseti Benfica sagði í gær að málið væri allt byggt á misskilningi. „Við vildum leyfa Valdo að fara gegn því að Brasilíu- menn borguðu honum laun og tryggðu hann. En svo heyrðum við ekki meira frá þeim," sagði Santos. Margar þjóðir eiga í vandræðum vegna þess að leikmenn hafa ekki fengið leyfi frá liðum sínum. HAPPDRÆTTI 5 Ford Bronco - 40 Fiat Uno Dregið 7. október Fleildarverómœti vinninga 21,5 milljón. /j/tt/r/ mark

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.