Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988
Látuni útgerðina vera til fyrir
fiskvinnsluna, en ekki öfugt
- segir Finnbogi Alfreðsson rekstrarhagfræðingur hjá Framleiðni sf.
„Margar landstöðvar skulda háar fjárhæðir. Útgerð ísfisktog-.
ara kostar of mikið og er dýr fyrir landvinnsluna. Lausnin á
þessum vanda liggur ekki í flótta út á sjó. Hann mun einungis
leiða til enn verri nýtingar þess fjármagns, sem liggur í land-
vinnslunni og gera landstöðvunum ókleift að kljúfa þann uppsafh-
aða vanda, sem á þeim hvílir. Farsælasta lausnin er hófsemi í
útgerðarfjárfestingu og líta þarf einungis á útgerð, sem hráefii-
isöflunartæki fyrir landvinnsluna. Nýsmíði ferskfisktogara í dag
er fjárfesting sem hvorki útgerðin né fiskvinnslan stendur und-
ir. „Goðsögnin“ um frystitogaraútgerð á ekki við hjá þeim, sem
nú þegar starfrækja landstöðvar og enn siður séð frá þjóðhags-
legu sjónarmiði.11
Finnbogi Alfreðsson rekstrar-
hagfræðingur hjá Framleiðni sf.
flutti erindi á fúndi Félags Sam-
bandsfískframleiðenda sem hald-
inn var á Akureyri dagana 12. og
13. september þar sem hann sýndi
meðal annars fram á að rekstur
frystitogara skilar ekki betri
rekstrarafkomu heldur en ísfisk-
togarar og frystihús og eru þetta
meginniðurstöður Finnboga. Er-
indið vakti töluverða athygli fund-
argesta, en því skipti hann í sex
meginkafla fiskistofnar og staða
þeirra, efnahagsumhverfið, vinnu-
afl og búseta, innri aðstæður fisk-
vinnslunnar, samanburður á
rekstrarafkomu frystitogara og
landfrystingar og að lokum fjallaði
hann um fiskvinnslustefnuna.
Titill erindisins var „Á físk-
vinnslan á Islandi framtíð fyrir
sér“. Finnbogi sagði svarið jákvætt
svo lengi sem fískvinnslustefnan
næði fram að ganga, ef hagsmuna-
gæslu sjávarútvegsins verði komið
á faglegan og heilsteyptan grunn
og ef útgerðin yrði látin vera til
fyrir fiskvinnsluna en ekki öfugt.
Þá vill hann að hafin verði nú þeg-
ar markviss stefnumótun í fram-
leiðslumálum er miði að hækkun á
vinnslustigi, samvinnu milli
vinnslustöðva og stórauknu sam-
starfi vinnslunnar og sölufyrir-
tækja erlendis.
Samanburður á
rekstrarafkomu
frystitogara og
landfrystingar
'En lítum nú á dæmið, sem Finn-
bogi setti upp á fundinum viðvíkj-
andi rekstrarhagkvæmni ísfisk-
vinnslu annars vegar og afkomu
frystitogara hinsvegar. Forsendur
eru allar miðaðar við aðstæður,
eins og þær eru í dag. Gert er ráð
fyrir 2.000 tonna þorskafla, 700
tonnum af karfa, 800 tonnum af
grálúðu, 200 tonnum af ufsa, 200
HÓTEL
Fjölskyldu-
tilboð
sunnudag
Spergilsúpa
Lambalœri bearnaise
Verð aðeins kr. 690,-
Frítt fyrir börn 0-6 ára
V2 gjald fyrir 6-12 ára.
tonnum af ýsu og 95 tonnum af
öðrum tegundum. Miðað er við
uppígreiðsluverð frá sjávarafurða-
deild 18. ágúst sl. Tekjur frysti-
hússins, sem vinnur afla ísfislrtog-
arans, miðað við þetta nema rúmri
221 milljón króna og tekjur frysti-
togarans nema tæpum 220 milljón-
um króna. Gjöld frystihússins eru:
90,4 millj. kr. launakostnaður,
17.3 millj. kr. viðhaldskostnaður,
15,2 millj. kr. orkukostnaður, 9,1
millj. kr. veiðarfærakostnaður og
44.4 millj. kr. annar kostnaður.
