Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 12
12 MORCjUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 Kæliskápar fyrir minni heimili frá Blomberq Meira en 20 gerðir Verð við allra hæfi Einar Farestveit&Co.hf. •OMQAKTUN 2S. SÍHAAi |*1| 1NN OO IHtM - MOIÍUW/MI Leið 4 stoppar við dymar . E. Sillanpáa o g ísland eftir Hjört Pálsson Hinn 16. þ.m. var öld liðin frá fæðingu Frans Eemils Sillanpáá (1888—1964) sem einn Finna hefur hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels og naut meiri hylli og frægðar fyr- ir skáldskap sinn fyrstu áratugina eftir að Finnland öðlaðist sjálfstæði en flestir starfsbræður hans sem skrifuðu á finnsku. Af því tilefni skal vikið hér örfáum orðum að Sillanpáá, kynnum hans af íslandi og íslendingum. og íslendinga af honum og verkum hans, en mjög verður stiklað á stóru. F.E. Sillanpáá gekk menntaveg- inn og stundaði um skeið nám í náttúruvísindum í Helsinki. Stúd- entsárin þar urðu honum dýrmætur náms- og reynslutími. Ritstörf hans hófust á fyrri stríðsárunum. í fyrstu fékkst hann nokkuð við blaða- mennsku, en sneri sér fljótlega að skáldskapnum einum. Á yngri árum dvaldist hann löngum á æskustöðv- um sínum og reisti sér þar hús, en átti heima í Helsinki síðari hluta ævinnar. Þorra verka sinna sem öll eru í óbundnu máli samdi Sillanpáá inn- an við miðjan aldur, enda bagaði hann heilsubrestur þegar á ævina leið. Auk skáldsagna og smásagna samdi hann ritgerðir og frásögu- þætti sem sumir urðu mjög vinsæl- ir þegar höfundurinn las þá í. finnska útvarpið. Flest skáldverk Sillanpáá sem var bóndasonur frá Tavastkyro í Satakunta gerast í átthögum höfundarins og fjalla um fólkið þar, lífsbaráttu þess, sögu og kjör. Sillanpáá hafði mikla sam- úð með sveitaöreigunum sem hann var sjálfur kominn af. Um þá var á finnsku haft orðið torppari. Þeim fór síQölgandi með iðnvæðingu og breyttum búnaðarháttum þegar leið á 19. öld, en þeir bjuggu við eymd- arlg'ör og urðu rnikill örlagavaldur í sögu Finnlands þegar tímar liðu. Sögur F. E. Sillanpáá eru merkur þáttur sveitasagna- og raunsæis- hefðar í fínnskum bókmenntum sem er arfur frá 19. öld, en gætir enn á okkar dögum. Frægar urðu raunsæjar náttúru- og mannlýsing- ar hans og lýsingar hans á nánum tengslum lands og manns í blíðu og stríðu. Þessar lýsingar hans úr miskunnarlausri lífsbaráttu almúg- ans í sveitum Finnlands eru glöggar og einatt ófegraðar. íslenskur starfsbróðir hans hefur kallað hann „eitt mesta alþýðuskáld á Norður- íöndum" og þegar Sillanpáá fékk Nóbelsverðlaunin voru honum veitt þau „fyrir það, af hve næmum skiln- ingi og frábærri stflsnilld hann hef- ur lýst lífi alþýðu og náttúrunni í landi sínu í þeim innbyrðis tengslum sem myndast þar á milli". Þott Sillanpáá sé ekki beinlínis talinn til verkalýðsskálda er sterkur félagslegur grunntónn í mörgum verkum hans. En þar kemur einnig fram hálf-„mystískt“ viðhorf til náttúrunnar og lífsins sem órofa sköpunarverks, einnar heildar, enda ber höfundurinn mikla lotningu fýr- ir öllu lífi og lífsviðhorf hans er mótað af mannúð og trúarþeli. Hann var góður sálfræðingur og góður líffræðingur sem naut þar náms síns og nálgaðist lífsviðhorf sitt að nokkru eftir leiðum náttúru- vísindanna, enda hafa verk hans m.a. verið kölluð „líffræðilegar átt- hagalýsingar". Víða í verkum sínum gerir Sillanpáá náttúrufræðilegar athuganir og notar nákvæmar smá- myndír úr náttúrunnar ríki til þess að byggja upp blæbrigðaríka heild- armynd. Hjá honum eru maður og náttúra ekki andstæður, heldur er maðurinn hluti náttúrunnar; höf- undurinn sér hann undan sjónar- homi hennar. Viðhorfið til manns og samféiags í sumum verkum Sill- anpáá virðist mótað af nauðhyggju, en ekkert rúm er hér til þess að fara út í hvemig þar speglast ein- hyggja og tvíhyggja, efnishyggja og hughyggja - þótt fróðlegt gæti verið. Kynning á sálgreiningu, prímitívisma og evrópskum samtímabókmenntum ásamt fleiru lagðist á eitt um það í Finnlandi á flórða