Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 48
Morgunblaðið/Sverrir
Steingrímur Hermannsson vildi ekkert segja um hvort hann teldi líklegt að honum tækist að mynda stjórn í dag, þegar fréttamenn töludu
við hann í lok viðræðna Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags um klukkan 23 i gærkvöldi. Ekki var þó hægt að sjá annað en
að hann væri bjartsýnn þegar þessi mynd var tekin á fundi þríflokkanna með Stefáni Valgeirssyni og félögum hans í Samtökum um jafnrétti
og félagshyggju fyrr um daginn.
Þingflokksfundur Alþýðubandalags hófst nokkru lyrir miðnætti:
Harkalegar deilur og
óvissa um niðurstöðu
Borgaraflokkur til viðtals um þátttöku
Ólafsfiörður:
Einstaklingar
£a um 14 millj-
ónir í bætur
Viðlagatrygging íslands hef-
ur borgað út um 14 milljónir
króna til rúmlega 40 einstakl-
inga á Olafsfírði, að sögn Bjarna
Grímssonar, bæjarstjóra þar.
Hann sagðist telja að heildar-
tjónið vegna aur- og vatnsflóð-
anna þar í lok ágúst næmi um
30-40 milljónum króna, en eftir
er að ganga endanlega frá
greiðslum Viðlagatryggingar til
bæjarfélagsins, þó að borgað
hafi verið inn á bæjarsjóð til að
standa straum af hreinsunar-
og viðgerðarkostnaði.
Alls tilkynntu um 60 íbúar tjón
vegna náttúruhamfaranna. Ekki
fá allir það bætt, því í sumum til-
vikum er um það lítið tjón að ræða
að það er undir mörkum sjálfs-
ábyrgðar. Viðlagatrygging metur
bótaskylt tjón á Ólafsfírði á rúm-
lega 20 milljónir, en það mat mun
væntanlega hækka eitthvað, þar
sem - kostnaður vegna hreinsunar
og forvama hefur ekki verið reikn-
aður og meiri skemmdir hafa kom-
ið í ljós á vatns- og hitaveitu, sem
er ekki með í mati hjá Viðlaga-
tryggingu. Bjami Grímsson sagði
að líklega myndi bæjarfélagið
þurfa að bera einhvem kostnað af
tjóninu, en ekki væri hægt að segja
um það nú hversu hár hann yrði.
Bjami sagði að ástandið í bæn-
um væri nú komið í viðunandi horf,
en hreinsunarstarfi væri þó ekki
að fullu lokið. Stefnt væri að því
nú um helgina að þökuleggja lóðir
sem skemmst hefðu og síðan þyrfti
að hreinsa tjömina, sem væri eins
og ljótur dmllupollur. Verið væri
að grafa skurði uppi í hlíðinni fyr-
ir ofan bæinn til að vama aurskrið-
um í framtíðinni, eða í það minnsta
að draga úr krafti þeirra. Þá væri
mikið starf framundan við að
græða upp sárin í fjallshlíðinni.
Jóhann og
Nikolic
skildujafitiir
JÓHANN Hjartarson gerði
jafíitefli við júgóslavneska
stórmeistarann Nikolic í 11.
umferð Interpolis-skák-
mótsins í Tilsburg í Hollandi
í gær. Hann er nú í sjöunda
og næstsiðasta sæti á mót-
inu.
Jóhann hafði svart í skák-
inni gegn Nikolic í gær. Sæst
var á jafntefli eftir 59 leiki.
Hiibner og Karpov gerðu einn-
ig jafntefli í gær, Van der
Wiet tapaði fyrir Short og
Portisch og Timman skildu
jafnir. Karpov er í fyrsta sæti
á mótinu með 8 vinninga,
Short kemur næstur með 7
vinninga og í 3. sæti er Ni-
kolie, með 6 vinninga. Hubner,
Portisch og Timman em í 4.-6.
sæti með 5 vinninga hver, Jó-
hann er í 7. sæti sem fyrr sagði
með 4V2 vinning og Van der
Wiel rekur lestina með 3V2
vinning.
Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins,
mun ganga á fúnd forseta ís-
lands á hádegi í dag til að gera
henni grein fyrir stöðu mála í
stjórnarmyndunarviðræðum
hans. Lýsi Alþýðubandalagið sig
ekki reiðubúið til að taka þátt í
stjórnarmyndun undir forystu
Steingríms má búast við að hann
skili forseta umboði sínu. Þing-
flokkur Alþýðubandalagsins kom
saman til fíindar kl. 23.00 í gær-
kvöldi og var búizt við, að sá
fimdur stæði fram á nótt. Á þess-
um fúndi var gert ráð fyrir, að
þingflokkurinn tæki afstöðu til
þess, hvort Alþýðubandalagið
væri reiðubúið til að taka þátt í
stjórnarmyndun með Alþýðu-
flokki og með stuðningi Stefáns
Valgeirssonar. Það er hins vegar
miðstjórn Alþýðubandalagsins,
sem tekur endanlega ákvörðun
um aðild flokksins að ríkisstjórn.