Gjöld frystitogarans eru: 87,5
miilj. kr. launakostnaður, 18,7
millj. kr. viðhaldskostnaður, 13,5
millj. kr. olíukostnaður, 9,1 millj.
kr. veiðarfærakostnaður og 39,2
millj. kr. annar kostnaður. Sam-
kvæmt þessu er framlegð frysti-
hússins rúmar 45 millj. kr. á með-
an frystitogarinn ber 51,8 milljónir
úr býtum. Munurinn er því minni
en marga grunaði, að sögn Finn-
boga. „Það er sífellt verið að tala
um að frystihúsin séu svo og svo
léleg og þá er ávallt miðað við
þennan ógreinilega fjármagns-
kostnað sem skekkir auðvitað
myndina. Menn ræða um það að
flytja vinnsluna bara út á sjó til
að bjarga málunum, en rekstrar-
lega séð ef frystihúsin á íslandi
hefðu ekki þennan langa skulda-
hala, þá væru þau fullkomlega
samkeppnisfær við frystitogarana.
Togarinn vinnur bara fyrir sjálfum
sér. Hann getur ekki séð um skuld-
ir hjá þeim fyrirtækjum, sem hafa
vinnslustöðvar í landi. Því eru fyr-
irtæki, sem hafa vinnslu í landi,
aðeins að bæta öðru frystihúsi við
hjá sér með því að kaupa til sín
frystitogara."
3% framlegðarmismunur
Finnbogi segir að framlegðarm-
ismunur liggi í orku/olíu og launa-
kostnaði. Mismunurinn væri 6,6
millj. kr. frystihúsinu í óhag, eða
aðeins um 3%. Ekki er tekið tillit
til afskrifta og fjármagnskostnað-
ar í þessum rekstrarsamanburði
en framhjá því verður varla komist
í afkomusamanburði. Frystitogar-
amir hafa unnið nýja markaði, og
jafnvel rutt braut fyrir landfrystar
afurðir í Austurlöndum fjær. Þeir
hafa jafnframt tekið markaði frá
landfrystingunni. Þá hefur gengis-
þróunin síðustu árin verið frysti-
togurum mjög í hag og má í því
sambandi nefna hækkun japansks
yens og sterlingspunds. Finnbogi
segir að ókostir frystihúsanna séu
þeir að þeim er ætlað að taka við
öllum afla og hafa þau þar af leið-
andi ekkert hráefnisval, vinnulaun
séu ekki í takt við framleiðsluverð
og gæði, stjórnunarkostnaður væri
of hár, hráefnisgæði misjöfn og
kalla á flóknara pakkningaval og
óstöðugt vinnuafl og vinnuaflss-
kortur er algengara vandamál.
Okosti frystitogara vildi Finnbogi
^é2
Morgunbladiö/Rúnar Antonsson
Finnbogi Alfreðsson rekstrar-
hagfræðingur er framkvæmda-
stjóri Framleiðni sf.
rekja til einhæfni í afurðavali, litl-
um sveigjanleika, fastrar nýtingar,
grófra vinnubragða, mikils álags á
vinnuafl og meiri hættu á gæða-
slysum.
Kostir frystitogara eru þeir að
launakostnaður er sveigjanlegur.
Ferskara hráefni gefur betri af-
köst. Áhöfn stendur saman um
afköst og gæði vegna binding
tekna við afurðaverðmæti. Hrá-
efnisval er markvissara. Stjórnun-
arkostnaður er lágur, virkni stjóm-
enda meiri um borð en í landi og
allir starfsmenn eru virkir við
frainleiðsluna. Gæði afurðanna eru
góð vegna ferskleika og premía
er greidd fyrir það. Vinnsla á sjó
er eingöngu byggð á einni afurð
sem einfaldar vinnslu og pökkun
og sterkari tök em á vinnuafli á
meðan eftirspum er jafnmikil. Út-
gerðarmenn frystitogara geta því
valið um fólk frá öðrum sveitum
og bæjum. Til kosta frystihúsa
telur Finnbogi að séu sveigjanleiki
í afurðavali, meiri vinnslubreidd,
hærri vinnslunýting og minni
hætta á gæðaslysum.
Stöðva þarf Qölgun
fiskvinnslustöðva
Finnbogi sagðist vera mjög
fylgjandi því að sett verði höft á
fiskvinnslustöðvamar til samræm-
is við fískveiðistefnuna því óhæft
væri að vinnslunum fjölgaði sífellt
á meðan kvótinn færi niður á við.
„Við búum við þannig skilyrði að
við getum aðeins veitt ákveðið
magn úr fiskstofninum. Ef við vilj-
um heimta hagnað af sjávarútveg-
inum, þá verðum við jafnframt að
heimta að það verði siöðvuð fjölg-
un fískvinnslustöðva í landi og úti
á sjó. Við viljum ekki meiri nýfjár-
festingu inn í þessa atvinnugrein
því við þurfum á öllum þeim hagn-
aði að halda sem mögulegt er.