tug aldarinnar að beina at- hygli rithöfunda að þeim öflum sem blunda í verkum Sillanpáá. Mann- lýsingar eru styrkur hans, en hið sama verður ekki sagt um byggingu sagna, svo sem sums staðar sést í skáldsögum hans og ekki síður í sumum smásögum hans og frá- sagnaþáttum sem virðast nokkuð laus í reipunum. Oft eru lýsingar Sillnapáá fremur þunglamalegar og grámóskulegar og sneyddar kímni, en þegar best lætur magnast áhrif sagna hans fyrir vikið. Það á sinn þátt í þunga og krafti hinnar epísku frásagnar. Meinleg fyndni og „írónía" kemur þó öðru hveiju fyrir í sögum höfund- arins og stundum liggur hálfgrát- brosleg kímni í þeim atvikum lífsins og aðstæðum persónanna sjálfra sem hann lýsir í sögum sínum. Hún litar oft frásögnina og getur orðið dálítið hæglætisleg og undirfurðu- leg og ráðið sjálfum stflsvipnum. Sýnist það ekki síst eiga við um smásögur Sillanpáá og frásögu- þætti. Af misgóðum smásögum samdi hann feiknin öll. Hinar bestu eru þó taldar sígildar og stíll höf- undar er persónulegur og blæ- brigðaríkur og mun í fyrstu hafa þótt nokkuð nýstárlegur og hafa haft áhrif á yngri höfunda í Finn- landi. Víða í verkum Sillanpáá koma fyrir - jafnframt hinni epísku frá- sögn - „impressjónískar" myndir og sálarlífi persóna sinna lýsir hann gjaman með því að draga fram víxláhrif og samspil náttúniathug- ana og hugskynjunar, leggja áherslu á tengsl manns og um- hverfis. Langflest af því sem hér hefur verið sagt um Sillanpáá sem höfund og einkenni verka hans hlýtur stað- festingu á margvíslegan hátt í þeim sögum hans sem þýddar hafa verið á íslensku. Skapadægur (sem út kom á finnsku 1919) er sígild saga úr borgarastríðinu árið áður og með svipuðum hætti veita fleiri sögur höfundarins innsýn í sögu Finna á 19. og 20. öld og milli sumra þeirra eru bein innbyrðis tengsl. Sömu persónur koma td. fyrir í fleiri en einni sögu. Óhætt er að fullyrða að með sögum sínum hafi Sillanpáá orðið rödd og málsvari sinnar eigin stéttar og sinna eigin átthaga í finnskri sagnagerð - eins og Ivar Lo-Johansson, afkomandi „stat- ama“ í Svíþjóð - og litað frásögn sína af óblíðum örlögum finnskra sveitaöreiga mannúð og lífstrú. F.E. Sillanpáá kom til íslands vegna Alþingishátíðarinnar 1930 og skrifaði síðar um för sína. Hér hitti hann m.a. skáldbróður sinn, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, og batt einnig nokkum kunnings- skap við Stefán Jóhann Stefánsson, „Sögnr F.E. Sillanpáa eru merkur þáttur sveitasagna- og raun- sæishefðar í fínnskum bókmenntum sem er arfiir frá 19. öld, en gætir enn á okkar dög- um. Frægar urðu raunsæjar náttúru- og mannlýsingar hans og lýsingar hans á nánum tengslum lands og manns í blíðu og stríðu.“ síðar ráðherra. Tvær prentaðar frá- sagnir eru til af fundi Sillanpáá og íslendinga í Helsinki. Önnur heim- sóknin var 1936, hin nær aldar- flórðungi síðar. Hinni fyrri hefur séra Siguijón Guðjónsson lýst í greininni „Ein klukkustund hjá F.E. Sillanpáá" sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins um svipað leyti og skáldið tók við Nóbelsverðlaun- unum, en seinni heimsókninni lýsti Njörður P. Njarðvík í þætti sem hann nefndi „Skapadægur" og prentaður var í Félagsbréfi AJB 1959. Þijár merkar skáldsögur Sill- anpáá hafa verið þýddar á íslensku: Silja (1935; kom fjórum ámm áður út á frummáli), Skapadægur (1940 á íslensku) og Sólnætur (1944; kom áratug fyrr út á fmmmáli). Fyrmefndu bækumar báðar þýddi Haraldur Sigurðsson, en Andrés Kristjánsson þá síðastnefndu. Silju virðist hafa verið vel tekið af rit- dómumm og öðmm lesendum og átti hún áreiðanlega hvað mestan þátt í að kynna Sillanpáá hér á landi og móta hugmyndir Islendinga um hann og skáldskap hans. Sólnætur sýnast líka hafa vakið töluverða athygli og fallið íslendingum vel í geð, en öðm máli gegndi um Skapadægur sem að mínum dómi er þó mest og áhrifaríkust þessara sagna. Um hana ríkti meiri þögn en hinar og hún er eina sagan af þessum þremur sem ég hef fundið heimildir