Miðstjórnin hefúr verið boðuð til
fúndar á morgun, laugardag.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins eru skoðanir mjög skipt-
ar innan Alþýðubandalagsins og í
gærkvöldi var allt í óvissu um hver
niðurstaðan yrði. Þegar Morgun-
blaðið hafði tal af Olafi Ragnari
Grímssyni, formanni Alþýðubanda-
lagsins, skömmu eftir miðnætti í
gær, vildi hann ekkert segja annað
en að hann myndi skýra Steingrími
frá niðurstöðu þingflokksfundarins
fyrir hádegi í dag.
Alþýðubandalagsmenn hafa gert
kröfu til þess, að samningsréttur
kæmi aftur til sögunnar 1. október,
auk kauphækkana, sem frestað
var. Málamiðlunin, sem þeim stend-
ur til boða er sú, að samningsréttur
gangi í gildi 1. febrúar nk. Ýmsir
verkalýðsforingjar hafa hvatt til
samkomulags á þessum grundvelli
og telja, að verðstöðvun, lækkun
vaxta og breyting á lánskjaravísi-
tölu skipti launþega meiru en kaup-
hækkun upp á 2,5%.
í gærkvöldi var talið víst, að ef
Alþýðubandalagið samþykkti að
ganga til samninga um stjómar-
myndun með skilyrðum yrði þeim
hafnað. Þá mun Steingrímur Her-
mannsson hafa átt samtal við Al-
bert Guðmundsson í gærkvöldi og
gert honum grein fyrir því, að af-
staða Alþýðubandalagsins lægi enn
ekki ljós fyrir. Albert Guðmundsson
mun hafa svarað því til, að hann
væri til viðtals um samstarf, ef
Alþýðubandalagið tæki jákvæða
afstöðu.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var talið hugsanlegt í
gærkvöldi, að ef Alþýðubandalagið
svaraði neitandi eða með skilyrðum,
mundi Steingrímur Hermannsson
gera tilraún til að mynda minni-
hlutastjóm Framsóknarflokks óg
Alþýðubandalags og treysta því, að
Alþýðubandalag mundi veija slíka
stjóm vantrausti.
Sjá miðopnu og bls. 2
Nefiid á vegum menntamálaráðuneytis:
Leggur til að byggt
verði við Þjóðleikhúsið
NEFND sem menntamálaráðherra skipaði 1986 til að gera tillögur
um endurreisn og uppbyggingu Þjóðleikhússins hefúr skilað áUti.
I álitinu leggur nefndin m.a. til að byggð verði hagkvæm við-
bygging við húsið þar sem málarasalur, leikfjaldageymsla og smíða-
verkstæði yrðu til húsa. Einnig er lagt til að innviðir hússins verði
endurhannaðir og efht til samkeppni um það verk. Nefndin vill
að nauðsynlegum framkvæmdum við húsið verði lokið fyrir 1990
er Þjóðleikhúsið á 40 ára afinæli. Lagt er til að Þjóðleikhúsinu
verði lokað vorið 1989 meðan viðgerð fer fram.
Nefnd þessa skipuðu þau Ámi
Johnsen, Guðmundur Bjarnason
og Þuríður Pálsdóttir. í upphafí
álits síns segja þau m.a.: „Þjóðleik-
húsbyggingin hefur drabbast svo
niður á löngum tíma vegna fjárs-
korts til eðlilegs viðhalds að til
mikils vansa er fyrir Islendinga
... Svo er nú komið að vegna lé-
legs viðhalds og endumýjunar em
slys all tíð í húsinu bæði hjá starfs-
fólki og sýningargestum og sums
staðar er yfirvofandi hætta vegna
aðgerðarleysis."
I ítarlegri upptalningu á þeim
atriðum sem nefndin vill að færð
séú til betri vegai má finna hvatn-
ingu um að efnt verði til sam-
keppni um endurhönnun hússins
sérstaklega með tilliti til áhorfenda
í sal, á göngum og í Kristalsal.
Aðstaða hljóð- og ljósstjómar sé
Iöngu úr sér gengin og til að bæta
þar úr þurfí að stækka þá aðstöðu
út í salinn eða flytja hana upp á
efri svalir.
Hvað varðar ganga hússins og
Kristalsal segir nefndin að skipta
þurfí um klæðningu og teppi í saln-
um og í áhorfendasal. Þá þurfi að
endurskipuleggja fyrirkomulag á
fatahengjum sem em mjög pláss-
frek og gamaldags.
Nefndin leggur einnig til að
austurinngangur í fordyri sé út-
búinn þannig að hreyfíhamlaðir
geti átt greiðari aðgang að húsinu
og að reist verði hagkvæm við-
bygging austan við Þjóðleikhúsið.
í henni yrðu auk þess er komið
er fram, framtíðar skrifstofuað-
staða hússins, æfíngaraðstaða og
ballettsalur.
Nefndin leggur til margar fleiri
breytingar og endurbætur en í lok
álitsins segir: „Með tilliti til þeirrar
lágmarks viðgerðar og endumýj-
unar á húsakosti Þjóðleikhússins
og skipulagsbreytinga sem gera
þarf á aðstöðu innan húss leggur
nefndin til að Þjóðleikhúsinu verði
lokað vorið 1989 meðan endurnýj-
un fer fram eða um svipað leyti
og Borgarleikhúsið tekur til
starfa." Sjá bls. 2