Fiskvinnslustöðvarnar em greini-
lega orðnar of margar miðað við
afrakstursgetu fiskistofna - miðað
við þann kvóta sem við megum
afla. Fiskvinnslustefnan þarf að
endurspeglast af fiskveiðistefnu.
Útgerðarmenn þurfa að kaupa sér
kvóta ef þeir ætla sér að ná í auk-
akvóta og er því mjög eðlilegt að
ætla að fiskvinnslustöð þurfi að
kaupa aðra stöð ef hún vill auka
afkastagetu sína. Fiskvinnslu-
stefnan, markmið hennar og leiðir,
er það sem koma skal. Ef slík
stefna nær ekki fram að ganga
mun fiskvinnslan eiga undir enn
meira högg að sækja í hagsmuna-
baráttu og almenningsáliti. Fisk-
vinnslustefnan er hagsmunamál
okkar allra og fyrir henni þurfa
allir að beijast," sagði Finnbogi.
Staða fiskistofha
í máli Finnboga kom fram að
aflasamdráttur á næstu árum er
óumflýjanlegur ef fiskvinnslan og
veiðamar eiga að eiga einhveija
framtíð fyrir sér. „Við verðum að
stuðla að því sjálfir og í góðu sam-
starfi við stjómvöld að fiskstofn-
amir verði nýttir á skynsaman
hátt og að uppbygging í landi og
úti á sjó sé í samræmi við stað-
reyndir. Dýr fiskiskipafloti jafn-
hliða aflasamdrætti þýðir auknar
kröfur á fiskvinnsluna." Ef þorsk-
stofninn á ekki að fara minnkandi
má afli ekki fara yfir 300 þúsund
tonn á næstu tveimur ámm, 1989
og 1990. Við þessi mörk mun
stofninn hinsvegar standa í stað,
sem þýðir um 15% samdrátt á afla-
magni. Aflahámark ýsu em 60
þúsund tónn á næsta ári og 70
þúsund tonn á næsta ári sem er
aukning um 20% miðað við raun-
veiði. Veiða má 80.000 tonn af
ufsa svo hann standi í stað og 85
þúsund tonn af karfa og djúp-
karfa, en samdráttur verður þá um
5%. Ef veidd verða 30 þúsund tonn
af grálúðu mun stofninn standa í
stað, en minnka verulega ef afli
fer upp í 45 þúsund tonn. Fyrirsjá-
anlegur er vemlegur samdráttur í
veiði grálúðu og mun kvóti ömgg-
lega koma á sóknarmark á næsta
ári. Ef sókn verður óbreytt í
steinbít og skarkola, fer afli jafn-
framt minnkandi.
Efiiahagsumhverfið
Finnbogi sagði að sjávarútvegur
á Islandi þyrfti ekki eingöngu að
búa við hinn „náttúmlega" óstöð-
ugleika heldur og einnig fádæman
óstöðugleika frá hendi ríkisvalds
og almennrar óstjómar í efnahags-
málum. Því væri engin leið að gera
raunhæfar áætlanir og hyggja til
langtíma. Nú væri til dæmis beðið
eftir þriðju stórefnahagsaðgerðun-
um á þessu ári. Ríkisvaldið væri
útflutningsatvinnuvegunum óhlið-
hollt og gengisskráning væri í engu
samræmi við þarfir útflutningsat-
vinnuveganna. Ríkisfjármálum
væri ekki stýrt í takt við þenslu
og samdrátt í efnahagslífinu,
stefnuleysi væri í fjárfestingamál-
um og einhæfni ríkti í tekjugmnd-
velli þjóðarbúsins. Til dæmis væri
sjávarútveginum miðstýrt tekju-
lega og hann „þjóðnýttur" til að
greiða niður allt annað í þjóðarbú-
skapnum.
Vinnuafl og búsetuþróun
„Góðæri í sjávarútveginum og
hærra kaup í fiskvinnslu dugar
ekki lengur til að halda í vinnuaf-
lið og minnkar ekki fólksflótta af
landsbyggðinni. Góðæri stuðlar að
fjölgun vinnsluaðila og dreifir
vinnuaflinu um of. Á mörgum stöð-
um úti á landi er nóg vinnuafl til
fiskvinnu, því er bara of dreift á
of marga vinnustaði. Sívandræði
margra frystihúsa fælir fisk-
vinnslufólk frá vinnu þar og stuðl-
ar að brottflutningi. Stóraukið
hlutfall erlendra verkamanna
skapar óstöðugleika og sífellda
þjálfunarvinnu. Fiskvinnslan verð-
ur að gera allt til þess að ná til
sín vinnuaflinu, sem landbúnaður-
inn hefur ekki lengur þörf fyrir.
