Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 Margaret Thatcher í opinberri heimsókn á Spáni: Reuter Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, heilsar Juan Carlos Spánarkonungi áður en hádegisverður þeirra hófst í Zarzuela-höll i Madrid í gær. Deildi hart við Gonzales um grundvallarsteöiu EB Madríd. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, kom í opinbera heimsókn í gær til Spánar og átti viðræður við starfsbróður sinn Felipe Gonzales. Ónefhdir embættismenn sögðu leiðtogana hafa deilt hart um nokkur helstu grundvallarstefnumið Evrópubandalags- ins en Thatcher hefur að undanförnu lýst sig andvíga því að vald framkvæmdastjómar EB verði aukið á kostnað þjóðþinga einstakra aðildarlanda. Thatcher átti fund með Gonzales í embættisbústað spænska forsæt- isráðherrans í einu úthverfa Madrid en þetta er í fyrsta skipti sem for- sætisráðherra Bretlands kemur í opinbera heimsókn til Spánar. Thatcher sagði fréttamönnum að fundurinn hefði verið sérlega gagn- legur. Breskir embættismenn sögðu leiðtogana á hinn bóginn hafa deilt hart einkum um fjármagnsflæði og sköttun Qármagns, sem EB hefur á pijónunum er sameiginlegur markaður bandalagsríkjanna geng- ur í gildi árið 1992 en Thatcher er andvíg. Spænskir embættismenn vildu ekki gera mikið úr deilum forsætisráðherranna en sögðu greinilegt að sjónarmið þeirra færu ekki fyililega saman í ýmsum veiga- miklum atriðum. Leiðtogamir lögðu hins vegar á það áherslu að stefna þeirra á vett- vangi innanlandsmála væri furðu svipuð en hagvöxtur er óvíða meiri í aðildarríkjum EB en í Bretlandi og á Spáni. Þau Thatcher og Gonza- les þóttust á hinn bóginn sjá ýms hættuleg teikn á lofti vegna of- þenslu og kváðust sammála um að helsta verkefnið á sviði efnahags- mála væri að hamla gegn verð- bólgu. Þau sögðust hins vegar ekki sammála um hvaða leiðir væru heppilegastar í þessu skyni. Embættismenn sögðu að deilu ríkjanna vegna yfirráða yfir Gíbraitar hefði ekki borið á góma en þetta aldagamla deiluefni hefur spillt fyrir samskiptum Breta og Spánveija í gegnum tíðina. Thatch- er ítrekaði fyrri ummæli sín í vik- unni er hún sagði að ekki kæmi til greina að semja um framtíð Gíbralt- ar án þess að tekið væri fullt tillit til sjónarmiða fbúanna sem eru um 30.000. Spænskir embættismenn hafa sagt að þeir bindi vonir við að aukin samskipti íbúanna og Spánveija muni leiða til þess að þeir óski eftir því að sameinast Spáni. Að afloknum fundinum með Gonzales snæddi Thatcher hádegis- verð í boði Junas Carlos Spánarkon- ungs. í dag, föstudag, mun Thatcher á ný eiga viðræður við Gonzales og er almennt búist við því að þær muni einkum snúast um samvinnu ríkjanna í því skyni að hefta starf- semi hryðjuverkamanna. í mars- mánuði skutu breskir hermenn þijá skæruliða írska lýðveldishersins til bana á Gíbraltar eftir að hafa feng- ið upplýsingar um ferðir mannanna frá yfirvöldum á Spáni. Sameinuðu þjóðirnar: Fé skortir til endur- reisnar í Afganistan Reutcr Japanski krónprínsinn, Akihito, undirrítar embættiseið til að aflétta opinberum skyldum af öldnum og sjúkum föður sínum, Hirohito keisara. Japan: Akihito krónprins leysir föður sinn af Genf. Reuter. SADRUDDIN Aga Khan prins, yfirmaður áætlunar Sameinuðu þjóð- anna um uppbyggingu í Afganistan er átökum þar lýkur, segir mik- ið skorta á að nægilegu fé hafi veríð heitið til endurreisnar í landinu. Gert er ráð fyrír að áætlunin muni kosta um 1,166 miHjarð Banda- ríkjadala (rúmlega 50 mil(jarða ísl. kr.) en fram til þessa hafa aðild- arríki SÞ aðeins heitið að greiða um 97 milljónir dala eða 8% af Hirohito biður um sjónvarp á sjúkrabeðinn Tókýó. Reuter. RÍKISSTJÓRN Japans sam- þykkti í gær að létta opinberum skyldum af Hirohito keisara sem nú er þungt haldinn og fela þær syni hans Akihito krónprínsi. Hirohito er 87 ára gamall og veiktist á mánudagskvöld. Lækn- ar sögðu í gær að hann hefði braggast nokkuð eftir þijár blóð- gjafir. Fyrir ári síðan tók krónprinsinn síðast við keisaraskyldunum þegar faðir hans lagðist veikur. Hirohito, sem verið hefur þjóðhöfðingi síðan árið 1926, náði sér svo um áramót eftir uppskurð og tók aftur við embættisstörfum keisara í janúar. í gær spurðist það út að keisar- inn aldni hefði náð sér nógu vel á strik til að biðja um sjónvarpstæki. Hirðmenn Hirohitos sögðu að hann vildi horfa á keppni í fjöl- bragðaglímu sem nú fer fram í Tókýó enda væri keisarinn mikill áhugamaður um þá íþrótt. Veikindi Hirohitos hafa valdið nokkurri upplausn í