um að sumir lesendur hafí beinlínis tekið illa. Undantekn- ing frá því var þó grein eftir Sigurð Draumland sem birtist í Alþýðu- blaðinu í árslok 1942. Líklegasta skýringin á miður góðum viðtökum bókarinnar er sú að þau ömurlegu örlög sem þar er dregin upp mynd af í einum lit hafi orðið of yfir- þyrmandi fyrir marga lesendur. Þar að auki er hugsanlegt að sagan hafi goldið þess á hvaða tíma hún kom út hér á landi. Á líkan hátt og fregnin um að Sillanpáá hefði fengið Nóbelsverðlaun 1939 drukknaði næstum í brakinu og brestunum frá Finnlandsstyijöld- inni sama haust getur hugsast að fréttir um útkomu Skapadægurs og dómar um bókina vorið 1940 hafí fengið að þoka fyrir öðrum tíðindum sem hærra bar. Þetta var einmitt vorið sem Þjóðveijar her- námu Danmörku og Noreg og Bret- ar ísland mánuði seinna. Auk þess höfðu flokkadrættir og blaðaskrif verið hér mikil um Finnlandsmál þótt í deilum skorti mikið á sann- girni og þekkingu á aðstæðum á báða bóga. Kynning á Sillanpáá og verkum hans hefur verið mjög takmörkuð í útvarpi. Þó voru Sólnætur lesnar í útvarp hér sumarið 1974. Einna _ mest var fjallað um höfundinn og verk hans á prenti hérlendis um það leyti sem hann hlaut Nóbelsverð- launin. Grein birtist t.d um það efni í Iðunni 1937 eftir Stefán Einars- son og önnur eftir Leif Haraldsson í Dvöl 1939. Þó að tilviljun hafi oft ráðið því hvað hér á landi er kynnt af erlend- um bókmenntum ætla ég að Mika Waltari hafi einn finnskra höfunda verið kynntur með jafn mörgum eða fleiri skáldsögum í íslenskri þýðingu en Sillanpáá. Þær þijár sögur hins síðamefnda sem um ræðir em með þekktustu og merkustu verkum hans og veita jafnframt góða hug- mynd um fjölbreytnina í skáldskap hans vegna þess hve þær era ólík- ar. Til íslenskra lesenda gat það höfðað að raunsæissögur Silianpáá úr finnskum sveitum vora greinar á sama meiði og margt það besta í íslenskri sagnahefð 19. og 20. aldar fram til þess tíma sem þýðing- amar komu út. íslenskum lesendum hlaut því að koma margt kunnug-' lega fyrir sjónir í sögum Sillanpáá og þeir hafa hlotið að geta greint þar skyldleika við eigið eðlisfar auk þess sem þar var ýmsan sögulegan fróðleik að finna sem skýrt gat fyr- ir þeim hið flókna og blóðuga tafl í Finnlandi samtímans og rætur þess. Kreddulaust mannúðarviðhorf og lífstrú Sillanpáá hefur að öllum líkindum átt vel við íslenska lesend- ur, því að hvorttveggja var nátengt fyrrgreindri sagnahefð og hugsun- arhætti alþýðufólks á íslandi. Þegar á annað borð er um að ræða róttæk lífs- og félagsmálaviðhorf þess era þau mun oftar sprottin af reynslu þess og uppeldi en beinum kynnum af harðri, pólitískri hugmyndafræði sem numin er af bók. Skrif um Sillanpáá og verk hans á íslensku era ekki mikil, en þeir höfundar sem við þá sögu koma birtu greinar sínar í víðlesnum blöð- um og tímaritum. Kynning þeirra var jákvæð í garð höfundarins og greinamar samdar af virðingu fyrir Sillanpáá og ást og áhuga á verkum hans. Smásögur Sillanpáá era íslensk- um lesendum afar lítt kunnar af þýðingum þótt þeirra séu dæmi. Þar vantar því áberandi drátt í mynd íslendinga af höfundinum. Líklega hefur allt sem eftir Sill- anpáá hefur birst á íslensku verið þýtt úr öðra máli en frammálinu, sennilega sænsku. Sitthvað sem varðar hin fínni blæbrigði hefur auðvitað getað glatast eða fölnað á leiðinni milli mála, en með nokkram rökum má þó ætla að yfírleitt hafi býsna vel til tekist um þýðingamar og þær séu í betra lagi. Að öllu samanlögðu virðist því mega segja að þrátt fyrir nokkrar gloppur hafi F.E. Sillanpáá og verk hans fengið sæmilega kynningu á íslandi, einkum á fjórða og fimmta tug aldarinnar. Jafnframt sé mynd íslenskra lesenda af hvorutveggja í allgóðu samræmi við það sem oft- ast er bent á þegar finnskir bók- menntafræðingar fjalla um Sill- anpáá og verk hans og stöðu þeirra í sögu finnskra bókmennta. Höfundur er fyrrverandi dag- skrárstjóri Rikisútvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.