Vinnuaðstaða, stöðugleiki og fyrir-
tækjaandi virðist skipa meira máli
gagnvart vinnuaflinu heldur en
hærra kaup,“ segir Finnbogi. Til-
tölulega mikið vinnuafl er ennþá í
frumVinnslugreinum hérlendis og
má ætla að flutningi frá þeim og
til annarra greina sé ekki lokið,
samkvæmt heimildum Byggða-
stofnunar. Þá em útgerðarstaðir
með sjávarútveg yfir 50% ársverka
á hröðu undanhaldi í fólksíjölgun,
fækkun er um 2% að meðaltali
árlega.
Innri aðstæður
Finnbogi spurði í erindi sínu
hvar hagsmunagæsla fískvinnsl-
unnar væri í raun. Ljóst væri að
kreppuástand ríkti í kjölfar góðær-
isins og flest fyrirtækin yrðu mörg
ár að vinna upp hallarekstur og
skuldasöfnun sl. 12 mánuða.
Síversnandi eiginfjárstaða skekkti
afkomumynd hefðbundinnar fisk-
vinnslu, leiddi til rangra ályktana
um afkomumöguleika hennar og
skekkti alla ákvarðanatöku.
„Hallarekstur hefðbundinna fisk-
vinnslustöðva skaðar ekki ein-
göngu reikningslega afkomu-
möguleika heldur og einnig það
byggðarsamfélag, þar sem stöðin
er staðsett. Fjárfestingar síðustu
ára hafa að langmestu leyti verið
í nýjum vinnslustöðvum og útgerð.
Þetta þýðir verri afkomumöguleika
fyrir þær stöðvar sem fyrir vom.
Þær fá minna hráefni vegna fjölg-
unar stöðva og þurfa að standa
undir Ijarfestingu í útgerðinni.
Hefðbundin fískvinnsla mætir
sívaxandi samkeppni um hráefnið.
Því miður verður að segjast eins
og er að samræming fiskvinnslu
og útgerðar hefur á mörgum stöð-
um ekki tekist nógu vel upp. Hér
er eingöngu spumingin um stjóm-
un og ákveðna og markvissa
rekstrarstefnu. Hefðbundin fisk-
vinnsla fær ekki að njóta ávinnings
af hagræðingu og því er takmark-
aður hvati til að ráðast í „fjárfest-
ingar, sem borga sig“. Hefðbundin
fiskvinnsla er undir í áróðursstríð-
inu í þjóðfélaginu og nýtur tak-
markaðs skilnings og samúðar
„fijálshyggju- og kerfísstrákanna"
sem hafa orðið ótrúlega mikil ítök,“
sagði Finnbogi Alfreðsson.
Rekstrar- og tækniráðgjöf
Framleiðni sf. er rekstrarráð-
gjafafyrirtæki í eigu Sjávarafurða-
deildar Sambandsins og þeirra
frystihúsa, sem selja í gegnum
Sambandið. Fimm manns starfa
við fyrirtækið og er verksvið þeirra
fólgið í rekstrar- og tækniráðgjöf
við frystihúsin auk þess sem þeir
starfa með vöruþróunar- og fram-
leiðslustýringardeildum Sjávaraf-
urðardeildar. Fyrirtækinu var
komið á laggirnar fyrir tíu ámm
af Sjávarafurðadeild Sambandsins
og Félags Sambandsfiskframleið-
enda, SAFF. Finnbogi tók við
framkvæmdastjórn Framleiðni sf.
fyrir tveimur ámm. „Við sjáum um
rekstrarsamanburð á milli frysti-
húsanna, emm í rekstrarráðgjöf
og gemm áætlanir fyrir húsin. Við
þróum upp ný vinnslukerfi og er
nýja flæðilínukerfið afrakstur sam-
vinnu milli vinnslustöðvanna og
Framleiðni sf. Það kerfi nýtur nú
almennra vinsælda á landinu og
er bókstaflega að flæða yfir landið.
Sjö Sambandshúsanna munu hafa
tekið inn flæðilínukerfíð fyrir ára-
mót, frystihúsin á Höfn, Vopna-
firði, Hofsósi, í Hrísey, í Sjólastöð-
inni í Hafnarfirði, Húsavík og
Dalvík.