stjómmála- vafstri í Japan. Sosuke Uno, ut- anríkisráðherra Japans, hefur frestað heimsókn til Bandaríkjanna vegna veikinda þjóðhöfðingjans og opinberri heimsókn De Mita, for- sætisráðherra Ítalíu hefur einnig verið aflýst. fjárhæðinni. Fénu verður veitt til að aðstoða afganska flóttamenn við að komast aftur til heimalandsins, endurbæta samgöngur og jafnframt til að reisa ný íbúðarhús, skólabyggingar, at- vinnufyrirtæki og sjúkrahús. Um milljón Afgana er talin hafa týnt lífí í stríðinu og nær helmingur þjóð- arinnar hefur flúið heimili sín. Fyrrgreind áætlun mun verða framkvæmd á hálfu öðru ári. Aga Khan segir að næstu þijú ár þar á eftir þurfi að 840 milljónir Banda- ríkjadala til viðbótar. „Samtök Sameinuðu þjóðanna og þjóðir heims hafa nú möguleika á að sýna hvað hugtakið samstaða merkir, að lokinni grimmilegri styij- öld sem staðið hefur í nær áratug," döll sagði Aga Khan. 12. október Rabin vamarmálaráðherra var í' einni af verslunum Khan Younis- bæjar þegar steinblökk var kastað af þaki næstu byggingar og lenti hún á svölum í fimm metra flar- lægð frá honum. Síðan var kastað steinum að honum þegar öryggis- verðir fylgdu honum í skotheldan herbfl. Þrír hermenn tóku þegar á rás og leituðu árásarmannanna. Fregnir bárust ekki af því hvort einhveijir hefðu verið handteknir. Þegar Rabin var spurður um ár- ásina sagðist hann ekki hafa tekið eftir neinu. Hann viðurkenndi að Israelum hefði ekki tekist að bæla niður óeirðimar á hemumdu svæð- unum og varaði Palestínumenn við því að þjáningar þeirra tækju ekki enda meðan ofbeldið héldi áfram. verður haldin ráðstefna á vegum SÞ þar sem fjallað verður um málið og er þess vænst að aðiidarríkin heiti hærri greiðslum til áætlunar- innar. Aga Khan sagðist vona að um næstu áramót yrði búið að fá loforð um nær 500 milljónir dala. Talið er að framlög olíuframleiðslu- rílq'a múslima ásamt framlögum Sovétrílq'anna og nokkurra þeirra iðnríkja, sem ekki hafa enn heitið neinu fé, muni duga til að ná þessu takmarki. Hann hafnaði einnig tillögu Frelsis- samtaka Palestínumanna, PLO, um að hemumdu svæðin lytu stjóm Sameinuðu þjóðanna. Háttsettur starfsmaður Hjálpar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði að læknir stofnunarinnar hefði reynt að fá herinn til að heim- ila að 18 ára gamall maður, sem var skotinn á miðvikudag eftir að hafa kastað steinum, yrði sendur á sjúkrahús. Honum hefði verið sagt að einhver ættingja táningsins þyrfti fyrst að bera kennsl á hann til að tryggja greiðslur fyrir að- hlynningu á sjúkrahúsi. Að minnsta kosti 279 Palestínu- menn og sex ísraelar hafa fallið síðustu níu mánuði í óeirðunum á hemumdu svæðunum. Japanir mótmæla árás á Hirohito Tókýó. Reuter. STJÓRNVÖLD í Japan hafa mótmælt harðlega forystu- grein í Lundúnablaðinu Sua. Fyrirsögn leiðarans var: „Keis- arans illa bíður vist í helvíti". í greininni segir meðal annars: „Af tveimur ástæðum finna menn til leiða nú þegar Hirohito keisari liggur banaleguna. Sú fyrri er að hann skuli hafa tórt svo lengi. Hin síðari er að hann skuli gefa upp öndina án þess að honum hafi verið refsað fyrir einhveija verstu glæpi sem þessi grimma öld hefur upplifað." Talsmaður japanska utanríkis- ráðunej’íisins sagði í gær að sendiráð Japans í London hefði komið mótmælum á framfæri við dagblaðið Sun. Hann vildi ekki tjá sig um innihald mótmælabréfsins en sagði að forystugreinin hefði verið „full af iílgimislegum at- hugasemdum og væri í raun ekki svara verð“. í greininni segir að sú ákvörðun Bandamanna að draga Hirohito ekki fyrir dóm sem stríðsglæpa- mann eftir skilyrðislausa uppgjöf Japana árið 1945 hafi verið skilj- anleg í ljósi pólitískra aðstæðna. „En hún gerði þessu illa afstyrmi kleift að ljúka ævi sinni með ró og spekt." „En snart hann undir lokin," heldur blaðið áfram, „einhver vottur af þeim sársauka sem hann olli mergð fómarlamba? Ekki vit- um við það. En þegar hann gei- spar golunni er víst að hans bíður heiðurssæti í helvíti!“ Israel: Arás gerð á Rab- in á Gaza-svæðinu Khan Younis. Reuter. YITZHAK Rabin, varnarmálaráðherra ísraels, slapp naumlega þegar Palestínumenn köstuðu að honum steinum er hann var á ferð um bæinn Khan Younis á Gaza-svæðinu í gær. Táningur, sem varð fyr- ir skoti þegar hann kastaði gijóti að hermönnum á miðvikudag, lést þar sem herínn hafði neitað að senda hann á sjúkrahús þar til kennsl yrðu borin á hann, að sögn starfsmanns Hjálparstofhunar Sameinuðu þjóðanna á Gaza-svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.